Markalaust á Goodison

Liverpool mætti á Goodison Park í fyrsta leik eftir Covid-19 pásuna, og fór þaðan með eitt stig eftir 0-0 stórmeistarajafntefli.

Gangur leiksins

Það var nokkuð greinilegt að hér voru tvö frekar ryðguð lið á ferðinni. Liverpool var meira með boltann, og í hálfleik var tölfræðin 66% / 34%. Það að vera með boltann var þó ekki að skila sér í einhverjum fjölda færa. Matip átti skalla framhjá eftir aukaspyrnu Trent. Firmino átti skot framhjá eftir góða pressu hjá Minamino sem vann boltann við miðlínu. Trent átti aukaspyrnu sem Pickford varði. Hinum megin vallarins fengu Everton menn sirka eitt færi eftir að Fabinho gaf boltann klaufalega á miðjum eigin vallarhelmingi, en skot þeirra var ekki á markið og var næstum farið í innkast. Undir lok hálfleiksins þurfti Milner að fara af velli, fann eitthvað fyrir í vinstra læri aftanverðu. Vonandi var hann bara skynsamur með að fara af velli um leið og hann fann fyrir einhverju, frekar en að reyna að spila í gegn og meiðast þá alvarlegar. Gomez kom inná í staðinn í vinstri bakvarðarhlutverkið.

Minamino var tekinn af velli í hálfleik og Ox kom í staðinn. Þetta var algjörlega taktísk breyting, og alls ekki af því að Takumi hafi verið að spila illa, þvert á móti var hann með betri mönnum liðsins í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var annars eins og afrit af þeim fyrri: Liverpool meira með boltann en náðu ekki að skapa það sem þurfti til að brjóta ísinn. Klopp gerði tvöfalda skiptingu um miðjan síðari hálfleik þegar Gini og Origi komu inná fyrir Keita og Firmino. Nokkrum mínútum síðar þurfti svo Matip að fara af velli og Lovren kom í staðinn, og þar með var ekki lengur möguleiki á því að fá Salah inná, enda búið að nota allar 5 skiptingarnar. Það hefði ekki komið neitt á óvart ef planið hefði verið að gefa Salah síðustu 10-12 mínúturnar og sjá hvort hann gæti ekki skapað usla meðal þreyttra varnarmanna Everton.

Heimamenn fengu svo tækifæri undir lok leiksins að stela sigrinum, en annars vegar varði Alisson vel og í kjölfarið áttu þeir skot í stöng sem VVD hreinsaði svo í horn. Upp úr horninu fengu þeir skalla sem fór framhjá en hefði auðveldlega getað skapað meiri vandamál. Í uppbótartíma fengu okkar menn svo aukaspyrnu eftir gott upphlaup hjá Ox, í þetta skiptið fékk Fabinho að spreyta sig. Hann átti skot sem var líklega á leiðinni í slána en Pickford náði að slá það yfir. Ekki tókst að gera sér mat úr hornspyrnunni, og þar með voru úrslitin ljós.

Bestu/verstu menn

Svo merkilegt sem það kann að virðast, þá var enginn að leika eitthvað afspyrnu illa. Margir af okkar mönnum hafa átt beittari leiki, t.d. Firmino og Trent. Almennt vantaði bara aðeins upp á leikformið, ákvarðanatökur, og nákvæmni í sendingum. Vörnin varð svolítið óstyrkari þegar Lovren kom inná, og það var örugglega engin óskastaða hjá Klopp að þurfa að spila með Lovren sem miðvörð og Gomez í vinstri bak.

Móment leiksins var þó klárlega þegar Mané ætlaði að hlaupa í sókn þegar allir aðrir á vellinum “tóku hnéð” til stuðnings Black Lives Matter. Það er gott til þess að vita að keppnisskapið fór ekkert í pásunni.

Umræðan eftir leik

Það á svo sem ekki að þurfa að koma á óvart að þessi leikur hafi endað með markalausu jafntefli. 5 síðustu leikir þessara liða á Goodison park hafa annaðhvort endað 0-0 eða 0-1, og Liverpool skoraði síðast mark fyrir 90. mínútu árið 2015 þegar Danny nokkur Ings skoraði í síðasta leik Brendan Rodgers fyrir klúbbinn.

Núna vantar aðeins 5 stig til að titillinn sé tryggður. Það er því ljóst að City munu ekki þurfa að veita heiðursvörð, tja nema þeir tapi stigum á móti Burnley og okkar menn taki svo öll 3 stigin gegn Palace í miðri viku, nú eða ef City ná ekki að vinna Chelsea í leiknum á fimmtudaginn. Það má alltaf vona!

