Endurræsing í undirbúningi

Úrvalsdeildin gaf loksins frá sér yfirlýsingu eftir fund í dag, en þessi yfirlýsing segir okkur svosem ekki neitt sérstaklega mikið.

Þó það líti út fyrir að það sé ennþá langur vegur þar til við sjáum boltann rúlla aftur, þá er a.m.k. farið að plana hvernig þessi endurræsing á deildinni gæti litið út. Fyrir það fyrsta, þá virðast liðin og deildin sem slík vera ákveðin í því að klára þetta tímabil. En að sjálfsögðu mun þetta líta svolítið öðruvísi út en við höfum átt að venjast. Þessu er lýst ágætlega í þessari grein hjá BBC, en þetta eru helstu atriðin:

  • Að sjálfsögðu verða allir leikir leiknir án áhorfenda.
  • Talað er um að fundnir verði allt að 10 hlutlausir vellir og spilað á þeim.
  • Læknateymi liðanna verða í fullum varnarbúningi.
  • Æfingar fara þannig fram að leikmenn mæta í búningum sínum á völlinn, og fara ekki í sturtu á staðnum
  • Stefnt er að því að leikmenn fari í Covid próf tvisvar í viku, og tékkað verði á einkennum oftar en það. Reiknað er með að það þurfi um 40.000 próf til að geta klárað deildina.

Rétt er að taka fram að þetta er ennþá allt á hugmyndastigi, í raun er ekki búið að ákveða neitt ennþá. Jafnframt eru hugmyndir um að byrja aftur fyrstu vikuna í júní, og að æfingar hefjist um miðjan maí, en þetta eru ennþá bara hugmyndir.

12 Comments

  1. Það er alveg sama hvort að tímabilið verði klárað eða ekki – keppinautar okkar og stuðingsmenn annarra liða munu alltaf finna ástæðu til þess að gera lítið úr frábæru tímabili félagsins. Ég myndi persónulega aldrei sætta mig við að Man City, Man Utd, Chelsea eða Arsenal yrðu deildarmeistarar ef þeir væru í okkar stöðu nema að tímabilið yrði klárað. Frekar vil ég tímabilið dautt og ómerkt en að þurfa að hlusta stuðingsmenn annarra liða væla og skæla yfir því að Liverpool hefði unnið deildina með mestu yfirburðum sem sögur fara af.
    Þá megum við ekki gleyma því að Englendingar (og allir Bretar) eru í stórkostlegum vandræðum með veiruna og dánartíðni er umfram aðrar þjóðir sem þeir bera sig saman við.
    Þrátt fyrir að ég hafi stutt þetta lið alla mína ævi (46 ár) og beðið í 30 ár eftir Englandsmeistaratitlinim (ég felldi tár á Grensásveginum á skákmót grunnskólanna árið 1990 þegar fjendur okkar unni 0-2 á Anfield) er og verður ekkert mikilvægara en líf og heilsa einstaklinga sem smitast af þessari óveiru.
    Að því sögðu vonast ég til þess að tímabilið verði klárað og skil ekki röksemdir fyrir því að það sé mikilvægara að byrja nýtt tímabil í ágúst en að klára núverandi tímabil. Það eina sem ég kæri mig ekki um er að fá bikarinn vegna þess að það “gat” enginn náð okkur. Meðan tölfræðin segir að það sé hægt að.ná okkur þá höfum við ekki unnið titlinn.

    4
    • Tímabilið verður klárað, það er 99% öruggt. Fjárhagslegir hagsmunir eru það gríðarlega miklir að þeir geta ekki annað. Eigendur liða í úrvalsdeildinni átta sig alveg á þessu og það sem meira er og enn mikilvægara er að stjórnvöld vilja það líka. Það verður engin úrvalsdeild á næsta tímabili ef helmingur liðana fer í gjaldþrot! Þá horfa menn með hryllingi til þess í hvaða stöðu Frakkarnir eru núna, þ.e. missa marga milljarða í sjónvarpstekjur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hins vegar mun tímabilið sennilega ekki klárast fyrr en í ágúst því Englendingar eru mað allt niður um sig í baráttuni við Covid.

      Ef svo ólíklega færi að stjórnvöld í Englandi myndu banna fótbolta fram í september, líkt og kollegar þeirra í Frakklandi þá yrði deildin stöðvuð, Liverpool úrskurðaðir meistarar og ákvörðun tekin síðar með hin Evrópusætin og fallsætin. Ákvörðun með fallsætin er aðal ormagryfjan. Hættum síðan að tala um “null and void” á tímabilið. Það er það eina sem er EKKI í boði í stöðunni. UEFA er margbúið að segja það og ekkert að þeim löndum sem hafa stöðvað deildir sína hefur dottið slík vitleysa í hug. Meira að segja íhaldsamir fjölmiðlar líkt og Telagraph i Englandi fullyrða að Liverpool yrði úrskurðaðir meistarar ef tímabilið yrði stöðvað. Deili alls ekki skoðun þinni um að Liverpool eigi ekki skilið að verða meistarar ef tímabilið verður stöðvað. ALLS EKKI!

