Tímabilið verður klárað á Englandi

Enska Úrvalsdeildin gaf í dag út skýra yfirlýsingu um að tímabilið 2019/20 yrði klárað, sama hvað það tekur langan tíma að klára það. 1.júlí er engin deadline dagur enda væri slíkt undarlegt í meira lagi, eini mánuðurinn þar sem jafnan er frí frá fótbolta!

Frábærar en fréttir og auðvitað eina skynsamlega lausnin í stöðunni. Þeir taka svo á næsta tímabili þegar þar að kemur, líklega verður frekar lítið um sumarfrí þetta árið, öllum væntanlega sama um það þegar við losnum úr núverandi aðstæðum!

43 Comments

 1. Loksins góðar fréttir á þessum síðustu og verstu!

  Vonandi náum við að klára þetta tímabil innan 3-4 mánuða.

  Það verður sturlað að fá þann 19. í safnið og kannski þann 20. líka fyrir 2014 tímabilið.

  8
  • Fáum ekki titilinn fyrir 2014 frekar en að 5. sætið veitir aðgang að UCL, enda UEFA og FFP gjörsamlega spineless.
   En liðið þarf að vera tilbúið í sumar ef að þetta tímabil verður ekki gert ógilt. Höfum verið gjörsamlega vonlausir í síðustu leikjum og maður vill ekki horfa uppá álíka afhroð og 2014 þegar maður var orðinn Englandsmeistari í höfðinu.

   2
 2. Nu er henry winter að hafa eftir kollega sinum fra NHS að það se ómögulegt að spila a englandi fyrr en um miðjan okt ?
  Það þýðir bara að það er tvennt i stöðunni.
  Klára þetta tímabil og sleppa næsta tímabili eða slútta þessu og byrja nýtt i okt.

  Það er alveg klárt að ef það verður byrjað a þessu aftur um miðjan okt, þá er ekki verið að fara að starta nýju tímabili i byrjun jan

  • Hef grun um að Vinter hafi ekki rétt fyrir sér, heldur geti fótboltinn byrjað í ágúst. Þá er einfaldast og raunhæfast að hefja nýtt tímabil, enda byrjar deildin alltaf í ágúst.
   Væri þó hægt að klára t.d. FA Cup samhliða því enda eru þar bara örfáir leikir eftir.
   Samt vonar maður auðvitað að það verði hægt að spila þessar 9 eftirstandandi umferðir til þess að sjá hvort liðið stendur uppi sem meistari, og vinna mögulega PL í fyrsta skipti í sögunni.

   3
   • verður að klára þetta tímabil, ef það er ekki gert fær enginn greiddann sjónvarpsréttinn fyrir þessa leiktíð.

    hinsvegar þurfum við lítt að spá í fótbolta ef þessi veira endist út sumarið, allur heimurinn verður orðinn gjaldþrota á þeim tíma.

    2
 3. Nú líður tíminn og ekki er þessi faraldur á leiðinni í burtu í augnablikinu. Því miður sé ég ekki hvernig hægt verður að keyra tímabilið áfram í vor. Hvað með leikmenn og áhættuna fyrir þá því eflaust verða menn ekkert æstir í að spila of snemma. Auðvitað lifir maður í voninni um bestu niðurstöðu svo hægt verði að spila í vor svo nú er um að gera að krossleggja fingur.

  3
 4. Það er búið að fresta Ólympíuleikum 2020 sem átti að fara fram í júli. Þá sé ég ekki að það verður spilað á Englandi í júni. Held það væri best fyrir alla að allar deildir í Evrópu mundu hætta og byrja bara næsta tímabil í haust( Ef það verður hægt)

  2
 5. Í ljósi þess að Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Þá er erfitt að sjá að deildarkeppnir í fótbolta verði kláraðar enda heilsa fólks milljónfalt mikilvægari en fótbolti.

