Gullkastið – Rúmlega mánuður án fótbolta

Hægt og rólega er að koma einhver mynd á það hvernig fótbolti kemur til með að rúlla aftur á Englandi og ljóst að biðin ekki ennþá hálfnuð þrátt fyrir að Liverpool hafi síðast átt leik fyrir rúmlega mánuði síðan.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 285

21 Comments

 1. Sælir félagar.
  Mig dreymdi skrítinn draum á páskanótt sem ég held að sé góður fyrirboði. Mig dreymdi heilaga Barböru og litlu kapelluna hennar í Kapelluhrauni í Straumsvík. Ég er ekki kaþólskur, þess vegna finnst mér þetta skrítið. Eitt af hennar táknum er kóróna og gæti það hugsanlega verið góður fyrirboði um að kórónuveikin sé í rénum á Íslandi.
  Annað er uppá teningnum á Englandi, sem greip of seint í taumana. Líklega hafa mörg smit, og önnur smit í kjölfar þeirra smita, blossað upp þegar að A. Madrid sló okkur út úr CL, fyrir nánast fullum velli. Smit á Bretlandseyjum eru ennþá á uppleið, því miður.
  Hló að þessu snemma í mars, varð svo áhyggjufullur, nú sé ég vart sólina, á í alvöru að rífa fyrsta PL titilinn úr krumlum okkar? Ég trúi því vart! Það virðist þó vera raunin. Ég nenni ekki að lifa í þeirri blekkingu að deildin verði sett í gang í sumar, það kemur bara til með að valda mér vonbrigðum. Bresk yfirvöld voru kærulaus í upphafi og þrjóskir ESBsinnar hlustuðu lítt á varnaðarorð Boris.
  Þó að þetta sé óumflýjanlega staðan, hef ég fulla trú á að við eigum möguleika á titlinum vorið 2021! Ekkert enskt lið er að fara að ná okkur næsta árið, að því gefnu að Mané fari ekki til Real, og að VVD snúist hugur, haldi sig heima í Bítlaborginni okkar.

  4
 2. Hvað á steypu er ég að lesa frá Daníel Hjálmar?
  Vonastu að VVD snúist hugur og verði áfram? Bíddu hefur hann eitthvað verið annað að pæla en að vera áfram hjá okkur ?
  Og eg veit ekki betur en að þetta mót verði klárað þótt það gerist í ágúst eða september en vonandi byrja þeir bara i júní.

  TAKIÐ EFTIR HER AÐ NEÐAN !!!

  Eitt sem ég vil benda þeim á sem leiðist mikið. Ég datt um helgina í að fara lesa hérna inná síðunni gamlar fréttir og pistla. Mjög gaman að bakka til baka og lesa fréttir og athugasemdir við stórum augnablikum eins og istanbul 2005, þegar FSG var að kaupa og draminn í kringum það. Einnig gaman að lesa þegar þjálfarar hættu og nyjir komu og rifja upp hvernig okkur leið með það allt saman og líka gaman að lesa sérstaklega dramann allann í lok janúar 2011 þegar Torres fór og Suarez og Carroll komu í staðinn og sjá hvað menn hérna á síðunni höfðu að segja um hluti eina og þessa. Ég var nú sjálfur út í í Liverpool þarna 31 jan 2011 þegar Torres fer og hinir koma. Ég var á anfield þegar Suarez spilaði í fyrsta sinn fyrir okkur og skoraði gegn Stoke og svo 4 dögum seinna var ég á Stanford Bridge og sá okkar menn mæta Chelsea en 5 dögum áður seldum við Torres til Chelsea og hann því að spila fyrsta leik sinn fyrir Chelsea og það gegn Liverpool og tapaði og eg a svæðinu,var algerlega sturlað,London borg komin öll í bláa treyjur merktar Torres og hann átti að verða GUÐ þarna en klst seinna sé ég Torres pakkað saman af okkar mönnum .

  En allavega mæli með fyrir ykkur að skoða inná síðunni hérna gamlar fréttir og pistla ef ykkur vantar eitthvað að gera. Ég eyddi alveg óvart um helgina 3 klst í þetta á sunnudag og aftur 2 til 3 klst daginn eftir í þetta bara alveg óvart. Maður þarf að finna sér eitthvað að gera í þessu astandi og þetta var mjög góð leið til þess.

