UNDUR OG STÓRMERKI! Liverpool mundi hvernig er að tapa (skýrsla)

Í kvöld gerðust undur og stórmerki! Viðburður sem ekki hefur átt sér stað síðan þriðja Janúar, 2019. Til þess að þetta gæti gert þurfti samstillt átak allra liðsmanna Liverrpool um að spila langt undir getu, auk þess sem andstæðingurinn Watford spiluðu einfaldlega frábærlega. Já. Liverpool tapaði í deildinni. Stuðningsmenn annara liða geta tekið gleði sína á ný og við púllarar þurfum að rifja upp hvernig á að hegða sér eftir tapleik í deild. Er rétta viðbragðið reiði? Örvænting? Lélegt grín? Ég hreinlega man ekki hvernig þetta virkar.

Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikur var ofboðslega slæmur að hálfu okkar manna. Watford voru með sitt plan og það gekk vel upp, vörðust með 10 mönnum og sóttu hratt þegar tækifæri gafst. Þeir gáfu ekkert pláss á vængjunum og það segir sína sögu að þó Liverpool hafi verið 65% með boltann áttu okkar menn eitt skot í hálfleiknum!

Eftir korter voru Watford búnir að vera miklu hættulegri og lélegar sendingar í vörn Liverpool að skapa hættuleg færi fyrir Watford. Van Dijk gaf liðsfélögum sínum drápsaugnaráð. Þetta var ekki eina slæma sendingin og beið maður eftir að liðið myndi vakna.

Eftir hálftíma fóru Deulofeu og Van Dijk í 50/50 bolta við teig Liverpool. Hollendingurinn fleygði Spánverjanum til hliðar en Watford maðurinn lenti hrikalega illa og meiddist mjög illa á hné. Fyrir Watford eru þetta hrikalegar fréttir, algjör lykilmaður og búin að vera einn sprækasti maður liðsins.

Þegar fimm mínútur voru eftir hálfleiks hélt maður að Troy Deeney væri stálheppinn að dómarinn var ekki að fylgjast með þegar hann rennitæklaði Trent og skyldi eftir tommu djúp takkaför í hælnum á scousernum. Svo skyldi maður að þetta var engin heppni, þegar Hughes gerði svipað við Gini. Greinilega magn afsláttur af brotum hjá Watford.

Síðasta mínútan var svo hasar í teig Liverpool. Lovren var heppinn að fá ekki á sig víti þegar hann tók um Troy Deeney á sama hátt og tekið er á Salah í hverjum leik. Svo gerðist ótrúlegur hlutur: Alisson gerði mistök! Hann missti frá sér lausan bolta sem hann átti að grípa. Hann Troy var tilbúin og reyndi að vippa yfir brasilíska undrið, ekki að fara að gerast! Brasilísk hönd reis eins og fuglinn Fönix og blakaði vippunni frá. Svo var flautað til hálfleiks eftir einar verstu 45 mínútur sem Liverpool hafa leikið lengi.

Seinni Hálfleikur

Alison byrjaði svo seinni hálfleik á Hollywood markvörslu. Svo hófst þung sókn Liverpool. Það var ögn betri taktur í sóknina og maður upplifði að Liverpool maskínan væri að komast í gang. Andy Robertson gat komið Liverpool yfir eftir sendingu frá Van Dijk. En þá gerðist slysið, Deeney leyfði löngu innkasti að skoppa til vinar síns Doucoure sem fíflaði Van Dijk og setti boltann á Sarr, hann renndi boltanum í netið og Watford 0-1 undir annan leikinn í röð.

Í von um að kveikja eld undir liðinu sá var Klopp að gera Lallana tilbúin undir að koma inn á fyrir Gini. En áður en skiptingin gat skeð sendi Deeney frábæra sendingu á Sarr sem var komin einn á móti Alisson og kom Watford í 2-0. Hrein skelfing. Klopp sendi Origi inn á í fögrum lopavettlingum til að reyna að snúa þessu við.

