Fyrstu kaupin að nálgast?

Fyrir nokkrum dögum síðan var greint frá því að Liverpool væri á höttunum eftir öðrum vinstri bakverði til að auka breiddina í hópnum og geta deilt ábyrgðinni með Andy Robertson. Mel Reddy, Paul Joyce, James Pearce og hinir áreiðanlegri Liverpool tengdu blaðamennirnir greindu frá því að Liverpool hefði dregið upp lista af bakvörðum og boðið í hinn 21 árs gamla Jamal Lewis sem er á mála hjá Norwich. Tilboði Liverpool upp á tíu milljónir punda var hafnað og nú hafa sömu aðilar greint frá því að gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas sé nálægt því að ganga í raðir Liverpool frá Olympiakos og að hann sé væntanlegur í læknisskoðun snemma í næstu viku.

Embed from Getty Images

Kostas Tsimikas er 24 ára gamall grískurlandsliðsmaður og hefur verið öflugur í liði Olympiakos í Evrópukeppnum og í grísku deildinni. Hann hefur áður verið á láni hjá Willem II í hollensku deildinni og Esbjerg fB í dönsku deildinni en hann hefur spilað stórt hlutverk hjá Olympiakos undanfarnar tvær leiktíðir og spilað alla deildarleiki Olympiakos á þeim tíma og 24 leiki í Evrópukeppnunum á þeim tíma.

Hann er mjög fljótur og leitar mikið í “overlappið” á kantinum, er með fínan vinstri fót og er víst mjög duglegur á vellinum. Hann hefur mætt þremur enskum liðum í Evrópu undanfarið en hann heur mætt Arsenal, Tottenham og Wolves, en hann mætti Úlfunum fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Hann leit víst mjög vel út í þeim leik.

Kaupverðið á Tsimikas er talið vera rétt rúmlega ellefu milljónir punda sem er nokkuð ódýrt fyrir vonandi góða varaskeifu fyrir Andy Robertson sem spilar gífurlega mikilvægt hlutverk í leikskipulagi Liverpool. Þetta gætu því reynst mjög mikilvæg kaup því oft hefur vantað upp á hraðan örvfættan leikmann á vinstri vænginn þegar Robertson er ekki með.

Vonandi ganga þessi kaup í gegn á næstu dögum og Liverpool takist að leysa ákveðna vandræða stöðu í leikmannahaópi sínum fyrir næstu leiktíð.

24 Comments

 1. Svona á að gera þetta… vera með nóg af skotmörkum og ekki leyfa liðum að prútta verðið of mikið upp, fara bara í næsta leikmann með ámóta gæði.

  Ég get alveg lofað því að Norvich sjá eftir að hafa ekki tekið þessum 10 m punda í Lewis ef þeir fá ekki sambærilegt tilboð, þar sem þeir eru fallnir um deild.

  Edward og félagar vita hvað þeir eru að gera.

  Krafan sem ég geri til þessa leikmanns er að hann sé ekki farþegi. Getur barist við Robertson um byrjunarliðssætið og spilað leiki við og við, þó hann þurfi ekki endilega að slá hann úr byrjunarlinu enda er Robertson einn besti bakvörður í Evrópu í sinni stöðu.

  Edwart og Klopp eiga allt mitt traust og ég er nokkuð viss um að þeir vita algjörlega hvað þeir eru að gera.

  18
  • Fullkomlega sammála, en ég hef þó ekki séð þennan leikmann.

   Svo væri frábært að fá eina kanónu í sóknina til að berjast um sæti við snillingana þrjá.

   5
 2. Eru menn í alvöru bara sáttir með það við séum ekki að sjá stór nöfn í umræðunni þegar kemur að leikmanna kaupum? Ekkert á móti þessum kaupum á Jamal en þegar maður sér liðin fyrir neðan okkur vera raða inn og vera orðuð við hvern gæða leikmanninn á fætur öðrum fer um mig smá pirringur. Við erum heims, Evrópu og Englands meistar en eigum enga peninga til að kaupa stórt… Eitthvað bogið við það. Ef einn af þremur fremstu meiðist þá er næsti maður inn Origi eða Minamino, þeir eru með fullri virðingu fyrir framlagi þess fyrrnefnda í gegnum árin, algjör meðalmennska sem á ekkert erindi í baráttu um byrjunarliðs sæti hjá Liverpool. Það þarf eitthvað að stokka upp þar. Tilfinningin er sú að Klopp hefði viljað fá Werner og Hevertz en peningakarlarnir hafi ekki verið tilbúnir í það.

