Timo Werner til CFC? / Nýtt leikjaplan

Svo virðist vera sem helsta slúðursaga tengd Liverpool undanfarin tvö ár sé á enda. Timo Werner er á barmi þess að skrifa undir stóran samning við Chelsea og þeir eru sagðir hafa virkjað ákvæði í samningi hans við Leipzig. Það er reyndar nokkuð síðan fréttir þess efnis að Liverpool ætlaði ekki að virkja þessa klásúlu voru í fréttum en hann var engu að síður svona það helsta í slúðurfréttum af okkar mönnum.

Chelsea þarf þennan leikmann töluvert meira en Liverpool eins og staðan á liðunum er núna og gætu verið að landa frábærum leikmanni en það er nokkuð ljóst m.v. fréttaflutning í vetur að hann væri að skrifa undir hjá Liverpool ef kaup á honum væru forgangsatriði. Blessunarlega höfum við getað treyst ákvörðunum Liverpool á leikmannamarkaðnum fullkomlega og það er engin ástæða til að það eigi ekki við líka núna.

Vonandi er samt Covid19 ekki að hafa það mikil áhrif á rekstur félagsins að það verði ekki nýtt neitt þann meðvind sem sigur í Meistaradeildinni, Heimsmeistarakeppni félagsliða og ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Núverandi hópur er frábær og á mjög góðum aldri en það er alveg galið að nýta ekki sterkustu stöðu sem Liverpool hefur nokkurntíma verið í á leikmannamarkaðnum. Síðasta sumar var ekkert gert og það þarf ekki að gera mikið núna en klárlega eitthvað.

Eins mun 8-9 vikna frí undanfarið mögulega hafa einhver áhrif á þarfir á leikmannamarkaðnum og hvað þá ef ekkert verður af Afríkukeppninni og EM. Bíðum með að dæma þetta þar til glugganum verður lokað í lok sumars.


Fyrsti leikur eftir Covid-19 verður Sunnudaginn 21.júní klukkan 18:00 gegn Everton. Auðvitað á tómum velli en það er ekki vitað hvaða velli, mögulega bara Goodison. Næsti leikur eftir það er gegn Aston Villa 24.júní og svo er Man City 2.júlí. Vonandi verða okkar menn búnir að klára þetta innan þessa tímaramma. Það fer alveg að koma að ferð í ríkið til að kaupa kampavín, einhver meðmæli í þeim geira?

Ein nýjung verður á deildinni, enska úrvalsdeildin mun leyfa fimm skiptingar það sem eftir er af tímabilinu. Auk þess mega lið hafa níu leikmenn á bekknum í staðinn fyrir sjö.

Það virðist svo vera kominn tímasetning fyrir nýtt tímabil, önnur helgin í september eða u.þ.b. mánuði seinna en vanalega.

28 Comments

  1. Ég hef svo sem ekki legið yfir þýska boltanum en ég hef séð Timo spila nokkrum sinnum með Leipzig og landsliðinu líka og hef ekki heillast af þessum leikmanni eða þótt hann vera spennandi kostur fyrir Liverpool. Fljótur og klínískur sannarlega en hef ekki séð mikið annað en það. Finnst hann alls ekki vera líklegur til að velta núverandi sóknarmönnum úr byrjunarliðinu. Hann gæti sent Tammy Abraham á bekkinn og ég skil þau skipti mun betur en að hann færi á Anfield. Kannski er þetta tómt rugl í mér því ég er sannarlega engin sérfræðingur í bundesligunn en ég held að Klopp sé að leita að tæknilega betri leikmanni en Timo Werner.

    3
    • Ég fylgist nokkuð vel með Bundesligunni ( bjó í Þýskalandi í 7 ár) og horfi næstum alltaf á MOTD þeirra Þjóðverja.
      Fyrir mér yrðu það gríðarleg vonbrigði að missa Werner til Tjelskí, framlína með hann fremstan og Mane-Firmino-Salah þar fyrir aftan í 4-2-3-1 er eitthvað sem ég var mjög spenntur fyrir.

