Verður spilað í sumar?

Það er í rauninn alveg ótrúlegt hversu lítið við vitum ennþá þrátt fyrir að það eru tæplega tveir mánuðir síðan síðast var spilað á Englandi. Auðvitað hjálpar ekki að bretar voru allt of seinir til í að bregðast við Covid19 og eru að koma verst allra út í Evrópu. Það er ennþá ekki ljóst hvort að tímabilið verði klárað á hlutlausum velli í hálfgerðu hraðmóti, hvort tímabilið verði stöðvað nú og staðan í deildinni nokkurnvegin látin ráða eða þá að tímabilið verði flautað alveg af og þurrkað út.

Ligue 1 í Frakklandi var fyrsta deildin af stóru fimm til að slaufa tímabilinu alveg og var stigasöfnun það sem af er tímabili framreiknið út mótið og látin ráða til að skera úr um sigurverara, Evrópusæti o.þ.h. Stjórnvöld í Frakklandi bönnuðu íþróttir fram í september en hafa mætt töluverðri gagnrýni síðan.

Þetta gæti alveg gerst á Englandi en það er alls ekki jafn auðvelt að afskrifa síðustu 9-10 umferðirnar þar vegna sjónvarpstekna af þeim leikjum. Þar eru enska og franska deildin ekki samanburðarhæfar. Ákvörðun Frakka er samt góðar fréttir fyrir Liverpool að þvi leiti að með sömu reikniformúlu eru Liverpool meistarar á Englandi. Reyndar er alveg sama hvaða formúlu er notað, Liverpool eru Englandsmeistarar.

Ef að stigasöfnun allra liða í deildinni það sem af er tímabili yrði framreiknuð út tímabilið myndi Man City enda með 77 stig. Þeir hafa verið með um 67% stigasöfnun það sem af er tímabili og myndu með sama áframhaldi samt enda fimm stigum á eftir Liverpool þó að okkar menn myndu ekki fá neitt stig. Man City getur mest fengið 87 stig eins og staðan í deildinni er núna.

Þessi mynd sýnir ágætlega hversu rosalega Liverpool er búið að rústa þessari deild í vetur. Það er auðveldasta ákvörðunin af öllum deildum Evrópu að afhenda Liverpool titilinn enda ekkert lið í toppdeild með stærra forskot. Liverpool er með rúmlega helmingi meira forskot en PSG var í Frakklandi

Ítalir, Þjóðverjar, Spánverjar og Tyrkir eru allir ennþá að stefna að því að spila þá leiki sem eftir eru og byrja jafnvel í þessum mánuði (Þjóðverjar). Enska deildin er víst að fara funda aftur á mánudaginn þar sem tekin verður ákvörðun með framhaldið. Fréttir núna herma að liðin í botnbaráttunni neiti að spila á hlutlausum velli og heimti að tryggt verði að ekkert lið falli á þessu tímabili. Gangi þeim vel með það.

Persónulega fer manni að verða slétt sama hvernig þeir komast loksins að því að Liverpool vann deildina 2019/20 svo lengi sem það verði niðurstaðan. Guð minn góður hvað það er gott að forskotið er einmitt þetta stórt þannig að þetta verður aldrei neitt argument.

21 Comments

  1. Félög í ensku úrvalsdeildinni munu kjósa um hvort þau samþykki að leika á hlutlausum völlum á mánudag 11 mai. Ef færri en 14 af 20 liðum samþykkja það verður deildinni mögulega aflýst.

    Þetta gæti því orðið svartasti manudaguri sögu LFC.

    3
    • Í fyrsta lagi þá verður deildin kláruð, hvort sem það verður í júlí, ágúst eða jafnvel september. Hún verður kláruð. Fjárhagslegir hagsmunir eru það gríðarlegir.

      Í öðru lagi. Ef svo ótrúlega færi að úrvalsdeildin myndi taka þá mjög svo heimskulegu ákvörðun að endanlega stoppa þetta tímabil þá yrði að afgreiða deildina út frá “sporting merit” tilmælum UEFA, því væntanlega vilja Englendingar eiga fulltrúa í Evrópumótum UEFA á tímabilinu 20/21. Hvað þýðir það? Jú, Liverpool, Manchester City, Leicester og Chelsea verða fulltrúar Englands í þeirri keppni út frá stöðu þeirra í deildinni eins og hún var þegar tímabilið var stöðvað. Og jú, Liverpool verða að sjálfsögðu krýndir meistarar í leiðinni.

