Byrjunarlið gegn Watford klárt! Lovren inn!

Jæja, klukkutími í að hetjurnar okkar reyni að færa sig þremur leikjum frá titlinum góða. Maður fann það í síðustu viku að manni er langt frá því að vera sama um stakan leik og treystum við á þessir kappar klári málið og við getum skálað brosandi í kvöld:

Oxlade kemur inn fyrir Keita en stóra fréttin er að Lovren kemur inn í staðinn fyrir Gomez. Ungi maðurinn er víst með minni háttar meiðsli og hvíld hans fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að þau ágerist. Ungur bekkur, ætla að vera svo bjartsýnn að halda að við göngum frá þessum leik snemma og Jones og Minamino fái að spreyta sig!

Koma svo!

Ingimar

50 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Nú er eins og gott að Króatinn standi sig. Byrjunin lofar satt að segja ekki góðu en gæðamunur er mikill á liðum og við væntum þess að hann muni skila okkur góðum úrslitum.

  Treystum á að þeir taki nú yfirhöndina eins og þeim ber.

  1
 2. Virka áhugalausir, andlausir. Herra Klopp hlýtur að lesa yfir þeim í hálfleik.

  1
 3. Hann slapp útaf því dómarinn flautaði ekki, hefði hann flautað þá væri þetta minnsta kosti gult.

  2
 4. Þetta er nú ekki beysið. Fimm skot á markið vs. eitt. Okkur í óhag!

  Er þetta lið liðónýtt án fyrirliðans???

  Furðulega lítið flæði í gangi en við sjáum hvað setur. Það er alltaf hálfleikur eftir þennan.

  2
  • Tja hvað getur maður sagt nema já ætli við söknum ekki Hendo ég held það.
   Er Minamino ekkert að fara fá að spreyta sig ef ekki á móti Watford hverjum þá ?

   1
 5. Herfilegt. Liðið að spila afspyrnu illa undanfarið og heppnir að vera ekki búnir að tapa. Andlaust, hægt, máttlaust og fyrirsjáanlegt.

  2
 6. Liverpool er ekki að spila vel. Það er enginn ógn og allt of mikið af einföldum sendingum að fara forðgörðum. Of mikið af hættum að skapast út af því að leikmenn eru að missa boltann á hættulegum stöðum. Af þessum hálfleik að dæma er ekki að sjá hvort liðið sé betra. Í raun hefur Watford skapað sér fleirri hættuleg færi þó Liverpool hafi verið meira með boltann.

  Liverpool virðist ætla eina ferðina enn að gera það sem þeir þurfa til að vinna leikinn en ekkert meira en það. Ég er farinn að sakna þess að liðið dómeneri yfir leikjum í orðsins fyllstu merkingu og vinni svona leiki sannfærandi.

  Ég vona samt að spilamennskan batni í síðari hálfleik. Við getum gert miklu betra en þetta.

  1
 7. Er ekki kominn tími að fara skipta inná mönnum sem hafa áhuga á að vinna þennan leik.

  1
 8. Hvað í anskotanum er í gangi orðið hjá liverpool, aljgör skita hjá lfc.

  1
  • hann endar á gulu spjaldi ef ekki rauðu. sko við erum að tala um næst neðsta liðið.

   1
 9. Var frekar spurning hvenær ekki hvort watford myndi skora algerlega skelfileg frammistaða og vonandi vekur þetta menn og liverpool fari að spila fótbolta með smá ákefð og sýni að þeir vilji vinna leikinn

  1
 10. Þið eruð að grínast í mér, please vekja mig úr þessum draumi. ég er ekki að trúa þessu, bara get það ekki

  1
 11. hringdi viðvörunarbjöllum að fá 2 mörk í andlitið á móti westham nuna watford eitthvað mikið að getur ekki bara verið Henderson

  2
 12. Lallana inn, hvað er í gangi? Hversu slæm er staðan þegar þú telur best að græja hlutina með Lalana.

  3
 13. Jahérnahér.