      Að lokum þá get ég ekki mælt nægilega mikið með þessari grein, sem ég var áður búinn að vitna í. Hún segir allt sem segja þarf um þetta mál:

      https://www.thisisanfield.com/2020/04/the-new-normal-why-premier-league-will-restart-and-why-reasons-not-to-are-flawed/

      8
    • Fyrir mitt leiti þá gæti mér ekki verið meira sama um hvað stuðningsmenn annara liða hafi um málið að segja ef Liverpool verða enskir meistara án þess að deildinn klárast. Maður er búinn að bíða í 30 ár eftir þessu og jú allt lífið er pínu sérstakt núna en það breyttir því engu að Liverpool eru með 25 stiga forskot í deildinni, eru með hæðstu stig að meðaltali í leik í söguni og eru einfaldlega lang bestir.
      Önnur lið náðu ekki að hanga í okkur og þurfti Covid-19 til að stopa okkur að klár ekki mótið vel fyrir páska.

      Að dæma tímabilið dautt og ómertk er eins ómerkileg nálgun og hægt er , það er eins og deildinn var ekki spiluð en viti menn. Hún var spiluð, áhorfendur borguðu margar milljónirpunda fyrir leikina, sjónvarpstöðvar borguðu margar milljónir punda fyrir að sýna leikina, leikmenn æfðu spiluðu og slösuðust alvarlega á þessu tímabili og viti menn það eru aðeins 9 leikir eftir af 38 sem þýðir að þetta er nú eiginlega nánast komið.

      Ef yfirvöld vilja stopa deildina þá bara gera þau það en að segja að hún hafi ekki verið spiluð er vanvirðing gangvart öllu sem íþróttir standa fyrir, maður gefst ekki upp og maður klárar það sem maður byrjar þótt að það þurfti að fara einhverja óhefbundna leið að því.

      Svo er líka annað í þessu.
      Afhverju að stopa deild t.d í maí strax ef þú getur kannski ekki byrjað að spila fyrr en 2021 og þá kannski bara einfalda umferð. Væri ekki nær bara að klára þessa deilda?

      Ef það ætti að stoða deildina og tala um sangirni þá ætti aðeins Liverpool að komast í meistaradeildina því að það var eina liðið sem var búið að tyggja sér í hana.

      Það verður ekkert mál að fagna þessu titil ef hann kemur í hús og ef einhverjir Liverpool aðdáendur vilja ekki fagna og ef einhverjr stuðningsmenn annara liða gera lítið úr þessu þá er það bara algjörlega þeirra mál, ég ætla að skála 🙂

      14
  2. Þetta er rosalega mikil bjartsýni.
    Enska deildin er i algjöru bulli með að gefa mönnum endalausa von.
    Þeir gefa alltaf út einhverja yfirlýsingu og hún er alltaf þvert á yfirlýsingar stjórnvalda.
    Svo er vöntun a sýnatökubúnaði og á þá að fara að prófa einhverja fótboltamenn mörgum sinnum i viku, það hljóta allir að sjá það að það meikar engan sense.
    Að ætla að fara að læsa menn inna hótelherbergjum i mánuð a meðan það eru spilaðir 90 leikir og eiga bara að vera þar þegar ekki eru leikir eða æfingar er ómanneskjulegt !

    Ég held að þeir seu bara að gefa þetta út og draga að taka ákvörðun, til að geta síðan sagt að það hafi allt verið reynt og ekki möguleiki að halda áfram og þá KANNSKI haldið sjónvarpstekjunum.

    Þangað til að eg se fyrsta leik flautaðann á, þa hef eg enga trú a að þetta verði klárað

    3
    • “….þvert á yfirlýsingar stjórnvalda” Þetta er bara algerlega rangt hjá þér. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir með framhaldið. Þvert á móti er “project restart” unnið í samráði við stjórnvöld. Tímabilið mun ekki fara af stað fyrr en stjórnvöld gefa grænt ljós á það. Mun hugsanlega skýrast betur með næstu skref í málinu þann 7. maí þegar Boris mun gefa út upplýsingar um hugsanlegar tilslakanir á útgöngubanninu í landinu. Það verður ekki spilaður einn fótboltaleikur í Englandi fyrr en stjórnvöld í samráði við heilbrigðisyfirvöld meta að það sé óhætt.