  8
  • Hárrétt Viðar, oft gaman að sjá hvernig púlsinn var ca. á ólíkum momentum i gömlum færslum. Kemur ekkert alltaf vel út samt hjá manni 🙂

   2
  • Væri hræðilegt að missa VVD og af titlinum. Held að það sé bull að hann sé á leið til Juventus. Gleður mig að sjá hvað þú ert bjartsýnn á að tímabilið verði klárað, vantar svona jákvæðni inn í líf mitt núna.

   2
  • Enska úrvalsdeildin ætlar að funda á morgun. Aðeins 14 lið þurfa að samþykkja að núlla út tímabilið og slútta því, ef menn sjá ekki fram á að hún geti verið kláruð í júní.

   3
   • Í sambandi við tímabilið að klárast. Þá er búið að vera að gera allt til þess að það verður hægt að klára leiki.

    1. Búið að færa Evrópumótið
    2. Búið að gefa það út að markmið númer 1,2 og 3 sé að klára deildina og Evrópuleikir eru algjörlega auka(talað um að klára þá í stuttu móti í ágúst).

    Orðrómur um að sumir vilja að ef það er ekki búið að klára deildina 30. Júní þá er það of seint af því að þá rennar samningar leikmanna úti.
    EN
    FIFA og UEFA eru búnir að tala um að samningar munu verða framlengdir út tímabilið svo að ætli lið séu ekki að bíða eftir staðfestinu á því.

    Ég efast um að 14 lið myndu vilja núlla tímabilið því að það myndi þýða líklega gjaldþrot fyri nokkur lið og gríðarleg fjárhagslegt tap. Bara það að klára deildina t.d 30.júlí (mánuði síðar) myndi bjarga fjárhagi hjá annsi mörgum því að þá kæmi sjónvarpspenningur og styrkarpenningur inn.

    6
 3. Talið er að Nike búningar sem Liverpool spilar í á næsta tímabili hafi lekið á netið. Þessir búningar eru ekki að heilla mig og þessar grænu rendur eru ljótar og minna mig á litla liðið í Kópavogi.

  2
   • HK-ingar hafa því miður rétt á því að kalla sig stóra liðið í Kópavogi eftir að hafa yfirspilað okkur Blikanna tvisvar sinnum síðasta sumar og unnið okkur í annað skiptið. Þessar litlu grænu rendur hefðu alveg eins getað rauðar,svartar eða hvítar eins og við höfum heilt yfir verið mest verið að spila í. En algjör óþarfi að vera að pirra sig á einhverjum litlum rendum því það eru ekki litirnir á treyjunum sem skila sigrum heldur er það frammistaðan á vellinum eins og við höfum kynnst.

    2
 4. Sammála ykkur með mbl. Ég er alveg hættur að tikka á þann miðil og hvet fleiri til að gera slíkt hið saman. Ekki hjálpar það heldur til að þessi miðill er spilltur og undir verndarvæng bláu handarinnar. Ég vil frekar eðlilega samkeppni og vinnubrögð.

  6
 5. Jæja, mikilvægur fundur hjá forsvarsmönnum úrvaldseildarinnar sem var haldinn fyrr í dag.

  https://www.bbc.com/sport/football/52326617

  Ekkert búið að taka neinar ákvarðanir með nákvæmlega hvenær tímabilið mun fara aftur af stað en alveg ljóst að deildin mun verða kláruð þegar stjórnvöld í samráði við heilbrigðisyfirvöld gefa grænt ljós á það.

  Ennfremur var ekki minnst einu orði á það að tímabilinu yrði að ljúka fyrir 1. júlí nk. Eitthvað sem er búið að tröllríða netheimum síðustu daga. Mjög vandræðalegt fyrir þá fjölmiðla sem eru búnir að flagga því undanfarið. Alger þvæla auðvitað, því það er ekkert hægt að klára mótið fyrir þann tíma.

  4
  • Þeir sneyddu alveg hjá 1. júlí umræðunni, en geta ekki lokað augunum með það endalaust.
   Spurning hvort það verði ekki bara spilaðir 2-3 leikir á viku í júní fyrir luktum dyrum.
   Væri skrýtið að taka við fyrsta PL bikarnum fyrir framan tóma stúku. Samt illskárra en að missa af honum.

   1
 6. Sæl og blessuð.