  8
  • Hefurðu ekki verið að fylgjast með Klopp og hvað hann býr til úr ódýrari leikmönnum? Við erum ekki með galna innkaupastefnu a la manhjú.

   Vissulega vill maður líka fá stór nöfn því við erum jú besta lið heimsins en traustið mitt á Klopp er bara svo mikið að ég get ekki efast um neitt sem hann gerir. Ef við förum í hina áttina og kaupum rándýra leikmenn trekk í trekk þá þurrkast sjóðurinn fljótt upp og óvissan í heiminum er nægilega mikil þessi misserin. Mér finnst þessi kaupstefna fullkomin. Auk þess sem þessi Grikki gæti verið skyldur Robbo því hans aðgerðir eru keimlíkar honum.

   18
   • Já já ég er alveg sammála því að kaupin undanfarin ár hafa gengið ótrúlega vel upp. Það þýðir samt ekki að það gangi alltaf upp að kaupa litla spámenn og gera þá að stjörnum (líkt og lítur út með Minamino). Maður myndi ætla að það væri eitthvað til í kassanum eftir þessa titla söfnun og kaup eins og Hevertz hefðu rímað ágætlega við þessa kaupstefnu nema hann er kominn lengra.

    1
   • Kaup á dýrum leikmönnum er alls engin trygging á vel heppnuð kaup. Þurfum bara að líta á United og Chelsea og Arsenal og og og.

    2
  • Hver var að spá í Mo,Mané,Firmino,Robbo og jafnvel fleirri áður en þeir komu til LFC myndir þú vilja að þessir menn væru seldir frá Liverpool í dag? og hvar eru þessir menn flokkaðir í hinum svokallaða stjörnuheimi Í dag? Þeir myndu vera í byrjunarliði allra stærstu liðana í dag.
   Til að gera langa sögu stutta þá kaupir Klopp ekki stjörnur hann er stjarna og menn verða stjörnur undir hans stjórn•

   22
 3. Auðvita vilja allir fá stórt nafn inn sem styrkir liðið og gefur okkur fleiri valmöguleika. Liverpool eru rekið allt öðruvísi en Man City og Chelsea sem eru að fara að eyða og eyða í sumar. Það er engin svikamilla í gangi hjá okkur. Við erum að fara eftir þessum FFP reglum sem virðast reyndar varla gilda.
  Liverpool er rekið með því að horfa á Exel skjal og þá sjá menn oftast hvað er hægt að eyða í leikmenn og hvað ekki. Í þessu Covid rugli er eiginlega Exel skjalið í pásu því að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað er að koma inn á næstuni og hversu lengi þetta mun vara.

  Við vitum allir hvað liverpool þarf að bæta við sig. 1. Vara vinstri bakvörð(sem virðist vera á leiðinni), 2. Betri valkost af bekknum fyrir okkar fremstu þrjá . 3. Miðvörð til að taka að sér Lovren hlutverkið(þurft 4 alvöru miðverði).

  Það er samt mjög erfitt í þessu covid ástandi að kaupa 50-60m punda leikmann til að setja á bekkinn fyrir aftan Mane/Salah/Firmino og þessi leikmaður þarf líka að átta sig á því að spilatíminn væri miklu minni en t.d ef hann færi til Chelsea (sjá Werner) og þetta hefur áhrif.

  Glugginn var bara að opna og verður opinn í nokkra mánuði og því óþarfi að fara í eitthvað panic núna.

  Keita/Minamino fá tækifæri til að stimpla sig rækilega inn á næsta tímabili og verður spennandi að sjá hvort að báðir eða annar þeira munu nýta þetta tækifæri og verða enþá stærri partur af liðinu.
  Svo má ekki gleyma að flestir af okkar lykilmönnum eru á besta aldri og ættu margir að geta bæt sig enþá meir.

