Liðið gegn Burnley

Þá er komið byrjunarliðið sem tekur á móti Burnley eftir tæpa klukkustund og kannski ekki mjög óvæntar en þó tvær nokkuð stórar breytingar á liðinu.

Jordan Henderson er frá út leiktíðina og fær Curtis Jones að taka stöðu hans við hlið Fabinho og Wijnaldum á miðjunni. Neco Williams byrjar sinn annan Úrvalsdeildarleik og er nú hægra meginn og Trent sest á bekkinn.

Annað er eftir nokkuð hefðbundnu sniði. Fremstu þrír á sínum stað, Van Dijk við hlið Gomez í vörninni og þeir Shaqiri og Lovren koma inn á bekkinn.

Alisson

Williams – Gomez – VVD – Robertson

Wijnaldum – Fabinho – Jones

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Adrian, Trent, Lovren, Shaqiri, Minamino, Origi, Chamberlain, Keita, Elliott

3 Comments

 1. Frábært að sjá Williams og eins Jones. Vonast eftir að sjá Minamino fá mínútur líka.

  Allt á réttri leið. Klopp er maðurinn.

  Áfram Liverpool!

  7
 2. Sæl og blessuð.

  Fyrsta skiptið sem liðið vinnur ekki leik á heimó í 26 leikja rönni!

  Skýringar?

  1. Tvö víti ekki dæmd á andstæðingana
  2. Henderson virðist skipta sköpum fyrir árangurinn.
  3. Salah brást bogalistin á ögurstundu.
  4. Jói Berg hefði svo sem getað skorað líka. Ella hefðum við tapað!

  Hefði verið gaman að taka stærri skref í 100 stiga múrinn en það verður ekki á allt kosið í þessu lífi.

  2
 3. Leikur sem hefði unnist fyrir áramót, þegar við vorum uppá okkar besta.
  Jákvætt að halda í stigið til að auka líkurnar á að ná 100 stigum. Sá draumur virðist samt vera að fjara út. Hef samt trú á að við jöfnum árangurinn frá því í fyrra, sem væri glæsilegt miðað við hvað margir í liðinu hafa dalað þetta árið.
  Náum 100 stigum og jöfnum metið!
  YNWA

Upphitun: Liverpool – Burnley

Liverpool 1-1 Burnley