Upphitun: Liverpool – Burnley

Á morgun mæta Sean Dyche og strákarnir hans í Burnley og fá að standa heiðursvörð á Anfield fyrir meisturum Liverpool. Eftir endurræsingu deildarinnar var útlitið ekki gott fyrir Burnley þar sem nokkrir leikmenn voru að renna út af samningi og vildu ekki spila, liðið var að sigla lygnan sjó og hafði ekki að miklu að keppa og voru því miklar efasemdir um liðið þegar þeir steinlágu 5-0 fyrir City í fyrsta leik en hafa síðan náð að sækja tíu stig af tólf mögulegum og því verið betri en búist var við.

Þeir fengu hinsvegar afleitar fréttir um daginn þegar í ljós kom að Ben Mee muni ekki spila meira á tímabilinu en hann hefur ásamt Tarkowski myndar feikigott miðvarðarpar og það verður áhugavert að sjá hvernig vel skipulagt varnarlið Burnley nær að bregðast við þeim missi. Ásamt honum er Ashley Barnes frá og Jeff Hendrix neitar að spila eftir að samingur hans rann út. Hinsvegar er Jóhann Berg farinn að fá einstaka mínútur inn af bekknum og gætum við séð hann spila eitthvað á morgun.

Okkar menn

Við fengum einnig slæmar fréttir í vikunni því meiðsli Henderson eru slæm og mun hann heldur ekki spila meira á tímabilinu, það býr til pláss fyrir aðra miðjumenn að fá mínútur en skelfilegt að fyrirliðinn missi af Chelsea leiknum þar sem liðið tekur við titlinum. Vissulega mun hann fá að lyfta honum en hefði verið betra ef hann fengi að taka þátt í leiknum einnig.

Það verður áhugavert að sjá uppstillinguna á morgun. Í síðustu leikjum höfum við séð nokkra menn hvílda í hverjum leik og sjáum líklega það sama í þessum leik og ætla að skjóta á að við sjáum eitthvað í þessa áttina.

Býst því við að Salah fái hvíldina á morgun þar sem Firmino var hvíldur gegn Villa og Mané í síðasta leik. Neco Williams gæti líka fengið leik í hægri bakverði á morgun eftir að hann fékk hálfleik í vinstri bakverði í síðasta leik. Á miðsvæðinu þarf einhver að leysa stöðu Henderson og þar eru Chamberlain og Keita líklegastir. Keita átti góðan leik gegn Brighton en eitthvað segir mér að Chamberlain fái þennan leik.

Spá

Held að þetta verði gríðarlega erfiður leikur sem við tökum á endanum 2-0 þar sem Mané skorar og Salah setur eitt eftir að hann kemur inn á og býr til smá keppni um gullskóinn þriðja árið í röð.

2 Comments

  1. Ég vil Keita í byrjunarliðið. Hann er að ná upp þrýstingi!

    1
  2. Salah byrjar og Keita líklega líka. Þeir hafa skapað flest mörkin í síðustu leikjum. Getum ekki bekkjað þá.

Brighton 1-3 Liverpool

Liðið gegn Burnley