      5
      • Timo Werner er auðvitað góður í fótbolta, engin spurning um það, en hvort hann henti fyrir Liverpool er annað mál.
        Hann er í liði sem liggur talsvert aftarlega á vellinum og sækir hratt og henta hans hæfileikar vel innan slíks liðs. Hann er hraður, sterkur, frekar klínískur fyrir framan markið. Verkfæra kista hans er ekki ósvipað og sú sem Origi hefur, en Werner er óneytanlega betri en okkar maður.
        Sú breyting varð meðal annars á leikstíl Liverpool á þessu tímabili að liðið var ekki eins villt og áður. Meiri áhersla var sett í að stjórna leikjum sem og lögðu fleiri lið upp með að loka á eins mikið pláss og þau gátu á sínum vallarhelmingi og lágu aftarlega.
        Í þeim leikjum sem RBL hafa verið að spila á móti liðum sem liggja aftur, hefur Werner oftast nær ekki spilað vel því þá hefur hann ekki flugbraut til að hlaupa afstað með boltan eða jafn mikið svæði til að hlaupa inn í boltalaus.
        Í þeirri heimsmynd sem var fyrir COVID var Werner ekki það dýr kostur í innkaupum en hefði farið á há laun sem gleymist oft í umræðu um leikmannakaup. Werner hefði verið upgrade af Origi og hugsanlegur möguleiki á að aðlaða hann okkar bolta sem hefði svo sem alltaf tekið tíma líka.
        Það er óvissa framundan í heiminum. Kemur önnur, kannski þriðja bylgja af smiti upp aftur? Verður næsta tímabil spilað? Missum við Mane og Salah í Afríkukeppnina eða verður henni frestað?
        Eftir að Liverpool varð nærri gjaldþrota undir fyrri eigendum að þá hefur ábyrg fjármálastjórnun og uppbygging nýrra eiganda verið til fyrirmyndar. það tók jú pínu tíma að aðlaga rekstrarhugmyndir þeirra að enska/evrópska -boltanum, en klúbburinn stendur sterkur á þessum skrýtnu tímum til að kljást við komandi verkefni. Fjárhagslega og sterkur hópur sem og innri strúktur í klúbbnum.
        Auðvitað eru slíkir tímar einnig sóknarfæri í viðskiptum og eiga einhver lið eftir að versla mikið og stórt í þeirri fákeppni. Hafa aðgengi að dýrum gæða leikmönnum sem geta styrkt þau og hugsanlega fært þau ofar í töflunni.
        Leikmannakaup og launapakkar eru í grunnin áhættufjárfestingar en eins og ég fór inn á áðan eru blikur á lofti í heiminum og fallið getur verið hátt ef að boginn er spenntur um of. Hóst, Leeds,,, hóst QPR..hóst hóst Liverpool undir Hicks og Gillet.
        Það eru spennandi tímar framundan hjá okkar sjálfbæra klúbb og stutt í að bikarinn komi loksins heim.
        Hlakka til að sjá hvað Klopp og Edwards ákveða að gera með hópinn okkar. Fá Brewster, Wilson, Grujic, Curtis Jones, Elliot, Leighton Clarkson…… sénsa og vinna sig inn í liðið?
        Detta Keita eða Minamino í gang?
        Dregur Edwards eitthvað stórkostlegt upp úr leikmannahattinum á brunasölu í þessu breytta umhverfi sem hentar leikstíl okkar betur en Werner?

        Þið þrammið aldrei einir

        23
  2. Sælir félagar

    Ég hefi alltaf verið sdpenntari fyrir Kai Havertz en Werner og er sammála Kristni EJ um Werner. Kai Havertz er sá leikmaður í Evrópu sem mig langar mest í til Liverpool og Mbappé meðtalinn hvað þá leikarinn Neimar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  3. Veirufaraldurinn hefur vissulega áhrif á fjárhag allra liða í deildinni og þ.m.t. Liverpool. En eigum við ekki að vera fjárhagslega vel staddir þrátt fyrir allt? Ekkert verslað síðasta sumar, unnum meistardeildina, vinsælastir í sjónvarpinu, nýr búningasamningur o.s.frv. Þess vegna hljóma fréttir um að Liverpool sé ekki tilbúið til að borga klásúluna á Timo hálf einkennilega eins lág og hún er miðað við verðlag á leikmönnum undanfarin ár. Við þurfum að styrkja okkur fyrir næsta tímabil og getum ekki alltaf stólað á þrjá fremstu. Hverjir taka við keflinu ef einn af þeim eða fleiri meiðast í einhvern tíma? Origi? Hann er bara “supersub” að mínu mati og ekkert meira. Hvernig er með vörnina t.d. ef van Dijk meiðist? Ég vil Lovren burt. Ætlar Jurgen að stíla á ungu strákana bæði í vörn og sókn?

