LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR (STAÐFEST)

Þrjátíu ára bið loksins loksins á enda

ÞETTA ER Í ALVÖRUNNI LOKSINS LOKSINS BÚIÐ, LIVERPOOL ER ENDANLEGA KOMIÐ AFTUR, STÆRRI, STERKARI OG MIKLU BETRI EN NOKKURNTÍMA ÁÐUR. ÞRJÁTÍU HELVÍTIS ÁR OG ÞÚ GETUR HÆTT AÐ TELJA, ÞETTA ER BÚIÐ, LIVERPOOL ERU ENGLANDSMEISTARAR!

Það er svo óendanlega sætt að þetta er loksins í höfn. Við sem höfum farið í gegnum allan rússíbanan höfum séð endalok Shankly fótboltans og hreint ákaflega stormasöm 30 ár með djúpum lægðum en inn á milli stórkostlegum hápunktum. Risinn hefur reglulega minnt á sig og það að vinna Meistaradeildina tvisvar og fara tvisvar í viðbót í úrslit undanfarin 15 ár er meira en flest þessi Olíufélög hafa gert í sögu sinna félaga þrátt fyrir allar milljónirnar. Það hefur alltaf verið ástæða fyrir þessari endalausu trú stuðningsmanna Liverpool á félaginu. Believe beyond reason vissulega stundum en í kvöld hefur það loksins loksins skilað þeim árangri sem við höfum þráð í þrjátíu ár.

Deildin var alltaf það sem við þráðum mest og að gera það með þessum hætti er ansi nálægt því að vera fullkomið. Tökum alveg Covid-19 út fyrir jöfnuna, Liverpool var búið að slátra þessari deild löngu áður en það helvíti skall á og frestaði parýinu. En núna þegar þetta er loksins í höfn var ekkert að fara koma í veg fyrir partýið sem er í gangi. Liverpoolborg fór gjörsamlega á hliðina þegar flautað var af á Stamford Bridge í kvöld.

Það er eitt að vinna deildina loksins en að gera það með þessum hætti og gegn þessum andstæðingum gerir þetta eiginlega eins fullkomið og hægt er að óska sér. Þetta Man City lið með alla sína olíuríkissjóði á bakvið sig vann deildina með mesta stigafjölda sögunnar fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir í fyrra með tveimur stigum minna. Þetta er besta lið í sögu enska boltans… þar til núna. Liverpool var bara stigi á eftir í fyrra og vann Meistaradeildina. Núna var loksins okkar tími og þvílíkt statement að snýta deildinni svona rosalega.

Eins og fótboltinn hefur verið að þróast í Evrópu ætti Man City að vera yfirburðarlið á Englandi og deildin álíka spennandi og á Ítalíu þar sem Juventus hefur unnið 47 titla í röð, eða í Frakklandi þar sem Abu Dhabi hefur unnið 17 titla í röð, Bayern hefur unnið 98% af öllum titlum í sögu Þýska boltans o.s.frv. Eins mikið og stuðningsmenn allra annarra liða sameinuðust um að vilja það ekki var nauðsynlegt fyrir deildina að Liverpool tæki þetta í ár. Það er handónýtt að horfa á leikfang Qatar vinna 10 ár í röð sem er engu að síður vel raunhæf framtíð.

Það er auðvitað galið að Liverpool hafi ekki unnið deildina í fyrra, langnæstbesta lið sögunnar og auðvitað Evrópumeistarar í sárabót með svakalegum sigrum þar sem engin Úrvalsdeildarleikur getur toppað. Við höfum þrisvar sinnum á þessum þrjátíu árum séð Liverpool fara nærri en fullkomlega drulla á sig árið eftir, ekki núna. Þetta lið er allt annað dýr og vonandi komið til að vera.

Mikið óskaplega er gaman að sjá þennan vegg uppfærðan reglulega aftur, sérstaklega í þetta skiptið samt.

Lifandi goðsagnir

Kjarninn í þessu liði er að skrifa sig með bleki á spjöld sögunnar, ég veit það því að Arngrímur og Mummi skrifa söguna!