  Kappar eins og C.Jones, Neco og Elliot eru líklega mjög ánægðir að þeir séu að spila fyrir Liverpool en ekki Man City (E.Garcia 19 ára mjög efnilegur miðvörður vill fara frá þeim) því að þeir vita að þeir munu fá tækifæri og vill maður ekki styðja svoleiðis klúbb(hver er annars tilgangurinn í þessu unglingastarfi?).

  = Anda inn og anda út, treysta Klopp og félögum því að hingað til hafa þeir verið að standa sig. Þetta snýst ekki um að eyða sem mest heldur að búa til sem sterkast lið og síðast þegar maður gáði þá vorum við Heimsmeistarar, Evrópumeistara, Super cup meistara og Englandsmeistarar og verðsluðum við varla síðasta sumar.

  28
 4. Það kom einhver með góðann punkt hérna um daginn. Á þá leið að Lpool myndi líta hrikalega illa út ef þeir væru að fara eyða einhverjum megamillions eftir að hafa reynt að fara á hlutabótaleiðina. Það gæti eitthvað alvarlegt verið í gangi fjárhagslega sem við vitum ekki fyrst eigendurnir panikkuðu og hlupu all verulega á sig.

  Að þessum Grikkja, líst miklu betur á þennan heldur en Lewis. Þessi spilar lykilhlutverk fyrir miklu betra og stærra lið. Aldrei hægt að lesa mikið í youtube en mikill hraði, ágætlega teknískur og fínar fyrirgjafir. Tikkar í öll boxin og gæti sett fína pressu á Robbo.

  Hin stóru liðin í EPL fyrir utan Lfc og Shitty eru 30 til 40 stigum á eftir okkur á nýliðnu tímabili. Auðvitað eru þau að fara að fjárfesta í dýrustu og mest spennandi bitunum. Þau verða að gera það. Væri alveg til í Werner og Sancho í hóp en það er bara ekki raunhæft. Heilaga þrenningin spilar alla mikilvægustu leiki ef þeir eru heilir og sigurhlutfall þeirra síðustu 2-3 árin er ruglað. Myndi ekki setja neinn í byrjunarlið á kostnað þeirra. Varamenn þeirra eru nú Origi, Minamino, Brewster, Elliott, Shaqiri, Wilson og Chambo sem spilar kantinn endrum og eins. Á blaði er þetta ágætis breidd. Held innst inni útaf Nike að Mbappe verði leikmaður Lfc á næstu 12 mánuðum sem útskýrir að við séum ekki á eftir Werner, Sancho og Havertz.

  7
 5. Eru menn í alvöru bara sáttir með það við séum ekki að sjá stór nöfn í umræðunni þegar kemur að leikmanna kaupum?

  Já.

  Andy Robertson, Trent Alexsander, WInaldum, Joe Gomez, meira að segja VIrgil Van Dijk voru ekki neitt rosalega stór nöfn áður en þeir komu yfir til Liverpool.

  VIð erum Englandsmeistarar og það er að stórum hluta út af þessari ástæðu. Gæða fjárfesting á góðu verði er forsenda þess að Liverpool getur barist við þá allra bestu.

  Money ball – bíomyndin lýsir þessari stefnu ágætlega. En john Hendry eigandi FSG kemur fram (sem leikin persóna) í þeirri mynd í restina þar sem þessu er lýst mjög vel út á hvað stefna FSG gengur – bæði í Hafnarbolta og fótbolta. Þetta byggir upp á að finna leikmenn sem hafa tölfræðina með sér, leikmenn sem hafa t.d góða hlaupagetu, hraða og snerpu en það ber kannski ekki svo mikið á því vegna þess að þeir eru að spila í litlum liðum.

  Ekki gleyma því að við erum englandsmeistarar og evrópumeistarar, að stórum hluta út af þessari ástæðu.

  En Thiago gæti verið á leiðinni og hann er frekar stórt nafn.

  og afhverju að kaupa t.d miðvörð sem er stórt nafn fyrir háa fúlgu þegar hann er ekki betri en Joe Gomez og það er aragrúi af öðrum miðvörðum með svipuð gæði sem kosta mun minni pening ?

