Liverpool að kaupa Diogo Jota og Hoever fer til Wolves

HVAÐ ER AÐ FUCKING FRÉTTA?!?

Eins og það að opinbera Thiago Alcantara sé ekki nógu spennandi á föstudegi þá eru að birtast fréttir þess efnis um að Liverpool og Wolves hafi komist að samkomulagi um kaupverð á sóknarmanninum Diogo Jota sem mun koma til Liverpool á 41 milljón punda og aðrar fjórar geta bæst við út frá árangri hans og liðsins. Á sama tíma hefur Liverpool selt Ki-Jana Hoever til Wolves á níu milljónir og aðrar 4 og hálf milljóng punda geta bæst við út frá hans árangri ásamt því að Liverpool fær 15% af næstu sölu á honum. Því má segja að Liverpool sé í raun aðeins að kaupa Jota á einhverjar þrjátíu milljónir punda eða svo. Þá er greiðsludreifing Liverpool í dílnum ansi hagkvæm fyrir félagið sem er mikill bónus.

Þetta er frábær díll fyrir Liverpool en þessi 23 ára gamli sóknarmaður og portúgalski landsliðsmaður hefur farið mikinn í liði Wolves undanfarnar tvær leiktíðir. Hann spilar einna helst sem vinstri kantmaður en getur leyst af stöður í gegnum miðsvæðið líka. Hann er fljótur, leikinn, með auga fyrir marki og nokkuð skapandi. Í raun nokkuð fullkominn prófíll fyrir sóknarmann Liverpool og er mjög spennandi að hann sé á leið til liðsins.

Þetta er í annað skipti á ekki löngum tíma sem Liverpool kaupir leikmann sem hefur Jorge Mendes sem umboðsmann nokkurn veginn upp úr engu en eins og margir kunna að muna kom Fabinho eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Á næstu dögum munum við vonandi sjá hann staðfestan af félaginu og pósandi í búningi Liverpool. Michael Edwards hefur fundið fyrirtækja kreditkortið og er heldur betur farinn að opna veskið. Tsimikas, Thiago og nú Jota er bara ansi magnaður gluggi hingað til og ég held að Liverpool sé ekkert endilega búið að versla.

20 Comments

 1. Þessi frétt kom eins og fíll af himni ofan. Í fyrstu leist mér ekkert á hann því mér fanst hann ekki sama týpan og Salah og Mane en ef það er meinið að hann getur spilað bæði sem miðjumaður og líka sem framherji, þá skil ég þessi kaup miklu betur.

  Eitt fatta ég samt ekki. Afhverju eru þeir að leggja svona áherslu á þessar stöður þegar við höfum bara þrjá fullorðna miðverði ? Er Sepp Van der berg eða Billy Boy fjórði valkosturinn í vörninni eða telur Klopp kannski að vissir miðjumenn eins og Henderson og Fabinho geti spilað sem miðverðir ef margir miðverðir myndu meiðast í vetur ?

  1
  • Þeir hafa báðir gert það með góðum árangri þ.e. Spilað bakvörðinn.

   YNWA.

 2. Þetta eru svo stórkostlegar fréttir og spennandi! Við erum vissulega besta lið heimsins og þá vill maður líka að við högum okkur pínulítið þannig án þess að eyða of mikið í vitleysu rétt eins og flestir vel stæðir klúbbar gera.

  Þessi vika er búin að vera hrikalega spennandi og vonandi heldur hún áfram að vera það á vellinum líka.

  YNWA!

  3
 3. Hvað er í gangi. Ég veit að þessi gaur er góður en þessi upphæð getur eitthver fróðari maður en ég sagt mér er hann þetta góður ?

  1
  • Það er ekki sama að kaupa mann sem er 23 ára af liði í sömu deild og kaupa mann frá öðru landi og 6 árum eldri þetta er Enski markaðurinn hvað borgaði t.d. Man C fyrir Aké sem dæmi var það ekki 50 m.pund? Nú er bara njóta TOY – JOTA. Hann er orðinn okkar.

   YNWA

   2
 4. Ég er vissulega einn af þeim sem fannst þessi upphæð há í upphafi. En það er a.m.k tvennt sem þarf að taka með í reikninginn:

  a) að Hoever er að fara í hina áttina. Ef Liverpool væri að selja hann einan og sér vil ég stórefast um að það fengjust 9 – 13,5 milljónir fyrir hann. Bottom line er að díllinn er líklega ca. 32 milljónir + Hoever fyrir Jota.

  b) Liverpool þarf lítið að borga á þessu ári fyrir Jota, rest dreifist einhvernveginn yfir samningstímann. Það hentar mun betur fyrir Liverpool á þessum tímum þegar innflæði peninga er við frostmark útaf dottlu. Á móti kemur að full upphæð er þá svolítið hærri. Mögulega hefði verið hægt að taka lán og borga leikmanninn í beinhörðum seðlum beint á borðið og þá hefði hann verið ódýrari, en það hefði ekki endilega verið ódýrara fyrir Liverpool þegar upp er staðið.

  Semsagt, ég held að Michael Edwards viti alveg hvað hann er að gera. Alveg eins og í öll hin skiptin.

  18
 5. Það er enginn búinn að tala um að þessi leikmaður sé að koma til okkar fyrr en í dag….bara það er tær snilld…er Digo Jota leikmaðurinn sem okkur vantar til að fylla uppí fremstu 3…hver veit það….minnir mig á Dannig Ings ekki leiðum að lýkjast…eina sem ég vona er að við höldum okkar 11 sterkustu fyrir lok gluggans….YNWA

  4
 6. Tippa á að þetta sé byrjunin á svaka strategíu að fá Traore og Jimenez síðar.

  Ætli Jota sé hugsaður sem eftirmaður Shaqiri ?

  1
 7. Sannarlega spennandi kostur ef þessi gaur er jafngóður og sagt er. Er ekki farið að styttast í brottför Shagiri og Origi með þessum þremur kaupum í sumar?

  1
 8. Sælir félagar

  Þetta er frábært ekki síst ef kaupverðið dreifist á samningtímann. Það nottla útaf dottlu sem þetta gerist svona er það ekki? Ég treysti Klopp og félögum algerlega í þessum málum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 9. Geggjað! Allir frábærir leikmenn. Við eigum vel að geta unnið deildina aftur með svo sterkan hóp.

  1

Thiago til Liverpool (Staðfest!)

Ki Jana farinn – Jota í læknisskoðun