Jurgen Klopp 

Þetta er okkar tíma Bill Shankly, þetta eru rosalega stór orð fyrir þá sem þekkja söguna en Klopp er endanlega að stimpla sig inn sem besti knattspyrnustjóri í heimi í dag. Hann er að leika það eftir sem hann gerði hjá Dortmund og afrek hans núna er engu minna. Klopp er svo frábær utan vallar að það er ennþá aðeins vanmetið hversu góður hann er innanvallar. Tveir úrslitaleikir í Meistaradeildinni og titilinn eftir þrjátíu ára bið setur hann beint í hóp Shankly og Paisley. Bestu stjóra í sögu félagsins. Einn daginn verður gerð stytta af Klopp í Liverpool borg. Klopp er langmikilvægasti hlekkurinn í þessu öllu saman og skrifaði blessunarlega bara nýlega undir nýjan langtímasamning. Þetta er ástæðan fyrir því að við fylgdumst spennt með fluginu hans á Flightradar í október 2015, daginn sem hann skrifaði undir hjá Liverpool. Þvílíkur maður.

Klopp var líka vel með á nótunum hvað hann var afreka í kvöld og var klökkur í viðtölum.

Jordan Henderson

Hver hefði trúað því að arftaki Steven Gerrard yrði sá sem myndi loksins lyfta Englandsmeistaratitlinum? Það voru gerðar töluverðar væntingar til Henderson þegar hann kom og mikil ábyrgð sett á hans herðar og guð minn góður hefur hann staðið undir þeim. Rosalega vanmetin leikmaður og karakter en stendur uppi í dag sem langmest afgerandi fyrirliði nokkurs liðs á Englandi. Hann er ekki besti leikmaður Liverpool en það má alls ekki vanmeta mikilvægi hans. Fagmaður fram í fingurgóma þó hann hafi nú vonandi farið að ráðum Jamie Carragher í kvöld.


Carragher var reyndar vægast sagt í banastuði á Sky eftir leik.

Virgil Van Dijk

Þessi titill er fyrst of fremst sigur liðsheildarinnar og mesti styrkleiki liðsins er að það er búið að skipta út öllum helstu veikleikjum. Það er búið að kaupa þessa 2-3 heimsklassa leikmenn sem hefur vantað uppá undanfarin 30 ár. Fremstur þar í flokki af öllum öðrum ólöstuðum er samt Virgil Van Dijk, hann hlítur að verða minnst sem besta miðvarðar sem spilað hefur fyrir Liverpool. Hann er í alvörunni það góður. Hann meira að segja lyktar vel eins og Troy Deeney sagði á síðasta tímabili. Liverpool hefur varla tapað leik síðan hann kom og afgreiddi tæplega áratug af skrautlegum varnarleik Liverpool. Það er ástæða fyrir þvi að hann er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, hann er jafnframt ein bestu kaup félagsins. Til að setja mikilvægi hans í samhengi er ágætt að hafa í huga að Dejan Lovren var aðalmiðvörður félagsins þegar Van Dijk kom.

Mo Salah

Stuðningsmenn Liverpool eiga að vera miklu óhræddari við að segja það, Mo Salah gerir léttilega tilkall til þess að vera talinn besti leikmaður deildarinnar. Mikilvægi hans kom mjög vel í ljós í Crystal Palace og Everton leikjunum. Hann hefur þróast gríðarlega hjá Liverpool og held því vonandi áfram næstu árin. Mo Salah er þar fyrir utan miklu meiri stórstjarna á heimsvísu en við flest gerum okkur grein fyrir. Hann hefur reynst Liverpool mikilvægari sóknarmaður en Luis Suarez, Fernando Torres, Michael Owen og Erik Meijer svo fáeinir séu nefndir. Það eitt og sér ætti að segja allt sem þarf.

Sadio Mane

Ef einhver einn hefur hvað helst dregið vagninn á þessu tímabili er það Sadio Mané. Sá ætlaði sér að vinna titilinn í vetur. Hann hefur eins og Salah þróast töluvert undir stjórn Klopp og er núna mun meira alhliða sóknarmaður en hann var þegar hann kom frá Southampton. Hann rétt eins og Salah gerir vel tilkall til að teljast besti leikmaður deildarinnar.

Firmino

Við sem fylgjumst svona ítarlega með þessu Liverpool liði munum ennþá eftir 20-30 ár vera tala um Firmino sem vanmetnasta leikmann þessa goðsagnakenda liðs Liverpool. Tölfræðin yfir mörk og stoðsendingar mun ekkert endilega bakka okkur upp enda fremsti sóknarmaður liðsins en það segir í þessu tilviki varla hálfa söguna. Sérstaklega núna í vetur hefur hann aðeins verið að fá það hrós sem hann á skilið frá sérfræðingum utan Liverpool búbblunnar. Flestir fótboltamenn tala um hann sem lykilinn af sóknarleik Liverpool.

