Thiago til Liverpool (Staðfest!)

Það er loksins búið að staðfesta orðróminn sem er búinn að vera í gangi síðustu vikur: einn besti miðjumaður heims, nýbúinn að vinna meistaradeildina með Bayern, er kominn til Liverpool og verður hér næstu 4 árin.

Hann fær treyju númer 6 sem Lovren skildi eftir sig í sumar (nú vantar bara að finna út hver eigi að fá tvistinn!)

Það er óhætt að segja að þetta sé mikil búbót fyrir klúbbinn, og talsvert síðan að Liverpool keypti leikmann sem var nýbúinn að vinna meistaradeildina. Eða hefur það yfirhöfuð gerst áður svo við vitum til?

Þetta er leikmaður sem getur spilað nánast hvar sem er á miðjunni: við hliðina á Fabinho/Hendo í 4-2-3-1, sem box-to-box í 4-3-3, framliggjandi miðjumaður o.s.frv., og ætti bara að auka valkostina sem Klopp og Lijnders hafa yfir að ráða í uppstillingu. Þá er áhugavert að ekkert hefur verið talað um að Wijnaldum þurfi að fara, það eru allar líkur á að hann verði hjá klúbbnum a.m.k. þetta tímabil, hver veit nema hann framlengi á næstu vikum. Við látum það bara koma í ljós.

Á sama tíma lítur út fyrir að Ki-Jana Hoever sé á leiðinni til Wolves fyrir 10+ milljónir punda, en á móti sé Liverpool að sverma fyrir Diego Jota hjá sama liði. Þetta kemur frá Pearce, Reddy et al., og því mjög miklar líkur á að þetta séu ekki bara einhverjar þreifingar heldur að þarna sé um að ræða samninga sem séu mjög langt komnir. Diego var t.d. ekki í leikmannahóp Úlfanna í gær. Auðvitað er það tvíbent að missa unga og efnilega leikmenn frá klúbbnum, hvort sem um er að ræða Hoever, Brewster eða einhvern annan, en við treystum á að það séu góðar endurkaupsklásúlur í sölusamningunum, og að leikmennirnir séu til í að koma til baka eftir að hafa spilað sig í form með öðrum klúbbum.

19 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    ,,Fátt er svo með öllu illt” – sagði maður eftir stórtöp post-covid tímans þegar það var eins og andstæðingar okkar væru búnir að kryfja liðið til megjar. Þá hrópaði það á mann að þörf væri á nýrri sköpun og voilá! hér kemur hún. Fylgdist með kauða í úrslitaleik BM gegn París og … vá hvað hann er flottur. Þetta verður kjötaður coutinho – miðjan fer að mata framherja á sendingum, sprengja upp varnir og það mun skapa miklu meiri breidd í spilið.

    Ef við skyldum nú fá Jota í framlínuna – grjótharðan framlínumann sem þekkir PL vel, þá væri það algjörlega málið.

    Pínu skúff að þurfa að selja undan okkur útsæðið, Brewsterinn og Hoever – maður hélt þeir ættu eftir að fá að vaxa í liðinu… en jæja, að er slatti af ungliðum þarna eftir. Væri til í að semja stutta sálumessu ef goðsögnin Origi fær að spreyta sig á öðrum vettvangi – segjum með Borunmouth. Hans tími er liðinn.

    Sjáum svo hvernig meiðslapésum farnast og hvort sonur sólarinnar heldur áfram að rísa.

    Good days!

    8
    • Skilst að reynt hafi verið að breyta Hoever í bakvörð vegna þess að hann þótti of lágvaxinn í miðvörðinn. Sú aðlögun hefur ekki gengið sem skyldi og er hann búinn að missa Neco fram fyrir sig. Frábært að fá 10m plús fyrir hann.

      Jota er spennandi, en það þarf fyrst og fremst að auka breiddina á köntunum.

      2
  2. Gúglaði Jota og sá að einhver wikipedia skríbent vill vera fyrstur með fréttirnar: ,Diogo José Teixeira da Silva (born 4 December 1996), known as Diogo Jota (Portuguese pronunciation: [???t?]), is a Portuguese professional footballer who plays as a forward for Premier League club Liverpool and the Portugal national team.” 😀

    2
  3. Geggjað að fá Thiago til liðsins, frábær leikmaður sem að stýrir leiknum eins og hershöfðingi.
    Svo er Diogo Joto trúlegast næstur inn um hurðina á Anfield miðað við helstu tengda aðila.

    4
  4. Vitna í snillinginn Billy Beane í myndinni Moneyball. “Thiago, we are not paying you for the player you used to be, we are paying you for the player you are right now.”