Það virtist verja að hefjast alveg pressa frá okkar mönnum í svona mínútu en svo gerði Trent skelfileg mistök og sendi boltann þvert yfir teig Liverpool á Ishmael Sarr. Maður leiksins hjá Watford þakkaði pent fyrir sig með því að gefa á Troy sem skoraði fram hjá Alisson og staðan 3-0 fyrir Watford. Verðskuldað.

Okkar menn bitu frá sér í lokin og var greinilega ekki sama. En þetta var aldrei í hættu hjá andstæðingnum, hörmungar frammistaða Liverpool staðreynd og Klopp verður að sætta sig við að vera áfram með ekki nema 22 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Umræðupunktur

  • Ég býð öllum sem efast um mikilvægi Henderson að horfa á þennan leik og þann síðasta.
  • Flott er, verðum að láta okkur duga næst lengstu runu án þess að tapa í sögu enskra knattspyrnu.
  • Ég er ekki að kenna dómaranum um, langar bara að benda á að einhvern veginn fór ekki eitt spjald á loft á leiknum. Hvernig má það vera miðað við hörkuna sem var í gangi.
  • Ég ætla ekki að kenna neinum stökum leikmanni um þetta. Það var engin góður í liðinu og Watford eiga stórt hrós skilið fyrir það hvernig þeir spiluðu leikinn.
  • Núna vita hin liðin hvernig á að skemma fyrir Liverpool: Tækla í drasl, 10 menn til baka og passa að gefa bakvörðunum engan tíma á bolta. Núna er mál að Klopp finni lausn.

Þannig fór nú sjóferð þá. Glataður leikur, þurfum að vinna fjóra til að klára deildina. Menn verða öskurreiðir í klefanum eftir leik, skulum muna að við erum alltaf að fara að vinna þessa deild áður en við förum í eitthvað þunglyndi. Það hlaut að koma að þessu, verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig viðbragðið frá liðinu verður á móti Bournemouth eftir tæpa viku.

47 Comments

  1. Sælir félagar

    Frammistaða Liverpool er öllum sem að komu til skammar. Að mæta til leiks með því hugarfari að ekki þurfi að spila fótbolta til að vinna leiki er bara ekki boðleg. Það væri hægt að taka alla leikmenn liðsins til bæna eftir leikinn en ég ætla að láta nægja að nefna Dejan Lovren. Frammistaða hans var með þeim hætti að ég vona að ég eigi aldrei eftir að sjá hann í Liverpool búningi framar. Hinir leikmennirnir eiga þó þá innistæðu að hafa komið liðinu í þá stöðu sem það er í svo ég nenni ekki að skammast í þeim. En hitt er ljóst að svona frammistaða er ekki boðleg hjá liði sem er langefst í deildinni og telur sig vera bezta lið í heimi.

    Það sem er verzt við þetta er að sigur Watford er algerlega sanngjarn. Eru búnir að vera miklu betri á öllum svæðum vallarins, hugarfarið og baráttan þeim til sóma og eiga einfaldlega sigurinn skilið. Ekkert lið vinnur leik sem kemur með sama hugarfari inná fótboltavöll og Liverpool liðið gerði í kvöld vinnur þann leik. Ef svo illa fer að deildin verði blásin af vegan vírusgeðveikinnar gæti þessi leikur orðið til þess að liðinu verði ekki dæmdur sigurinn í deildinn. Ógeðslegt

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  2. Ég bara veit ekki hvernig ég á að láta. Á ég að vera reiður eða á ég að vera sár? Ég bara man ekki hver mín eðlilegu viðbrögð eru við þessum úrslitum.

    2
  3. Jæja, það hlaut að koma að þessu. Ekkert rugl og áfram með smjörið. Þetta er wake-up call. Augljóst hvað við söknum Hendo. Þeir sem efast hafa um fyrirliðann hljóta að sjá hvað hann er mikilvægur þegar hann vantar. Og líka Milner. Vantaði reyndar ellefu menn með rétt hugarfar á völlinn í dag. Því fór sem fór. Förum ekki á taugum. Fjórir leikir til sigurs og á eftir að spila tíu. Það kemur. YNWA

    2
  4. Já – undur og stórmerki – en þetta hefur nú samt legið í loftinu í alllangan tíma. Janúarlægðin lætur ekki að sér hæða þótt hún sé ögn seinna á ferðinni í ár en endranær.

