Byrjunarliðið gegn Brighton

Nú er komið að 5. síðasta leiknum á þessari mjög svo sérstöku leiktíð, og liðið sem heimsækir Brighton hefur verið gefið út:

Bekkur: Adrian, Fabinho, Milner, Mane, Minamino, Robertson, Origi, Jones, Elliott.

Stóru fréttirnar eru auðvitað að Neco Williams er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir klúbbinn í deildinni, og núna í vinstri bakverði. Það væri svo frábært ef hann gæti tekið að sér að vera valkostur nr. 2 í bæði hægri og vinstri bak, og líkurnar á því að hann fái ansi margar mínútur á næstu leiktíð eru alltaf að aukast. Þetta er strákur sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í lok október í fyrra, og magnað að sjá hversu hraður uppgangur hans hjá klúbbnum í raun og veru er.

Ég stilli þessu upp í hefðbundnu 4-3-3 á myndinni með Ox á vinstri kantinum, en það kæmi manni ekkert á óvart þó það verði prófaðar einhverjar fleiri uppstillingar, þess vegna svissað í miðjum leik.

Virgil van Dijk á afmæli í dag, og myndi örugglega þiggja 3 stig í afmælisgjöf.

KOMA SVO!!!

10 Comments

 1. Er Klopp að setja Ox í sýningargluggann? Hann var átakanlega slappur í síðasta leik.

  2
   • Hann var hálflélegur karlgreyið. En auðvitað ekki í sinni bestu stöðu á vellinum. Kemur sjaldan mikið út úr honum á köntunum. Mikill munur á vinnusemi að sjá Mané vera kominn aftur í eigin vítateig að pressa og hirða boltann.

    1
 2. Svakalega pressa okkar menn hátt. Mætti halda að þeir þyrftu að vinna leikinn 4-0!
  Ánægður með ‘etta.

 3. Vörnin búin að vera furðu óörugg í fyrri hálfleik. Vonandi að Robertson komi inn í seinni.

  1
 4. Mér fannst Keita vera með bestu mönnum Liverpool á meðan hann var inná. Veit á gott, vonandi.

  1
 5. Hi there, I found your site via Google while looking for a related topic, your site came up, it looks great. I have bookmarked it in my google bookmarks.

Gullkastið – Afslappaður endasprettur

Brighton 1-3 Liverpool