Eins og þið voruð

Þrátt fyrir að okkar menn hafi verið að hefja undirbúningstímabilið í dag fyrir tímabilið 20/21 þá er tímabilið ekki ennþá búið hjá nokkrum liðum. Manchester City var eitt þessara liða þar til Lyon henti þeim úr keppni í gærkvöldi. Flestir knattspyrnuáhugamenn hljóta að fagna þeim úrslitum en líkt og stundum áður virðist mótlætið fara alveg sérstaklega illa í leikmenn Man City sem kannski er í takti við félagið í heild.

Bernardo Silva er í fararbroddi í dag sem er verulega hressandi:

Silva söng hástöfum í fyrra í fögnuði City manna um tap Liverpool í Kiev og barsmíðar á stuðningsmönnum Liverpool, já og hann var ekki nógu stór karakter til að klappa fyrir leikmönnum Liverpool þegar Man City stóð heiðursvörð fyrr í sumar. Þetta gæti orðið langur dagur á twitter hjá honum blessuðum.

Man City var annars í algjöru dauðafæri til að vinna loksins Meistaradeild Evrópu og er árangur félagsins satt að segja til skammar m.v. hvað búið er að setja í félagið undanfarin áratug. Öll ensku, spænsku og ítölsku liðin voru úr leik fyrir leikinn gegn Lyon og þeir féllu á fyrstu hindrun. Lyon er varla í leikæfingu eftir að hafa ekkert spilað í 5 mánuði. Ljóst að það þarf nokkur hundruð milljónir í viðbót.

Eða eins og Liam Gallagher orðar þetta, as you were!

Annað og ekki síðra schadenfreude var að sjá Barcelona fullkomlega kjöldregið og hrækt út úr keppninni. Þetta var nokkurnvegin sama Bayern lið og var orðið svo lélegt þegar Liverpool sló þá úr leik fyrir tveimur árum með sigri á þeirra ósigrandi heimavelli. Þetta Barca lið er einfaldlega komið á endastöð og eins og landslagið er núna er ekkert víst að spænsku risarnir muni drottna næsta áratuginn líkt og þeir hafa gert á tímum Messi og CRonaldo.

Barca hefur verið rekið hræðilega undanfarin ár og ef þeir ætla í mikla endurnýjun núna þurfa þeir að losa slatta af rándýrum leikmönnum á mjög góðum launum sem er ekkert auðvelt. Besta dæmið er Coutinho sem er á láni frá þeim. Dembele var ekki mikið ódýrari leikmaður á sínum tíma. Messi og Suarez eru báðir 33 ára. Griezmann, enn einn +100m leikmaðurinn á mála hjá Barcelona sem ekki komst í liðið gegn Bayern er 29 ára. Alba, Pique og Rakitic eru allir rúmlega þrítugir.

Þeir verða áfram ríkjandi á Spáni með Real Madríd og eitt besta lið Evrópu, en það er ekkert sem bendir til að þeir verði eitthvað drottnandi frekar en Real Madríd. Næsti fasti hjá Liverpool á að vera að geta keppt við þessi lið um þá leikmenn sem Liverpool vill kaupa, ef við erum ekki komin þangað nú þegar.

Thiago slúður
Breska pressan drepur jafnan niður allan orðróm um samningsviðræður Liverpool og Bayern um kaupverð á Thiago sem á að hafa samið nú þegar sjálfur um kaup og kjör við Liverpool. Blaðamenn í Evrópu halda þessum orðrómi hinsvegar áfram á lífi. Það er erfitt að meta hverju skal trúa því að Liverpool einfaldlega lekur ekki undir stjórn Edwards, slúður um leikmannakaup Liverpool hefur jafnan byrjað frá hinum endanum, leikmanninum eða frá liðinu sem er að selja. Þetta er ennþá bara 50/50.

Liverpool er búið að kaupa góðan vara vinstri bakvörð, Leeds er komið upp og ef að Thiago kemur á miðjuna líka gæti ég alveg trúað að tími Milner sé senn á enda. Ef ekki í þessum glugga þá næsta. Það er ekki nóg pláss ef svo má segja fyrir Thiago bara með því að losna við Lallana, Thiago byrjar flesta leiki. Hann væru líka leikmannakaup sem svipar töluvert til kaupanna á Milner. Eins gæti komið eitthvað óvænt og óvinsælt útspil eins og sala á Wijnaldum ef Thiago kemur.

Einn kostur í viðbót væri smá breyting á leikkerfinu og Thiago kæmi meira inn í hópinn fyrir Lovren. Fabinho eða Wijnaldum gætu þá leysti miðvörð í neyð ef þarf eins og báðir hafa gert.