    Norwich, West Ham – héngum á nöglunum á sigri gegn þeim. Töpum gegn Atl. Madrid. Og þar áður merjum við sigur gegn Wolves, Everton og Tottenham. Framlínan okkar gat ekki breytt útileiknum gegn Shrewesbury.

    Það hlaut að koma að því að eitthvað færi að láta undan. Þetta lið hefur ekki sýnt þá yfirbuði í síðustu leikjum sem staða þess gefur til kynna.

    Kenni ekki Lovren um ófarnirnar!

    10
    • Algjörlega sammála Þurfum að kaupa tvö naut næsta sumar og framherja sem munu standa af sér svona tæklingar og mótlæti í bland við þau gæði sem við höfum nú þegar. þessir menn eru Timo W, Adam T og síðan væri vott að fá Tyrkjan Caglar Frá leicester. En í millitíðinni þarf Klopp að ná í eina Þýska stál stöng og híða okkar menn duglega með henni.

      YNWA.

  5. Ef við notum þetta tap sem spark í rassgatið á okkur þá er mér alveg sama. Vil bara vinna deildina sem fyrst!

    4
  6. Ætla varpa einu fram afhverju var Matip ekki notaður hann var á bekk var hann þarna bara til skrauts ? Hann er klárlega betri kostur en Lovren fjandinn hafi það.

    6
  7. Wake up call

    Liðið hefur í raun verið á rassgatinu eftir vetrarhléið, þó þeir hafi náð að kreista nauma sigra gegn liðum í neðri helmingnum.

    Það er ótrúlegt hvað flæðið af miðjunni stíflast við það eitt að setja Uxann inn fyrir Hendo.
    Gini sérlega passívur og virtist líta á leikinn sem létta æfingu.
    Ótrúlegt hvað Sala og Mane voru ósýnilegir.

    Þetta var tuskan sem liðið þurfti að fá í andlitið. Við munum sjá gegn Bounemouth úr hverju menn eru gerðir.

    Tökum ekkert af Watford, þeir áttu leik tímabilsins.

    7
  8. Skyldusigur breyttist í skell ársins og reyndar allra síðasta árs líka þar sem Liverpool hafði ekki tapað í deild síðan í jan 2019 spáið í ruglinu …tapa á móti þessu haha

    3
  9. Það hlaut að koma að þessu.

    Góðu fréttirnar eru að Liverpool er miklu betra lið en þeir sýndu í dag og þeir hafa því tækifæri að sanna það, strax í næsta leik.

    Það er viss pressa farinn af liðinu og því getur liðið spilað bara á sinni getu í næsta leik.

    Vonandi verður þessi leikur veikjaraklukka fyrir leikmenn liðsins og menn mæta í næstu leiki með hausinn rétt skrúfaðan á.

    1
  10. Undanfarnir leikir hafa svo sem búið okkur undir skell, en varla þó svona stóran skell. Hópurinn núna er of þunnur vegna meiðsla, en þó ekki svo þunnur að menn geti EKKI NEITT. Engin skiljanleg ástæða er til að sjá Lovren tekinn fram yfir Matip ? Það er þó ekki hægt að skella skuldinni bara á Lovren og fjarveru Henderson, því að í þessum leik stóð hreinlega enginn leikmaðir Liverpool í lappirnar. Annað hvort heldur þetta skelfilega andleysi áfram að hrjá leikmenn Liverpool, eða að menn rífa sig upp á rassgatinu og halda áfram að spila alvöru fótbolta.

    4
  11. Það er erfitt að kenna Lovren um þetta tap þótt hann hafi ekki virkað traustvekjandi þá voru 3 aðrir í vörninni sem voru á svipuðu leveli!