  4
 6. Það verður byrjað að spila aftur í maí ég finn það á mér. Að bera saman deildina við keppnir sem ekki eru enn hafnar og þar sem 100 manna frá hundruð þjóða koma saman og allt þarf að ganga upp og ver orðið klárt með miklum fyrirvara og fyrirhöfn er eins og bera saman apelsínur og epli, og að halda því fram að aðþví að ÓL er frestað að þá hljóti deildinni að gera slíkt hið sama bara hef enga trú á því að þetta klárist ekki bara ekki ég.

  YNWA.

  3
 7. Sælir félagar, Einar heiti ég og starfa sem læknir á Royal Hallamshire Hospital í Sheffield á Englandi. Ég er sérfræðingur í almennum lyflækningum og hef því verið að fást við COVID-19 hér frá fyrstu hendi. Ég er einnig mikill Liverpool maður og var til að mynda á vellinum þegar okkar menn léku gegn Sheffield Utd og Gini skoraði sigurmarkið.

  Mitt innlegg inn í þessa umræðu um tímabilið á Englandi er einfalt, það verður ekki hægt að spila fótbolta á neinu leveli á Englandi fyrr en í fyrsta lagi í lík ágúst / byrjun september. Því miður var breska ríkisstjórnin alltof svifasein í viðbrögðum sínum gegn veirunni sem kristallast í þeim panic viðbrögðum sem núna eru í gangi. Næstu þrír mánuðir (hið minnsta) verða mjög erfiðir. Eftir það þarf að fara í ákveðin uppbyggingarfasa sem m.a. fellst í því að byggja aftur upp forgangsinnviði o.s.frv. Engar fjöldasamkomur verða leyfðar fyrr en í fyrsta lagi sept/okt að hættu við að veiran taki sig upp aftur.

  Það væri hægt að spila fyrir luktum dyrum. En ég bið ykkur þá að setja ykkur í spor leikmanna/þjálfara/starfsmanna sem einhverjir munu eiga um sárt að binda vegna veikra ástvina víðsvegar um heiminn.

  Að lokum tel ég að National Health Services (NHS) muni einfaldlega banna íþróttastarf sem krefst aðstoðar NHS. T.d má ekki spila leik í ensku Urvalsdeilinni nema að sjúkrabíll sé viðstaddur ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum – slíkt er aldrei að fara gerast í júlí eða ágúst enda er mikill skortur á þeim núna sem bara mun aukast næstu mánuðina.

  Ég endurtek, ég hef starað beint í augun á þessum vágesti – þetta er skelfilegt ástand. Fótbolti verður að bíða. Vonandi verðum við krýndir meistarar og næsta tímabil byrjar í sept. En það verður engin fótbolti spilaður hér í Englandi næsta sumar – því lofa ég.

  9
 8. Við getum bara hætt við þetta tímabil og Liverpool byrjar bara með 25 stig í plús og öll önnur með 0 á næsta tímabili. Er það ekki sanngjart.
  Við getum alveg tekið því.

  Áfram Liverpool

  • Málið er að það er alltaf talað um það að aðal atriðið sé að Liverpool verði Englands meistarar í lok tímabiliis. Fyrir okkur púlara er það nátturlega mikilvægast. En fyrir önnur lið er það bara ennþá mikilvægara að tímabilið sé klárað og úrslit fengin, hver fellur og hverjir fara upp um deild. Það eru lið í EFL sem eru búinn að vera stefna á það að komast í PL
   Mikilvægasti leikurinn sem spilaður er í heiminum(peningalega séð) er umspilsleikurinn um hvaða lið lendir í 3. sæti í EFL. Það lið kemst í í PL og allt breytist hjá þessu liði. Ég benti á þetta með 25 stigin, til að sýna hversu fáranlegt það er að klára ekki það sem byrjar var á. Ef það ætti að gera eitthvað þá ætti að fella niður næsta tímabil, það er ekki byrjað. Það er ekki að fara gerast, það þarf bara að gera breytingar á öðrum keppnum sem verið er að spila um leið og PL er spilað.
   Það er eftir ca 2 mánuðir af tímabilinu, hvað er að því að klára það í endann júlí. Byrja síðan næsta tímabil mánuði seinna, sleppa deildarbikarskeppninni. FA bikarinn verður eingöngu spilaður þannig að allir leikir eru spilaðir þar til úrslit fáist.
   Það keppast allir um það að segja að best væri að fella þetta tímabil niður, einfaldlega vegna þess að Liverpool er búið að vera besta liðið í deildinni, sumir höndla það bara ekki.