Jurgen Klopp orðaði þetta besti sjálfur “Mo Salah, world class, but not every day. Sadio Mane, world class, but not every day. Roberto Firmino, world class, pretty much every day.”

Kop stúkan er líka með þetta vel á hreinu

Alisson

Það vissulega hjálpar Alisson að hann er bætingin á stærsta og mest pirrandi vanda Liverpool megnið af þessum áratug. Markmaðurinn sem var að fara koma í stað Mignolet var alltaf að fara líta vel út og þar til Karius fór til Úkraínu var hann að sanna þá kenningu. En guð minn góður munurinn á allri holningu Liverpool liðsins með Alisson í búrinu frekar en þá tvo trúða. Við höfum reglulega í vetur verið minnt á Mignolet tímann þegar Adrian hefur leyst af í markinu en það kom ekki að sök í deildinni. Fjarvera Alisson í mars kostaði okkur Meistaradeildina, það segir allt sem þarf um mikilvægi hans.

Liverpool styrkti ekki bara þessa stöðu með betri markmanni en Mignolet heldur var fengið besta markmann í heimi í búrið hjá Liverpool. Ef að hann hefði ekki misst af um 10 leikjum í deildinni í vetur værum við líklega að tala um hann sem leikmann tímabilsins. Hann er jú búinn að halda oftast hreinu í vetur þrátt fyrir að hafa spilað miklu færri leiki en allir aðrir. Hann hefur reyndar oftar haldið hreinu hjá Liverpool en hann hefur fengið mark á sig. Spáið í breytingu frá Mignolet!

Trent Alexander-Arnold

Mesta star quality liðsins? Hann er 21 árs og bókstaflega búinn að breyta hugmyndafræði okkar um bakverði. Einhvernvegin er hægri bakvörðurinn mesti playmaker liðsins og þar fyrir utan sinnir hann skildum sínum bæði sóknarlega og varnarlega frábærlega sem hefðbundinn bakvörður. Hann er kominn miklu lengra 21 árs en t.d. Gerrard og Carragher voru á sama aldri. Hvert er þakið hjá honum? Að fá svona heimsklassaleikmann upp úr akademíunni þetta fljótlega í kjölfar Gerrard og Carragher er gríðarlega jákvætt. Það er bara tímaspursmál hvenær hann verður fyrirliði liðsins og mikið óskaplega vona ég að hann spili aldrei fyrir annað lið en Liverpool.

Andy Robertson

Það virkilega þarf að vera skoti í liði Liverpool til að liðið vinni titla. Saga Robertson hjá Liverpool er algjörlega samtvinnuð við það afhverju við elskum Jurgen Klopp. Hann kostaði Kevin Stewart þegar hann kom frá Hull og það er ekki vinstri bakvörður í heiminum sem við myndum skipta á við nokkurt lið í dag. Hann er líka sá karakter í liðinu sem scouserarnir tengja líklega hvað best við, alveg til í smá snide innanvallar og ávallt léttur utanvallar og vel niður á jörðinni. Robertson hefur þar fyrir utan leyst eina langlífustu vandræðastöðu félagsins þau 30 ár sem það tók að vinna loksins titilinn.

Fabinho

Loksins þegar Liverpool keypti alvöru arftaka Javier Mascherano landaði liðið Meistaradeildinni og titlinum á rúmlega 12 mánuðum. Það hefur sárlega vantað alvöru varnartengilið megnið af þessum áratug, sérstaklega ef þið hugsið til allra varnarlína Liverpool á þessum tíma sem innihéldu ekki Van Dijk en eiginlega allar Simon Mignolet. Fabinho uppá sitt besta er betri leikmaður en Javier Mascherano var. Miklu fjölhæfari og betri sóknarlega. Síðasti leikur er mjög gott dæmi um Fabinho uppá sitt besta, yfirburðarmaður á vellinum.