    Enn það var pínu þreyttandi að horfa á Öftustu 4 spila með Fab í fyrri háfleik svo langur bolti Sóknin búin… Það var 1 skot í fyrri háfleik hjá Liverpool 1 Skot? örlítið skárri í seinni enn samt ekki.

    Liverpool hefur verið langt frá sínu besta eftir þetta Vetrahlé rétt mörðum Norwich West ham og vorum slátraðir í kvöld af liði sem var í 19 sæti fyrir leik.

    Spurning hvernig þeir svara þessum leik á móti Bournemouth erum við að fara sjá einhverja flugeldasýningu eða erum við særðir og þurfum nokkra leiki til að ná aftur áttum?

    2
  12. Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég held að flest okkar séu alveg í skýjunum yfir því hvað undanfarnir mánuðir hafa verið stórkostlegir.

    En þegar hver nýr leikur ber með sér pressu um möguleg met af öllum stærðum og gerðum, þá er ekkert skrýtið að menn kikni að lokum undan álaginu. Ekki síst andlega.

    Það væri fullkomlega óeðlilegt að fara í gegnum heilt tímabil í þessari hrikalega sterku deild án þess að tapa einum einasta leik. Slíkt heyrir til undantekninga og engin þörf á neinni spælingu þó einn leikur hafi tapast. Að tapa honum svona illa var að vísu ferlega sárt en nú er þetta búið og gert og nýr leikur framundan. Á meðan lykilmenn eru ekki stórslasaðir þá erum við í góðum málum.

    Að því sögðu þarf Henderson að koma aftur a.s.a.p.!

    Og Klopp á að selja einn miðvörð í sumar. Segi ekki meir.

    4
  13. Það er ekki séns að ég fari að láta þetta tap fara í taugarnar á mér. Það hefur verið ljóst, að liðið hefur verið að spila undir getu í síðustu leikjum. En það er eithvað sem hvíslar að mér, að pressan sem er á liðsmönnum okkar hefur í fullkomnum takti verið að þyngjast, mögulega léttir þetta tap aðeins á spennuni, og hafi jafnvel verið með ráðum gert, tappa af yfirþrýsting, bara hugmynd, who knows. En það er líka alveg rétt, maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að haga sér, ánægjutilfinningin er orðin svo sterk, meðan hinar eru nánast óvirkar og megi þær vera þannig sem lengst áfram.

    YNWA

    1
  14. Ef að Klopp var að einbeita sér að einhverjum metum þá var kannski fínt að við höfum tapað. Þá getum við sett meiri fókus á að vinna þrennuna og notað deildina til að hvíla. Ég vil að við förum 100% í Chelsea, hvílum á móti Bournemouth og síðan verðum við ferskir á móti Atlético og siglum áfram í 8 liða úrslit

    3
  15. Ok síðustu 3 leikir hafa verið skita og núna er það bara búið og við vinnum næstu leiki og ekkert helv kjaftæði ,og bara að minna á það að við erum með 79 stig og Manchester United er með 41 stig

    4
    • Erum enn með fleiri stig en United og Arsenal til samans ég hef engar áhyggjur af þessu : D

      3
  16. Tap er staðreynd. En kæru aðdáendur, til ykkar sem eiga, ekki þessa neikvæðni og leiðindi út í einstaka leikmenn og tala um til skammar og fleira. Þetta sæmir ekki alvöru aðdáendum og á bara alls ekki við, það er ekkert lið í heiminum sem tapar aldrei leik. Gleðidagarnir sem liðið hefur gefið okkur síðasta árið eru svo margir að það er hreinlega mönnum til minnkunar að skammast út í allt og alla eftir tapleik. Auðvitað má segja að okkar menn áttu ekki sinn besta dag en síðan er líka hitt að Watford átti einfaldlega svör við flestu og sinn besta leik lengi, ef ekki í mörg ár. Umhugsunarefnin eru nokkur….:
    …vetrarfríið hefur eitthvað farið öfugt ofan í okkar menn
    …spurning hvort um vanmat er að ræða
    …enginn Henderson
    …liðið okkar er ekki alveg nógu gott ef það þolir ekki að einn og einn lykilmaður detti úr leik
    …er hugurinn algjörlega bundinn við seinni leikinn gegn AM
    …hvaða áhrif hefur svona tap á liðið
    …góð lið þola bæði góða og slæma daga og koma endurnýjuð til leiks eftir þá slæmu

    20
    • Vel mælt. Tek þetta til mín klárlega sagt í pirringi eftir tapið.
      Þeir eru búnir að vera svo frábærir að maður kann ekki að tapa lengur veit ekki hvernig maður á að haga sér eftir svona leik.