   Áfram Liverpool

   4
 9. Mbl.is keppist við að koma með viðtöl við hinna og þessa gamla útbrenda þjálfara og ég veit ekki hvað !
  Flestar þessar fréttir hafa ekkert með LIverpool að gera en eru einhverja hluta vegna alltaf settar í samhengi við Liverpool eins og nú síðast er Sam A að opna á sér rassgatið og í fréttinni segir að 422 séu smitaðir í Englandi og ástandið því þar mjög slæmt ! Rétta er að um 8.200 sem vitað er um eru smitaðir og er sú tala örugglega of lág? Ég hefði haldið að menn sem skrifa fréttir verði að vanda sig aðeins þó að þeir vilji bara skrifa um það hversu sárt þetta tímabil er fyrir LFC þá held ég að það séu smá munir miðað við önnur félög sem eru að berjast fyrir lífi sínu fjárhagslega og þá sérstaklega lið sem eru að reyna komastu upp um deildir. Jákvæða sem menn sjá ekki í þessu öllu saman er að LFC er langbesta liðið á Englandi og þó víða væri leitað og verður það ekki tekið frá okkur með þessu ástandi, og þá má líka sjá það að ef það gerðist að deildinni yrði slaufað og allt á 0 þá erum við áfram heimsmeistarar, Evrópumeistarar, og erum enn inni í öllum kepnum sem er ekki lokið og verða settar á 0. Litlu liðinn Man U og Arsenal verða áfram utan við CL sem er bara frábært halda áfram að dragast fjárhagslega aftur úr öðrum liðum og okkar klúbbur verður bara stærri og stærri með hverjum deginum þetta er ekki allt neikvætt bara lesa ekki of mikið af fréttum um Enska boltann inni á MBL.is.

  YNWA.

  3
  • Gott innlegg. Þá væru Mourinho og félagar að græða mest á kostnað vinar okkar Brendan og refana hans. Chelski/Varchester baráttan opnari.
   Maður vill auðvitað klára tímabilið og sjá liðið hampa deildartitlinum. Óttast það versta.
   Mjög ómálefnalegt að segja að við ættum að byrja með 25 stig í forgjöf á næsta tímabili.. á þá Norwhich eitt að byrja með 0 stig, Villa með 4 og o.s.frv…
   Maður er að heyra að fólk á Englandi (London) fjölmenni ennþá í almenningssamgöngur og sé ekki að tækla stöðuna af þeirri alvöru sem ætti að gera. Þá teygjist kúrvunni og smitin endast lengur.
   Vonum það besta
   YNWA

   2
 10. Svona að ganni þá eru hér fyrirsagnir af 4 síðustu fréttum frá Mbl.is er varðar Liverpool eða ekki !

  1) Sorglegar niðurstöður fyrir Liverpool
  2) Hafnaði Liverpool í miðri læknisskoðun
  3) Telur að Mané fari til Spánar
  4) Aðeins tveir frá Liverpool í liði tímabilsins

  Það er ekki einleikið hvað menn eru öfundsjúkir út í liðið okkar.

  YNWA.

