Gullkastið – Skítur skeður!

ATH: Óli Haukur er búinn að hita upp fyrir leikinn gegn Chelsea hér


Ef að það á að tapa leik á annaðborð er jafngott að gera það bara með stæl og okkar menn gerðu einmitt það um helgina. Vonandi kjaftshöggið sem liðið var aðeins farið að þurfa. Tókum auðvitað fyrsta skell tímabilsins, bikarleikinn annað kvöld og leik helgarinnar ásamt öðru almennu spjalli um okkar menn.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 281

5 Comments

  1. Sigursteinn afhverju varstu svona hræddur við watford leikinn fyrirfram?

  2. Sammála með þessa værukærð sem að Steini nefnir en Liverpool undir Klopp hefur alltaf tekið smá lægð á þessum tíma svona “slæmi kaflinn” eins og hjá íslenska handboltalandsliðinu, þetta gerðist líka í fyrra eftir eins konar vetrarfrí sem að Klopp bjó til (ekki eins langt) þar sem að liðið fór saman í hitan í mið-austurlöndum og gerðu svo tvö jafntefli í röð í off tempo leikjum á móti Leicester og West Ham. Þeir missa eitthvern rythma í þessu fríi en ef LFC kemst áfram í bikarnum og CL þá mun gott frí á þessum tíma skila sér vel til baka og það á einnig við síðustu deildarleikina.

    1
    • Þessi niðursveifla eftir áramótin er stórmerkileg og sláandi sum ár. Á móti kemur að mars er yfirleitt góður. Nú í jan og feb komu 79% mögulegra stiga, býsna gott en þó aðeins minna en fyrir áramót. Sl vetur komu í jan og feb 53% mögulegra stiga á móti 77% yfir veturinn í heild. Mestur var munurinn 2016-17 en þá komu 28% mögulegra stiga í jan og feb á móti 65% yfir veturinn í heild. Þetta er nánast rannsóknarefni.

      4

Heimsókn á Stamford Bridge í FA bikarnum

Liðið gegn Chelsea