Planið út tímabilið

Nýjustu fréttir.

Enska deildin var að staðfesta að þeir ætla að leyfa að hafa 9 varamenn(voru 7) og leyfa 5 skiptingar(voru 3) en mega samt bara stoppa leikinn þrisvar sinnum til að skipta inná.

Þetta er svo planið út tímabilið.

June 17 – Aston Villa v Sheffield United, Manchester City v Arsenal (midweek)

June 19-22 – Matchweek 30

June 23-25 – Matchweek 31 (midweek)

June 26-29 – FA Cup quarter-finals/Matchweek 32

June 30-July 2 – FA Cup clubs’ catch-up matches (midweek)

July 3-6 – Matchweek 33

July 7-9 – Matchweek 34 (midweek)

July 10-13 – Matchweek 35

July 14-16 – Matchweek 36 (midweek)

July 18-19 – FA Cup semi-finals/Matchweek 37

July 21-23 – FA Cup clubs’ catch-up matches (midweek)

July 25-26 – Matchweek 38

August 1 – FA Cup final

11 Comments

  1. Flott, er þá ekki 18-19 Júlí Chelsea leikurinn og bikarinn afhentur.

    Get ekki beðið……beðið

    2
  2. Ekkert staðfest með Werner en mjög líklegt að hann fari í Chelsea.

    Það er smá Nabil Fekir lykt af þessu Werner máli þar sem við vorum alltaf að fara að kaupa kappan en svo gekk það ekki eftir.

    Við áttum aldrei Werner og þýðir því ekkert að væla yfir því ef hann kemur ekki til okkar. Fyrir síðasta tímabil voru flestir mjög ósáttir að við skildum ekki styrkja liðið okkar en skoðið stöðuna í dag og svarið því hvort að Klopp og félgar hafi ekki gert vel.

    Það má heldur ekki gleyma að við keyptum leikmann í Janúar sem var líklega meira hugsaður fyrir 2020/21 tímabilið en nákvæmlega að styrkja okkur mikið núna.

    Hingað til hafa Liverpool verið að gera góða hluti undir stjórn Klopp og treystir manni þeim til góðra verka áfram.

    YNWA

    5
  3. Hér á bæ hoppar sonurinn af kæti með tíðindin um að Werner sé á leið til Chelsea – já mér “mistókst uppeldið”! :O) En bara gaman af því þegar menn taka sjálfstæðar ákvarðanir og elta ekki karl föður sinn með lið í enska boltanum.

    Eitt andartak minnir þetta Werner mál á þegar til stóð að styrkja miðjuna hér um árið með kaupum á Gareth Barry. Hefði styrkt okkur mikið á þeim tíma þar sem fyrir voru m.a. Gerrard og Xabi Alonso. Gekk ekki eftir þar sem Liverpool var ekki tilbúið að bæta við 2-3 milljónum punda í kaupin. Minnir að á þeim tíma hafi Liverpool boðið 16 milljónir punda.

    Erum við í sömu stöðu núna og látum nokkrar krónur skipta máli? Einhvern tíma hefðu ca 50 milljónir punda fyrir ungan þýskan landsliðsmann ekki þótt hátt kaupverð. Erum við eitthvað að klikka á þessu eða er Jurgen Klopp með eitthvað tromp í erminni?

    Sammála Sigurði Einari hér að ofan að við verðum að treysta okkar manni og vona það besta.

    5
  4. Engar áhyggjur með Werner, þetta þýðir bara að Mbappe er á leiðinni til okkar 🙂

    1
    • það væri alveg svakalega útúr karakter hja okkur, að sleppa topp leikmanni sem kostar ekki mikið til þess að kaupa leikmann sem kostar 200+m.

      Mbappe er aldrei að koma, þvi miður

  5. #6

    Er það?

    Mér finnst líklegt að hann myndi sprengja klefann ef að hann kæmi.
    Með svakalegar launakröfur.. mikil prímadonna sýnist manni.. ég er ekki viss um að hann myndi passa inn hjá okkur..

    Held að hann sé aldrei að fara að koma til Liverpool.

    Ég verð frekar svekktur ef að við erum að missum af Werner.

    Þetta verður þá í annað skiptið sem að Chel$ea “stela” af okkur leikmanni sem hefði passað vel inn hjá okkur. 🙁

    Ég vona að þetta sé bara slúður…

    1
    • Úps..
      Gleymdi einu..

      Ef að þetta stenst þá sést það klárlega að hann er bara að elta peningana..
      Hann er þvílíkt búinn að vera að pissa utan í klúbbinn en svo allt í einu þá er hann farinn á vit olíuauranna..

      Ugh.

  6. Eltum við ekki allir aurinn sama hvort við heitum Werner, Tryggvi eða Ari.
    Við verðum bara að treysta á að herra Klopp viti hvað hann er að gera nú sem endranær.

    1
    • Ég held einmitt að Herr Klopp sé brjálaður akkúrat núna. Þvílík vonbrigði!
      Werner hefði verið frábær viðbót við strækerahópinn…..:(

      1

Eitt ár frá Madríd

Timo Werner til CFC? / Nýtt leikjaplan