  7
   • bara allt of margir ManU menn sem eru vinnandi í fjölmiðlum. Óþolandi t.a.m. að horfa á meistaradeildina síðustu ár þegar stjórnandi körfuboltakvölds stýrir meistaradeildarþáttunum, hann getur ekki hætt að tala um manutd.

    2
   • Hárrétt það er alveg magnað hvað þeir eru margir. Á Stöð 2 sport eru a.m.k. Gummi, Rikki, Henrý og KJ. Þáttastjórnandinn á Símanum er Man Utd maður. Allir í Dr. Football podcastinu er Man Utd menn og líka í útvarpsþættinum á .net. Þetta að ofangreindu eru vinsælustu fótboltaþættirnir. Þetta er alveg vandræðalegt þegar maður byrjar að telja þetta upp og svo eru menn sem halda með Liverpool einsog Höddi og Valtýr Björn (nokkuð viss um að hann sé Liverpool maður þótt ég hafi líka heyrt að hann haldi með West Ham og Leeds) sem koma lítið við sögu í umræðunni í dag. Einnig vandræðalegt hvað fjölmiðlar á Íslandi reyna að finna allar neikvæðar fréttir um Liverpool með heimildir frá ruslmiðlum og koma þeim í fréttir. Það er því frábært að hafa þennan hlaðsvarpsþátt hjá kop.is því þar er umræðan um Liverpool á mjög háu plani.

    5
   • Varðandi podcast þá er mér nokkuð sama hvaða liðum menn halda með þar sem það er meira “persónulegur vettvangur” en “opinber vettvangur”

    Ég hef gott álit á KJ persónulega en það er stór veikleiki hjá honum að þegar hann hefur verið að stjórna meistaradeildarþáttunum þá er hann of hlutdrægur.

    Gummi Ben er sá (mitt mat) sem kemst næst því að vera hlutlaus af lýsendum S2S. Missti mikið álit á Rikka í síðustu viku þegar ég horfði á þátt með honum

    Höddi Magg er ekki lengur starfandi á S2S og er ég feginn því þótt að hann sé Liverpool-maður. Valtýr er ekki mjög áberandi á S2S en er að mínu mati góður í sínum podcast-þáttum.

    ég hlusta aldrei á .net þættina þar sem ég hef aldrei haft mikið álit á Tom eða Elvari. Þeir ættu að snúa sér að öðru en vinnu í fjölmiðlum.

    1
 11. Keppni í neðri deildum Englands aflýst og úrslit hafa verið gerð ógild.

  1
 12. Það stefnir allt í að deildarkeppninni verði aflýst í ljósi frétta dagsins. Samt setur FA stefnuna á að klára FA Cup? Annaðhvort klárar þú öll mót eða ekkert. Ljóst að maður er alveg hættur að nenna þessu ef það á nostra við hagsmuni liðanna sem eftir eru í FA en rífa titilinn svo frá Liverpool.

  • Við hverju bjóstu?
   ,,Tímabilið verður klárað á Englandi”
   ,,Við eigum að byrja með 25 stig í forgjöf”
   Get real…
   Þetta er heimsfaraldur sem er að drepa svo miklu meira af heiminum en bara fótbolta…
   Hef sagt það núna í mánuð að það eru góðar líkur á að tímabilið verði gert ógilt, en hef ekki fengið neitt nema skæl og væl frá pirruðum bjórvömbum til baka. ,,Enginn gat stöðvað okkur svo það þurfti vírus til” … Sama gildir fyrir lið í toppbaráttu annarsstaðar í Evrópu, ég bara skammast mín fyrir að halda með okkar liði þegar ég les sumt af sjálfhverfa ruglinu sem margir eru að skrifa hérna inni. Auðvitað er ömurlegt að ná ekki að vinna PL í fyrsta skipti í sögunni, en mögulega getum við það seinna.. Þetta er eins og 2009 eða 2014, nema þá fengum við medalíur, það gerum við ekki núna.
   Komum bara sterkir til baka á næsta tímabili, þetta tímabil gerðist tæknilega séð aldrei.. öll úrslit þurrkuð út!
   YNWA

   1
   • Ekki snúa út úr. Það sem ég er að meina er að ef deildin verður ekki kláruð. Afhverju ætti þá að klára bikarkeppnina? Sætti mig alveg við að mótið verði ekki klárað en þá á ekkert að gefa einhvern afslátt með bikarkeppnirnar.