18 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    1. Ryð
    2. Minamino, Keita, Firmino – allir slappir, sorglegt að þeir skyldu ekki nýta tækifærið
    3. Lovren er vesen
    4. Chambo setti smá líf í þetta og Gomez var þokkalegur
    5. Heppin að fá ekki á okkur mark
    6. Stuð á áhorfendabekkjum
    7. Hefði verið gott að vinna en gæðin buðu ekki upp á sigur. Óskandi að Millner og Matip séu ekki frá í einhvern tíma. Hvað er það – að menn séu laskaðir eftir þetta 100 daga teboð???
    8. Mikill munur að sjá City eftir covidhlé og svo okkar menn. Það var ekkert að frétta hjá okkur.

    4
    • #2 Sá ekki leikinn en mér skilst að bæði Minamino og Keita hafi ekki verið slakir í leiknum heldur hafi leikplan Everton 1 stk rúta verið það sem olli því að leikurinn var lélegur í alla staði er það rangt hjá mér ?

      YNWA

      2
      • Já, að við nánari skoðun þá var Ancelotti-Everton búið að vinna heimavinnuna. Þeir stóðu í báða fætur í vörninni og voru sannarlega ekki með neinn David Luiz sem fjórða sóknarmann andstæðinganna. Það munaði sannarlega um lubbann þann í viðureign City og Arsenal. Fyrir vikið verða þessir leikir ekki alveg samanburðarhæfir.

        Við öttum kappi við vel skipulagt lið og það er vart hægt að tilgreina einn leikmann sem var virkilega slakur í þessum leik. Þeir komust einfaldlega ekki í gegnum þéttan varnarmúrinn.

        Hvað varðar Keita og Minamino þá viðurkenni ég að ég var skúffaður þeir sá síðarnefndi var tekinn út af. Hann átti eina eða tvær þokkalegar rispur og sömuleiðis Keita. Var að vonast til að sjá meira frá þeim – einhverja x-faktora sem þurfti sannarlega til að finna leið að markinu!

        2
  2. 5 stig frá titlinum.
    Ekki tapað fyrir Everton í 22 leikjum.
    Ekki merkilegur leikur hjá okkur, vorum að stjórna leiknum en náðum ekki alveg að opna þá.
    Fannst Keita sprækur og var hann sá sem var að taka hraðarbreyttingar og keyra aðeins á þá og fannst skrítið að hann var tekinn af velli svona snemma.

    Palace heima 24.júní
    Man City úti 2 júlí
    A.Villa heima 5 júlí
    Brighton úti 8.júlí
    Nokkuð viss um að við náum 5 stigum úr þessum leikjum 🙂

    YNWA

    10
  3. Hrikalega slappir var bara feiginn þegar þetta var flautað af.
    Vonandi eru Milner og Matip ekki mikið meiddir leit út eins og vöðva meiðli í læri hjá Milne
    Vonar að Salah og Robertson verði klárir í næsta leik.
    1 stig betra en ekkert í slöppum leik.

    4
  4. Ekki ætla þeir að gera að gera sér hlutina auðvelda og vinna titilinn með 2 leikjum ó nei ekki Liverpool frekar gerum við þetta eins erfitt og hægt er og hugsalega verða þetta 4 jafvel 5 leikir jibbý!

    3
  5. Pirrar mig mest að vera ekki búnir að klára þetta fyrir City leikinn. eða amk stóla á City tapi stigum áður en við mætum þeim.

    3
  6. Það er eins gott að við vorum bara að spila á móti Everton annars hefði þetta farið verr jæja vonandi sprækir fyrir næsta leik

    2
  7. Já, því miður ekki margt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik. Kannski helst að Klopp var að setja persónulegt met, þ.e. hefur aldrei verið jafn lengi taplaus gegn einhverju liði og Everton, samtals 11 leikir (unnið 7 og 4 jafntefli).

    Liðið var algerlega andlaust og sóknarleikurinn hægur og fyrirsjáanlegur. Sennilega voru Keita og Allison bestir. Finnst ekkert sérstök afsökun að segja að menn séu ryðgaðir og má í því sambandi vísa til frammistöðu City gegn Arsenal. Ekkert ryð á þeim bænum.

