Liverpool 3-2 West Ham

Héldu einhverjir að Liverpool væri að fara að tapa? Pff…

Liverpool vann rétt í þessu sinn átjánda sigurleik í röð í deildinni þegar liðið kom til baka og vann góðan 3-2 sigur á West Ham í ansi óvænt fjörugum leik. Með sigrinum jafnaði liðið met Man City yfir fjölda leikja í sigurhrynu og gerði það að verkum að liðið þarf nú aðeins fjóra sigurleiki eða tólf stig til að gulltryggja Englandsmeistaratitilinn!

Erum við farin að átta okkur almennilega á þessari stöðu? Það eru ellefu leikir eftir og liðið þarf aðeins fjóra sigra (tólf stig) til að tryggja sér þetta alveg óhátt því hvað Man City gerir. Tapi þeir einhverjum stigum þarf Liverpool bara enn þá minna. Þetta er svo ergilega nálægt!

Liverpool var án Jordan Henderson í leiknum og byrjaði Naby Keita leikinn en Klopp hafði greint frá því fyrir leik að hann hafi ætlað að byrja með Milner þarna en hann fann fyrir einhverju fyrir leik og var ekki teknir neinir sénsar með hann. Smá hart kannski í garð Chamberlain sem hafði byrjað síðustu fjóra eða fimm deildarleiki og gert ágætlega í þeim.

Leikurinn byrjaði eins vel og maður hefði getað óskað eftir. Trent Alexander Arnold átti fyrirgjöf frá hægri – surprise, surprise – og Wijnaldum mætti boltanum í teignum og skallaði hann í netið. Óska byrjun á leiknum og sá maður fram á að Liverpool myndi bara valta yfir West Ham en sú varð ekki alveg raunin.

Þremur mínútum eftir að Liverpool skoraði fékk West Ham hornspyrnu, boltinn barst til Diop sem skallaði boltann á nærstöng og Alisson var ekki alveg á tánum og náði ekki að hindra að boltinn færi í netið. Smá skellur fyrir Liverpool en gaf West Ham smá vonarglætu. Yfirburðir Liverpool voru miklir í leiknum en það vantaði voða mikið bara þetta loka touch og liðin héldu jöfn inn í hálfleikinn.

Skömmu eftir að seinni hálfleikur hófst komst West Ham frekar óvænt yfir með marki Pablo Fornals sem var nýkominn inn á sem varamaður. Klopp brást við með að skipta Chamberlain inn á fyrir Keita og kom mikill auka kraftur með Chamberlain.

Liverpool þjarmaði að West Ham og herti tökin sín á leiknum, það var svo Mo Salah sem jafnaði metin á 68.mínútu. Robertson lagði boltann inn í teig á Salah sem átti fast skot beint á Fabianski sem náði ekki valdi á boltanum og missti hann í gegnum klofið á sér. Ekki fallegasta mark Salah á ferlinum en svo sannarlega kærkomið!

Það var svo í raun aldrei spurning eftir það fannst mér hvort heldur hvenær sigurmark Liverpool kæmi og það var Sadio Mane sem átti það. Trent skaust á eftir bolta inn í teiginn, tók hann á lofti og kom honum fyrir markið þar sem Mane mætti boltanum og kom honum í netið af stuttu færi. Gott mark og verðskuldað að Liverpool væri komið yfir.

Mane skoraði svo aftur skömmu síðar en hann var svo tæplega fyrir innan varnarlínu West Ham þegar hann mætti fyrirgjöf Trent. Í alvöru, hvað er að frétta með Trent og þessar fyrirgjafir hans?!?

Kom smá óþægindi í skrokkinn á manni þegar West Ham fengu álitlega aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Liverpool en það var höndlað þokkalega og ekkert varð úr því og enn einn sigurleikurinn leit dagsins ljós.

Við höfum marg oft séð Liverpool betri og þetta langt frá því að vera besti leikur liðsins og leikmanna þeirra en yfirburðirnir voru gífurlegir og margir leikmenn áttu svo sem ágætis leiki heilt yfir. Salah og Mane voru hættulegir frammi og skoruðu báðir fín mörk. Miðverðirnir voru ágætir en áttu einstaka augnablik sem flestir myndu vilja gleyma bara. Miðjan var ágæt. Fabinho var flottur sem djúpi miðjumaðurinn, Wijnaldum var mjög líflegur og gerði gott mark, Keita átti sínar rispur og Chamberlain breytti ansi miklu fyrir liðið þegar hann kom inn á.

Maður leiksins er þó án nokkurs vafa Trent Alexander Arnold. Fannst nær allt það jákvæðasta úr sóknarleik liðsins í dag koma í gegnum hann.

Liverpool á Watford um helgina, Chelsea í bikarnum um miðja næstu viku, Bournemouth helgina þar eftir og svo kemur ansi mikilvægur leikur gegn Atletico Madrid. Næstu tvær vikur hjá Liverpool eru gífurlega stórar og mikilvægar og munu segja mikið til um hvað liðinu tekst að gera á leiktíðinni. Englandsmeistaratitillinn er ansi nálægt og ætti að vera enn nær eftir þessa tvo deildarleiki sem framundan eru. Bikarleikurinn gegn Chelsea og Meistaradeildarleikurinn gegn Atletico Madrid gætu ráðið því hvort fáranlega mögnuð leiktíð yrði bara fáranlega mögnuð eða eitthvað enn stærra og flottara en það!

