Æfingaleikur við Stuttgart

Liverpool er núna að spila æfingaleik við Stuttgart í Austurríki. Stuttgart var einmitt uppáhaldslið Klopp í æsku, Ásgeir Sigurvins og félagar.

Liðið er svona í fyrri hálfleik:

19 Comments

  1. Hættulegur völlurinn alltof blautur vonandi meiðist enginn hjá okkur 2 hjá Stuttagart meiddir þegar þetta er skrifað : (

  2. Hvernig er ekki hægt að slefa yfir þessum nýja Nike-búningi okkar?

    6
  3. Liverpool er alveg liðið til að vinna á komandi tímabili. Djöfull hlakka ég til. Veit ekki með ykkur en ég er 100% á eftir deildinni aftur. Back to back. Meistaradeild og FA í öðru sæti.

    6
  4. Fínn sigur. Keita og Jones góðir en held að menn ættu að hafa auga með Billy Koumetio 17 ára, 195 örfættur miðvörður. Hann verður eitthvað!

    2
  5. Ég er orðinn kjánalega spenntur fyrir Naby Keita. Eins og að fá nýjan heimsklassa leikmann, nema hann er buinn að fá að aðlagast í 2 ár. Ef hann nær að vera meiðslalaus ?

    3
    • Keita góður í leiknum.
      Annars þá styttist í þingsetningu. Stjórnin hlýtur að nýta tækifærið í ár og draga til baka umsóknina í ESB.
      Ef að Össurri og Birni Bjarna tekst að troða okkur ofan í kjallarann á Brussel á bakvið tjöldin er þetta bara búið spil fyrir Íslendinga.

      1
  6. Varðandi miðvarðarmál. Er ekki augljóst að Klopp ætlar að nota einhvern úr akademiunni sem fjórða valkost ? Hoover/Sepp Van Derberg/ Phillips/ Koumetio.

    Mér finnst eins og metnaður stjórnendateymis Liverpool sé að gerbreyta
    umgjörð fótboltans. td með því að kaupa menn ódýrt eða einfaldlega að ala þá upp í meira mæli en áður.

    Þeirra sýn er sú að leikmenn eins og Eliot, Jones, Van Der Berg, Hoover og margir aðrir, eigi góða möguleika á að þróast upp í heimsklassaleikmenn með því að æfa samfleytt með toppleikmönnum eins og Sallah, Mane, Milner, Henderson, Shaqiri, Alison, Robertson, Trent, Van Dijk og nánast öllum leikmönnum aðal liðsins. Þetta hefur Jurgen Klopp sjálfur sagt og það er löngu orðið ljóst að sá mikli meistari er fjarri því að vera orðin tóm.

    13

Verðlaun ársins – samantekt

Gullkastið – Næsta tímabil byrjar um helgina