Gini Wijnaldum

Liverpool hefur keypt slatta af leikmönnum í þær stöður á vellinum sem Gini Wijnaldum getur spilað en alltaf heldur hann sínum sessi sem lykilmaður og er núna að klára líklega besta tímabil í sögu Liverpool sem einn leikjahæsti leikmaður liðsins. Hann vinnur mjög mikið af vinnu sem maður nær ekki að meta fullkomlega í gegnum sjónvarpið en það er auðvitað engin tilviljun að þjálfarateymið velur hann eiginlega alltaf. Klopp setti hann reyndar á bekkinn gegn Barcelona á Anfield í fyrra…

James Milner

Milner hefur verið mjög góður leikmaður allann sinn feril og spilað stórt hlutverk hjá öllum liðum sem hann hefur verið á mála hjá. Hann var samt ekki alveg metin að verðleikum hjá Man City þó hann spilaði vissulega töluvert hjá þeim og vann einhverja titla. Það sá líklega engin fyrir það öskubuskuævintýri sem félagsskipti hans til Liverpool yrðu. Þegar ferlinum líkur skal ég hundur heita ef hans mestu tengsl við félagslið verði ekki Liverpool. Meistaradeild eftir 14 ára bið og Englandsmeistarar eftir 30 ára bið hlítur að vera ansi hreint sætur endasprettur á ferlinum. Klopp og aðrir leikmenn Liverpool hafa svo ítrekað talað um mikilvægi hans utanvallar.

Joe Gomez

Það er ennþá svolítið hætt við því að hann verði næsti Ledley King, því að hann hefur klárlega gæðin sem King hafði en því miður meiðslasöguna líka. Gomez er miklu betri miðvörður 22-23 ára en Van Dijk var á sama aldri og saman mynda þeir í dag besta miðvarðapar í heimi. Það eina sem getur stoppað Gomez í að verða ennþá meiri goðsögn hjá Liverpool er hann sjálfur. Hann stendur vissulega í skugganum af Van Dijk ennþá en það gæti vel breyst á næstu árum.

Þessir leikmenn verða héðan í frá goðsagnir hjá Liverpool.

Þá erum við samt ekki byrjuð að ræða aukaleikarana, Divock Origi verðskuldar auðvitað styttu fyrir síðasta tímabil, Ox og Lallana eiga svo skilið að vera partur af meistaraliði og vonandi nær Ox að verða ennþá stærri partur af liðinu á næstu árum. Liverpool á Naby Keita svo gott sem alveg inni og hann gæti ennþá orðið einn besti leikmaður félagsins. Matip og Lovren hafa staðið fyrir sínu þó að Lovren sé farinn að dragast töluvert aftur úr félögum sínum í vörninni. Framtíðin er svo björt með 2-4 leikmenn farna banka fast á dyrnar.

Skemmtilegasti dagur internetsins

Eins og gefur að skilja voru klukkutímarnir eftir að flautað af af á Stamford Bridge líklega þeir bestu í sögu internetsins.

Sky Sports henti m.a. í bestu auglýsingu sem ég hef séð.

Fyrir þá sem hafa fylgt Andy Heaton á twitter þá var hans lífsseigi brandari í allan vetur toppaður í kvöld

Robbo vinur okkar af Anfield Wrap var spot on með að þessi sigur hefur mismunandi merkingu fyrir hvert og eitt okkar

T.a.m. höfum við líklega öll á einhverjum tímapunkti fengið sömu tilfinningu og Gaupi um að þessi stund væri væntanleg í bráð

Kristján Atli sneri skemmtilega við frasa sem oft hefur verið notaður gegn okkur

Höldum þó alveg til haga að flestir þeirra örfáu stuðningsmanna andstæðinga Liverpool sem voru í netsambandi voru ekkert nema klassinn þegar niðurstaðan lá fyrir. Þetta er fulltrúi Spurs

Hér er fulltrúi Rauðu Djöflanna

Chelsea

Endum þetta á okkar mönnum fagna titlinum

Til hamingju öll, þetta er fullkomlega jafn sætt og hægt var að hugsa sér.  Þriggja áratuga bið sem innihélt háðsglósur og almennan skítalabbahátt stuðningsmanna annarra liða hljómar nú sem englasöngur, enda kominn tími á að við spyrjum hvenær þeirra lið unnu titil síðast og ótal þvælubrandarar hér með lagðir til endanlegrar hvílu.  Minn uppáhalds sem hverfur og nýr kemur líklega í staðinn.

Hann var:

“Which ship has never docked in Liverpool – THE PREMIERSHIP”.

Ég mun fljótlega setja þennan í loftið:

“Which ship has stopped docking in Manchester – THE PREMIERSHIP”.