    Okkur vantar 5 stig og 8 leikir eftir. Klárum þetta mót auðvitað, en það verður einhver bið í það ef spilamennskan mun ekki skána. Minni á að City, Everton og United eiga metið í að tryggja sér titilinn snemma, þ.e. þegar 5 umferðir voru eftir. Hefði verið gaman að slá það met. Því miður þá er ég ekki bjartsýnn á að það náist miðað við spilamennskuna í kvöld.

    2
  8. Pínu mikið ryð í okkar mönnum eftir langt hlé sem klárlega tók rytmann úr okkar liði eftir frábæra spilamennsku á undan . Everton hins vegar græddi á þessu hléi þar sem þeir eru með nýjan þjálfara sem hefur fengið góðan tíma til að koma með sínar áherslur. Eitt stig er alls ekki slæmt í granna slag. Þetta stigamet skiptir engu máli, sérstaklega eftir þetta covid hlé sem hefur breytt öllum rytma. Númer eitt, tvö og þrjú er að taka þessa dollu hvort sem það verður í 32 umferð eða einhverjum umferðum þar á eftir. Eitt er víst að dollan verður okkar ?

    4
  9. Bara fimm stig í þennan númer 19! Ég er svo ánægður að það sé verið að klára mótið að ég get ekki farið í eitthvað röfl útaf formleysi og aðstæðunum sem eru í gangi. Vissulega leiðinlegt hvað menn eru að detta í meiðsli en við klárum þetta, fyrr eða síðar. Skiptir mig svo sem engu máli hvort einhverjir þurfi að standa heiðursvörð eða í hvaða umferð við vinnum deildina. Það eru algjör aukaatriði í mínum huga.

    YNWA!

    7
  10. Sælir félagar

    Það er ekkert að tala um. Hvernig á að ræða það að horfa á málningu þorna? Skelfilega slappt og afspyrnu leiðinlegt. Mér varð eins og fleirum hugsað til frammistöðu City á móti Arsenal. Þar var ekkert ryð en mikill meistarbragur á þeirri frammistöðu. Nenni ekki að ræða meira um þessi leiðindi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  11. Held að menn ættu aðeins að róa sig yfir þessum úrslitum og slaka á yfir “stórkostlegri” spilamennsku Man City. Everton-Liverpool á Goodison hafa sjaldan boðið uppá einhverja flugeldasýningu og með Everton nú undir stjórn Ancelotti þá mátti alveg búast við að Liverpool myndi nú ekki vera vaða í færum. Þá þarf ekkert að ræða nánar áhrif Covid hlésins á leik liðsins (leik beggja liða) og ekki hjálpaði til að það vantaði tvo af lykilmönum liðsins sem hafa ákveðna eiginleika sem nýtast vel gegn liðum sem liggja aftarlega (Salah og Robertson).

    Vissulega litu Man City vel út á miðvikudaginn en ástæðan fyrir því var fyrst og fremst dapurt ástand á Arsenal liðinu og ömurleg einstaklingsmistök sem gerðu það að verkum. Lélegt ástand á Arsenal liðinu endurspeglaðist svo í skelfilegri frammistöðu um helgina gegn Brighton.

    Tek undir með öðrum hérna að mér gæti ekki verið meira sama hvar eða hvenær við titilinn, hvaða met eru í boði o.s.frv.. Aðalatriðið er bara að klára dæmið og fagna nr. 19.

    20
  12. Sælir félagar

    MCFC 5 – 0 Burnley. C. Þessi úrslit þýða að það var ekki bara hvað Arsenal var lélegt heldur hvað MC er tilbúið í slaginn. Slátra fyrst Arsenal og bæði slátra og flá Burnley. Tilviljun – varla. Tilbúnir – líklega. Hvað sem fólk vill segja og álíta um MC þá er ljóst að þeir mæta tilbúnir til leiks. Það er ekki nokkur ástæða til að önnur lið séu það ekki líka.

    Jafnteflið við Everton var enginn dauðadómur en hinsvegar var leiðinlegt að horfa uppá langefsta og langbezta lið deildarinnar spila svo fullkomlega hugmyndasnauðan og leiðinlegan fótbolta sem raun bar vitni um.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  13. Það skiptir nú ekki miklu máli hvernig Man City koma til leiks…..bara klára Palace á morgun og þá getum við tryggt þetta á Etihad eða í næsta leik þar á eftir.

    Man City má svo klára síðustu leikina og vinna þá alla 5-0 en það mun ekki skipta neinu máli því titillinn verður kominn á Anfield.

    Gleðilegt fótboltasumar.

    6

Liðið gegn Everton

Gullkastið – Steindautt á Goodison