Liverpool lauk keppni í FA bikarnum í kvöld með 2-0 tapi gegn Chelsea á Stamford Bridge.
Mörkin
1-0 Willian (13. mín)
2-0 Barkley (64. mín)
Gangur leiksins
Klopp stillti upp semí sterku liði, 5 af hefðbundum byrjunarliðsmönnum (Gomez, VVD, Robbo, Fabinho, Mané), restin annaðhvort frá bekkjarsetumönnum (Adrian, Lallana, Origi, Minamino) eða kjúklingar (Jones, Williams). Þetta lið hefði á góðum degi átt að geta klárað svona leik.
Það voru þó ekki liðnar nema 13 mínútur þegar Chelsea náðu forystunni. Adrian varði vel skot frá Willian, sendir boltann frá sér á Neco sem gefur til baka á Gomez, og þar byrjaði vesenið. Gomez rennir á Fabinho en samt ekki nægilega nákvæmt svo hann lendir í pressu og gefur boltann frá sér beint á Willian sem á aftur skot. Þetta var skot sem Alisson hefði 100% varið, og Adrian hefði líklega varið þetta skot í svona 99% tilfella. En ekki þetta eina skipti, því hann virtist ætla að reyna að grípa boltann en gloprar honum úr höndunum á sér og í hliðarnetið. Staðan orðin 1-0, ekki endilega sanngjarnt en það er ekki spurt um það. Okkar menn kláruðu fyrri hálfleikinn með ágætum leik, áttu slatta af færum, þar á meðal eitt þar sem þeir áttu þrjú skot að marki á þrem sekúndum en alltaf annaðhvort beint á Kepa eða nógu nálægt honum til að hann næði að verja. Þá átti Mané góða rispu eftir innkast þar sem hann hristi af sér 3 varnamenn Chelsea en skaut ekki nægilega nálægt stöng, Neco fékk frákastið en skaut framhjá.
Semsagt, í sjálfu sér engin ástæða til að panika í hálfleik, en þó var staðan þarna orðin sú að liðið hafði ekki skorað í 135 mínútur. Slíkt gengur ekki til lengdar. Maður var að vonast til að liðið kæmi tvíeflt til leiks í seinni hálfleik, en í raun varð bara afturför. Og sú afturför fullkomnaðist þegar Ross Barkley fékk boltann á miðjunni, fékk að vaða nokkurnveginn óáreittur upp að vítateig og skaut þar föstu skoti sem Adrian átti engan séns í. Adrian þurfti svo að bjarga okkur aftur skömmu síðar þegar Pedro náði boltanum eftir misskilning á milli Neco og Gomez eftir hornspyrnu, Pedro slapp einn í gegn en Adrian varði með fætinum. Hann varði svo aftur frá Giroud meistaralega einhverju síðar þannig að boltinn fór í slána. Þá fengu Chelsea aukaspyrnu við vítateiginn sem Mason Mount setti í þverslána og yfir.
Firmino og Milner komu inná fyrir Jones og Origi á 70. mínútu, og 10 mínútum síðar kom Salah inná fyrir Lallana. Breyttu þessar skiptingar einhverju? Nei. Liðið fékk varla færi sem orð var á gerandi, og leikurinn fjaraði út án þess að það næðist að ógna marki Chelsea svo neinu næmi.
Bestu/verstu menn
Á laugardaginn voru nánast allir að spila illa, það var kannski ekki alveg þannig í kvöld en engu að síður voru ekki nógu margir að spila vel eins og sést á úrslitunum. Sá sem kemur einna best frá þessum leik er líklega Neco Williams. Vissulega á hann móment þar sem sést hve ungur og óreyndur hann er, en hann er óhræddur við að berjast og djöflast. Hann er klárlega mjög framarlega á listanum yfir backup í hægri bakverðinum, sem er magnað í ljósi þess að hann var nánast algjörlega óþekktur liðsmaður unglingaliðsins í haust. Ég ætla líka að minnast á Adrian, vissulega gerði hann stór mistök í fyrsta markinu og á það mark alveg skuldlaust. En svo tók hann 2-3 vörslur í stöðunni 2-0 sem komu í veg fyrir að þetta færi enn verr, og má alveg fá smá hrós fyrir það.