    Hitt er annað mál að okkar pælingar byggja bara á því sem við lesum í fjölmiðlunum – hvað er satt og hvað er logið – hvað er að gerast á bakvið tjöldin?

    Eins og allt bendir til um að Timo sé á leið til Chelsea – en allt slúður fram að því að hann væri að koma til okkar – þá verður í það minnsta fróðlegt að heyra frá Jurgen vini okkar Klopp næst þegar leikmannakaup ber á góma.

    5
  4. Má vera að Klopp lýti svo á að hann telji Minamino búa yfir ámóta gæðum og Timo Werner og telji því ekki þörf fyrir því að kaupa hann ? í það minnsta á Klopp traust mitt algjörlega. Man þegar það varð uppi fótur og fit þegar Klopp sagði fyrir tveimur árum að hann sæi ekki neinn leikmann á markaðnum sem hefði ámóta gæði og Joe Gomez. Akkurat á þeirri leiktíð blómstraði Gomez við hlið Van Dijk og þeir mynduðu frábært miðvarðarpar.

    3
    • Held að það sé ágætt að bíða þar til búið er að loka glugganum áður en maður fer að dæma hann. Það eru töluvert margir fleiri bitar á markaðnum en Werner og vonandi er Edwards og co löngu búnir að negla sín plön fyrir sumarið.

      7
    • Peningurinn sem fékkst fyrir að vinna CL getur vel farið í að borga núverandi leikmönnum. Nú er talað um að það eigi að semja við VVD og Alisson upp á nýtt, sem ég er algjörlega sammála að eigi að gera. Halda í þessa mikilvægu leikmenn, við sjáum hvaða áhrif það hafði að fá þá og hvaða áhrif það hafði að missa Alisson í seinni leiknum gegn Atletico.

      5
    • Ég er alveg sammála þér Siggib, það verður að byggja ofan á þennan árangur og þegar allir leikmenn vilja koma til Liverpool þá eigum við að nýta okkur það. Það vantar leikmann til að koma inn fyrir Firmino og veita þeim fremstu samkeppni

  5. Loksins einhverjar hreyfingar að koma á leikmannamarkaðinn,gott að vita að Klopp heldur á okkar spilum hann gæti verið að horfa til Havertz eða Dembele eða einhverra sem hafa ekkert verið nefndir á síðum blaðanna…..Pepe var á allra vörum fyrir ári síðan lítið rætt um hann í dag….

    4
  6. Fyrst við erum að ræða leikmannamarkaðinn, Werner dæmið og allt það.
    Bara örstutt er mitt álit það að ef eigendur bakka ekki klopp á markaðnum í sumar þá er það meiriháttar skita að mínu áliti. Covid eða ekki Covid.

    Við erum í þeirri einstöku aðstöðu að við getum fengið þá leikmenn sem við viljum, Liverpool er LIÐIÐ og það er bókstaflega ekki einn leikmaður sem myndi neita Liverpool. Hvenær vorum við síðast í þeirri aðstöðu?

    Ef við sofnum á verðinum og nýtum ekki meðbyrinn þá einfaldlega eru það stórkostleg mistök af hálfu eiganda.

    Öll lið, líka frábærir leikmannahópar eins og Liverpool eru með í dag þurfa reglulega innspýtingu á gæðum til að halda ferskleika og samkeppni, það er einföld staðreynd.

    8
  7. Það veit bara ENGINN hvaða leikmanni/mönnum Klopp og Edwards eru að spá í , það sýndi sig bara þegar Fabinho var keyptur. Mér finnst það bara fínt, allar vangaveltur um leikmenn að koma eru bara blöðin að reyna að selja fyrirsagnir. Ég treysti Klopp 100% fyrir þessu !

    15
    • Til hamingju með nýja starfið Hörður…verður enski boltinn í boði á Viapley ?

      1
  8. Ég er í sárum og sleiki sár mín. Draumar mínir hafa breyst í martraðir, en vonandi bara tímabundið

    3
  9. Gleymum því ekki að Mo nokkur Salah fór til $helski áður en hann kom til okkar.
    Hvernig endaði það?

    5
  10. Roman seldi nokkur frönsk málverk og málið dautt. Verðum við ekki bara með þetta svona. Til hvers að breyta
    Lið 1
    Mane Firmino Salah
    Gini Fabinho Hendo
    Robbo Matip Dijk Trent
    Alison

    Lið 2
    Minamino Origi Shaqiri
    Keita Jones Ox
    Milner Gomes Lovren Nico
    Comeback Karius

    Sé þetta lið alveg dominera.

