Mættir á Melwood – Tvöfalt Pre-Season

Frá því að boltinn hætti að rúlla í mars vegna Covid-19 var dagurinn í dag líklega sá stærsti er snýr að mögulegri endurkomu enska boltans. Liðin fengu að æfa aftur í fyrsta skipti þó vissulega með töluverðum fyrirvörum. Aðeins fimm saman í hóp og tíu alls á æfingu í einu.

Þetta er í það allra minnsta fyrsta skrefið og Jurgen Klopp var kampakátur yfir því að vera mættur aftur á Melwood. Hann sagði í samtali við opinberu heimasíðu félagsins að hann er að horfa á þetta æfingatímabil fram að næsta leik í deildinni sem pre-season og miðar æfingarnar út frá því. Eins telur Klopp að það verði mjöt stutt frí í sumar gangi vel að klára núverandi tímabil og þetta pre-season því eiginlega tvöfalt. Það vantar auðvitað æfingaleiki inn í þetta og mögulega verður hægt að útfæra það eitthvað aðeins milli liða en nær dregur.

Leikmenn fá venjulega ekki mikið meira en 2-3 vikur í algjört sumarfrí á hverju ári en eru núna búnir að vera níu vikur í fríi. Þetta er auðvitað ekki það sama og að fara í sumarleyfi til heitari landa en þeir hafa engu að síður náð að hvílast og margir þeirra máttu að sögn Klopp alveg við því að fá lengri hvíld en 2-3 vikur, þannig að það jákvætt í þessu samhengi. Eins eru allir orðnir heilir núna. Líka t.d. Alisson og Shaqiri sem voru meiddir þegar tímabilið var sett á ís.

Planið er þannig að hafa liðið í eins góðu formi og hægt er fyrir fyrsta leik, ennþá betra í næsta leik eftir það og 100% í þriðja leik eða svo. Eitthvað í þá áttina eins og Klopp orðaði þetta við LFC TV. M.ö.o. liðið mætir líklega ekki aftur til leiks í 100% standi frá 1.mínútu. Ekki frekar en andstæðingarnir.

Vonum að þetta sé sannarlega vonarglæta um að tímabilið fari aftur af stað í næsta mánuði og verði klárað. Liverpool þarf reyndar bara 2-3 leiki til að klára mótið formlega hvað toppsætið varðar.

Ein athugasemd

  1. Það verður spilað fyrir luktum dyrum. En ef það verður spilað á heimavöllum, þá verður áhugavert að sjá hvort farið verður sömu leið og ég sá hjá Meinz 05 gegn RB Leibzig núna um helgina. Þeir blöstuðu áhorfendalæti allan tímann (líklega á vellinum, gæti hafa verið bara í útsendingunni). Þetta væri lítið mál að gera og með góðum hljóðblöndunarmanni þá væri jafnvel hægt að hafa fagnaðarlæti þegar við skorum, spila Y.N.W.A í byrjun o.s.frv.

    1

Trent hringir óvænt í suðningsmann

Alltaf King Kenny Dalglish