Newcastle 1 – 3 Liverpool

Klopp mætti með mjög breytt lið á St. James’ Park og fengu nokkrir leikmenn að spreyta sig sem minna hafa spilað í vetur. Það hófst hinsvegar með hörmungum en eftir nokkrar sekúndur var Van Dijk búinn að brjóta af sér í miðju hringnum og var Jonjo Shelvey fljótur að vippa boltanum inn fyrir vörnina þar sem Dwight Gayle slapp einn í gegn og skoraði fyrsta mark leiksins áður en mínúta var búinn af leiknum. Eftir þessa óheppilegu byrjun tóku Liverpool völdin á vellinum án þess þó að ógna marki Newcastle sérstaklega. Naby Keita og Minamino áttu sitt hvorn skemmtilegan sprettinn en hlupu báðir inn í vandræði á endanum. Það var svo eftir 38. mínútna leik sem eitthvað gerðist hjá okkar mönnum þá áttum við hornspyrnu sem var hreinsuð í burtu en þaðan barst boltinn út til hægri á Chamberlain sem átti góða fyrirgjöf á Van Dijk sem skallaði boltann framhjá Dubravka í marki Newcastle manna.

Seinni hálfleikurinn byrjaði keimlíkur þeim fyrri og lítið var að frétta og var það að sjá á liðunum að þau væru að spila síðasta leik tímabilsins þar sem hvorugt liðið hafði að einhverju að keppa. Það var því nánast upp úr engu sem næsta mark kom, Robertson lagði boltan út á Divok Origi fyrir utan teig og Origi hlóð í skot fram hjá Dubravka í fjærhornið og Liverpool komið yfir. Stuttu seinna komu skytturnar þrjár Mané, Salah og Firmino inn fyrir Chamberlain, Origi og Minamino og var Salah fljótur að koma sér í tvö færi, annað fór í stöngina en hitt hreinsað í horn. Það var hinsvegar Mané sem kom svo boltanum í netið á 89. mínútu þegar Firmino setti boltan upp í vinstra hornið og Mané snér inn á teigin fór framhjá varnarmanni Newcastle og setti boltann styrtilega yfir markmanninn upp í fjærhornið og staðan 3-1

Bestu menn Liverpool

Andy Robertson átti fínan leik í vinstri bakverði, lítið hægt að kvarta undan miðjunni en vel í dag Van Dijk mann leiksins. Skoraði jöfnunarmarkið, hefði getað bætt við öðru og átti heilt yfir ágætis leik.

Vondur dagur

Divok Origi átti í erfiðleikum í sókninni en greiddi svo fyrir það með flottu marki sem kom okkur yfir en einnig átti Minamino ekki góðan leik. Fyrir utan einn fínan sprett í gegnum vörn Newcastle að þá kom ekki mikið frá honum í dag.

Umræðupunktar

 • Helstu umræðupunktar í dag eru ekki úr okkar leik en Manchester United og Chelsea tryggðu meistaradeildarsæti og Aston Villa bjargaði sér frá falli.
 • Það að breyta allri sóknarlínunni tekur allt bit úr sóknarleik okkar og verður klárlega spurningamerki hvað Klopp ætlar sér að gera í sumar til að bakka upp fremstu þrjá. Er sett von á að Brewster komi úr góðu láni frá Swasea tilbúinn í það hlutverk, mun Minamino sýna meira á næsta tímabili eða verður einhver keyptur í sumar. Jafnvel Ismaila Sarr sem við höfum eitthvað verið orðaðir við verði á lausu nú þegar Watford er fallið?
 • 99 stig er hreint út sagt ótrúlegur árángur, félagsmet og einu stigi frá deildarmeti. Ótrúlegt tímabil á enda og megi það næsta verða jafn gott!

12 Comments

 1. Nokkuð greinilegt að þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir bæði lið. Origi sýndi það enn og aftur að hann á ekki nokkurt erindi í þetta lið. Ég skil samt ekki af hverju Harvet Elliot fékk ekki að spreyta sig í þessum leik.
  En annars til lukku með titilinn meistarar!!!

  7
 2. Takk fyrir þetta Hannes og til hamingju með tímabilið Liverpoolaðdáendur nær og fjær. Gott að enda tímabilið með stæl eftir smáhikst á útivöllum undir lokin. Heimavöllurinn hélt aftur á móti sem endranær og fer nú að styttast í að Anfield sé sterkasti heimavöllur í Evrópu ef hann er ekki orðinn það fyrir löngu. Ef ég tel rétt þá eru 59 leikir í röð án taps í deildinni á heimavelli, þ.e. þrjú heil tímabil og tveimur leikjum betur. Geri aðrir betur en það.
  Get varla beðið eftir næsta tímabili þar sem titlarnir flæða………..
  Góðar stundir

  13
 3. Margt gott í leiknum en gæðamunurinn eftir þreföldu skiptinguna var mjög mikill.

  Origi: skoraði gott mark, þess utan átti hann slappan leik. Legend forever en þetta er fullreynt.