    4
  5. Samkvæmt því sem Klopp segir, þá eru leikmenn eins og Thiago eiginlega aldrei á lausu. Hann geti hreinlega valið um hvaða klúbb hann vilji frara til og það vildi svo yndislega til að hann vildi fara yfir til Liverpool. Það er eiginlega hálf óraunveruleg tilfinning að aðalleikmaður nýkríndra Evrópumeistara velji frekar að fara til Liverpool heldur en t.d Barcelona eða Man City. Það eitt og sér segir að við erum orðinn eitt af stóru liðinum í Evrópu.

    Ég vil samt vera hóflegur í væntingum til hans og leyfa honum frekar bara koma mér á óvart. Hann er að koma yfir til Englandsmeistarana og fyrrum Evrópumeistara og því er ekkert endilega sjálfgefið að hann sé að uppfæra miðjuna eitthvað stjarnfræðilega mikið, vegna þess að miðjan var hrikalega sterk fyrir og í raun lang vanmetnasti hluti Liverpooldrápsvélarinnar.

    Aðrar fréttir koma mér mjög á óvart. Diego Jota, leikmaður Wolves gæti verið á leiðinni til Liverpool. Það kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti. Var alltaf með augun á Traore og þarf því aðeins að melta þetta.

    3
  6. þetta er bara að fara að gerast:@MelissaReddy_37m

    #LFC are closing in on Diogo Jota from Wolves in a deal expected to be in excess of £35m

    8
  7. Hvaða rugl er í gangi, er búið að núllstilla bókhaldið?

    3
  8. Algjör snilld! Er ekkert smá spenntur fyrir Jota líka, fannst hann alltaf fáránlega góður þegar ég sá hann spila á síðustu leiktíð.

    2
  9. Sælir félagar

    Til hamingju við öll með frábær leikmannkaup í Thiago Alcantara. Það er til marks um stöðu Liverpool að hann vill alls ekki fara neitt annað en til þangað. Þetta eru fleiri búin að benda á en “aldrei er ofgóð vísa kveðin” eins og einn góður Húsvíkingur sagði á sínum tíma. Ég hafði strax áhuga fyrir honum en bjóst alls ekki við að Klopp og félagar mundu kaupa svo “aldraðan” leikmann og afskrifaði þennan orðróm eiginlega strax, svona fyrir mína parta. Nú er sko aldeilis annar uppi.

    Ég er búinn að horfa á leiki með BM og spænska landsliðinu þar sem hann spilaði höfuðrullu hjá báðum liðum. Það var einfalt að átta sig á hver var bezti maður beggja liða. Eins eru klippurnar af honum göldrum líkastar en þær segja aldrei nema hálfa sögu. En helmingurinn af því sem sést þar er nóg til að maður elskar að sjá hann spila. Auðvitað þarf hann aðlögunartíma og leikæfingu aftur en svona snillingur verður fljótur að ná áttum í liði Jurgen Klopp.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Ég er ekki að átta mig á þessu aldurbulli ! Juventus kaupir t.d. Nánast bara 33 til 34 ára fótboltamenn og eru tveir af þeirra bestu mönnum í dag 35 og 36 ára ( Ronaldo og Chiellini). Þegar 4 ára samningur Alcantara er á enda hjá LFC og þá kanski búinn að hjálpa liðinu að landa 3 til 4 bikurum ( eða meira vera hógvær 🙂 ). Og þá kemur gamla kerlinginn frá Ítalíu og verslar hann fyrir 35 m.punda eða svo, skothelt dæmi.

      YNWA.

      6
  10. 35 fyrir Jota! WTF? Er þetta eitthvað djók? 35 í Jota en hell no 50 fyrir Werner! Hreinlega trúi þessu ekki

    Annars velkominn Thiago, frábær kaup!

    3
    • Ef það er rétt að Jota sé að koma fyrir 35 M og Hoever fari á móti fyrir 10 M þá eru nettó viðskipti dagsins. það er að segja Thiago plús Jota mínus Hoever á nokkurn vegin sama verði og Chealse keypt Werner á. Mér finnst það allavega mikið betri díll en að kaupa bara Werner. Er nokkuð viss um að Liverpool er mest að spá í nettógreiðsluni á milli Jota og Hoever og ef Hoever er verðlagður á 10 M þá er verið að selja hann með 9 M söluhagnaði.

      Annars hafði áður miklar skoðanir á því hverja átti að kaupa og selja og á hvaða verði en ég er búin að átta mig á því að þeir sem fara með stjórnartaumana núna hjá Liverpool vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Nú hef ég orðið tiltölulegan einfaldan smekk í leikmálamálum… Bara allt það sem Klopp og Co vill.

      13
      • Þessi gæji er að koma inn af því að einhver af Wilson/Origi/Shaqiri eða jafnvel allir eru á útleið. Það vantar alvöru samkeppni fyrir three amigos og jafnvel starter í ca. 20-25 leiki og Werner með sitt tombóluverð átti að klára.

Blákastið – Liverpool umræða

Liverpool að kaupa Diogo Jota og Hoever fer til Wolves