  Ekki er hann nú fagur Trójuhesturinn en hann kann sitt fag.

  Blaut tuska, rakur sokkur, illa þefjandi salerni… Þetta lið er þá ekki ósigrandi eftir allt.

  Sæmar fréttir og góðar?

  -Jú, afleitt að verða ekki les invinsibles þetta árið.
  +En nú fara menn að kaupa almennilega leikmenn. Það var löngu ljóst að þetta væri farið að staðna hjá okkur og tap hefur legið í loftinu í langan tíma.

  2
 14. Og öll 3 mörkin algjörlega ömurleg og menn bara úti á þekju.

  Útaf með Salah og Lovren er has been….

  3
 15. Erum búnir að láta þessi 2 drasl lið líta út fyrir að vera góð í 2 síðustu leikjum sem er rannsóknarefni liðið hrynur ekki útaf því við missum Henderson í meiðsli en það virðist samt gera það ! þetta er ekki boðlegt.

  2
 16. Algjörlega magnað að hugsa út í þetta.

  Hendó Hendó Hendó…

  2013-14 það örlagaár. Þá reið það baggamuninn að Henderson fékk rautt spjald í blálokin gegn City. Þessi leikmaður sem engin hafði gefið neinn gaum reyndist vera hryggjarsúlan í spilinu.

  2014-2017 Lítið að frétta, dapurt gengi og Henderson er meira og minna laskaður á þessu tímabili. einhver hælvandræði sem draga úr honum kraftinn.

  2018-20 Hendó orðinn heill heilsu og liðið nær lengsta taplausa skeiði í sögu þessa félags. Fullt af leikmönnum skína og glansa, hafðir upp til skýjanna. Þeir meiðast eða eru hvíldir og það kemur ekki að sök. En núna þegar Hendó meiðist þá hrynur spilið!

  Magnað.

  8
 17. Það hlaut að koma að þessu. Lítið annað að segja.

  Flott að heyra samt í stuðningsmönnum á vellinum, áfram gakk… næsti leikur skiptir öllu máli.

  1
 18. Menn tala um Lovren en Van Dijk hefur verið eins og byrjandi í þessum leik.

  6
 19. Sorglegt að liverpool áttu algerlega ekkert svar i þessum leik og Watford unnu mjög sannfærandi enginn heppnissigur þetta hlýtur að skrifast á hrikalegt vanmat

  1
 20. Sæl öll

  Þessi leikur sýnir, svo innilega að ekki verður um villst, að bilið í getu á fremstu þremur er allt, allt of mikið!!
  Ég er brjálaður…..í staðin fyrir 25 stiga forystu er hún aðeins 22 stig (hehehehe 😉 )
  En Fowler minn góður hvað liðið þarf að stíga upp og Klopp að kokka eitthvað mikið betra upp, þetta vetrarfrí gerði ekkert gott fyrir liðið, fyrir seinni leikinn gegn Atletico Madrid.

  1
 21. Vandamál Liverpool er að þeir eiga ekki sóknarmenn. Það er alltaf hægt að tala um að Fimino sé svo mikilvægur en hann skorar allt of fá mörk. Sóknarmann takk og hættum þessari Firmino ást. Við töpuðum 3-0.

  1
 22. Í alvöru?!?! Töpum einum leik og það á að selja alla og allir ömurlegir…

  Anda með nefinu, þetta er frábært lið með fránæran þjálfara og frábæra einstaklinga.

  Lélegt í dag, ekkert meira um það í sjálfu sér. Það skiptir ekki öllu þó menn detti… það skiptir öllu að standa upp aftur.

  2
 23. Sæl öll

  Það sem ég var að reyna að koma orðum að, er að það er of mikið bil á getu á backup-i fyrir þessa þrjá fremstu. Það er til of mikils mælst að þeir eigi alltaf topp leik eða amk 2 af þremur.

Hornets heimsóttir

UNDUR OG STÓRMERKI! Liverpool mundi hvernig er að tapa (skýrsla)