  Já já já og aftur já. Ég vil gæði og skynsemi á leikmannamarkaðnum. Hvað þarf eiginlega Liverpool að vinna marga titla til viðbótar til að sanna að þeir vita hvað þeir eru að gera á markaðnum ? Var ekki nóg að brjóta 30 ára ógæfuna og verða Evrópumeistari meistaradeildarinnar ?

  16
  • Trent er búinn að vera hjá klúbbnum síðan hann var 6 ára þannig að það er kannski ekki skrýtið að hann var ekki stórt nafn þegar hann kom

   6
   • Hvað hefur stórstjarnan Hazard verið að gera fyrir Real M jú nákvæmlega 22 leikir og 1 mark ! Eigum við ekki að kaupa hann bara eða fá Coutinho til baka svo við getum sagt að við höfum keypt stjörnu, ég segi nei takk látum Klopp og co um þetta.

    YNWA.

    8
 6. Fyndið að menn tali um að City sé að kaupa stór nöfn en gagnrýna um leið Liverpool fyrir skort á slíku.

  City er búið að kaupa 2. Miðvörð úr fallliði Bournemouth og svo ungan gutta frá Valencia, hvers nafn við hefðum aldrri þekkt nema af því að hann var orðaður við okkur. Sá kveður sitt lið með því að drulla yfir fyrirliðann. Faglegt.

  Liverpool og City þurfa ekki að kaupa þessi risanöfn sem Chelsea og Man Utd gera. Þau kaup eru til þess að sefa reiði stuðningsmanna og fela lélegt gengi.

  Þegar samhljómur er innan liða eins og City og Liverpool þá kaupir maður gæði til að viðhalda ekki til að breyta.

  Kaupstefna Liverpool er skynsamleg. Ég er t.d. mun spenntari fyrir því að fá Brooks frá Bournemouth heldur en Grealish eða jafnvel Maddison.

  Man Utd þarf hins vegar risastjörnu því þær sem eru fyrir virka ekki utan Fernandes. Rashford og Greenwood eru spennandi en og verða stórir en stuðningsmenn liðsins þurfa aðra stórstjörnu. Við þurfum hana ekki.

  9
 7. Páló.

  Trent kom til klúbbsins 6 ára og varð stórt nafn undir stjórn Klopps. Já hann er uppalinn og það er einmitt stefna Liverpool að ala upp sem mest af leikmönnum. Tók hann inn í þessa summu um leikmann sem var ekki neitt sérlega stórt nafn fyrr en hann var tekinn út úr unglingaakademiunni á sínum tíma. Man einmitt að það voru ekki allir sáttir við það á sínum tíma.

  Þetta er voðalega slappur og í raun barnalegur útúrsnúningur hjá þér. Væri snöggt um skárra ef þetta væri fyndið.

  4
 8. Það verður leikið þéttar næsta tímabil og þá mun reyna enn meira á breiddina.

  Það eru vissulega skiptar skoðanir varðandi tregðu FSG að styrkja leikmannahópinn. Í ljósi þess að engu var eytt í leikmannakaup sl. sumar, bjuggust margir við stóru nafni í ár. Tekjutapið vegna c19 blæs öll dýr kaup út af borðinu strax. Eftir stendur spurningin hvort það sé satt að FSG ætli aftur að eyða litlu sem engu þetta sumarið og þá nota leikmannasölur til að fjármagna kaup, eða munum við sjá hóflega eyðslu þar sem breiddin verður aukin á þeim stöðum sem helst vantar?

  Lovren og Lallana ættu að hafa myndað pláss á launareikningnum fyrir stækkun á hóp og 50m gætu fengist fyrir Shaqiri, Harry Wilson og Origi.

  Það verða engin stórkaup en FSG bókstaflega verða slaka á aðhaldinu og breikka hópinn með skynsamlegum kaupum.

  3
 9. Sælir félagar

  Takk fyrir að opna þessa umræðu Ólafur Haukur og enda er hún er lífleg. Brynjar þetta var nú svolítið fyndið hjá Páló þó það hafi ef til vill ekki verið mjög málefnalegt. Hvað stefnuna varðar þá er ég algerlega sammála Sig. Einari og Brynjari og fleirum um að innkaupastefna Klopp og félaga hefir algerlega gengið upp. Ég man ekki eftir að neitt af kaupunum hafi algerlega floppað en sum ef til vill ekki skilað því sem til stóð (Saq, Keita og Minamo) amk ekki ennþá.

