Byrjunarliðið gegn Chelsea

Þá er orðið ljóst hverjir byrja leikinn þar sem við tökum við titlinum og þar sjáum við okkar sterkasta lið, fyrir utan fyrirliðan Jordan Henderson sem er frá vegna meiðsla og er það Naby Keita sem tekur hans sæti í liðinu sem er eftirfarandi.

Bekkur: Adrian, Lovren, Milner, Chamberlain, Minamino, Lallana, Jones, Shaqiri og Origi

Sterkt lið og vonandi að við sjáum flotta frammistöðu og sigur en mikilvægast að eftir leik sjáum við titilinn loks fara á loft!

2 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Leikhlé á Anfield og okkar menn hafa sýnt gríðarlega yfirburði. Það er ótrúlegur gæðamunur á þessum liðum. Stórbrotið að fá þessi mörk – Keita mátti við þessu og gefur vonandi tóninn fyrir það sem framundan er. Þetta, ásamt marki TAA var eitt af mörkum tímabilsins.

    Ok. Svo komast bláir í sókn og … jamm. Hvað er títt annars? Er þetta eitthvað sem koma skal? Man eftir þessu frá síðasta tímabili Reina þegar öll færi enduðu í netinu – þá héldum við boltanum heilu leikina en skyndisóknir reyndust oft banvænar.

    Jæja, við eigum enn harma að hefna og það væri skáldlegt og fagurt að klára þennan leik með epískri og minnistæðri niðurlægingu á þeim bláu.

    1

BIKARINN FER Á LOFT! Og það verður spilað við Chelsea (upphitun)

Liverpool 5-3 Chelsea