Leikir hjá U23 og kvennaliðinu

Núna í hádeginu hófst leikur U23 gegn Everton, og það eru nokkur kunnugleg nöfn þar:

Kelleher

Bradley – Clayton – Williams – Savage

Bearne – Clarkson – Woodburn

Longstaff – Cain – Millar

Semsagt, Kelleher er þarna mættur ásamt Woodburn, en “prinsinn af Wales” ku víst vera á leiðinni á lán til Sparta Rotterdam. Tekur samt a.m.k. þennan leik áður en hann siglir yfir Ermasundið.

Staðan er 1-0 þegar þetta er skrifað, Cain með markið. Leikurinn er sýndur á LFCTV Go fyrir áhugasama.

Þá eru stelpurnar okkar mættar til London að taka á móti London Bees í næstefstu deildinni. Leikurinn hefst núna kl. 13, og svona verður stillt upp:

Laws

Hodgson – Robe – Rodgers – Hinds

Bailey – Roberts

Babajide – Furness – Lawley
Clarke

Bekkur: Foster, Thestrup, Kearns, Linnett, Parry, Moore

Leikurinn virðist því miður ekki vera sýndur á The FA Player, en við komum með úrslit þessara tveggja leikja síðar í dag.


Leik U23 liðsins lauk með 1-0 sigri, og kvennaliðið vann nokkuð öruggan 0-3 sigur með mörkum frá Lawley, Babajide og Furness, öll mörkin komu í seinni hálfleik.

3 Comments

  1. Slir félagar

    Horfði á síðustu 20 mín. í stöðunni 1 – 0 fyrir Liverpool. Þessar 20 mín átti Everton nánast allar og voru mjög ógnandi. Eini maðurinn sem sýndi einhverja meistaratakta var markmaðurinn Kelleher sem virðist vera magnaður. Annars var lítið að frétta af liverpool strákunum sem þó unnu þennan leik 1 – 0.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1

Liverpool 4-3 Leeds United

Gullkastið – Leeds með læti