Gullkastið – Sumarið er tíminn

Hægt og rólega færist (Staðfest) nær á Liverpool Englandsmeistarar og ætti þetta að vera formsatriði eftir línurnar sem stjórn knattspyrnusambandsins á Englandi lagði í dag. Það kemur ekki til greina að núlla tímabilið út og ekki heldur að sleppa liðum við fall á þessu tímabili. Annaðhvort verður tímabilið klárað og vinna við það er í fullum gangi eða meðaltals stigafjöldi út frá þeim leikjum sem þegar er búið að spila verður látin ráða. Liverpool með sitt 25 stiga forskot er í últra mega ljómandi málum hvor leiðin sem verður farin í þeim efnum. Það er annars ár frá 4-0 sigrinum á Barcelona, einu besta kvöldi í sögu félagsins og að sjálfsögðu tilefni til að ryfja það upp.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 287

6 Comments

    • Draumurinn þeirra hvarf þegar gamli rauðnefur hætti með þá fyrir tæpum áratug síðan. Megi það viðvarast um ókomna tíð 🙂

      9
  1. Mbl.is að skrifa um Lukas Leica ekki Leiva ! Klárt að þarna eru miklir fótbolta spekúlandar á ferð og allveg örugglega LFC aðdáendur eða hitt þó heldur, þvílíkt og annað eins rusl sem mbl er orðið vá! Mætti halda að þeir sem eru að dæla þessu rusli þarna hafi ekki einusinni klárað málfræði né stafsetningu í barnaskóla og ekki voru það sterkar greinar hjá mér en ég held samt að ég geti betur.

    YNWA.

    8
  2. afsakið útidúrinn.

    En hvar er hægt að nálgast leiki Íslands á EM 2016, með Gumma Ben sem lýsanda auðvitað?

    2
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn Einar, Maggi og Sigursteinn. Það er alltaf gaman að heyra í ykkur félögum þó hálfgerð gúrkutíð sé í boltanum. Gaman væri að fá dýpri umræðuþátt um leikmannamál (eða pistil líka) en það er afar erfitt að átta sig á stöðu þeirra nú um stundir. Athyglivert það sem Maggi sagði um Timo Werner að hann væri nánast frágenginn “díll”. Það er gott að fá mann sem eykur breiddina frammi án þess að veikja sóknina. Leikjaálagið á hina þrjá fremstu ætti þá að minnka en um leið samkeppnin um byrjunarliðssæti að aukast. gott mál.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6

Endurræst um miðjan júní?

Höddi Magg og Liverpool spjall í Fantasy Gandalf