Thiago til Liverpool – STAÐFEST

Uppfært

Liverpool FC hafa staðfest á heimasíðu sinni að Thiago Alcantara hefur gengið til liðs við Liverpool og mun leika í treyju númer 6 í vetur.

GARGANDI SNILLD!!!!!

Annars meira að neðan…við setjum mögulega inn stærri þráð í dag en stóra málið er að kappinn er mættur (staðfest)

Nú hafa allir þessu helstu Liverpool tengdir miðlar greint frá því að Liverpool og Bayern Munchen séu að sættast á kaupverð fyrir spænska landsliðsmanninn Thiago Alcantara sem hefur verið mikið orðaður við Liverpool í sumar.

Kaupverðið er sagt vera 27 milljónir punda sem er svona nokkurn veginn á milli þeirra talna sem við heyrðum í sumar. Ef og þegar þessi kaup klárast er Liverpool svo sannarlega að kaupa heimsklassa miðjumann sem hefur verið í risa hlutverki hjá öflugu liði Bayern en hann er á síðasta ári samnings síns hjá Bayern.

Lengi var talið að Thiago gæti aðeins komið til liðsins ef miðjumaður, þá sérstaklega Gini Wijnaldum, færi frá félaginu en nú virðist sem það þurfi ekki að vera raunin en það virðist sem Wijnaldum sé ekkert á förum og því Liverpool í topp málum með þessa tvo frábæru miðjumenn í sínum röðum.

Á næstu dögum munum við vonandi sjá staðfestingu á kaupunum og Thiago mun loksins klæðast búningi Liverpool.

Embed from Getty Images

46 Comments

 1. Þá getur Paul Merson andað léttar. Við erum að kaupa einhvern…..

  17
 2. Þetta eru alveg hrikalega spennandi leikmannakaup sem gætu gefið liðinu alveg nýja vídd. Sérstaklega sóknarlega, þetta er klárlega dæmi um það sem Ljinders talaði um þegar hann sagði að Liverpool þyrfti að finna nýja sóknarmöguleika í vetur þó að þeir hafi rústað deildinni á síðasta tímabili.

  Mest er þó bara gaman að sjá Liverpool loksins kaupa alvöru leikmann. Þessi var bókstaflega að spila í Úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

  17
  • Þetta eru rosaleg kaup og frabært move hjá þessum klóka leikmanni!

   3
 3. Frábærar fréttir ef hann kemur en þá hlýtur annað hvort Gini eða Milner að fara, kæmi ekki á óvart ef að Milner myndi fara til Leeds enda sennilegast ekki margar mín sem hann fær með liðinu í vetur.
  bæði búið að styrkja miðjuna og vinstri bakvarðastöðuna.

  3
 4. Mig grunar að Klopp hafi ekki verið ánægður með frammistöðu Naby Keita gegn Leeds og ákveðið að kýla þetta í gegn. Einhverra hluta vegna hefur Keita aldrei náð því flugi hjá Liverpool sem maður bjóst við. Kannski vill Klopp líka möguleikann á að geta spilað 4-2-3-1 leikkerfið með Minamino í holunni og og Thiago að stýra miðjunni.

  Ættu að verða algjörlega frábær kaup á heimsklassa miðjumanni. Sökum meiðslahættu verður hann kannski meira notaður í CL og stórleikjunum á Englandi. Ætti að eiga 3-4 góð ár í sér og styrkja okkur mikið komandi frá núverandi CL meisturum.

  10
  • Sammála þessu, ekki hægt að treysta á Keita þótt góður sé. Oxlade Chamberlain er síðan ekki byrjunarliðsmaður og Milner er ekki að yngjast. Kaupa Thiago, Semja við Gini og treysta á C.Jones…líst vel á það.

   4
  • Hálf slefa frekar yfir því að sjá hann með Keita á miðjunni. Eigum geggjaðan leikmann þar ef hann helst heill. Eins er ég nokkuð viss um að einn leikur gegn Leeds hefi ekki nokkurn skapaðan hlut með það að gera að ákveðið var að stökkva á Thiago, löngu búið að forvinna þessi leikmannakaup.