Listinn yfir þá sem voru ekki að standa sig er hins vegar lengri. Sérstaklega þarf að tala um Fabinho sem hefur hreinlega ekki verið skugginn af sjálfum sér síðan hann kom til baka úr meiðslum. Aðrir leikmenn voru ekkert að hlaða á sig skrautfjöðrum.
En maður leiksins er líklega Dejan Lovren, því ekki er hægt að kenna honum um þetta gengi (já hann átti ekki góðan leik um helgina, en í kvöld var endanlega staðfest að vandræði liðsins eru ekki honum einum að kenna).
Umræðan
Nú þurfa leikmenn – sem og Klopp sjálfur – virkilega að fara í naflaskoðum. 3 tapleikir í síðustu 4 leikjum. Síðustu leikir í öllum keppnum (deild, bikar, meistaradeild) eru tapleikir. Ekkert mark skorað í 180 mínútur í síðustu 2 leikjum. Er tilviljun að Henderson er búinn að vera fjarverandi í þessum tveim síðustu leikjum? Líklega ekki. En það er á engan hátt afsakanlegt að liðið standi og falli með einum leikmanni.
Næst er það Bournemouth á laugardaginn, og svo eitt stykki útsláttarleikur gegn Atletico Madrid. Báðir leikir verða að vinnast. Mjög einfalt. Vonandi verður Hendo kominn til baka fyrir Atletico leikinn, en liðið þarf samt að finna lausnir áður en hann kemur. Hvort sem það felur í sér mannabreytingar, breytta uppstillingu, eða einfaldlega annað hugarfar. Mögulega þarf að æfa sérstaklega sendingar og móttökur.
Nóg um það. Bournemouth á laugardaginn. Sigur þar takk, og þá verða bara 3 sigrar eftir til að tryggja nr. 19 takk fyrir!
Sælir félagar
Mér er sama hvað hver segir mér finnst uppstillingin á liðinu í kvöld lýsa fullkomnu metnaðarleysi. Finnst Klopp að sinkið á liðinu hafi verið svo gott að bezt sé að rótera sem meat hann má í þessum leik? Hefur hann engan áhuga á að vinna bikar eða hvað? Á að fórna bókstaflega öllu fyrir þann stóra í vor? Hann vinnst heldur ekki ef sterkasta liðið nær ekki að spila sig saman í þann gír sem menn hafa verið í í vetur. Ég er brjálaður yfir þessu og það er liðinu ekki til framdráttar að tapa nánast leik eftir leik eins og verið hefur undanfarið og skora ekki mark í þremur af þeim. Þrjú töp í síðustu 4 leikjum. Það er til skammar.
Það ern ú þannig
YNWA
Ég er ekki sammála þér. Klopp stillti upp sterku liði í kvöld sem átti alveg að geta unnið Chelsea. Adrian, Jones og Williams voru búnir að vinna sér það inn að vera í liðinu í kvöld, þeir eru búnir að vera frábærir í keppninni til þessa. Það eru ekki síður lykilmenn sem eru að klikka í kvöld eins og Fabinho, Mane og VVD.
Svo sannarlega sammála þér. Ég er gamall Liverpool aðdáendi sem hef fylgt Liverpool liðinu frá 1970. Algert metnaðarleysi að tefla fram því liði sem Klopp gerði í gærkvöldi. Ég get bara tekið undir þá gagnrýni sem hann hefur fengið. Hún er rettmædd. Óskiljanlegt að Klopp teflir ekki fram liði sem getur unnið keppnina. Klopp er frábær og ég elska hvað hann hefur gert fyirir Liverpool.
Origi: 70 mín af engu. Timo Werner í sumar takk, og bæ Origi, samt LFC legend að eilífu.
Minamino: 90 mín af engu eins og í hinum leikjunum sem hann hefur spilað. Á kannski heima aftar á vellinum, virðist amk engan veginn henta sem framherji í kerfinu sem Klopp spilar oftast.
Fabinho: Búinn að hafa góðan tíma til að koma sér í stand eftir meiðslin, en hvað er að frétta.
Jones: Vill meina að hann eigi að eiga sæti í liðinu. Var ekki að sannfæra mann um það í kvöld.
Mér er nánast sama um þennan leik og leikinn á móti Bournemouth, það virðist allur fókus vera á Atlético Madrid leiknum. Ef við förum ekki áfram á móti Atlético þá verð ég fyrst pirraður en vonandi förum við áfram á móti þeim og þá eru allir sáttir.