      Hvernig getur þetta þá orðið svartur dagur í sögu Liverpool?? Auðvitað viljum við miklu frekar klára tímabilið. Þetta verður hins vegar svartur dagur fyrir lið sem fá ekki séns á að hækka sig upp töfluna, eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Þá sennilega líka botnliðin, Bournmouth, Aston Villa og Norwich, þ.e. ef Englendingar hafa hreðjar til að senda þau lið niður ef deildin verður stöðvuð. UEFA hafa enga skoðun á því hvernig aðildarsamböndin fara með fallsætin ef deildin verður stöðvuð.

      9
      • Ég bara nenni ekki að þurfa að svara þessi United liði endalaust, þeir eru nú þegar byrjaðir að segja að LFC sé ekki 100% komnir með titillinn.

        Svartur mánudagur, kannski full langt til orða tekið, eg er bara stressaður yfir þessu öllu eins og fleiri. Langar bara að leikirnir verða kláraðir…alveg sama hvort það verður í juní júlí eða águst.

        P.s erum allir í sama liði

        1
  2. Svolítið erfitt fyrir Breta sömuleiðis að átta sig á stöðunni. Það er ennþá lockdown hérna sem Boris ætlar að endurskoða á Sunnudaginn. Held að fólk verði fyrst að fá að fara að vinna áður en hægt er að taka einhverjar skynsamar ákvarðanir um að spila. En ég hef ekki heyrt neinar ákvarðanir aðrar en það eigi að klára deildina. Kannski eina stressið ef að það er einhver tímapressa. Skil ekki afhverju má ekki spila bara í júli. Leikmenn búnir að vera í fríi í marga mánuði og klæjar í tærnar að byrja.

    9
    • Næsta síson er hvort eð er handónýtt. Það verða engir áhorfendur. Það má alveg færa þetta tímabil aftar og spila þéttar næsta tímabil mín skoðun.

      8
  3. Ástæðan fyrir að það verður ekki hægt að klára i juli/ágúst, það verða leikmenn samningslausir 1 júlí.
    Og það er buið að gefa ut að það verður ekki hægt að framlengja það nema með þeirra samþykki, sem eru engar likur a að það gerist, það er ekki hagkvæmt fyrir þa.
    Einnig missa lið lánsmenn og svo eru lið buin að kaupa leikmenn eins og chelsea t.d og fa þeir zaiych 1 juli

    3
    • Leikmenn sem eru að verða samningslausir eru varla meik or breik factorinn í þessu máli…efa það

      1
    • Þetta með samningslausaleikmenn er mjög lítið mál í sambandi við aðra þætti.

      Það eru nokkrar lausnir og hefur UEFA aðeins verið að tjá sig.

      Það er hægt með samþykki leikmanns að framlengja samninginn út tímabil og fær hann þá sömu kjör og hann var með – Miða við ástandið í dag þá gæti það verið hafkvæmt fyrir þá enda lið ekki að drukkna í penningum og vilja bæta við sig nýjum stórum samning.

      Þeir gætu samt samþykkt að semja við annað lið þegar samningurinn þeirra klárast en fá samt að klára tímabil með liðinu sem þeir eru að spila með.

      Þeira samningur gæti einfaldlega losnað og þeir verða frjálsir ferða sinna. Þetta bitnar missmikið á lið en þetta væri ekkert sem myndi stöðva að deildinn myndi fara í gang en gríðarlegar upphæðir í húfi fyrir lið.

      Oft eru líka lið með lánsmenn hingað og þangað sem kæmu tilbaka til að fylla uppí skörð.

      9
      • Einmitt, þá hljóta lið lika að vera að missa lánsmenn.
        Sheff utd eru t.d. að fara að missa sinn besta mann a tímabilinu, dean henderson.
        Þetta er kannski ekkert stór faktor i þessu öllu fyrir okkur sem sitjum heima i stofu.
        En þetta er slæmt fyrir lið að missa menn ut a þessum tíma tímabilsins.
        Chelsea missa Giroud, þeir munu finna fyrir þvi

        2
  4. Sindri, ég ætla mér ekki að taka þátt í því að gera þig að fífli, þú virðist fullfær um það sjálfur, en ég árétta, þetta er ekki áróðursíða fyrir ykkur heimsýnarfólk, vona að þú sýnir því skilning. Þetta er fyrst og síðast vettvangur fyrir fótbolta, aðallega LFC, það er til nóg af öðrum síðum fyrir þitt áhugamál.