      3
  17. Nú á liðið að vera byrja toppa en það er á hraðri niðurleið og búnir að vera í nokkuð marga leiki .
    Ef það lagast ekki hratt er eg hræddur um meistaradeildina .
    Allt liðið virðist vera hætt hreinlega í huganum og er nuna mjög þakklátur fyrir þetta mikla forskot .

    2
  18. Sælar lesendur góðar.
    Deildin er unnin og því skiptir þetta í raun engu, nú er bara að engu að keppa þar, það hefði samt verið gaman að geta spilað út tímabilið með það að markmiði að verða ‘invincebles’.
    Meistaradeildin virðist vera runnin úr okkar greipum en ég hef ekki mikið álit á liði Chelsea og tel að við eigum að vinna FA Cup.

    2
  19. Sammála, hvaða niðurrif er þetta, þessi og hinn leikmaðurinn,bla, bla, bla. Liðið var lélegt og ekki í fyrsta skipti í vetur.

    1
  20. Þessi deild er alltaf unninn . Sammála mönnum sem segja að núna skal klopp reyna að vinna þrennuna og hætta að eltast við met sem hann hefur eflaust verið að reyna eins og við aðdáendur. Djofull vildi ég bæta met city með sigra í röð en eigum með þeim núna 18 sigra í röð og tökum því. Eigum enn sens á að fara yfir 100 stigin sem yrði GEGGJAÐ en samt aukaatriði.

    Núna er bara Klopp settu allt í FA Cup og meistara deild. Deildin er unninn og það vita allir. Það yrði sorglegt að detta út fyrir Chelsea og líka atletico,tímabilið yrði ansi flatt þannig. Liðið okkar getur miklu meira og núna er bara að klára þessa deild og helst klára hina 2 líka eða lágmark annan þeirra.

    Hef fulla trú á þessu liði ennþá.

    Annars til hamingju WATFORD með mjög verðskuldaðan sigur 🙂

    2
  21. Svarið hjá Klopp í viðtalinu fékk mann allavega til að brosa það er ótrúlegt hvernig hann talaði af yfirvegun og útskýrði það sem gekk á var ánægður með hann allavega hvernig hann tæklaði fréttamanninn sem tók tapinu svipað meira eins og ég eftir lokaflautið : D

    3
  22. Arfaslök frammistaða en ekkert til þess að hafa áhyggjur af svo lengi sem að liðið mætir með rétt hugarfar í næsta leik.

    1
  23. Smá helv,,,,,slen, annað eins hefur nú skéð, við erum besta lið í heimi höfum alltaf verið það og verðum um ókomna framtíð. YNWA

    1
  24. Ég er smá feginn að ekki bara manu tók stig af Liverpool á þessu tímabili, sammála að gott að fókus getur núna farið á aðrar keppnir líka, líka flott að halda ekki lengur með liði sem fagnar bara óförum annarra, annars geðveikur

    1
  25. Skelfilegur dagur. Feginn að það eru fjögur ár þangað til hann kemur aftur.

    5
  26. Það er allt í lagi að tapa leik og meira að segja fyrir Watford en hvernig hugarfarið var hjá okkar mönnum og skein í gegnum allan leikinn er algjörlega til skammar. Það hvernig menn mættu í þennan leik með hangandi haus og héldu að þeir þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum. Ég ætla rétt að vona að Klopp hafi lesið yfir hausamótunum á mönnum eftir leikinn. Það var undarleg deyfð yfir öllum leikmönnunum. Sama átti sér stað í síðasta leik nema að þá þegar liðið var 1-2 undir þá vöknuðu þeir til lífsins, en núna gáfust menn bara upp. Ég held að Klopp verði að hrista aðeins upp í þessu í næstu leikjum.