 5. góðar fréttir á góðum tíma.

  þá ætti breiddin á miðjunni að vera orðin allveruleg og margir kostir í boði
  og fabinho getur þá sömuleiðis verðið backup í vörnina.

  vonandi er wyjnaldum að fara að skrifa undir þá lookar þetta bara andskoti vel næstu 3-4 árin hjá okkur.

  já og shaqiri og origi hvergi að fara.. þurfum þá upp á backup í framlínuna.

  5
 6. já og talandi um keita.. ég held að það sé betra fyrir klopp að nota hann sem sóknarmann en á miðjunni, væri gáfulegri sem backup fyrir mane.

  5
 7. Paul fuc….. Merson getur þá andað léttar. Frábær kaup. Nú vantar bara sóknarmann.

  4
 8. Já þakka þér fyrir ég fagna þessu styrking fyrir liðið að fá svona gæði inn.
  Vill klárlega halda Gini enda gæða leikmaður sem á stóran part af velgengi Liverpool verð mjög sáttur ef hann verður áfram.

  YNWA !

  7
 9. Ég er ekkert svo viss um að þessi kaup þýði að Milner fari, svo dæmi sé tekið. Það verður spilað mjög þétt á þessu tímabili, og því þarf að rótera meira en oft áður. Allt eins líklegt að fleiri meiðist en verið hefur, og því nauðsynlegt sem aldrei fyrr að hafa breiðan hóp.

  Plús það hvað Milner er mikilvægur upp á stemminguna í búningsklefanum að gera.

  22
  • Sammála. Milner er löngu orðinn költ-hetja hjá Liverpool. Ég vil sjá hann halda áfram að starfa með félaginu þegar hann leggur skóna á hilluna – um fimmtugt. Atvinnumaður út í fingurgóma og frábær fyrirmynd!

   7
 10. Frábær kaup ef af verður, frábær leikmaður sem þekkir ekkert annað en að vinna titla.

  9
 11. 4 ara samning við leikmann sem er alltaf meiddur? Enginn sem setur spurningamerki við það?
  Virka pinu desperete i þessu.
  En góður þegar hann er heill

  1
 12. Sælir félagar

  Þetta eru varla “desperat” kaup sem eru búin að vera í farvatninu í margar vikur. Ég er fullkomlega sáttur við að fá þennan afburða leikmann til liðsins okkar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  18
 13. Kannski ekki desperete, en meira “við verðum að styrkja liðið” og fa þa inn 29 ára mann sem er oft meiddur utaf hann kostar ekki mikið, þetta er mjög úr takt við það sem félagið hefur verið að gera.
  Þess vegna kalla eg þetta desperete kaup.

  • Það að fá inn leikmann sem hefur verið winner alla sinn fótboltaferil og þekkir ekkert og hann er á toppi síns ferils og fá hann fyrir 20 millj + bónus og launapakka…myndi ég aldrei kalla desperate. Þetta er svona svipað og fá Milner frítt hér áður…erum að kaupa winner og ég treysti Edwards í moneyballtölvunni sinni með þessi mál.

   9
 14. Sæl og blessuð.

  Er þetta ekki bara klappað og klárt? Fjögurra ára samningur 20 mills út og 5 eða 7 til viðbótar eftir því hver heimildin er. Hann verður enn sprækur að þeim tíma liðnum.

  Algjörlega geggjað. Nú er bara að sjá hvort Keita vinur vors og blóma fari ekki að hysa upp um sig buxurnar og sýna hvað í honum býr.

  https://www.bbc.com/sport/football/54188430
  https://www.thisisanfield.com/2020/09/merseyside-press-confirm-liverpool-are-close-to-27m-deal-for-thiago/

  2
 15. Böggar mig lika dáltið mikið hvað bayern virðast eiga auðvelt með að láta hann fara

  1
  • Bayern er bara flottur klúbbur. Kveðja Thiago í góðu og vilja gott samstarf við Liverpool og ekki síst Klopp sem þeir vonast sennilega eftir að fá þegar hann hættir hjá Liverpool.