    YNWA

    21
    • Hress gaur hann Sindri. Eða er þetta Páll Vilhjálmsson að skrifa undir dulnefni?

      8
  5. #4 Siggib “hinn mikli Liverpool-stuðningsmaður”.

    Þú ert ekki voðalega spenntur fyrir “project restart” er það nokkuð?

    Fyrst fannst þér enska deildin vera með allt niður um sig að ráðast í þetta verkefni í andstöðu við stjórnvöld, sem var rangt hjá þér. Verkefnið er unnið í mjög náinni samvinnu við stjórnvöld og stendur auðvitað og fellur með því hvað stjórnvöld ákveða.

    Þá fannst þér ómannúðlegt að loka fótboltamenn á hóteli í 6 vikur án þess að fá að hitta fjölskyldu sína á meðan verið væri að klára þetta mót. Þú vilt þá væntanlega í leiðinni banna HM og EM í framtíðinni og ennfremur banna sjómönnum á frystitogurum að stunda sína vinnu.

    Núna eru það samningar leikmanna. Heldur þú að enska úrvalsdeildin í samvinnu við stjórnvöld hefðu lagt í þess vegferð saman, “project restart” ef 1. júlí væri deadline að klára þetta?? Það verður ekki spilaður einn einasti fótboltaleikur fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum júní. Þetta vita allir og sennilega verður þessu seinkað enn frekar. Þetta verður hins vegar klárað……því miður fyrir þig og þitt lið. Það skiptir hins vegar minna mál fyrir okkur Liverpool-stuðningsmenn sem fáum titillinn hvort sem næst að klára þetta mót eða ekki.

    22
  6. Sælir félagar

    Mikið vildi ég að menn eins og þessi Siggib héldi sig á spjllþráðum Miðaldaflokksins svo maður geti lesið pælingar manna um fótbolta í friði fyrir skítkasti hans.

    Það er nú þannig

    YNWA

    17
    • Skítkast? Að hvaða leyti er eg með skítkast?
      Þótt að þetta se ekki vinsæl skoðun að þa eru þetta bara staðreyndir.
      Þótt maður se poolari, þa er alveg hægt að vera raunsær lika.
      Víst er enska deildin að gefa eitthvað út þvert a það sem stjórnvöld gefa út, þar sem það eru enþa allar takmarkanir i gangi og hefur ekkert verið gefið út um afléttingar og þar af leiðandi er enska deildin að skjóta eitthvað útí loftið.
      Þeir eru i tómu rugli enþa og nu eru nýjir leikmenn hja Brighton bunir að greinast með Covid.
      Þetta er að breytast i einhvern sértrúarsöfnuð herna þar sem bara ein skoðun er leyfð.

      Vonandi fer bara eitthvað að skýrast i þessari þvælu

      3
  7. Hvað ertu að tala um? Hvernig dirfistu að tala okkar frábæra forseta niður?
    Farðu frekar á kommentakerfið á DV og fáðu útrás þar!

    4
  8. Tímabilið verður klárað í júní, því það eru of miklir peningar í húfi fyrir liðin. Maður á auðvitað ekki að hugsa um peninga fram fyrir mannslíf. Þeir finna einhverja lausn og við fáum að sjá fótbolta í sumar.
    Annars hlakkaði mig mjög til EM í sumar en maður fær ekki allt sem maður vill og síst í þessu ástandi.
    Gleðilegt sumar kæru félagar
    YNWA.

    2
    • Miklu meira i húfi fyrir botnliðin.
      Þau munu aldrei samþykkja að spila a hlutlausum velli nema það falli ekkert lið.
      Þau lið sem munu falla, munu líklega verða bara gjaldþrota.
      Yrði mun dýrara fyrir þau að fara niður heldur en missa af þessum sjónvarpstekjum

      1
  9. Útgöngubann framlengt til 1.júni. Ég sé það ekki gerast að það verði hægt að klára tímabilið. Bara sé þa ekki. Plús það samkvæmt nýjum fréttum hafa leikmenn greinst með Covid.
    Held það sé best að aflýsa og krýna LFC CHAMPIONS og það sem verður gert við fall líðin er mér drull!

    2

Endurræsing í undirbúningi

Endurræst um miðjan júní?