Gullkastið – Englandsmeistarar

Liverpool eru Englandsmeistar með öllum þeim tilfinningarússíbana sem því fylgir fyrir alla tengdu félaginu. Gleðin er flöskvalaus og það var svo sannarlega málið þegar við skelltum okkur í Hellinn með Englandsmeistarabikarinn og stóra flösku af kampavíni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Maggi Þórarins (Beardsley)

MP3: Þáttur 292

Það hefur oft verið minni stemming fyrir því að vinna Gullkastið

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

Fyrsti flutningur kop.is – þáttanna í útvarpi Sportveitunnar eru á miðvikudögum kl. 15 og síðan eru þættirnir endurfluttir kl. 18 á fimmtudögum og kl. 12 á laugardögum. Þeir fara inn á Spotifysvæðið “SportFM” á fimmtudagsmorgnum. Þar er nú að finna þætti 289 og 290.

7 Comments

 1. Algjört æði takk kærlega fyrir veturinn og þættina og til hamingju öll ???

  5
 2. Frábært að það sé komið nýtt nickname á Magga eldri. Mér hefur alltaf fundist þetta svolítið ruglandi í podköstum að vera með Magga Beardsley og svo bara Magga. Nú erum við komin með Magga Beardsley og Magga Thatcher 😀

  Annars óska ég bara öllum púllurum til hamingju og takk kærlega fyrir veturinn Kopparar. Það eru algjör forréttindi að hafa svona síðu og hlaðvarp til að fylgjast með.

  P.s. er þetta Boli þarna á borðinu hjá Einari??? Má það?

  6
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir úthaldið öll þessi ár og loksins þessi fögnuður sem við eigum svo skilið að njóta.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2
 4. Sælir Gullgerðar menn. Takk fyrir þessi frábæru pod köst en þau gera þessa upplifun á leiknum og klúbbnum okkar enn skemmtilegri. Það er alltaf gaman að hlusta á og fá fleiri vinkla á þetta blessaða sport sem á hug manns allan.

  Seinasta podkast er svo frábært að það er ráðlegast að hlusta tvisvar.!

  4
 5. Einhversstaðar sá ég að það var verið að auglýsa Liverpool merkið sem blikk platta til að setja á vegg með bak lýsingu.
  Getur einhver bent mér á hvar þetta er fáanlegt?

LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR (STAÐFEST)

Upphitun: Englandsmeistarar Liverpool fá Guardiola of honour