  11. Timo Werner féll á Jurgen Klopp prófinu.

    Þetta er mjög einfalt.
    Liverpool langar í leikmenn sem langar virkilega mikið að spila fyrir Liverpool, vilja koma til þess að bæta sig og vinna titla. Já leikmenn fá vel borgað en Liverpool eru ekki klúbbur sem er mikið í að henda ofurlaunum hægri vinstri.

    Klopp talaði við Werner sem langar að koma.
    Liverpool voru ekki tilbúnir að borga klásúluna fyrir Werner og ætluðu að koma með lægra tilboð og helst bíða þangað til að klásúlan væri ekki til staðar til að þeir gætu ekki alltaf notað hana sem verðir sem þyrfti að borga.
    Chelsea og rússapenningar þeira voru heldur betur tilbúnir að eyða og borga klásúluna með bros á vör og fá að fara í viðræður við Werner.

    Hvað gerir Werner? Jú honum langar til Liverpool EN(ath stórt) honum er líka alveg sama þótt að hann fari til Chelsea og er það frekar Enskadeildinn, London og penningar sem heilla og er ekkert að því svo sem.
    Werner gat samt alltaf ef hann vildi ekki samið við Chelsea og haldið áfram að bíða eftir Liverpool. Menn geta sagt að já öruggan leiðinn væri að segja bara strax Já við Chelsea en þar með féll hann á Klopp prófinu um að vilja vera partur af þeiri hugmyndafræði um að allir sem eru með hugan við annað en Liverpool mega fara eða eru ekki þeir leikmenn sem við erum að leita eftir.

    Það má vel verið að Werner slær í gegn hjá Chelsea en það er líka óvíst um hvernig honum myndi ganga í liði þar sem Firmino, Salah og Mane eru oftar en ekki allt í öllu og að hann væri líklega ekki fasta maður eins og hann fær að vera hjá Chelsea.

    YNWA – Að Timo Werner verður ekki Liverpool kall truflar mig c.a 0% og er hugurinn einfaldlega að njóta í nútíð og treystir maður Klopp og félögum til að sjá um leikmanna mál liðsins 100%.

    5
  12. Sælir félagar

    Ég hélt að Werner díllinn við Chelsea væri frá genginn. En nú segja fréttir að sambandið við Liverpool sé enn á lífi og þjóðverjarnir neiti að hafa fengið tilboð frá þeim bláu. Þetta er skrítið en sjáum hvað setur. Werner vill endilega koma til LFC svo ekkert virðist fast í hendi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  13. Chelsea eru búnir að ná samkomu lagi við Werner um kaup og kjör (talað um 200þ pund á viku) en þeir hafa ekki borgað klásúluna sem fréttir segja að sé næst á dagskrá, vildu fyrst vita hvort að Werner vildi koma til þeira og hvort að þeir myndu ná saman um laun.

  14. Ég verð að taka upp með Robbie Fowler en hann segir að Werner sé ekki nógu góður fyrir Liverpool. Þá á Fowler ekki við að Werner kæmist í hóp eða gæti spilað heldur að hann hafi gæði til þess að slá út þessa þrjá sem eru í framlínunni.

    Mér sýnist takmarkið hjá Liverpool sé sú að halda frekar í sína bestu leikmenn en að vera að kaupa stórstjörnu á hverju ári sérstaklega nú þar sem Liverpool er með fullmannaðan hóp af mjög miklum gæðaleikmönnum. Þeir eru ekki að fara að kaupa leikmann fyrir 60 m pund nema að það sé fyrirséð að hann styrki byrjunarliðið.

    Ég spyr mig frekar hvort það sé keyptur einhver topp miðvörður ef Lovren er að fara. Framlínan okkar er vel mönnuð.

    1
    • Framlínan okkar með top 3 er vel mönnuð en það er alveg pláss fyrir meiri gæðum fyrir aftan þá og líka Firmino gæti alveg tekið að sér að vera fremstur á miðjuni með svo einhvern anna sem fremsta mann.

      Ox er ekki svarið á könntunum þótt að hann getur inn á milli leyst þá stöðu.
      Origi er einfaldlega ekki nógu góður.
      Minamino á eftir að sanna sig.
      Shaqiri líklega að fara fljótlega.

      Það væri helvíti sterkt að vera með 4 heimsklassa í þessum þremur stöðum, því að það þarf að rótera.

      Það er samt nokkuð ljóst að Liverpool eru að skoða hvað er í boði annars hefði Klopp ekki verið að spjalla við Werner.

