Endurræst um miðjan júní?

Síðasta sólahringinn hafa verið að detta inn jákvæðar fréttir um endurkomu enska boltans en breska ríkisstjórnin gaf út fimmtíu blaðsíðna bækling um áætlanir sínar um að létta á útgöngubanninu þar í landi. Þar kom fram að það mætti ekki spila neinar atvinnumannaíþróttir þar til um næstu mánaðarmót, eins og má sjá hér, en það er nú verið að undirbúa endurkomu boltans um miðjan júní mánuð.

Þó eru vissulega margir steinar í götu þess að boltinn muni snúa aftur. Liðin eiga eftir að halda sínar kosningar um hvernig verður að þessu staðið þar sem 70% liða þurfa að vera sammála, eða fjórtán af tuttugu liðum deildarinnar. Forráðamenn Aston Villa, Brighton og Watford hafa til að mynda allir mótmælt því að spilað sé á hlutlausum völlum, nema hætt sé við fall úr deildinni í ár. Atkvæðagreiðsla um það átti upprunalega að vera í dag en það er búið að fresta henni þar til sienna í maí mánuði. Svo á eftir að sjá hvað verður gert með samningaleikmanna sem eiga að renna út um næstu mánaðarmót, en það á víst að vera fundur um þau málefni næsta mánudag. Klárt mál er að horft verður yfir til Þýskalands og séð hvernig gengur hjá þeim að endurræsa sína deild og að lokum þarf að vera betra útlit í breska heilbrigðiskerfinu en barátta þeirra við Covid-19 veiruna hefur verið erfið.

Gangi þetta allt eftir gætum við séð ensku deildina snúa aftur 12.júní og vera spilaða yfir tveggja mánaða tímabil þar sem allir 92 leikir sem eru eftir óspilaðir verða sýndir í sjónvarp.

 

 

10 Comments

 1. Það er búið að margítreka og vonandi staðfesta núna að það verður ekkert null & void á þessu tímabili hvort sem það verður klárað eða ekki. Þannig að það er bara tímaspursmál hvenær og hvernig við fáum (Staðfest) á titilinn. Ekkert lið í Evrópu var enda búið að rústa sinni deild eins rosalega og Liverpool í mars.

  Fall um deild og 1-2 Evrópusæti er það sem spennan verður um haldi mótið áfram, eitthvað sem við þurfum ekkert að stressa okkur á.

  6
 2. Nennir einhver að fræða mig um hvaða hugsun er raunverulega að baki þess að leikirnir sem eftir eru, verði spilaðir á hlutlausum velli ??

  Ef Liverpool spilar við t.d Crystal Palace, í Newcastle en ekki á Anfield, eru þá minni líkur á því að covid19 veiran verði meira vandamál á Englandi en orðið er ?

  Ég er bara ekki að alveg að fatta tilganginn með þessum hugmyndum, þar sem það er ljóst að spilað verður án áhorfenda amk í fyrstu…. sama hvar spilað verður.

  útskýringar vel þegnar, takkk…

  Insjallah,
  Carl Berg

  3
  • Ef leikirnir eru á hlutlausum velli telja menn að það séu minni líkur á mannsöfnuði fyrir utan völlinn

   3
 3. Mikil umræða búinn að eiga sér stað á Kop undanfarna daga og sumir svartsýnni en aðrir. Siggi B búinn að rembast eins og rjúpan við staurinn að finna ástæður til að aflýsa tímabilinu. Jú mikið rétt að allir megi hafa sínar skoðanir en svartsýni mikil á þeim bænum. Átta mig ekki alveg á því þar sem of miklir fjármunir eru í húfi og alltaf legið í loftinu að tímabilið verður klárað. Fyrst talað um að spila á hlutlausum völlum en skv nýjustu fréttum eru menn farnir að skoða möguleikana á að spila leikina sem eftir eru á sínum eigin völlum. Bara gott og vel enda engir áhorfendur en bollaleggingar með löggæslu.

  Fín grein hér eftir fundi dagsins og upplýsandi.

  https://www.bbc.com/sport/football/52579299

  4
  • Þessu til viðbótar……. þegar að því kemur að okkar lið verða krýndir Englandsmeistarar, haldið þið að stuðningsmenn sitji heima í stofu og fagni með kaldan á kantinum? Ég held ekki…. Liverpool borg verður eldrauð um stræti og torg þann daginn!

   5
  • Ég hef bara enga trú a að þetta verði klárað.
   Enska deildin er buin að gefa út allsskonar þvælu og stjórnvöld hafa ekkert gefið út um hvæner eða hvort íþróttakappleikir fara af stað.
   Boris þorir ekki að taka neinar ákvarðanir.
   Nu átti þýska deildin að fara aftur af stað um helgina, en nu er veiran að blossa aftur upp i þýskalandi þannig að þeir fara ekkert af stað i bráð.

   Auk þess er eg hræddur um að liðin i neðri hlutanum muni koma i veg fyrir að þetta fari af stað og það eru alltaf að koma fram fleiri leikmenn og segja að þeir vilji ekki spila, leikmenn virðast skíthræddir við að fara að spila aftur.
   Afhverju ætti eg að reyna að finna ástæðu til að aflýsa tímabilinu? Þetta eru bara facts.
   Hingað til hefur enska deildin bara verið að skjóta útí loftið, miðað við það sem stjórnvöld hafa gefið ut

   2
 4. Heyr, heyr, #1 Einar Matthías og #4 Souness.

  Kominn ansi mikill þrýstingur á stjórnvöld að leyfa félögunum að spila sína heimaleiki á eigin völlum. Þetta snýst ekki bara lengur um liðin sem eru í fallbaráttu heldur eru líka liðin í efri hlutanum, m.a. Arsenal, Chelsea og Spurs, farin að þrýsta á um þetta. Miklir peningar í húfi, þ.e. auglýsingatekjur frá sponsurum. Þetta ætti að skýrast á næstu dögum.

  Sömuleiðis ágætt að Greg Clarke, formaður FA, tilkynnti félögunum á fundinum í dag að “null and void” á tímabilið kæmi ekki til greina. Ekki að það séu einhverjar fréttir. Sá möguleiki hefur aldrei verið til staðar og UEFA löngu búið að gefa út að aðildarlöndin verði að velja sína fullrúa í Evrópukeppnirnar út frá “sporting merit”. Þær þjóðir sem hafa slaufað sínum tímabilum, Belgía, Holland og Frakkland hafa auðvitað fylgt þeim fyrirmælum. Sömuleiðis munu þrjú lið falla. Það er á kristaltæru.

  Erum auðvitað löngu búnir að pakka saman þessari deild og gera grín að henni! Við verðum því krýndir meistarar annað hvort í þessum mánuði eða þegar búið er að spila næstu tvær umferðirnar upp úr miðjum júní. Það er sömuleiðis á kristaltæru.

  4
 5. Liverpool er langbesta liðið á Englandi.

  Liðið sem vinnur á næsta ári vinnur fyrir árið í ár Og næsta ár. Sem er auðvitað Liverpool.

  Enginn fellur og þrjú lið bætast við á næsta ári og sex lið falla.

Verður spilað í sumar?

Gullkastið – Sumarið er tíminn