    2
  27. Ég kláraði leikinn þó súr væri yfir þessum óförum rauðliða okkar,því þeir þurfa stuðning okkar þeim mun meira í lægðum sínum til að veita okkur þeim mun meiri gleði í hæðum sínum.

    Titillinn er í nánd – við getum nánast snert hann.

    4
  28. Þetta er bara hörmungar ástand og bara dauði og djöfull framundan. Ef allt fer á versta veg þá verða bara ca 35 stig á milli okkar og man utd eftir þessa umferð og 30 stig eftir í pottinum. Að sama skapi 19 á milli okkar og city. Svo áfram gakk, hristum þessa skitu af okkur og klárum bara rest á öllum vígstöðvum.
    YNWA

    2
  29. Sælir félagar

    Leikurinn í gær er fyrsti tapleikur í 45 leikjum í röð. Það er enginn heimsendir þó gaman hefði verið að vinna hann og setja enn eitt metið í ensku deildinni. En það fór eins og það fór og ekkert við því að gera núna. Það er búið sem búið er og ekkert fær því breytt. Hinu hefi ég áhyggjur af hvernig okkar menn hafa komið inn í 3 – 4 síðustu leiki. Þeir hafa virkað áhugalitlir þreklausir og liðið stundum ekki verið í neinu “zinki” stóra hluta leiksins. Eins er hver tapleikur dýr ef deildin verður blásin af vegna covid19 veirunnar.

    Ef þessi leikur hefði unnist væru ekki nema 3 sigurleikir í að liðið ynni deildina hverni sem allt veltist og snerist. Nú eru þeir eftir sem áður 4 og miðað við þennan síðasta leik gætu anzi margir leikir tapazt á komandi dögum. Ef deildin verður blásin af gæti það orðið til þess að titillinn kæmi ekki í hús þó nánast ekkert geti komið í veg fyrir að Liverpool vinni deildina ef spilað verður til loka. Það er því mikilvægt að vinna næstu tvo til þrjá leiki svo enginn vafi leiki á niðurstöðunni þó deildin yrði blásin af í lok þessa mánaðar.

    Ef til vill er þessi staða í veröldinni og umræður um að engin úrslit verði í efstu deild og engin titill á leiðinni á Anfield orsök þess að leikmenn náður sér ekki á strik í gær. Það er lítil ánægja í því fólgin að sjá ef til vill allt sitt erfiði unnið fyrir gýg. Þessi umræða er því miður á þeim nótum að líklegt er ef af verður að þessari leiktíð verði hent út í buskann hvernig sem staðan er. Þá mun ekkert lið vinna og ekkert lið falla. Við mundum þá byrja næstu leiktíð án titils og án verðlauna fyrir frábæra og nærri einstaka frammistöðu næsta haust. Það væri skelfilegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • Allt sem bendir til þess að deildin verði blásin af. Verðum að vinna næstu 3.

      1
      • Það er ekkert sem bendir til að deildinn verður blásinn af. Það eru 10 umferðir eftir, það,eru undir 30 sýktir í UK. Sú tala á eftir að hækka en það er hægt að halda henni lágri.
        Það sem er að gerast á Ítalíu er að þar eru 1100 mans sýktir og það á Norður parti landsins og þar eru hættusvæði. Ítalir eru samt ekki að fara að slökkva á deildarkeppni samkvæmt fréttum þaðan, heldur hafa frestað leikjum en stefna á að halda áfram.
        Það sem gæti gerst er að landsleikjum og meistaradeildarleikjum verði frestað eða spilaðir fyrir tómum völlum. Þau lönd sem ná að halda þessum smituðum í lágum tölum eru ekki að fara að blása af deildir.

        5
  30. Nú er þessari leikhelgi lokið. Athyglisvert er að skoða hvaða lið nýttu tækifærið af alvöru og minnkuðu bilið milli sín og Liverpool um 3 stig.

