Endurræsing á þjóðhátíðardaginn

Það var loksins gefið út af deildinni að deildin fer aftur af stað þann 17. júní næstkomandi. Þá fara fram leikir sem var frestað: Aston Villa gegn Sheffield, og City gegn Arsenal. Okkar menn eiga svo leik gegn Everton þann 20. júní, ef allt fer að óskum gætum við séð titilinn tryggðan á Goodison Park, en undirritaður er nú mjög svo hæfilega bjartsýnn á að Arsenal nái að veita City einhverja skráveifu.

7 Comments

 1. Ég er ekkert viss um að við náum að klára þetta þrátt fyrir forskotið. Spurning með standið á liðinu og svo framv.

  Nei,bara smá djók.
  Klárum þetta hratt ig dreifum svo álaginu í seinustu umferðum.
  Svo inn með Werner frænda og taka þetta back to back.

  11
  • Ætlaði að fara að rífast við þig þangað til ég las niðurlagið hjá þér Davíð. En dont worry, ég likaði á þig:) Þessi helv. formsatriði eru eftir, en þess vegna heita þau formsatriði.

   YNWA

   3
 2. Væri gaman að geta klárað þetta bara í fyrstu umferð (óháð því að við spilum við Everton) og getum svo leyft þeim sem vantar einhverja skráða leiki til að fá medalíu að koma inn á í þeim leikjum sem eftir eru.

  4
   • Þetta segir Google:
    Since the 2012–13 season, a player needs to have played in a minimum of five matches for a title-winning team to qualify for a medal. This is down from the previous standard of ten matches played.

    2
 3. Þá væri í raun hægt að henda varaliðinu í alla leikina ef liðinu tekst að klára deildina með 5-8 leiki eftir

Gullkastið – Istanbul var Priceless

Landslagið á toppnum eftir Covid19