    2
   • Væl !! hef aldrei séð skrif frá þér hér inni og því þori ég að veðja að þú sér ManU aðdáandi eða pistilhöfundur á mbl.is. Allavega færi þér betur að skrifa annarstaðar en hér.

    YNWA.

    1
 13. Litla þunglyndið þetta ástand. Maður myndi eins og staðan í dag líklega fagna meira fyrir að sjá fótbolta án áhorfenda en maður fagnaði þegar við unnum meistaradeildina í fyrra eitthvað sem maður var ekki spenntur að sjá fyrir mjög stuttu síðan . Já ætli við fáum nokkuð þennan titil.
  Fyrirsogn þessarar greinar er samt sú að tímabilið verði klárað. Er það alveg niðurnelgt að svo verði gert eða getur það enn breyst ?? Getur einhver komið með eitthvað jákvætt hérna ?

  2
  • Það jákvæða i stöðunni Viðar er að allt verður reynt til að klára deildina…..á meðan munu hinir ýmsu spámenn koma upp um sitt hugarfar ekki láta þá ná til ykkar….

   5
 14. Þetta er búið

  “Æ fleiri fé­lög í ensku úr­vals­deild­inni vilja af­lýsa yf­ir­stand­andi tíma­bili vegna kór­ónu­veirunn­ar.”

 15. Væri til í umræðu um hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Hvort verður:

  A.Tímabilið látið enda eins og sætin í deildunum eru núna?
  B: Tímabil ógilt og allir spila í sömu deildum og í upphafi núverandi tímabils

  Leið A er mjög ósanngjörn gagnvart t.d. Man Utd sem stefnir á 4. sæti og liðunum í fallsætunum og þeim sem eiga möguleika á Evrópusæti.
  Leið B er mjög ósanngjörn gagnvart Liverpool, liðum í toppbaráttu í neðri deildunum og liðum sem eiga möguleika á Evrópusæti sem voru ekki í baráttu fyrir ári síðan.

  Leið A:
  Botnliðin 3 og öll lið í neðri deildum sem eiga möguleika á umspili myndu fara í málaferli og krefjast endurgreiðslu líklega á öllum rekstrarkostnaði á þessu tímabili.
  Leið B:
  Liverpool færi líklega fram á endurgreiðslu á öllum kostnaði (t.d. laun) ef tímabil verður ógilt. Sömuleiðis lið í neðri deildunum færi fram á tekjur eins og þeir væru í deildinni fyrir ofan.

  Það sem ég tel vera líklegast er að núverandi tímabil verði klárað, hvort sem það verður í maí-júlí eða í september-nóvember. Miklu mikilvægara að ljúka þessu tímabili frekar en að klára það næsta. Þessi veira gæti líka komið aftur upp næsta haust/vetur og því gætu tvö tímabil farið í súginn.

  Klárum þetta tímabil og gerum breytingar á því næsta. Mögulega hægt að spila næsta tímabili frá des-okt og klára það fyrir HM2022. Það tel ég þó langsótt. Líklega verður ekki league cup á næsta tímabil og mögulega leikinn ein umferð eða ein og hálf.

  YNWA

  2
  • Þessi umræða er út um allt og eru skiptar skoðanir og fer pínu eftir því með hvaða lið þú heldur í hvaða átt þessi umræða er.

