Liverpool 4 Crystal Palace 0

Eftir að hafa varla mætt til leiks í fyrsta leik gegn Everton var endurkoma okkar manna í dag alveg svakaleg. Liverpool liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og gáfu Palace mönnum í raun nánast aldrei tækifæri á að reyna vinna sig inn í leikinn. Palace varð fyrir skakkaföllum þegar eftir tæplega korters leik þurfti Zaha að fara af velli vegna meiðsla og stuttu seinna komst Liverpool yfir þegar Jordan Ayew keyrði inn í Virgil Van Dijk og dæmd var aukaspyrna rétt fyrir utan vítateig og Trent Alexander-Arnold skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu beint úr aukaspyrnunni. Það sem eftir var hálfleiks keyrði Liverpool á Palace menn og pressuðu þá hátt á vellinum. Wijnaldum hefði getið sett tvö mörk en bæði skot hans framhjá markinu. Hefðum einnig átt að fá víti þegar Firmino tók við sendingu frá Salah og reyndi að koma boltanum framhjá Cahill sem fékk boltann í hendina fyrir ofan haus en ekkert var dæmt. Undir lok fyrra hálfleiks fann Fabinho geggjaða sendingu í hlaupið hjá Mo Salah sem skildi Van Aanholt eftir í rykinu og kom boltanum örugglega framhjá Hennessay í marki Palace.

Seinni hálfleikurinn hófst á svipuðum nótum. Sahko vinur okkar sýndi gamla takta þegar hann átti alltof lausa sendingu tilbaka en Hennessay náði að hreinsa boltann í innkast. Fabinho kom Liverpool í 3-0 þegar hann átti þrumuskot af löngu færi sem var gjörsamlega óverjandi og hvet þá sem ekki sáu leikinn til að finna þetta mark. Salah og Wijnaldum áttu síðan sitthvort færið til að bæta við áður en fjórða markið kom þar sem Salah náði að þræða Mané í gegn sem kláraði enn eitt markið og gerði gjörsamlega út um leikinn. Eftir það voru nokkrar skiptingar en áður en leikurinn var allur átti Salah gott tækifæri að bæta við marki og Neco Williams kom sér í gott skotfæri en skot hans beint á Hennessay í markinu.

Bestu menn Liverpool

Það er erfitt að gera upp á milli í dag þar sem allir áttu góðan dag. Miðjan var frábær, Henderson stýrði pressunni vel og Wijnaldum hefði á góðum degi skorað þrennu í dag en Fabinho var líklega okkar besti maður í dag. Stórbrotið mark og frábær stoðsending kórónaði heilt yfir flottan leik og gaman að sjá Fabinho aftur í standi. Mané og Salah litu hrikalega vel út, en eins og ég segi allir voru mjög flottir.

Vondur dagur

Það átti enginn vondan dag hjá okkar mönnum, helst kannski Alisson vegna þess að hann hafði svo lítið að gera að honum var líklegast farið að leiðast undir lok leiks og getur sleppt því að fara í sturtu eftir leik.

Umræðupunktar

 • Tvö stig í titilinn með sjö leiki eftir og gætum orðið meistarar á morgun ef City sigrar ekki leik sinn gegn Chelsea á morgun.
 • Meistarabragur á liðinu í dag og hrikalega skemmtilegt að horfa á liðið í þessum ham.
 • Crystal Palace snerti boltann aldrei inni í okkar teig í dag og er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan Opta hóf mælingar.

Næsta verkefni er City eftir átta daga og takist þeim að vinna Chelsea leikinn þá erum við að spila um titilinn í þeim leik.

38 Comments

 1. 3 stig í viðbót og titillinn er í húsi.

  Yndislegir tímar 🙂

  3
 2. Sæl og blessuð!

  Miiiiikið var þetta gaman. Nokkrir punktar.

  1. Lán að markvörður CP var laskaður og að Saha skyldi detta úr leik snemma. Eftir það var engin von!
  2. Tvisvar var okkur neitað um AUGLJÓSA vítaspyrnu. Hvað í veröldinni var það???
  3. Nían okkar skorar ekki á heimavelli og bakverðirnir okkar eru með beittustu sóknarmönnum í deildinni! Hvað er það?
  4. Ungu drengirnir sprækir og Minamino fer að finna fjölina sína (don’t panic…)
  5. Nú skuldar Chelsea okkur reddingu eftir 2014!

  5
 3. Frábær leikur hjá okkar mönnum, Roy átti ekki sjéns í dag.
  2 stig í viðbót og 30 ára biðin er á enda, vonandi verður það strax annaðkvöld þegar City heimsækir Chelsea án Aguero.

  YNWA!

  2
 4. Fabinho búinn að finna 2019 formið og þvílíkur munur á spilamennskunni í kjölfarið.

  9
 5. Geggjaður leikur og okkur líður greinilega laaaaangbest á Anfield!
  2 stig í þann 19. TVÖ STIG!

  Fögnum kannski á morgun, algerlega geggjað! Good times!!