    Wolves (nú í 6 sæti).
    Crystal Palace (nú í 12 sæti).
    West Ham (nú í 16. sæti).
    Watford (nú í 17. sæti).
    Norwich (nú í 20. sæti).

    4
  31. Ég vil vekja athygli á einni magnaðri staðreynd sem mér finnst menn ekki veita nægjanlegri athygli. Liverpool fc vann 17 deildarleiki í röð sem er það mesta / næst mesta sem nokkurt lið hefur náð áður í ensku úrvalsdeildinni. Þeirri sigurgöngu lauk svo með jafnteflinu við man u. En þá girtu menn sig heldur betur í brók og unnu næstu 18 leiki eins og við vitum og settu þar með nýtt met. Það er alveg með ólíkindum að taka tvö svona win-streak í röð! Gjörsamlega magnað!…..og svo eru sumir hálf fúlir!!

    18
  32. Skemmtilegt að rifja upp þessa spá núna:
    Tölfræðivefsíðan Squawka bjó til handrit fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni. Squawka notaði gögn frá tölfræðirisanum Opta og sérstakri leitarvél Google.

    Birtist 2. ágúst 2019
    https://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=282071

    1
  33. Liðið gat ekkert eftir fríin í fyrra (warm weather training camp) og hafa ekkert getað eftir að þeir komu úr þessu ,,mikilvæga “vetrarfríi. Liverpool eru bestir þegar þeir eru í rútinu og spila í hverri viku. Kannski kemur ávinningurinn við það fram eftir nokkrar vikur og gömlu fyrirliðarnir koma aftur.

    3
  34. 1. Held að Lovren hafi ekki verið planið fyrir þennan leik. Vörnin hefði verið sett up öðruvísi. Hann er ekki nægjanlega fljótur til að spila high line. Án þess að það sé honum að kenna sem slíkt, þá er augljóst að hvernig vörnin spilar hefur breyst mikið s.l. mánuði og hann einfaldlega er á vitlausum stöðum.
    2. LFC hefur leikið þannig að bíða eftir mistökum hjá andstæðing og nýta þau til að skora. Watford gerðu einfaldlega fá mistök í vörninni. Og því til viðbótar þá neituðu þeir okkur um að búa til kaos til að færa menn úr stöðum.
    3. Tímasetning marka Watford var afskaplega slæm. Og mistökin sem leiddu til þeirra allra augljóslega slæm. Erfitt að meta hvað nákvæmlega veldur því — einbeitingarleysi. Jaðraði við hvernig við flest þekkjum að við missum athyglina við hluti þegar okkur leiðist. Ég held að leikmenn hafi soldið verið að komast á þann stað að þetta var bara síendurtekið efni og ekki mikil sköpun í gangi.
    4. Það sem mest háir okkur í síðustu leikjum: einhæfni. Við erum ekki að geta nýtt hraðann af því að lið eru að spila “half court defense” eins og það kallast í körfubolta. Við höfum ekki getað nýtt krossana af því að lið eru að spila með 3 hafsenta — einn frían til að bara fókusera á sendingar, og með 4 miðjumenn til að hafa tvo sem einbeita sér að bakvörðunum.
    5. Okkur vantar nýtt. Ég sé fyrir mér að Klopp þurfi að breyta kerfinu aðeins. Fabinho þarf að færast framar (upp miðjuna) og Robbo og Trent þurfa að skiptast á og koma inn sem 3 hafsent eftir því hvernig spilast. Við verðum að sprengja upp miðjuna til að búa til pláss á köntunum. Þetta dútl sem við erum að sjá og er notað til að þreyta varnarmenn er ágætt — en Watford (og Atletico og að sumu leyti West Ham) sýndu að lið eru að læra að verjast gegn kerfinu án þess að þreyta sig svo út að LFC geti skorað nánast að vild í lok hvors hálfleiks.
    6. In Klopp we trust. Everything else is just speculation.

    3

Byrjunarlið gegn Watford klárt! Lovren inn!

Heimsókn á Stamford Bridge í FA bikarnum