Miðjan steingeld í kvöld sem og á móti Watford – ég ætla rétt að vona að sjúkrateymið komi Henderson í leikstand sem fyrst!
Þetta var eiginlega galopinn leikur sem féll með Chelsea.
Þetta var bara fram og til baka í fyrriháfleik þar sem einstaklingsmisstök Fabinho og Adrian kostaði mark en klaufaskapur hjá okkur að ná ekki að skora að minnstakosti eitt mark.
Í síðari hálfleik þá róaðist leikur aðeins og það var jafnræði með liðunum þótt að við vorum meira með boltan en Dijk seldi sig og Fabinho náði ekki að halda í við Barkley og við lendum 2-0 undir og þá bara setja þeir í lás og við sköpum ekki mikið.
Við erum dottnir úr þessari bikarkeppni en það er nú ekki nýtt fyrir okkur stuðningsmenn en við erum ekki að vinna þennan bikar oft í okkar glæstri sögu.
Willams fannst mér skila sína en þar er efnilegur bakvörður á ferð og gerðir það líklega að verkum að við þurfum ekkert að fjárfesta í varamanni fyrir Trent næstu árin og það meiddist engin hjá okkur og er þetta eiginlega eina jákvæða úr þessum leik.
Hvað er hægt að gera eftir þetta tap? Nákvæmlega sama og við gerum eftir sigra snúa sér að næsta leik sem er gegn Bournmouth og setja einbeitingu á þann leik.
YNWA – Þetta hefur verið frábært tímabil það sem af er og núna er smá lægð þá þarf ekki að drepa mann og annan þótt að gagnríni á alltaf rétt á sér en ég er viss um að Klopp og strákarnir vita alveg að þeir þurfa að gera betur.
“Þetta var eiginlega galopinn leikur sem féll með Chelsea.”
Þvílíkt bull.
Chelsea frábærir varnarlega og stórhættulegir framávið. Liverpool mistækir sóknarlega, lélegir varnarlega og miðjan skelfileg.
Vantaði smá heppni fyrir framan markið í fyrri hálfleik. Fannst Chelsea sigla þessu frekar örugglega í höfn í seinni.
Afsakið orðbragðið en þvílík skita.
Sælir félagar
Alveg eins og við þökkum Klopp og því liði sem hann hefur búið til fyrir stöðuna í deildinni þá hlýtur hann að vera ábyrgur fyrir því liði sem hann stillir upp og niðurstöðum leikja. Svo einfalt er það. Ég er mjög óánægður með afstöðu hans til bikarkeppnanna sem liðið tekur þát í og stend við þá óánægju.
Það er nú þannig
YNWA
Liverpool undir stjórn Klopp unnu 3 bikarkeppnir á síðasta ári….
Hvað er hægt að lesa úr afstöðu Klopp varðandi leikinn í kvöld? Hann tefldi fram sterku liði, nógu sterku til að vinna Chelsea. Væri ekki nær að vera óánægður með “afstöðu” þeirra sem voru inná vellinum?
Ef liðið sem var inná meginhluta var nógu gott til að “vinna þetta Chelsea lið”, Af hverju tapaði það þá leiknum?
Ef deildin væri tryggð og madrid hefði ekki tapast, hefði klopp lagt allt í þennan leik. En hvenær hefur hann nú lagt áherslu á litlu keppnirnar. Hver man lika hve marga fa cup Ferguson og Wenger unnu. ENGINN
Menn eru allt of gráðugir að verða. Njótið kæru vinir.
Á meðan við erum að gera frábært mót í deildinni og förum í úrslit í CL á hverju ári þá gef ég skít í bikarkeppnirnar. Þær eru fínar til að koma minna notuðum leikmönnum í leikæfingu.
Chelsea verðskuldaði sigur.
Minamino, Origi og Fabinho mjög lélegir.
Allt undir í meistaradeildinni að gera þetta að alvöru tímabili.
Úff eru menn strax búnir að gleyma eyðimerkurgöngu síðustu 30!!! ára í deildinni? Ef deildin vinnst er þetta alvöru tímabil. Simple as that.
Tek þessu nú sem gríni. Deildin er allt í vetur, annað bónus.
Sjæks. Í síðustu 4 leikjum hefur verið gaman að horfa á liðið í ca45mín.