  YNWA

  4
 6. Þvílíkur munnur takk fyrir mig Liverpool sofna sáttur í kvöld! 🙂

  1
 7. Ég á afmæli á fimmtudaginn og að fá titilinn á þeim degi er eitthvað sem er ofar mínum villtustu draumum.
  Aldrei hefði mér dottið í hug að ég gæti horft á deildarleik á þeim degi hvað þá tryggt titilinn.
  Get ekki beðið
  YNWA

  26
 8. Vilja menn í alvöru vinna á morgun? Þessi titill er nánast kominn en ég vil fagna honum eftir leik sem Liverpool spilar. Helst með sigri á móti City næsta fimmtudag eftir viku.
  En á móti þá vil ég að Chelsea nái 4.sætinu á undan Man.Utd sem þýðir að þeir verða að vinna á morgun.
  Erfitt líf…. ? endalaus vandamál….

  2
 9. Vanmetinn sigur. Þessi sigur var í raun að tryggja okkur Englandsmeistaratitilinn. Eina sem knýr Man City áfram gegn Chelsea er að þeir vilja örugglega ekki klappa fyrir nýkríndum meisturum. þegar þeir spila gegn okkur.

  🙂

  6
 10. Eru Liverpool menn að fara að mæta á barinn á morgun og fagna mögulega titlinum.

  Og er einhver sérstakur staður þar sem Liverpool menn ætla að mæta ?

  2
 11. Sælir félagar

  Takk fyrir góða skýrslu Hannes. Nú sá maður liðið sem hefur verið að spila bezt allra liða á Englandi í sínum eðlilega gír. Yfirburðirnir voru svo miklir frá fyrstu mínútu að Saha sá þann kost vænstan að láta skipta sér útaf svo hann yrði ekki partur af niðurlægingu liðsins sem hefur verið “bezt” í undanförnum fjórum umferðum efstu deildar. Sú ímynd fauk þangað sem hún átti heima. Út í buskann.

  Ég bjóst við að liðið okkar mundi sýna sitt rétta andlit í þessum leik og vinna hann nokkuð örugglega. Mín spá fyrir leikinn var 3 – 1 gegn “heitasta” liði deildarinnar. En raunin varð önnur. Heitasta liðið sá aldrei til sólar í leiknum og mátti þakka Atkinson og heilladísunum að tapið var ekki 6 til 8 marka munur slíkir voru yfirburðirnir.

  Nú verður Chelsea að standa sig á morgun. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi vil ég að þeir haldi 4 sætinu þannig að MU nálgist það ekki. Helst þarf að halda MU í því 6. til vonar og vara. Í annan stað þarf MCFC að standa heiðursvörð fyrir okkar menn í næsta leik ef olíuliðið bláa tekur stig af ljósbláa olíliðinu. Það yrði ósegjanlega gaman og jafnvel meira gaman en vinna þá í þeim leik. En það er svo sem allt í lagi að gera það líka

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 12. Frábær leikur hjá okkur. Titillinn innan seilingar. Hvernig stóð á því að við fengum ekki víti þegar cahill hèkk í Virgil í einni aukaspyrnunni (eða hornspyrnu). Það er sama hvað er hangið í honum aldrei fær hann neitt dæmt. Þetta er það eina sem varnarmenn geta gert til þess að stoppa hann, hvar er VAR í svona ?

  Ég hlakka til þess að fagna þessum titli, alltof langt síðan ég fagnaði deildartitli síðast ! 🙂

  3
 13. Það er ekkert sem segir í reglum að City þurfi að standa heiðursvörð fyrir Liverpool, til þess þá verða bæði lið að samþykkja það. Og meira að segja er það ólíklegt að það megi vegna ástandsins.
  Þess vegnavona ég að City vinni í kvöld og Liverpool taki stig af City í næsta leik þannig að leikmenn fái allavega að fagna á vellinum þó að það verði engnir áhorfendur, en samt miljónir í sjónvarpinu sem myndu fagna.

  En fari svo að Chelsea taki stig í kvöld, eru menn að fara að sameinast á einhverjum stað að fagna ?

  3
 14. Geggjað ef við klárum þetta í kvöld þarf lítið að gerast svo mótið fari á hvolf einsog dæmin sýna í öðrum deildum það nýjasta með kvennaboltann hér heima og í Rússlandi…vill bikarinn heim hið snarasta…

  4
 15. https://www.youtube.com/watch?v=04854XqcfCY

  I’ve paid my dues
  Time after time
  I’ve done my sentence
  But committed no crime
  And bad mistakes
  I’ve made a few
  I’ve had my share of sand kicked in my face
  But I’ve come through
  We are the champions, my friends
  And we’ll keep on fighting ’til the end
  We are the champions
  We are the champions
  No time for losers
  ‘Cause we are the champions of the world
  I’ve taken my bows
  And my curtain calls
  You brought me fame and fortune and everything that goes with it
  I thank you all
  But it’s been no bed of roses
  No pleasure cruise
  I consider it a challenge before the whole human race
  And I ain’t gonna lose
  We are the champions, my friends
  And we’ll keep on fighting ’til the end
  We are the champions
  We are the champions
  No time for losers
  ‘Cause we are the champions of the world
  We are the champions, my friends
  And we’ll keep on fighting ’til the end
  We are the champions
  We are the champions
  No time for losers
  ‘Cause we are the champions

  5
 16. Til hamingju elsku púllarar ég bar 17 ára þegar þetta gerðist síðast hjá okkur yesssssssssssssss

  YNWA.

  1

Byrjunarliðið gegn Crystal Palace

LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR (STAÐFEST)