Liðið gegn Chelsea

Þá er komið að bikarleik okkar manna gegn Chelsea í FA bikarnum. Fyrr í dag léku U19 gegn Benfica á þeirra heimavelli og máttu lúta í gras, Benfica unnu 4-1. Leikurinn var annars fjörugur, Jaros varði víti undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa verið næstum búinn að verja víti fyrr í hálfleiknum. Okkar menn léku 10 síðustu 20 mínúturnar eftir að Sepp van den Berg var rekinn af velli fyrir afar dýfulegt brot á leikmanni Benfica sem var sloppinn í gegn, og í uppbótartíma þurftu okkar menn að spila tveim færri eftir að Leighton Clarkson var rekinn af velli fyrir að sparka til andstæðings sem hafði tekið hann niður með peysutogi.

Nóg um það, þessi leikur fer beint í reynslubankann hjá Elliott, Hoever og hinum guttunum.

En svona stillir Klopp upp núna á eftir:

Adrian

Williams – Gomez – VVD – Robertson

Lallana – Fabinho – Jones

Mané – Minamino – Origi

Bekkur: Lonergan, Milner, Matip, Chirivella, Oxlade-Chamberlain, Firmino, Salah

Semsagt, talsvert róterað lið, en samt með nokkrar kanónur innanborðs eins og VVD, Robbo, Gomez, Fab og Mané. Ómeiddir leikmenn eins og Alisson, TAA, Gini og Lovren eru ekki í hóp en fylgjast örugglega með af pöllunum.

Við hendum svo liði Chelsea (pun intended) inn í athugasemdir um leið og það verður birt.

KOMA SVO!!!

53 Comments

 1. Chelsea eru með sterkt lið. Þetta verður snúinn og áhugaverður leikur, vonandi komumst við á sigurbraut að nýju.
  Mané setur allavega eitt og lallana eitt. Pedro eitt.
  1-2(3)!

  2
 2. Allt annað lið en í öðrum bikarleikjum og alveg smá sens að vinna þetta chelsea lið sem verður alltaf mjög erfitt samt. Erum með 5 af okkar 11 bestu mönnum. Hefði viljað sjá þá svona 7 af 11 en alla vega ekki heimsendir með kanónurnar á bekknum og núna er bara að mæta og klára þetta Chelsea lið og vinna þennan bikar 🙂

  Spai að við klar um þetta 1-2. Origi og Dijk með mörkin

  2
 3. Veit einhver hvernig adrian ætlaði að verja boltann?
  Við munum skora líka!!

  2
 4. Klopp vill greinilega gera allt til að i veg fyrir sð Liverpool vinni þessa keppni! Eg segi eins og svo margir aðdáendur Liverpool ! Megi hann fá bágt fyrir !!

  8
 5. Ég auglýsi hér með eftir Liverpool liðinu í seinni hálfleik, takk

  2
 6. Ég er með blendnar tilfinningar til þessa hálfleik. Bæði lið spila sóknarbolta og eru hvergi banginn. Á köflum voru Chelsea þónokkuð betri en róuðust eftir markið.

  Mér fanst þetta mark óþarfi. Fabinho var eitthvað að dútla á hættusvæði sem er ekki honum líkt og misti hann. Í kjölfarið kom mark.

  Ég held að liðið geti komist aftur inn í leikinn en liðið verður að hætta að missa boltann á hættusvæði og fá þessar hröðu skyndisóknir á sig. Það lagaðist reyndar þegar leið á hálfleikinn og vonandi fer þetta batnandi.

  2
 7. Bara enganveginn nógu gott FA og League cup eru líka dollur orðin þreyttur á þessum uppstillingu hjá Klopp í þessum keppnum andsk.

  2
 8. Út með Fabinho og aðra slappa leikmenn og inn með James, Bobby og Mo. Sem fyrst.

  2
 9. Eg bara vona að Klopp verði að ósk sinni að þeir tapi þessum leik. Til hvers i andskotanum að senda þriðja besta liðið i þennan leik þegar hann getur vel sent lið sem getur unnið leikinn.

  3
 10. Það á greinilega ekki að reyna að vinna þetta .Skiptu maður andsk hafi þetta.

  3
 11. Fínt að vera laus við þessa bikarkeppni. Vil bara vinna deildina sem fyrst og fara áfram í CL.

  1
  • Það er nátturlega frábært að vera ennþá í CL, er samt skít hræddur við þann leik, ef við erum að fara að mæta AM með 2 eða 3 tapleiki á milli.

   Bara óásættanlegt að tapa svona auðveldlega á móti Chelsa, erum ekki nálgæt marki

 12. Algjör skita enn og aftur, en varð Klopp ekki bara að ósk sinni ?

  2
  • Þetta er svo ævintýranlega heimskulegt komment. Klopp setti pottþétt van Dijk, Fabinho og Mané í byrjunarliðið af því að honum langar að tapa.

   1
 13. Það er varla horfandi á þessa enn eina skituna hjá okkar mönnum. Þvílíkur aumingjaskapur í gangi.

  Fabinho spilar eins og rusl. Leik eftir leik núorðið.

  Vill sjá tvöfalda skiptingu strax. Gagnslausa Fabinho og Origi út og Firmino og Salah inn. Eða er Klopp bara sáttur?

  What the fucking fuck segi ég bara!

  5
 14. Hvað í anskotanum, það fór engin almenilega í hann og gæinn fékk frítt skot. Aldeilis frábært að tapa 2 leikjum í röð og detta út úr FA Cup.
  Bournmoth næst, mæta hungraðir á Annfield

  Get nánast lofað ykkur því að AM er að fara slá lfc út úr chamipon leauge

  já ég er hundfull

  2
 15. Loksins kemur fyrirliði inn í liðið, steingelt með Hollendinginn með bandið.