  Minamino: Loksins sást eitthvað til hans, en kröfurnar eru meiri en þetta fyrir lið af þessum standard. Nú hefur hann æft með liðinu í 6 mánuði og ég er ekki enn að sjá hvaða hlutverki hann ætti að gegna.

  Ox. Mark og stoðsending í síðustu 2 leikjum. Þrátt fyrir það lék hann ekki vel, en maður vonast til þess að smátt og smátt nái hann sínum fyrri styrk.

  Aðrir léku vel, sérstaklega AR og VVD.

  99 stig, stórkostlegt afrek.

  Nú er bara að að landa Thiago og auka breiddina í sókninni fyrir næsta tímabil.

  4
 4. Sælir félagar

  Gæðamunurinn á liðunum eftir fyrstu skipingu var ótrúlegur og þó ekki. Þetta lið okkar er magnað og er bezta Liverpool lið allra tíma að mínum dómi. Þið megið trúa því félagar ég er búinn að fylgja þessu liði í 56 – 7 ár (1963-4). Það öskrar hinsvegar á mann að hafa ekki sóknarmenn til skiptanna sem eru af sama kaliberi og þeir þrír fremstu.

  Snake minnist á að H. Elliot hefði frekar átt að vera inná en Origi. Um það er ég sammála. Origi er ekki af þeim klassa að spila fyrir Liverpool þrátt fyrir afar þakkarverð augnablik á leiktíðinni. Minamo virðist ekki vera að ná vopnum sínum en mér finnst að hann megi fá meiri tíma. Það þarf að selja fleiri en Lovren og kaupa svo amk. einn alvöru heimsklassa til að leysa af í framlínunni.

  En hvað um það, Klopp sér þetta eins og við og líklega betur og ef til vill var þetta sölusýning á Origi. Þetta lið okkar er magnað og fer lengt án styrkingar. En byrjunarliðið má ekki við meiðslum til að það fari ekki að koma niður á árangrinum. Styrkur fyrstu 11 er geigvænlegur og þessir leikir eftir covid eru ekki mælikvarði á styrk liðsins nema að litlu leyti.

  Liðið hefði aldrei tapað stigum á Anfield með völlinn fullan af stuðningmönnum. Það hefði líka aldrei tapað fyrir Arsenal í venjulegu árferði. Það má því segja að heppnin hafi verið með andstæðingum okkar þegar covid 19 gekk í lið með þeim. Liðið okkar skilaði 99 stigum í öllu þessu rugli og það er kingimagnað

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 5. Skil ekki þetta tal um thiago alltaf, gæjinn er 29 ára og hann sagði orðrétt við stjórnarmenn bayern ‘eg vill fara annað til að klára ferillinn’ að þeirra sögn.
  Þannig að basicly er hann að leitast eftir alvöru cashi til að geta klárað ferillinn þar

  2
  • Það er ekki þitt að skilja. James Pearce og aðrar áreiðanlegar heimildir eru fyrir þessum meinta áhuga. Þess vegna er þetta tal um Thiago.

   Þetta er ansi frjálseg túlkun hjá þér, þar sem BM er með mun hærri launakostnað en LFC. Þar er Thiago er sagður þéna um 130þ evrur á viku. Stórefast um að FSG séu að reyna lokka hann yfir með yfirboðum

   4
 6. (Ótengt Liverpool).
  Smá samsæriskenning: Man. Utd. þurfti að vinna leikinn gegn Leicester til að tryggja sig í Meistaradeild á næsta ári. Hvað ef Fergie kallaði inn greiða hjá fyrrum Man. Utd. leikmanni (Jonny Evans sem gaf vítið) og syni Peter Schmeichel (Kasper Schmeichel sem gaf seinna markið)? Bara fyndin tilviljun held ég samt.

  4
 7. Hvaða rugl er þetta með að Salah sé ekki í liðum ársins. Vardy og auba yfir ..afhverju Salah kom að fleiri mörkum en þeir eða um 30 mörkum?
  Auba með 7.02 í stats vardy með 7.20 og Salah með 7.52 í raw stats fyrir þetta season.

  4
  • Salah sem margir segja sjálfselskan hefur aldrei verið með minna en 10 stoðsendingar í deildinni eftir að hann kom til LFC.

   Ég hefði valið Salah fram yfir Aubameyang, en í svona vali er reynt að taka úr sem flestum liðum.

   Salah hefur sett háan standard fyrir sig og menn búast við meiru frá honum en öðrum leikmönnum.

   Ings ætti erindi líka.

   5
 8. Hvað er með það að þeir leikmenn sem fara frá félaginu hafa eftirnöfn sem byrja á ‘L’?
  Lallana, Lovren og Larouci. Eini sem eftir er er Lonergan.

 9. Lonergan er að renna út á samning. Ekki líklegt að endurnyjað verði við hann.

Byrjunarliðið gegn Newcastle

Dejan Lovren til Rússlands (Staðfest)