  Hvað innkaup varðar til viðbótar er ljóst að við verðum að fá alvöru valkost fyrir fremstu þrjá. Ef einhver þeirra meiðist til einhvers tíma (2 – 3 vikur) þá höfum við engan sem nær máli til að hlaupa í það skarð. Það er meira áríðandi en að fá Tiago á miðjuna sem þó væri anzi gott. Bakkuppið fyrir Mané, Salah og Firmino er að mínu mati það sem mest á ríður. Ef til vill getur Minamino komið þar inn með meiri leikæfingu og Keita ef til vill nær að sýna sig á miðjunni.

  Að þessu sögðu tel ég að Klopp og félagar hafi fullkomlega sannað sig og sína innkaupastefnu. Fullkomin flopp eru engin sem ég man eftir þó ekki hafi allir skilað sínu – ennþá. Saq gæti alveg gert það ennþá ef hann helst heill og Keita og Minamino líka. Svo eru ungu strákarnir Jones, Neco og Elliott frábær efni og fara að banka fast á dyrnar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 10. Sælir aftur

  Er ekki kominn tími á hlaðvarp þar sem einhverjir vitkar taka alvöru umræðu um “gluggann” og hvað á að gera þar og hvað menn telja að verði gert? Nei ég bara segi svona.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 11. Sæl og blessuð.

  Þessi stjörnukaup sem stóru liðin hafa verið að gera eru ekki öll til eftirbreytni. Enginn stjóri vill láta tengja sig við rándýr kaup undanfarin ár og misseri á leikmönnum á borð við Coutinho, Pogba, Hazard, Sansés … já og auðvitað Carroll, Downing, Benteke, Balotelli etc. Þetta er nokkuð sem ég held að fari illa með ferilskrána. Hvað skyldi verða með Werner, Sancho og þá alla? Skyldu þeir rata í sömu skúffuna? Það er ekki allt gull sem glóir og dæmin sýna að rándýr verðmiði á leikmanni getur verið þungur baggi að bera.

  Leikmennirnir sem Klopp hefur keypt hafa undantekningalítið verið óspennandi í fyrstu. Umræðan hér á þessari síðu var oft full efasemda og vonbrigða þegar þeir voru kynntir til leiks og þar er ég engin undantekning.

  Staðan núna er sú að við eigum ,,inni” leikmenn sem eru eins og lokaðir túlipanar að vori. Það þarf ekki að kynna þá fyrir mannskapnum en við bíðum eftir stjörnutímabili frá Keita (reyndar var hann stjarna þegar hann var keyptur – ásamt Shaquiri!) og svo má velta vöngum yfir því hvort Chambo finnur aftur fjölina sína að glókollinum Origi ógleymdum. Já og allir hinir sem hafa ekki náð að blómstra – hvenær fara þeir að sýna hvað í þeim býr? Nægur hefur nú tíminn verið og þolinmæðin mikil hjá stjórum og áhorfendum. Það væri stórbrotið ef þeir myndu rísa upp til hæstu hæða. Þá munum við sjá enn og aftur hversu góð þessi leikmannastefna er hjá liðinu.

  yfir og út.

  6
 12. Lítur frábærlega vel út og engin ástæða til að vera með eitthvað nafnasnobb. Vil samt fá Thiago !

  5
 13. Glugginn er opinn lengur en áður og ljóst að liðið ætlar að skoða á undirbúningstímabilinu hverjir af Bewster, Wilson, Grujic, Elliot, Jones, Woodburn, og Williams (ásamt etv. fleirum) geti verið raunverulegir LFC leikmenn sem gætu nýst þegar líður á tímabilið og bekkurinn verður mikilvægari. Ef dýptin á bekknum eykst með einhverjum af þessum leikmönnum er líklegt að Origi og Shakiri ásamt einhverjum af ofarnefndum sem ekki verða í framtíðarplönum verði seldir og þá má skoða alvöru styrkingu á fyrstu varamönnum. En fyrst þarf að tryggja að allar stöður séu amk. með 3 menn í dýpt.

