Gullkastið – Hvenær og Hvernig?

Miklar vangaveltur áfram um framtíð tímabilsins undanfarið og bara framtíð fótboltans í heild. Ekki vantar “sérfræðingana” í þá umræðu. Neikvæðar fréttir um Liverpool selja líklega best af öllum í þessari mestu gúrkutíð í sögu íþrótta.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 284dfdf

7 Comments

 1. Hlakka til að hlusta og vonandi að maður verði eitthvað jákvæðari næstu daga þegar hlustun er lokið. Alveg otrulega þreytandi þetta ástand sem er í gangi..

  1
 2. Þessi dagur byrjar ekki vel. Liverpool hefur selt þá báða Mané og Salah til Dortmund. Ótrúlegt að heyra viðbrögð Klopp við þessu: Það er lítið við þessu að gera segir hann. Við höfum verið að sjá að þýski boltinn er sífellt að bæta sig (improvement, eins og hann orðaði það). Ég trúi ekki öðru en hann fái væna summu af þessari risasölu.

  2
 3. “Kilroy was here” þú veist að aprigabbi er ætlað að plata menn til að fara eitthvað, ekki bara ljúga, það er nóg gert af því alla aðra daga.

  4
  • Nú er bannað að fara eitthvað, svo þá verða menn bara að ljúga.

   1
 4. Hverju orði sannara sem kom fram hjá ykkur, að ,,engin veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur,,. Þetta á við allt milli himins og jarðar, ef þannig má að orði komast.

  YNWA

 5. Ég var að vonast til að ,leikmenn og aðrir sem þiggja stjarnfræðilega há laun, myndu taka sameiginlega ákvörðun um að gefa örfáar vikur af laununum sínum til að viðhalda rekstri félaganna sinna. Ég lifi í þeirri von að þessar hörmungar muni hafa jákvæð áhrif á veröldina okkar a.m.k. eftir á. Umhverfismál, ofurlaun, orkumál og allt þetta sukkerí sem hægt væri að gera á miklu mannúðlegri máta.

  Sammála ykkur með allt í þessum þætti og þessir tímar eru þess eðlis að margt er í húfi. Eins megum við vera þakklátt fyrir það sem við höfum og höfum haft. Mikið rosalega vona ég að þetta tímabil verði klárað í sumar og að CL verði sett á pásu aðeins lengur ásamt bikarkeppnunum.

 6. Sælir félagar

  Takk fyrir að nenna þessu þegar um svo lítið er að tala. Gaman væri að heyra hjá ykkur spjall um leikmannamál, hvað menn halda að sé í pípunum þar og hvernig þau mál muni æxlast í sumar. Það eru endalausar frétir af leikmannakaupum MU og sýnist manni að þeir muni kaupa fyrir um 250 000 til 300 000 pund í sumar miðað við þá leikmenn sem orðaðir eru við þá. Eina marktæka salan hjá þeim yrði Pogba sem metin er eftir atvikum á 38 000 til 50 000 pund kall greyið. Annars bara góður.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4

Költ hetjur Liverpool

Skilaboð frá UEFA til knattspyrnusambanda