   Áður en lengra er haldið er gott að átta sig á að Enskadeildinn setti 30.apríl sem fyrsti dagurinn til að spila leiki og er alveg mánuður í það. Það sem er að gerast er að íþróttafréttamenn hafa ekkert að tala um en þurfa að fá einhvern til að lesa og því er mjög vinsælt að skrifa neikvæðar fréttir um Liverpool og hvað það væri frábært ef þeir myndu ekki vinna deildina sem þeir eiga svo sannarlega skilið.

   Valmöguleikarnir eru
   A) Að klára deildina og gefa sér bara tíma í það. Deildinn hefur alveg Maí, Júní, Júlí og jafnvel ágúst/Sept til að klára þetta. Þetta er það sem sangjörn niðustaða fæst og það kemur niðurstaða sem engin getur vælt yfir eða lögsótt deildina. Með þessu fær deildinn að klárast og deildinn fær penninga fyrir sjónvarpsútsendingar og frá helstu styrktaraðilum.
   – Þetta er sú leið sem flestir vilja fara en hún krefst smá þolimæði og sjá hvernig ástandið verður.
   – Hér verður líklega að spila einhverja leiki fyrir tómum kofa til að klár deildina.
   – Það er búið að fresta EM nákvæmlega útaf óvissuni og líka til að gefa deildum í Evrópu tækifæri að klára sínar deildir.
   – Það var umræða um að Skysport og BT væru tilbúinn að sýna fullt af leikjum fyrir luktum dyrum og hefur því sú umræða farið fram.

   B) Að láta deildina enda eins og hún er núna.
   Það er búið að spila svo mikið af deildinni að það væri hægt að réttlæta það með útreikningum hvernig deildinni myndi enda eða jafnvel láta stöðuna núna látin standa sem væri mest ósangjart gangvart þeim liðum sem eiga leik inni.
   – Þetta er líklega sú leið sem fæstir eru að tala um

   C) Að láta deildina algjörlega núla sig og við byrjum aftur uppá nýtt.
   Þarna væri hægt að tala um eins og deildin hafi ekki verið spiluð og útaf ástandinu þá sé þetta eina vitið.
   Hérna flækist málið gríðarlega útaf
   1. Tekjum frá sjónvarpsréttum og styrktaraðilum
   2. Hvaða lið fara upp? Hvaða lið fer niður? Hvaða lið fá að fara í Evrópukeppni?
   3.Lögsóknum – Þau lið sem missta af tækifæri til að komast upp eða ná Evrópusæti sem þau telja sig eiga rétt á vilja fá bætur og vilja fá réttlætið verður fullnægt.

   Þeir sem vilja þetta eru oftast þeir sem þola ekki Liverpool eða lið þeira eru í fallsæti eða eru að eiga lélegt tímabil þar sem þau eru að missa af Evrópusætum(stjórnarformaður West Ham er mjög dugleg að tjá sig enda liðið í frjálsufalli)

   Hvað á þá að gera?
   Núna á nákvæmlega að gera ekkert. Það þarf ekkert að gera neitt núna eða taka ákvörðun um eitt eða neitt núna.
   Fótbolti skiptir máli en hann skiptir ekki öllu máli(þótt að manni líður oftast þannig).
   Það þarf bara að bíða og sjá hvernig ástandið verður en þessi veira gengur yfir UK en það er óvíst hversu hratt og það mun skýrast þegar nær dregur.

   Mæli með að fólk sé ekki að velta sér alltof mikið í þessu núna og þarf að taka stöðuna rétt fyrir 30.apríl þegar mótinu verður líklega frestað aðeins áfram en þá kannski fer að sjá fyrir endan á þessu eða hámarkinu náð í UK(í maí) með þessa veiru og kúrvan á leiðinni niður sem þýðir að vonir um bjartan tíma eru framundan.

   YNWA

   4
 16. Klárt mál að besta leiðin væri alltaf sú að klára tímabilið. Sú umræða að núlla tímabilið er bara galin.

  2

Gullkastið: Covid-19

Alvarleg gúrkutíð