Kop.is gengið

55 Comments

 1. Innilega til hamingju allir Liverpool aðdáendur nær og fjær 🙂 MAGNAÐ !

  9
 2. 30 ár? Eins og gerst hafi í gær 😀 og aftur í dag 😀 … og svo aftur og aftur og ….
  Njótið nær og fjær – sturlað lið.
  YNWA

  10
 3. einn kúbuvindill og einn ískaldur.

  fátt betra en að vera orðnir englandsmeistarar og þetta hefði enginn getað gert annar en klopp
  3 dollur á þessu tímabili,, super cup, heimsmeistarakeppni félagsliða og svo deildar bikarinn.

  henderson hefur ekki undann við að lyfta dollum, vona að vinnuálagið fari ekki með kallinn á næstu árum 😀

  10
 4. Ríkjandi Evrópumeistarar, Heimsmeistarar, Meistarar meistarana í evrópu og núna Englandsmeistarar!

  Bestir í heimi! YNWA

  20
 5. Langbesta knattspyrnulið í heimi, LIVERPOOL !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  Til hamingju POOLLARAR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  10
 6. ÞVÍLÍKA GLEÐIN!!!!!! YNWA!!! 30 FOKKING ÁR!!! Var 19 ára … er núna 49 ára! Flestir í liðinu í dag ekki fæddir … sko … geðshræring!!!!! TÁR!

  TIL HAMINGJU!!!!!

  11
 7. Til hamingju öll biðin er búin að vera löng og oft á tíðum erfið en trúin alltaf til staðar mikil hamingja í kvöld brosi út að eyrum og fullt af tárum runnið í kvöld 🙂

  5
 8. Ein spurning: Hvar og hvenær lyfta þeir bikarnum? Ég ætla ekki að missa af Henderson dansinum!

  5
  • Frænka mín byrjaði að halda með Liverpool sem var eldri 1986-7 eða eh og ég var þá bara 7 ára polli en 1990 eftir að hafa fylgt ítölsku deildini (AC Milan) ákvað þá 10 ára gamall að byrja halda með Liverpool hafði samt alltaf verið smá laumu Liverpool þóttist bara halda með AC Milan vona að það sé fyrirgefið.

   En já að byrja halda með þeim þá ’90 og þola það í 30 ár að bíða eftir titli í deild þá ætla ég að telja mig í þeim hópi þeim sem trúa !
   Það hafa verið bros og tár í gegn um þessi ár alltof mikið súrt samt en Herr Klopp hefur fengið mann til að brosa í mörg ár ..takk Klopp við elskum þig.

   YNWA

   7
 9. Sæl og blessuð!

  Eftir að hafa látið olíuslepjuna hafa af okkur titilinn trekk í trekk og þurfa að glíma við alls kyns mótlæti í kerfinu, pressunni að ógleymdum ákveðnum dómurum, eftir að hafa horft á eftir vænlegum leikmönnum til sykurpabbaliða, misst af titlinum á lokametrum, grísarnir allir lenti vitlausu megin þá er komið að því.

  Réttlætið sigraði!
  Fótboltinn sigraði!
  Liverpool sigraði!

  ENGLANDSMEISTARAR 2020!!!

  18
 10. Til hamingju allir Liverpool menn .
  City samfélagið sendir ykkur hamingjuóskir.
  Þið voruð lang bestir í þetta sinn og áttuð titilinn svo sannarlega skilið.
  þvílíkt hungur elja og gæði ég vona bara að mínir menn koma hungraðir á næsta tímabili
  svo einhver verði spennan.
  Sjáumst á næsta tímabili………

  46
 11. STÓRKOSTLEGT!!!!!!!!! Ég veit ekki alveg hvernig ég að vera, þetta á eftir að kikka almennilega inn en við erum langbestir, það er bara staðreynd!

  Innilega til hamingju, öll! Við eigum þetta svo sannarlega skilið og sem betur fer vinnur hið góða oftast á endanum. Njótum þess að vera meistarar og mega það haldast þannig um ókomin ár!

  14
 12. Til hamingju allir Liverpool aðdáendur. Biðin var löng, en gleðin er mikil núna.

  Meira svona!

  1
 13. The Premier ship title is landing at Albert docks as we speak.

  Innilegar hamingjuóskir,kæru stuðningsmenn og eigið gleðilega helgi,því nú verður fagnað.