Það er allt steingelt þessa dagana og varla markskot í boði, en mótherjarnir eiga þónokkur.
Það virðist amk vera mikil vinna framundan
Það er lægð yfir landinu.
Fyrri skemmtilegur en dýr voru einstaklingsmistökin.
Williams frábær í fyrri.
Setja Trent á miðjuna og spila Neco í hægri á móti Bournemouth, ekkert víst að það klikki.
Annars er þetta run orðið gott og maður alveg kominn á jörðina.
Nú er það bara skotgrafirnar, öxl í öxl og bak í bak.
YNWA
Var nákvæmlega að spá í þetta sama með Trent setja hann á miðjuna núna hann er betri miðja en bakvörður enda er annar bakvörðurinn alltaf nánast frammi væri til í að sjá liðið svona:
Alisson
Neco – Matip – Virgil – Robertson
Trent – Minamino – Wijnaldum
Mo – Firmino – Mané
Það er allveg ljóst að Fabinho er ekki kominn í sitt rétta form vantar mikið uppá það og þarf klárlega að taka betur á því áður en hann getur orðið fasta maður aftur, Hendó er ekki klár strax en ef hann væri það myndi hann vera sjálfskipaður í stað Minamino og þá væri ekkert að því að láta Mo og hann skipta með sér hálfleikum, svo að sjálfsögðu veit maður ekkert hvort Matip sé orðinn klár í frekar en aðrir sem hafa verið að meiðast upp á síðkastið hann var orðinn frábær áður en hann meiddist en það skar ekki að prófa hann.
Eins og ég sagði fyrir leik. Aðeins besta lið okkar vinnur celski. Þetta var ekki það. Hugurinn er komin of mikið á atletico leikinn, þó svo það sé einn leikur þar á undan.
Origi.. þetta hafa verið ups and downs… en núna er þetta komið gott… Pedro er varamaður hjá Chelsea, ca 56 ára… en leggur sig svona átján sinnum meira fram. Hefði það gert gæfumuninn að hafa kannski verið með eins og einn Werner þarna í staðinn? Ég er eiginlega 100% viss um það.
Og Klopp…. ADRIAN? TIL HVERS!!!?!?!
Ég er brjálaður.
Bæði í þessum leik og watford leiknum finnst mér við alltof hægir í allt uppspil engar hraðar skyndisóknir og alltaf þegar við vinnum boltann þá stoppar allt hjá dijk og gomes / lovren hin liðin ná alltaf að stilla sig af í 11 manna vörninni og við dútlum með boltann dijk sendir til gomes og svo framvegis þar til að það kemur einhver löng sending sem enginn nær hin liðin búinn að þétta sig svo að robbo og trent eru ekki lausir og þá virðist bankinn tómur , hvar er pressan og hraðinn ? Kanski enn í sumarfríi .
Mér til nokkurrar furðu virðist van Dijk ekki vera nægilega öflugur kafteinn. Það þarf einhvern miklu brjálaðri. Andy Robertson virðist alveg kjörinn í djobbið.
Slökum alveg á með svona bull, Henderson og Milner hafa alveg verið fyrirliðar í slæmum tapleikjum! Robertson var svo alls ekkert að heilla frekar í þessum leik.
Af hverju eru skoðanir mínar “bull”? Þarft þú ekki bara sjálfur að slaka á, Einar? Ég var ekki að tala um spilamennsku, heldur velta því fyrir mér hverjir væru góðir kafteinar.
Þeir eru enn í þessu vetrarfríi. Vantar alla greddu í liðið, á meðan mótherjar eru með standpínu.