  Smá framhjáhlaup, en ég datt niður á þessa dásemd á fb:

  https://www.facebook.com/LiverpoolFC/videos/539494986941251/

  Horfði á og naut. Þetta var síðasti ,,stóri sigurinn” í vetur (skv. mínu minni). Næstu leikir voru varnarsigrar þar sem Hendo, VVD og Gomez settu ,,Do not disturb” miða á hurðina og við héldum hreinu leik eftir leik eftir leik, og með seiglu, úthaldi og smá heppni tókst okkur að skora aðeins meira en andstæðurinn. Það er lykillinn að árangri vetrarins.

  Í rauninni, ef við horfum á þessa stórbrotnu viðureign þá sjáum við örla á alkalískemmdum undir málningunni. Ég veit, það er full neikvætt að sjá þetta svona en hvað er Salah að gera í þessum leik? Eigingirnin, kæruleysið og röng ákvarðanataka blasa við hástöfum. Það var ekki fyrr en hann var tekinn út af sem eitthvað fór að gerast. Í þessum leik var það Firmino sem fann sitt vandfundna markanef en við höfum ekki í langan tíma séð sóknarlínuna okkar fara á kostum þar sem allir þrir blómstra í sama leik.

  Þegar við töpuðum viðureigninni gegn AM þá var eitt sem sat í mér. Markvörður þeirra spænsku, sem var annars yfirburðarmaður á vellinum, gerði mistök í fyrri leiknum og sparkaði beint á Salah. Sá tók afleitlega við boltanum sem endaði hjá rangstæðum Firmino. Algjör byrjendamistök. Í seinni leiknum gerði Adrian sama feil. Sendi beint á Llorente (minnir mig). Framhaldið var því miður fagmannlega leyst og fór sem fór. Skólabókardæmi um hvernig á ekki að spila og hvernig á að spila.

  Ég held það sé kominn tími á nýtt blóð í framlínuna. Við þörfum alvöru klínískan framherja sem fer betur með færin en okkar menn hafa gert. Já, við höfum skorað mýgrút marka, en það hefur líka komið eftir ægilega flotta miðju og heimsmælikvarða bakvörslu sem hefur matað þá á dauðafærum.

  Næsta síson verða Laporte og Sané með MC og Bruno verður búinn að djúsa upp MU sem fá væntanlega nýtt og ferskt blóð. Aurarnir dælast inn í Tottenham og hin lundúnarliðin eru til alls líkleg. Við verðum að fá inn í þetta nýja byrjun, leikmenn sem sýna sama hungur, hugarflug og baráttu og Salah gerði á fyrstu tímabilunum. Wernerinn og Sancho held ég að væru nauðsynleg viðbót. Ég sæi jafnvel fyrir mér Firmino á miðju sem myndi slást við Gini um sæti þar.

  Síðasti stórsigur vetrarins birtir okkur blikkandi viðvörunarljós, krakkar mínir.

  Annars – flott podcast og ég hlakka til sumarsins þegar deildin loksins endar. Það verður magnað að hampa þessum titli, en við þurfum að gyrða okkur í brók fyrir næsta tímabil.

  3
  • Sammála mörgu Lúðvík.
   Skil þó ekki alveg þetta Tottenham comment. Ertu til í að útskýra það?
   Annars er það eitt aðalsmerki góðra liða að vinna leiki þar sem spilamennskan er ekki endilega upp á sitt besta.
   Ef lið er síðan með besta markvörð og besta varnarmann í heimi innan sinna raða þá eru góðar líkur á að leikir vinnist.
   En mikið væri ég til í Werner……

   1
   • Þessi leikur á móti Leicester var frábær leikur hja okkar mönnum Lúðvík…ef við fengjum Sancho og Werner þá færi 1 eða 2 af fremstu 3 frá okkur…Minamino og Curtis eru að koma meira inní liðið….Sancho og Werner fara ekki til annars liðs til að sitja á bekknum…annars er hægt að vellta þessum hlutum í margar áttir…

   • Blessaður Börkur.

    Já, það var eiginlega blúsinn í mér. Ég vil veita þeim meiri samkeppni.

 7. VVD og Mané eru ekkert að fara neitt. Algjörlega galið að það sé verið að ræða það. Mótið verður klárað í sumar/haust og við fáum okkar verðskuldaða titil númer 19. Svo að menn séu að reyna að tala niður Salah! Getur verið að covid19 sé farin að bíta í andlegu hliðina á fólkið? Stöndum undir nafni og styðjum LFC í gegnum súrt og sætt. Látum stuðningsmenn annarra liða um neikvæðnina og ruglumbullið!

  5

Magnaður uppgangur Michael Edwards

Trent