      “Svo er vöntun á sýnitökubúnaði…” Aftur rangt hjá þér. Þessi 40.000 þúsund próf sem þarf að framkvæma á leikmönnum verða fjármögnuð af úrvalsdeildinni og keypt af hollensku fyrirtæki á 4 milljón punda (samkvæmt upplýsingum frá miðlinum “The Athletic”). Með öðrum orðum það er ekki verið að taka sýnitökubúnað frá heilbrigðiskerfinu í Bretlandi.

      Ómanneskjulegt að læsa menn á hóteli í 6 vikur. Tja, ég veit ekki með þig en ég væri alveg tilbúinn að leggja það á mig fyrir brot af þessum launum sem þessir menn hafa. Hvað er svona frábrugðið við þetta og þegar menn verða að dvelja á hótelum á stórmótum, þ.e. HM og EM?

      14
      • Afþvi að basicly er þetta mánaðar sóttkvi sem þeir fa ekki að hitta fjölskylduna sína og varla neinn og eru lokaðir inni.
        Sama a hvaða launum menn eru eða hvaða liði menn halda með, þa hljóta menn að sja að þetta er ekki i lagi

        2
      • Sem sagt sjómann sem eru úti á sjó vikum saman frá fjölskyldunni. Það á bara að banna það líka? Eða öll önnur störf sem krefjast þess að vera í burtu í langan tíma í einu?

        8
      • Hvað þá með sjómenn á frystitogurum, allt að 30 daga sjóferðir 5 – 6 sinnum á ári þar sem þeir eru frá fjölskyldum sínum

        8
    • Viltu bara ekki vera á annari síðu – td rauðu djöflunum

      3
  3. Einhverja hluta vegna er mér farið að líka alltaf betur og betur við Gary Neville hann er að verða uppáhalds fjandmenni mitt. Auðvita klárum við Enska boltann á Íslandi enn ekki hvað. Nú er örugglega ekki mörgum ManU mönnum skemmt vegna þessa orða hans þar sem þeir vilja margir frekar að LFC fái ekki dolluna en að ManU komist í meistaradeildinna, Gary my respect to you.

    YNWA.

    3
  4. Kominn strax smá hnútur á “project restart”. Sex neðstu liðin, með Brighton í fararbroddi, eru á móti því að spila restina af tímabilinu á hlutlausum völlum. Vilja þau meina að með því sé ekki verið að virða “heiðarleika” (integrity) keppninnar. Segja að þau vilja bara spila á hlutlausum völlum ef þau fá tryggingu fyrir því að ekkert lið muni falla úr úrvalsdeildinni.

    Þetta er ansi flókin staða því það eru það miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir þessi lið að halda sér uppi í deildinni. Sennilega eru þeir peningar umtalsvert hærri en sem nemur þessum sjónvarpstekjum sem eru i húfi á þessu tímabili. Samkvæmt viðtali við forráðamann hjá Leeds, sem er á toppnum í Championsship deildinni, þá hafa þeir miklar áhyggjur af því að úrvalsdeildin muni ekki fella neitt lið nái hún ekki að klára tímabilið, þ.e. eingöngu krýna Liverpool meistara og raða í Evrópusætin út frá „sporting merit“ fyrirmælum UEFA. Mun Leeds vera í viðbragðsstöðu að fara í málaferli verði það niðurstaðan og/eða krefjast þess að það verði 22 lið í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Það má spyrja sig hvort það sé nægilegur hvati fyrir liðin fyrir neðan 14. sæti í úrvalsdeildinni að tímabilið verði klárað eða með öðrum orðum munu þau með óbeinum hætti reyna að koma í veg fyrir að keppni í úrvalsdeildinni verði framhaldið?

    Líka áhugavert að lesa í „The Athletic“ að forsvarsmenn Liverpool hafa bara þagað á undanförnum fundum úrvalsdeildarinnar, eða eins og segir í greininni: „Liverpool have simply stopped talking in these meetings and maintain a Sphinx-like cool.“ Kannski skiljanlegt í ljósi þess að þeir verða krýndir meistarar hvernig svo sem þetta allt saman fer.

    2
  5. Hvernig væri bara til að byrja með að láta
    S.United spila við Villa og Man City við Arsenal.

    Með því væru allir búnir með 29 leiki. Þá er hægt að taka úr dæminu þetta með að eiga leik inni dæmi. Þá sjáum við bara svart á hvítu hvað mörg stig liðinn eru með.
    Já þau væru ekki búinn að spila við sömu andstæðingana en þarna væri allavega kominn grundvöllur til að stöðva deildina ef þess þarf.

    2

Gullkastið – Flautað af?

Verður spilað í sumar?