Ef ég ætti að giska held ég að Liverpool sé ekki að kaupa Thiago.

Endum á þessu

6 Comments

 1. Eftir að Pep hefur unniðmeistaradeildinna með Barca 2009 og 2011 sem voru stórkostleg lið en oftar en ekki klikkar kappinn.

  Með Barca
  2010 tap gegn Móra Inter í 4.liða (Barca sigurstranglegra)
  2012 tap gegn Chelsea liði í 4.liða sem virkaði ekki merkilegt (Barca sigurstranglegra)

  Með Bayern
  2014 tap gegn Real í 4.liða úrslitum þar af 0-4 heimatap. (50/50 viðureign)
  2015 tap gegn Barca í 4.liða úrslitum (50/50 viðureign)
  2016 tap gegn A.Madrid 4.liða úrslitum (Bayern sigurstranglegra)

  Með Man City
  2017 tap gegn Monaco í 16.liða (Man City sigurstranglegra)
  2018 tap gegn Liverpool í 8.liða ( Man City sigurstranglegra)
  2019 tap gegn Tottenham í 8.liða (Man City sigurstranglegra)
  2020 tap gegn Lyon í 8.liða (Man City sigurstranglegra)

  Það má segja margt upp Pep sem er frábær stjóri og nær stundum að láta liðinn sín spila frábæran fótbolta en hann hefur ekki verið að fá toppeinkunn í meistaradeild.
  Hann hefur oftar en ekki reynt að vera alltof sniðugur , of hugsað og breytta aðeins um taktík eða leikmanna val til að koma andstæðingum á óvart, það sem hann gerir samt er að hann gefur andstæðingum sjálfstraust með því að pæla svona mikið í þeim og breytta sinni taktík til að stopa andstæðingin og draga þar með vígtennurnar úr sjálfum sér.

  Í sambandi við B.Silva er best að eyða sem minnstum tíma í hans skoðanir enda greinilega ekki merkilegur pappír sá.

  7
 2. Varðandi Thiago. Afhverju ætti Liverpool t.d að kaupa hann á 30 m punda ef þeir geta fengið hann ókeypis á næsta ári ? Gæði miðjunar er þegar orðin svakaleg.
  WIjnaldum Fabinho – Henderson – Eru allir með bestu miðjumönnum í heimi í sínum stöðum og eru þar að auki fullkomnir fyrir leikstíl Klopps og þar fyrir utan erum við með leikmenn eins og Champerlain og Keita sem ég tel eiga þónokkuð inni og svo eigum við menn eins og Milner og Shaqiri sem draga oft ekkert úr gæði byrjunarliðsins þegar þeir spila. Gæði miðjurnar eru mjög vanmetin því miðjumennirnir vinna oft stærstan hluta af vinnunni sinni án bolta með hlaupum sem auðvellt er að lýta fram hjá.

  Hitt er að það að fenginn reynsla af fótbolta slúðursögnum er að þær eru flestum tilfellum sannfærandi lygar og því ætla ég allavega bara að bíða rólegur og sjá hvernig þessi mál þróast.

  Jú ég væri til í Thiago en ef Thiago vill fá að fara til Liverpool og spila fyrir Klopp eins og sagan segir, Getum við alveg eins beðið í ár með kaupinn eða einfaldlega fengið Bayern til að lækka verðið um helming.

  2
 3. Sæl öll

  LOKSINS LOKSINS LSOKNI LKNSON LOOOOOOKKKKSSIIIIIIIINS!!!
  Til hamingju með titilinn kæru systur og bræður nær og fjær!

  Eitt í viðbót……..ekki selja Wijnaldum….ekki strax hann hefur fullt fram að færa næstu amk tvö tímabil.

  2
 4. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan pistil Einar Matthías og Silva ræfillinn er skítseiði og ekki svara verður. Hinsvegar er ég viss um að stuðningsmenn Liverpool um heim allan munu hýða hann hæls og hnakka milli á tvitter og það er í góðu lagi. Það er sem sagt komið sumarfrí í Manchester og MCFC kominn í frí og MUFC er líka komið í frí. Það var þá ferðin hjá þeim eftir að hafa unnið Wenger bikarinn greyin. Nei ekkert lið á Englandi hefur tærnar þar sem Liverpool hefur hælana. Svo er bara að bæta við meistarar meistaranna og lífið verður fullkomið.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5

Liverpool er besta lið í heimi!

Gullkastið – L´OL