  2
 16. Eru virkilega til Liverpool aðdáendur sem eru sáttir við að tapa leikjum og detta út úr keppnum.

  2
  • Það heitir að forgangsraða. Við fórum á ótrúlegan hátt á móti everton með yngsta lið í sögunni. Við gáfum skít í keppnina þá og ég var með í því. Þegar við drógumst á útivelli á móti chelskí þá vissi maður að það yrði mjög erfitt verkefni. Þeir hafa allt að vinna enda tímabilið þeirra vonbrigði og við með b-lið. Ég styð Klopp í því að stilla upp veikara liði í bikarkeppnunum en auðvitað vill maður aldrei tapa. Það segir sig sjálft. Hef verið stuðningsmaður Liverpool í rúm 40 ár og má vel hafa þessa skoðun á bikarkeppnunum þetta árið.

   3
 17. Bíddu hvað eiga chelsa að fá að sleppa oft í gegn 1 á 1 geng markmanni. þetta er að verða pínlegt að horfa á.
  Liðið mitt bara ekki sjón að sjá…

  3
 18. Varnaleikurinn er búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum….. hvað sem veldur!!!

  En svo ánægður með hvað Milner kemur inn með baráttu

 19. Hvað er að gerast með liðið þeir eru alveg heillum horfnir gjörsamlega getulausir fram á við.

  2
 20. Mér finnst eins og chelsea séu helmingi fleiri inná ?hvar er pressan áræðnin og gleðin ? Spilið alltof hægt og fyrirsjáanlegt ég á bara ekki orð ?

  2
  • Það er einhver farþegi þarna inná sem getur ekki neitt, keyptur í janúar…..

   2
 21. Finnst aðal áhyggjuefnið að við erum ekki að skora neitt í undanförnum leikjum.
  Ef sóknarleikurinn væri að skila fleiri mörkum myndi það létta á vörninni.

  1
 22. Skil ekkert í því að menn séu hissa á þessu. Klopp gerir 7 breytingar á byrjunarliðinu og þetta er bara niðurstaðan á móti mjög sterku Chelsea liði. Ekkert óvænt hér. Hverju áttu menn von á þegar hverið er að keppa á heimavelli Chelsea? Klopp þarf að svara fyrir þetta liðsval sitt, það er bara þannig.

  Búið að vera geggjað tímabil og sá stóri senn í höfn. Mér finnst samt alger óþarfi að fórna þessum bikarkeppnum. Það erekki eins og menn séu að drukkna í álagi, nýkomnir úr vetrarfríi.

  Erum við að fara að detta líka út úr meistaradeildinni í næstu viku? Pottþétt með svona spilamennsku.

  3
  • Já ég óttast orðið þann leik, vörnin út að skíta, ekkert að gerast hjá sókninni, skorum ekki neitt, skjótum ekki fyrir útan osfrv.

 23. 3dja tapið í 4 leikjum algjört hrun virðist vera jæja ef það á að tapa kanski best að gera það bara almennilega

  1
 24. Vona að miðjumennirnir okkar hafi náð að læra eitthvað af hinum 18 ára Billy Gilmour í kvöld. Djísús kræst hvað þetta er pínlegt.

  1
 25. Hvað er málið með dóma gegn okkur, en þó það mikilvægasta, hvar er hungrið?

 26. Sælir félagar

  Það er vont að tapa það venst ekki
  Næsti leikur er það sem skiptir màli núna en með lakri frammistöðu núna og í síðasta leik erum við búnir að senda út þau skilaboð að það sé hægt að vinna okkur og munu önnur lið nýta sér það að fallið er hàtt fyrir þà sem var búið að mæra og mæra af andstæðingum til að rugla einbeitingua hjá okkar mönnum.

  veðum að klàra tímabilið með reisn

  1
 27. Mér fannst ekkert að þessari liðsuppstillingu hjá Klopp. Þetta lið á alveg að vera nógu gott til að vinna Chelsea. Adrian, Jones og Williams hafa allir verið að spila vel í þessari keppni og áttu því skilið að vera í liðinu. Það eru hins vegar lykilmenn sem hafa verið ólíkir sjálfum sér í síðustu leikjum. Menn eins Fabinho, Mane og VVD. Varnarleikurinn slakur og vantar allan ákafa í liðið.

  1
 28. Sælar lesendur góðar.
  Liðið okkar er bersýnilega útkeyrt enda verið á háu tempói allt tímabilið. Billy Gilmour kom mér rosalega á óvart, réðum ekkert við hann á miðsvæðinu.
  Þrátt fyrir að útsláttarkeppnum sé hér um bil lokið hjá okkur þetta árið, þá erum við að fara vinna PL í fyrsta skipti í sögunni.
  Það erótrúlegt að lesa að menn vilji losna við Klopp, en ekki er öll vitleysan eins.

  2
  • Sæl.

   Hef ekki séð einn einasta mann hérna segja að hann vilji losna við Klopp.

   4
 29. Greinilega eitthvað switch off þegar menn fóru í þetta frí, héldu menn að tímabilið væri búið ? Ég held að það sé margt til í þessu með að það vanti Hendo til að rífa menn í gang og sýna smá meiri passion og baráttu og að þeim sé ekki sama, of margir farþegar í þessum leik, Jones, Lallana, Origi, Minamino, sviðið of stórt fyrir Williams og Gomez shocking.

  6

Gullkastið – Skítur skeður!

Chelsea 2 – 0 Liverpool