Gullkastið – Flautað af?

Það vantar ekkert upp á misvísandi fréttir þessa dagana og ljóst að óvissan með framhaldið er ennþá töluverð, ekki bara þegar kemur að fótboltanum. Fórum yfir helstu fréttir vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 286

13 Comments

    • Takk fyrir tengilinn á þessa grein, segir allt sem segja þarf og væntanlega róar þessa svartsýnu.

      3
      • Þetta róar mig bara ekki neitt, skrifað af Poolara á thisisannfield. auðvitað er ég samála honum en ég er líka hlutrægur alveg eins og hann.

        Nú eru leikmenn annara liða eins og t.d. að Sergio Agüero með tilfinningar inn í þetta og segjast hreinlega vera hræddir við að spila. Það eru allir að reyna að stoppa að liverpool nái að klára þessi 2 leiki sem þeir eiga eftir til að geta gulltyryggt sér titillinn.

        Það er ekkert cool, né gaman við það að fá hann án þess að vera bunir að gulltryggja okkur hann. Vitið alveg hvernig þetta verður… stanslaust minnst á þetta við okkur osfrv.

  1. Ég veðja á flest allt sem hreyfist og myndi fara all in að tímabilið verði klárað á Englandi. Eins og Maggi kemur inná þá er Forsætisráðherrann, forráðamenn FA og flestallir landsmenn sem vilja fótbolta. Þannig að þótt að deildum verði slaufað alls staðar þá myndi ég samt veðja á að Englendingarnir myndu spila. Þeir gera hlutina á sinn hátt.

    4
  2. Nú hefur leik verið hætt í Frakklandi og Belgíu ásamt Hollandi! Frakkar og Belgar krýna efsta liðið meistara enda þau lið með afgerandi forskot, hollendingarnir gera það ekki þar sem 2 efstu liðin voru jöfn að stigum og því vel réttlætanlegt að ekkert lið vinni. Þetta gefur allavega nokkuð góð fyrirheit um hvaða ákvörðun verði tekin ef ensku deildinni tekst ekki að re starta

    3
    • Hollenska knattspyrnusambandið á þó yfir höfði sér mögulega 2 kærur vegna þess sem þeir gerðu. Annars vegar lið í dauðafæri á evrópu og hinsvegar lið í dauðafæri á að komast upp um deild.
      Miðað við hvað evrópusætin í PL og efstu sætin í championship eru jöfn þá gæti það orðið stórt fíaskó að slútta öllu þar.

      1
  3. Vilja menn byrja EPL næsta season með aðeins 6 lið ? Hin öll verða GJALDÞROTA ! Það verður að klára þessa deild, sama hvað. Franska deildin verður í málaferlum næstu ár !

    1
  4. Það verður líka miklu meiri eftirspurn eftir EPL ef hinar deildirnar eru að fara að hætta keppni !

    1
  5. Hræðsluáróður að mörg lið verði gjaldþrota.
    Aðeins örfá lið að nýta ser hjálp stjórnvalda, sem segir manni að flest lið eru ekki i neinum vandræðum.
    Einu vandræðin sem mörg lið verða í, er að geta ekki keypt leikmenn i sumar.
    Svo hugsa ég að lendingin verði sú að sjóvarpstekjurnar munu alltaf enda hja félögunum þótt tímabilið verði ekki klárað, það er jafn mikilvægt fyrir sjónvarpsstöðvarnar að öll liðin haldi sjó og geti styrkt sig i sumar til að deildin haldi sömu gæðum

  6. Ein hugmynd bretana er að klára deildina i öðru landi þar sem viðkomdi þjóð hefur náð tökum á c19……getur Bingi ekki spurt Víði hvort þetta sé möguleiki ?

  7. Enska deildin er komin með allar sjónvarpstekjurnar fyrir tímabilið.
    Munu liklega ná að halda i þær með einhverju lagaákvæði

  8. Deildin verður kláruð í sumar, bara spurning hvort það verður í júní, júlí eða ágúst.

    4

Trent

Endurræsing í undirbúningi