   4
  • Ertu bara að rembast við að reyna finna eitthvað neikvætt við þetta? Thiago vildi komast í ensku úrvarlsdeildina og búinn að segja Bayern að hann væri að fara, hann vildi komast til Liverpool og Jurgen Klopp. Herr Flick búinn að staðfesta þetta.
   https://fotbolti.net/news/17-09-2020/flick-stadfestir-ad-thiago-fari-til-liverpool

   „Thiago var framúrskarandi leikmaður fyrir okkur í sjö ár hjá Bayern Munchen. Það var gaman að vinna með honum,” sagði Flick. Ég óska Jurgen Klopp til hamingju. Hann fær topp leikmann og stórkostlegan einstakling til sín.”

   Fýlan sem lekur af Man Utd aðdáendum núna á netinu staðfestir bara hvað þetta eru svakalega góð kaup. Þeir eru að tala um að Thiago sé fullkominn fyrir leikkerfi Klopp og hvernig við spilum. Við erum að fá heimsklassa miðjumann á hátindi ferils síns til okkar á rétt yfir 20m punda. Það er bara ekkert neikvætt við þetta whatsover. https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/thiago-liverpool-transfer-manchester-united-18948913

   3
  • Leikmaðurinn virðist hafa látið einbeittan vilja til að fara og hvert og Bæjarar eru að öllu jöfnu þannig klúbbur að þeir virða vilja leikmannsins. segir þetta ekki okkur meira um leikmanninn og klúbbana.

   1
  • Og líka ef þú hefur þessi gæði sem hann hefur myndir þú vilja vera í 1 lið deild eða 6 liða deild? Sýnir metnað að vilja fara frá félagi sem hefur nánast verið í áskrift af titlum.

   YNWA.

   1
 16. Okei. Þá samkvæmt þessum kaupum, þá er hann púsl sem þeir telja að styrki byrjunarliðið. Venjulega væru mun yngri leikmenn keyptir á þessu verði en þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir að FSG kaupir algjörlega fullmótaðan leikmann, sem þeir telja að muni ekki hækka í verði í framtíðinni.

  1
 17. Nokkrir punktar útaf umræðunni hér að ofan.

  1. Thiago er heimsklassa leikmaður og hann valdi Liverpool og það eiginlega fyrir löngu síðan. Þetta sýnir á hvaða stað Liverpool er komið.
  2. Nei þetta er eins langt í frá desperat move frá Liverpool. Menn hafa verið að tala um að okkur vantar meira skapandi miðjumann og þegar okkur bíðst heimsklassa svoleiðis leikmaður á ekki hærri upphæð þá tökum við því.
  Þetta var líka engin skyndiákvörðun en ef menn vilja skoða neyðarkaup hjá Liverpool þá má skoða A.Carroll kaupinn.
  3. Liverpool voru að kaupa leikmann sem styrkir byrjunarliðið sitt sem hlýtur að vera frábært því að það þýðir að það eykur breyddina.
  4. Framistaða Keita í leiknum gegn Leeds hefur 0% áhrif á þessi kaup enda var búið að stefna í þetta lengi.
  5. Miðsvæðið okkar er vel mannað en þarna eru samt margir meiðslapéssar og mikið leikjaálag svo að ég tel að flestir fái marga leiki í vetur. Fabinho, Thiago, Henderson, Gini, Keita, Ox og Jones að berjast um 3 stöður er bara gott en það verður líklega ekki oft í vetur þar sem allir 7 eru 100% heilir.
  6. Bayern vilja ekki að hann fari enda buðu þeir honum 4.ára samning en þeir virða hans óskir enda búinn að þjónusta liðið mjög vel undanfarinn ár og liðið var að vinna meistaradeildinna og því auðveldara að láta hann fara.
  Þeir geta líka lítið gert því að hann er að vera samningslaus og því ekkert annað í stöðunni að selja hann núna eða fá ekkert fyrir hann næsta sumar.