  Við nettuðararnir vitum 10% af því sem Klopp og hans menn vita um ástandið og getuna á hópnum og við höfum 1% af fótboltavitinu. Það er og hefur alltaf verið ljóst að LFC er ekki að fara að kaupa stjörnu fyrir $60+ milljónir–vélin sem Klopp hefur byggt byggist ekki á því. Hún byggist á því að koma inn með líkamlega og andlega hæfileika sem nýtast liðinu og kerfið skapar svo tækifærin og mörkin. Undantekningarnar sem við höfum séð hafa verið kaup á þremur leikmönnum í hryggjarsúluna (Virgil, Alisson, Fabinho) og við þurfum ekki að kaupa slíka leikmenn núna.

  En svona gæti glugginn gengið.
  1. Vinstri bakvörðurinn er að leysast — amk. 2-3 mögulegar lausnir í sjónmáli. Þetta er held ég mikilvægasta staðan að leysa og engin innanhússlausn í sjónmáli. Robertson hefur verið að spila allt of mikið meiddur eftir því sem má lesa á milli línanna (landsliðsfyrirliði sem spilaði ekki landsleik til að hvíla sig, tekinn útaf í mikilvægum leikjum fyrir leikslok, osfrv.)
  2. Hópur miðjumanna er fjölmennur, en veikist mjög ef Gini skrifar ekki undir framlengingu (Gini spilar rosalega margar mínútur). Við værum þá ekki með nægjanlega góðan miðjuhóp ef Fabinho meiðist — hvað þá ef eins Milner heldur áfram að hafa takmarkaðar mínútur (hann er ekki að yngjast og það er ekki nóg að geta hlaupið lengi) — og Henderson hefur ekki góða langtíma meiðslasögu. Það er eiginlega alveg öruggt að markmiðið er að kaupa leikmann eins og Thiago — ef Gini skrifar ekki undir. En Klopp vill auðvitað miklu frekar hafa mann sem þekkir kerfið og hann þekkir, heldur en að fá nýjan miðjumann hversu góður sem hann hefur verið annars staðar. Ástæðan fyrir að LFC segjast ekki vera að skoða Thiago er einföld — þeir eru enn að semja við Gini. Ef þeir gengju frá kaupum á Thiago er næstum öruggt að Gini fari. Þetta eru menn með getu og á aldri sem eru ekkert að fara að vera varamenn.
  3. Framlínan er í raun veikasti hlekkur varamannabekksins. Bæði er það að þríeykið hefur lítið meiðst og augljóst af árangri án þeirra (burtséð frá Barcelona) að við megum illa við ef nokkur þeirra væri frá í meira en 2-3 vikur. Eins þá þurfum við að geta spilað fjölbreyttari kerfi gegn liðum sem hafa fundið leið tli að láta 7-2-1 kerfið virka. Stundum þurfum við meiri styrk en hraða — einhvern sem getur komið inn eftir að vörnin er búin að hlaupa sig móða í 60 mínútur og bara vaðið af orku í gegn (svona Treore týpu). Ef við förum inní tímabilið án þess að styrkja bekkinn þar, þá þurfum við aldeilis að krossa puttana að allir haldist heilir, eða að Brewster og Elliot séu tilbúnir, og að Minamino og Firmino hafi eytt sumarleyfinu saman á þýskumælandi bar.

  In Klopp we trust.

  5
 14. Þetta er ekkert flókið gott fólk, on Klopp we trust.
  Er það ekki það sem við gerum?

  3
  • Nú snúast umræðurnar ekki um það. Margir stuðningsmenn ásökuðu liðið um metnaðarleysi þegar Robertson var keyptur á sínum tíma. Flestir hafa lært og fáar neikvæðar raddir eru yfir kaupum á þessum lítt þekkta Grikkja. Áhyggjur manna snúast fyrst og fremst um að litlum sem engum peningum verði varið í styrkingar.

   1
  • Já, Tsimikas hefur verið myndaður að halla sér upp að húsgögnum á Melwood. Fyrsti grikknn síðan Kyrgiakos er það ekki?

Næsta tímabil hjá kvennaliðinu

Kostas Tsimikas kominn (staðfest!)