Ég horfði á leikinn í símanum sem er aldrei það sama og á stórum skjá en hvað um það mér fannst leikurinn opinn eins og Sigurður Einar “5” segir. Öll tölfræði bendir líka til þess, fjöldi skota – skot á mark o.sv.frv. Chelsea voru heppnir eða Adrian var óheppinn í markinu og auðvitað breytir það leikjum. Kemur meira öryggi yfir liðið sem er yfir. Að sama skapi vorum við óheppnir að vera ekki búnir að skora á upphafsmínútunum. Mörg lið tefla fram varamarkvörðum í þessari keppni T.d. City með Bravo og Man.utd. með Romero, þó ég hefði kosið annað þar sem markvörðurinn er algjör lykilleikmaður og ætti ekki að þurfa “hvíld”. En hvenær eiga menn eiginlega að fá sénsinn, Minamino, Jones o.fl. ef ekki í svona alvöru leik þar sem þeir finna pressuna. Chelsea eru/voru svo í allt annarri stöðu en Liverpool þ.e. þetta var og er þeirra eina von um bikar og því algjör úrslitaleikur og því tefldu þeir fram sínu sterkasta liði. Seinna markipð var svona týpískt mark þegar lið liggja í sókn og fá á sig skyndisókn. Fabinho þorði ekki í manninn enda á gulu spjaldi og hefði fokið út af. Okkar mönnum vantar einhverja grimmd þessa dagana og Chelsea vann verðskuldað. En það er stutt á milli og ef við hefðum skorað fyrst og ef og ef……YNWA.
Vælubíllinn mættur aftur
Þetta er ekkert ef þú vilt lesa vælubílalestur þá áttu að vera inni á síðu rauðudjöflana því þar er vælt og grenjað heilu dagana,vikurnar,mánuði og jafnvel árin :-). þannig að ef þú þolir ekki smá gagnrýnispjall þá bara fara á mbl eða eitthvað annað þar sem þú getur fengið fullnægju yfir léttum fréttum, þarft ekkert að vera lesa það sem hér er alger óþarfi ha hmm.
YNWA.
Sæl og blessuð.
Hvaða rugl er það að lið megi ekki tapa leik? Það væri lítið fjör í fótboltanum ef aldrei kæmu svona bömmerar og ég verð að segja að ég var farinn að glata tengslunum við liðið mitt – sem var farið að valta yfir allt og alla. Ég hef vanist á að tengjast þessu Liverpool liði sem maður veit aldrei hvernig verður þegar á hólminn er kominn, og maður spurði sig: fóru þeir öfugu megin fram úr í morgun?
Við erum ekkert olíukóngaveldi þar sem allt er keypt sem er falt. Það var enginn í þessu liði stórstjarna þegar hann mætti til liðsins – að Alisson e.t.v. frátöldum. Annars voru þetta bara prospect sem tókst að gera að stórstjörnum. Enginn fílaði Salah, Mané, Fabinho, Robertson, Gini … þegar þeir voru keyptir.
Nú mætum við Bournemouth og ég get lofað ykkur því að okkar menn munu þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir þeirri rimmu. Mér kæmi satt að segja ekki á óvart ef Trentarinn verði ekki bara settur á miðjuna – svona til að koma þeim á óvart – en þetta verður ægilegt ströggl. Mögulega töpum við þeim leik líka og svo þegar Hendó haltrar inn á völlinn eftir læratognunina verður áfram ströggl því það er ekkert skemmtilegra í íþróttum en að leggja af velli öfluga andstæðinga. Þannig mæta leikmenn með extra kraft gegn okkur og áhorfendur gefa extra trukk í stuðninginn.
Nú skulum við njóta þess að halda með þessum margbrotna og ófyrirsjáanlega karakter sem þetta rauðklædda lið okkar er. Ef við fílum það ekki getum við alveg eins farið að halda með City.
Góður Lúlli Sverriz 🙂
Frábært
Vá hvað þetta er eitthvað svo týpist
Smit innan eins liðs í ensku úrvalsdeildinni gæti gert það ómögulegt að klára tímabilið
vegna útbreiðslu kórónuveirunnar
Fyrirsagna Símon…. það er enginn smitaður leikmaður í PL. Deildin fylgir skipulagi A um helgina; óbreytt ástand.
B; Luktar dyr.
C; Blásin af.
Það gæti samt vel gerst að ástand C poppi upp allt í einu, svo bikarinn er langt í frá kominn í hús.
Fyrirsagna Simon, hljómar reyndar vel. En hlutirnir gerast hratt, og já ég er stressaður
Ég hef fulla trú á Klopp og strákunum okkar enda væri annað fáránlegt miðað við árangurinn sem þeir hafa sýnt. Við klárum þetta á fullu gasi, ég er ekki í nokkrum vafa með það.
YNWA!
Sælir félagar
Væri ekki frábært að skipta um topp á þessari síðu?
Það er nú þannig
YNWA
Úff, Alisson meiddur!
Eða með Kórónu ?