      4
  15. Loksins að fara af stað aftur. Þessir síðustu 3 mánuðir hafa með yfirburðum tekið topp 100 sætin sem leiðinlegustu tímar lifs mins,var reyndar orðið það sirka 20 mars síðan þá eru liðin nokkur ár liggur við.

    Ég sagði nú hérna fyrir svona 6 vikum að maður væri liggur við til í að semja um að okkar menn fengju ekki titilin gegn því að þetta færi bara af stað. Maður er gersamlega vonlaus með engar íþróttir. Maður tók eftir því á þessum tímum að áður talaði maðut td í síman við félaganna því það var ekkert að ræða um með engar íþróttir.

    Hvernig finnst ykkur samt að Klopp sé farin að lofa rútuferð hvenær sem það verður og um daginn sagði hann að okkar menn ættu titilinn skilið. Þetta er auðvitað komið í mínum augum en hingað til síðast bara rétt áður en allt var flautað af sagði Klopp að engin titill væri komin og bara einn leikur í einu. Eru menn að verða kærulausir ?

    Svo bara eitt enn. Verðum við Liverpool menn ekki að búa til einhverja sigurhátíð einhversstaðar og fagna saman. Mér finnst það skylda. Helst að fylla 101 í heilan laugardag í góðu veðri og láta alla vita að við séum víst að fagna þrætt fyrir COVID því núna halda allir aðrir að allt sé ónýtt hjá okkur og það má alls ekki gerast.

    Hvað gluggann varðar þá angar það mig ekki ef okkar menn gera lítið sem ekkert nema liðin öll í kringum okkur eyði miklu en ekki við og það er alls ekki þannig núna nema hjá chelsea og þeir eru rétt núna að eyða Hazard seðlunum eins og við Coutinho á sínum tíma.

    2
  16. eini sem fer líklega í sumar er lallana, efast um að þeir bjóði honum nýjann samning.

    kaupa ekkert og selja ekkert.

    harry wilson kemur í hóp á næstu leiktíð.

    origi, keita, shaqiri, minamino, og shaqiri eiga eftir að vera flottir á næstu leiktíð,, leið og liverpool er búið að gulltryggja sér dolluna þá fara mane, salah og firminho í hvíld og þessir fá að spila restina af tímabilinu, mest megnið af aðalliðinu verður komið í frí í júlí og restin af liðinu fær leikreinslu til að vera tilbúnir fyrir næstu leiktíð.

  17. Ég les aðeins meira í þetta en að horfa bara á leikmanninn Werner. Það sem þeir bera fyrir sig er að þeir vilja ekki taka áhættu með háar upphæðir á óvissutímum, sem er skiljanlegt. Það gefur manni samt smá umhugsunarefni eins og t.d. hvað liggur virkilega á bak við þessa ákvörðun?

    Hvað situr eftir hjá mér er eftirfarandi:

    * Sl. tvö árin höfum við skilað inn (heims)met hagnaði og virtist eins og peningar væru ekki vandamál hjá klúbbnum eftir tvö mjög góð ár sem skiluðu okkur bæði árin í úrslit meistaradeildarinnar. Það er allavega peningur í skúffunum sem hægt er að nýta og í raun verður að nýta að hluta til svo hægt er að halda þessari sterku stöðu klúbbsins uppi.

    * Svo er spurning líka hvað klúbburinn hefur farið djúpt í skúffurnar til að tryggja það að helstu stjörnur liðsins verði lengur hjá LFC með nýjum samningum. Það má aldrei vanmeta svoleiðis enda kostar það helling. Ég tel samt að það sé nóg eftir í skúffunum eftir þessar undirskriftir.