  2
 14. Vá bara, maður er hálf orðlaus þó maður hafi í raun vitað að þetta væri að fara að gerast síðan snemma í desember eða eitthvað álíka. Þetta er algjör snilld! Heims-, Evrópu- og Englandsmeistarar. Vá bara! Njótum þessara tíma í botn, þetta er algjör fucking snilld!

  3
 15. This is not the end, this is not the beginning of the end, but this may be the end of the beginning.
  Síðustu 12 mánuði höfum við tekið 3 stærstu bikara sem við getum unnið. Nú er grunnurinn kominn og nýtt tímabil (hugsað í árum) fjölmargra sigra er að hefja sitt skeið.
  YNWA

  3
 16. “At the end of a storm, there’s a golden sky.”

  Stormasöm 30 ára bið á enda.

  Evrópumeistar.
  Super Cup meistarar.
  Heimsmeistarar.
  Englandsmeistarar.

  3
 17. Mér finnst nú frekar lélegt að hafa ekki Gullkast á svona kvöldi.

 18. Hver sagði að 2020 væri eitthvað vont ár?
  Til hamingju öll nær og fjær. YNWA!!!

  4
 19. Hef lesið þessa síðu í mörg ár en lítið skrifað hérna. Frá því ég byrjaði að halda með Liverpool fyrir ca 25 árum síðan hafa þeir unnið alla titla nema þennan. Nú er loksins búið að tikka í boxið og ég verð að viðurkenna að eitt af því sætasta við upplifunina sem er í gangi vað að opna kop.is og sjá LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR (STAÐFEST) ?
  Til hamingju félagar nær og fjær. Njótum og njótum svo meira ?

  5
  • Þessi spurningamerki áttu að vera emojis (broskall og bikar) en horfum bara framhjá þeim og njótum ennþá meira 🙂

   1
 20. Við erum meistarar! Við unnum deildina, er ekki alveg búinn að átta mig á þessu enda búinn að dreyma um þetta í 30 ár! Þetta er svo sætt og sanngjarnt.

  2
 21. Hver er stuðullinn á því að næsta Gullkast fari yfir leyfilegan spólu fjölda?

  3
 22. Sælir félagar í öllu universinu

  Ég er búinn að halda með Liverpool síðan 1963 – 64. Á þeim tíma hefur maður upplifað allt sem hægt er að upplifa sem stuðningsmaður fótboltaliðs. Samt held ég að þessi titill slái allt annað út svo magnað er þetta lið, þessi stjóri og Liverpool samfélagið allt. Til hamingju félagar um alla jörð.

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 23. Innilega til lukku öll með þetta stórkostlega Liverpool lið okkar.
  Biðin langa loksins á enda.
  Ég var rétt nýbúinn að halda upp á 19 ára afmælið mitt síðast þegar Liverpool varð Englandsmeistari.

  YNWA!

 24. Loksins loksins, ég var 16 ára þegar við unnum deildina síðast. Til hamingju stuðningsmenn Liverpool. YNWA

 25. Loksins. Fyrsta skipti í sögunni sem við vinnum PL. Höfum þar með jafnað Blackburn og Leicester í þeim efnum.
  Nauðsynlegt að klára deildina þar sem við erum dottnir út úr öllum öðrum keppnum.
  YNWA

  1
 26. Góða kvöldið Liverpool stuðningsmenn.

  Þið megið fagna titlinum í kvöld en ég vil minna á að allir staðir loka klukkan 23:00 og við munum líka fylgjast með öllum heimapartýum. Munið að handþvottur skiptir miklu máli og verið líka dugleg að spritta ykkur. Ef að þið ætlið að sjóða upp flugeldum, þá er mikilvægt að sótthreinsa þá líka.

  Kv. Þórólfur sóttvarnarlæknir

  8
 27. Þetta er gullna skýið sem margoft hefur verið rætt um

  at the end of the storm there’s a golden sky………….

  Til hamingju öll

  2
 28. Til hamingju allir Liverpool menn og konur.

  Hef óttast að fá aldrei að upplifa þennan dag í lífinu. En það kom að þessu. Ekki aðeins erum við Englandsmeistarar heldur einnig ríkjandi Evrópu- og Heimstmeistarar.

  Höldum fókus út tímabilið og sláum stigametið og verðum besta lið í sögu enskrar knattspyrnu. Ég elska þessa íþrótt og þetta lið.

  Meira var það ekki

  YNWA

  1

Liverpool 4 Crystal Palace 0

Gullkastið – Englandsmeistarar