Gullkastið – Kampavínið í kæli!

Fengum okkar allra besta Braga Brynjars með okkur á Sport og Grill í Smáralind til að hita upp fyrir fyrsta leik eftir Covid. Það er Hæ hó jibbý jei og City Arsenal strax á miðvikudaginn og svo byrjar ballið fyrir alvöru aftur á sunnudagskvöldið. Erum vægast sagt til í´ða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Bragi Brynjars.

MP3: Þáttur 290

11 Comments

 1. Takk fyrir þáttinn elsku drengirnir mínir, alltaf gaman að hlusta á ykkur. Ég er búinn að vera að horfa á Þýska boltann og þessi Sancho er ekkert betri en Curtis Jones nema síður sé.

  2
  • Dreptu mig ekki.

   Þótt við séum poolarar að þá er algjör óþarfi að vera svona blindur.
   Sancho er næsta stjarna i boltanum, jones er annsi langt fra þvi

   3
   • Nei, Siggib, hinn mikli Liverpool-stuðningsmaður mættur aftur. Samhryggist þér með að ræst hafi úr “proect restart” og deildin komin aftur á fulla ferð. Þú varst nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir því. Ertu enn þeirrar skoðunar að enska úrvalsdeildin sé með allt niður um sig og sé að fara þvert gegn vilja stjórnvalda með því að voga sér að spila fótbolta um þessar mundir?

    4
  • Yep þetta er klúður að mínu mati ég vildi sjá þennan leikmann til Liverpool mig grunar að hann eigi eftir að raða inn mörkum fyrir þá bláu ..vonandi skítur hann á sig þar en ég efast um það.

   6
   • Klúður að þínu mati…..hvet menn að lesa greinar á Echo til að fá skýringar á þessu máli með Werner og öðru tengdu klúbbnum

    8
 2. Takk fyrir þáttinn, alltaf jafn gaman að fá nýtt KOP podcast.
  Verð samt að minnast á að það er miklu mun betra þegar þið eruð ekki staðsettir á Sport og grill, kliðurinn og tónlistinn í bakgrunni gerir þetta ekki jafn hlustendavænt og áður.
  Takk samt og geggjað að boltinn skuli vera kominn í gang!

  4
 3. Takk fyrir góðan þátt að venju og ekki verra að fá sjálfan BB King með.
  Nú getur maður ekki beðið eftir að fá loksins að lesa upphitun að nýju.

  3
 4. Sæl og blessuð. Sérstaklega þið ágætu félagar hér að ofan. Ætlið þið ekkert að læra? Heimtið þennann og hinn og skiljið ekkert afhverju við kaupum ekki ofdekraðar stjörnur sem vilja skriljónir í laun. Werner , Sancho og fl. koma aldrei til okkar til að sitja á bekknum. Þeir færu aldrei í samkeppni við Mane og Salah. Klopp myndi þar að auki aldrei borga 50+ fyrir varamann. Ef einn þeirra fer myndi félagið líklega nota þann pening í leikmann í þá stöðu ef það teldi sig ekki hafa hann nú þegar. Klopp hefur verið þjálfari sem róterar lítið og það vita þessir leikmenn. Þeir fara í lið sem þeir labba inní. Í draumaheimi væru við að kaupa þá alla en hverjir vilja í raun koma. Ég held að Liverpool sé frekar að skoða leikmenn sem styrkja byrjunarliðið, við kaupum leikmann sem kemur okkur lengra. Ef hann er fáanlegur og vill koma þá borgum við uppsett verð.

  4

Gullkastið – Engin stór leikmannakaup?

Langþráður grannaslagur á sunnudag!