    * Hvað okkar leikmenn varðar þá finnst mér eins og að Klopp sé búinn að gera það upp með sér að Curtis Jones og Neco Williams komi inn í hópinn fyrir Lallana og Clyne (sem fara frjálst í sumar), sem eru bara frábærar fréttir! Tveir ungir strákar sem koma “like for like” inn í hópinn með minni laun og munu veita öðrum harða keppni um sæti í liðinu. Með öðrum orðum, tveir af meiðslalistanum fara fyrir leikmenn sem allavega halda öðrum á tánum. Svo hefur Klopp alltaf Grujic og Wilson til að hlaupa uppá ef þeir hafa ekki áhuga á að eyða pening í sumar. Tveir leikmenn sem ég tel að geti alveg hleypt aðeins smá samkeppni í hópinn. Það er allavega ljóst að klúbburinn mun aldrei selja þá í sumar ef markaðurinn er hruninn (eins og þeir virðast vera að meta málin) og þeir fá ekki verðmiðann fyrir þessa leikmenn sem þeir vilja. Á fastlega von á að þeir fari í lán fyrst þeir hafa ekki verið notaðir fram að þessu. Svo má ekki gleyma að Lovren er væntanlega á förum sem þýðir að það opnast ný DC staða í hópnum sem gæti þýtt að Ki Ja hoever (eða hvað hann heitir), verði dreginn upp í A hópinn full time. Meiri launasparnaður og akkúrat það sem má búast við af Klopp, þeas, gefa unglingum sénsinn sem er ekkert slæmt.

    * En nóg um pælingar og að aðal málinu. Leikmannakaup. Eftir þær fréttir af Werner-málinu kom það fyrsta upp í hugann hjá mér: “Nú, jæja. Það verður þá annað sumar í röð sem við gerum ekkert”, sem í raun er það sem þeir eru að segja með þessu. Werner er einn af þeim heitustu framherjum í boltanum í dag og að hafa séns á að fá hann á sirka 50 kúlur (sem eru 25 kúlum minna en hans raunverulegt verð er í dag), er mjög gott. FSG sniffuðu uppi klásúluna hjá Minamino sl. janúar og fengu fyrir “slikk” en þau kaup að mínu mati eyðilögðu alveg Werner kaupin. Ég tel það ef Liverpool fari í einhver kaup í sumar þá verði það einn leikmaður (Kai Havertz, Adama Traore eða Jadon Sanches) sem þeir reyni að kaupa því þeir myndu koma með svo miklu meira fyrir klúbbinn yfir heildina en t.d. Werner.

    Kaupin á Minamino gerðu það að verkum að við þurfum ekki Werner eins mikið. Klopp hefur einnig sagt að hann vill ekki kaupa það mikið af leikmönnum að það muni stoppa framgöngu yngri leikmanna. Þess vegna tel ég að Curtis Jones, Neco Williams og Ki Ja Hoever verði dregnir alfarið inn í aðalhópinn næsta tímabil og Kai Havertz, Adama Traore eða Jadon Sancho verði virkilega eltir í sumar. Menn segja að við þurfum ekki mikið til að bæta hópinn en það má alltaf styrkja sig án þess að vera með einhverja vitleysu. Svo þarf líka að horfa með öðru auga á samningaviðræður klúbbsins við Wijnaldum sem og að Milner og Hendó eru komnir yfir þrítugt og stórt skarð myndast ef einhver af þessum dettur út. Þar sem þýsk lið eru alveg óð í að fá unga breska leikmenn til sín, þá er kjörið tækifæri að reyna að prútta niður verðmiðann á leikmönnum með því að bjóða þeim td Wilson eða jafnvel serban Grujic þannig að við eyðum ekki eins miklum pening.

    Ég tel samt að við gerum akkúrat ekkert í sumar.

    5
  18. Það eru aðeins minni peningar en ráðgert var. Við þurfum að endurgreiða sjónvarpsstöðvum útaf Covid, bónusar útaf Coutinho skila sér ekki og framundan eru greiðslur fyrir eldri leikmannakaup plús fjárfesting í stúku og nýrri æfingaaðstöðu.

    Við erum svo í smá vanda útaf þessum Homegrown reglum, þyrftum eiginlega að bæta við á því sviði. Þrátt fyrir það sýnist mér líkegt að við munum kaupa Diego Carlos fyrir Lovren frekar en t.d. Ben White. Hvað við gerum með sóknina er góð spurning en við erum ekki að fara að kaupa mann sem heimtar byrjunarliðssæti nema Salah, Mane eða Bobby fari (útilokar t.d. Sancho (sem er líka alltof dýr)). Sennilega skiptum við líka út Shaqiri.

    Annars held ég að það sé best að breyta sem minnstu. Núverandi lið gæti sennilega unnið tvö ár í röð óbreytt enda virðist enginn klúbbur mjög líklegur til þess að bæta sig nóg í sumar (Covid sennilega eyðileggur sumargluggann fyrir öllum nema mögulega Chelsea). Ef City tapa þessari áfrýjun verður vonlaust fyrir þá að fara í einhverja alvöru enduruppbyggingu á liðinu á næstunni.

Planið út tímabilið

Staða kvennaliðs Liverpool