  Hér er svo sjónarhorn Bayern aðdáanda sem talar um kosti og galla Thiago, Hvernig leikmaður hann er, hvaða stöður hann getur spilað, hvort að hann sé sáttur við að hann sé að fara o.s.frv
  https://www.youtube.com/watch?v=YKoDfYoX7nY

  YNWA – Maður byrjar að fagna þegar þetta er staðfest en þetta væru rosaleg kaup fyrir Liverpool og ég held að margir Liverpool aðdáendur átta sig ekki alveg á því hversu góður þessi leikmaður er.

  14
 18. Bayern buðu Thiago 4 ára samning sem hann var mjög nálægt að skrifa undir hans er sárt saknað af áhagendum og leikmönnum….Sky talar um algjöra snilld hjá LFC að ná þessum besta miðjumanni i sinni stöðu í heiminum…..LFC borgar 5milljónir á ári næstu 4 ár plús árangursteingdar greiðslur þetta er auðvitað fyrir utan launagreiðslur

  8
 19. Liverpool með Thiago er betra en Bayern með Thiago–segir það ekki eiginlega allt?

  Það er ótrúlegt hvað við getum spilað fjölbreyttan fótbolta allt í einu. Fabinho, Henderson, Thiago, Gini, Keita, Taki, Milner. Og svo Andy og TAA Neco og Kostas — hvernig í andskotanum geta andstæðingarnir undirbúið sig þegar þeir vita ekki hvaða kerfi og hvers konar miðju við spilum? Jólin og alltaf McIntosh hjá Klopp á miðjunni — og svo hægt að gerbreyta öllu hvenær sem er í leiknum með einni skiptingu.

  * Double six with a nine two wingers and a striker in the hole — check
  * Overlapping fullback wingers with lethal crosses — check
  * Set-piece height with a strong six replacement at center back — check
  * Smart trapping and poaching against a parked bus that tries to break on you — check
  * Tiki-taki to wear you down until you just concede a goal to make the torture stop — check

  Gaman alla daga.

  In Klopp we Trust — To Edwards we Pray

  7
 20. Maður áttaði sig ekki á því hvað var mikilvægt að hafa Bournemouth í deildinni. Klopp hefur eflaust ætlað að selja þeim Ben Woodburn fyrir 27m og klára þessi Thiago kaup fyrir undirbúningstímabilið.

  3
  • Ég hafði ekki hugsað út í þennan vinkil. Hef bara verið upptekinn við inflow-ið okkar með því að halda Southampton uppi og gleymdi að halda Bournemouth uppi fyrir outflowið.
   Tek þetta á mig.

   1
 21. Er Dele Alli fáanlegur? Hann hlýtur þá að kosta amk tvöfalt minna en hann gerði fyrir ári síðan, sérstaklega útaf covid og ef Spurs vill losna við hann. Þetta er gæji sem Liverpool klúðraði big time að kaupa fyrir nokkrum árum. Hann á fullt inni og þarf nýtt umhverfi plús Klopp myndi skóla hann til.

   • Ertu að segja mér að þú værir ekki til í hann? Gini kannski fer eftir ár. Uxinn alltaf meiddur. Dele flottur sem fremsti miðjumaður eða getur líka verið fölsk nía.
    Ég er ekki að segja að Dele færi beint í byrjunarliðið en væri heldur betur til í hann ef hann er í boði.

 22. Gleði, gleði! Thiago er mættur.

  Mikill vill meira… höldum Gini, bætum við öflugum kantmanni, t.d. Sarr og öflugum miðverði.
  En þótt við bætum ekki fleirum við þá er þetta samt frábær gluggi.

  YNWA

  2
 23. Alcantara kom þú bara 🙂 jess flott kaup nú þarf Klopp bara gera hann að enn betri leikmanni til að hann njóti sýn hjá besta liði í heimi og þá meina ég ekkert endilega að hann sé ekki góður leikmaður:-)

  YNWA.

Gullkastið – Leeds með læti

Blákastið – Liverpool umræða