Þetta er allt svo spennandi! Áfram Liverpool!

47 Comments

 1. Kverjir eru so enþá bestir??
  Sumir hjerna gleimdu því smá
  En Klopp og frends skila sýnu

  Einso Altaf!!

  Jesssss

  14
 2. Ekki merkileg framistaða en frábær stig.

  Við vorum sterkari en þeir en vorum samt alltof kærulausir með boltan og töpuðu honum of oft á hættulegum stöðum og þótt að þeir voru ekki mikið með boltan þá voru þeir oft að komast í góðar stöður til að keyra á okkur.
  Í stöðunni 1-2 leit þetta ekki vel út en jöfnunar markið breytti andrúmsloftinu á vellinum og maður fannst kop stúkan myndi soga inn sigurmark sem hún gerði með dyggri hjálp kop bræðranna.
  Fabinho átti mjög góðan leik, Trent var okkar besti maður,, Alisson bjargaði aftur 1 á 1 og Mane komat í gang í þeim síðari.
  Keita var lélegur í þessum leik því miður en OX kom sterkur inn og byrjar líklega næsta leik. Dijk og Gomez hafa oft leikið betur og var skrítið að sjá þá skilja mann óvaldaðan á milli sín þegar West Ham kemst yfir en hann var einni maðurinn inn í teig.

  Það sem skiptir samt öllu máli eru stigin 3 og að við höldum áfram okkar striki í deildinni.

  YNWA – 12 stig vantar til að gulltryggja bikarinn sem við erum búnir að bíða eftir í 30 ár.

  5
 3. Sæl og blessuð.

  Sturlaður leikur sem við feðgar vorum svo heppnir að fá að fylgjast með beint af áhorfendapöllum. Það er talsvert frábrugðið að horfa á þessar rimmur svona ,,augliti til auglitis” en að sitja yfir skjánum. Ákveðin kemistría sem er erfitt að miðla í síðara tilvikinu. En það var margt sem gladdi og annað var dapurt:

  1. Trentarinn var feykiöflugur. Robbo reyndar líka og það er alltaf gefandi að fylgjast með vinnujálkunum í liðinu – Firmino (sem mátti gera betur úr upplögðum færum) og svo markaskorararnir Gini og Mané.
  2. Var pirraður á löngum köflum á Salah – sem átti ekki roð í varnartröllið sem passaði upp á hann. Það verður að segjast eins og er (**neikvæðni alert**) að þetta skot var nú ekki upp á marga fiska! En maður býr víst til lukkuna sína og það á við hér.
  3. Keita er enn í þessu millibilsástandi – hvað er hann? hvað vill hann? hvert stefnir hann? Maður áttaði sig ekki á því hvað var í gangi með hann. Playmaker? ok en boltinn endaði oftar en ekki hjá þeim hvítklæddu og ég man ekki til þess að hann hafi skapað neitt af viti. Hraði? fannst þeir aldrei lenda í vandræðum þegar hann fékk pláss og tíma. Agressjón? neibb.
  4. Gaman að sjá Chambo koman grjótharðan inn á. Vantaði ekkert upp á viljann þar og þrýstingurinn sem fylgdi honum gerði örugglega sitt í að tryggja sigurinn.
  5. Þetta var gríðarlega skemmtilegur leikur og pressan sem Liverpool setti á þá í seinni hálfleik var ótrúleg. Hávaðinn á vellinum var ærandi.
  6. Svo verður að gefa Vesturbæingum smá prik fyrir eljuna og hvað þeir komu óþægilega á óvart.

  Four more games, four more games, four more games to gooooo!

  12
 4. Liverpool spilaði heilt yfir mjög vel í leiknum. Það er bara taugaveiklun að tala um annað. Liðið skoraði þrjú mörk og var með boltann um 70% af tímanum.

  En það var svipað í þessum leik og á móti Atletico að vörnin var svolítið “full af sjálfri sér.” Það er hin hliðin á sjálfstrausti varnarmanns að trúa því ekki að mótherjinn geti skorað. Markið gegn Atletico var svona skíta mark sem kemur úr engu og boltinn dettur bara niður í lappirnar á mótherja. Pot og mark.

  Í dag var fyrsta markið ekki beint Gomez að kenna — en Allison bara var of upptekinn að ýta á sóknarmann West Ham í einhverjum pirringi að hann gleymdi að hitt liðið má líka reyna. Og ólíkt honum var hann á kolröngum stað þegar heppnisskallinn kom og lak inn.

  Seinna mark West Ham var svo dæmigert fyrir svona “hálf mistök” sem gerast þegar menn bera ekki næga virðingu fyrir því að hitt liðið er líka með fótboltamenn. Vængmaðurinn fær smá tíma að til að snúa sér og lúðra boltanum í teiginn þar sem hafsentarnir eru báðir of djúpt og flatir og boltinn fær óþægilegt hopp og beint í lappirnar á sóknarmanni sem hálf klúðrar skoti sem rúllar í hornið og inn.

  Ekkert af þessu var lélegt. En þetta var dæmi um að fara úr því að vera besta vörn í heimi í að vera ein besta vörnin í EPL. Smá einbeitingarleysi. Smá “staðsetningarmistök.” Og smá “óheppni.” Og þá skorar andstæðingurinn sama hver hann er því að öll liðin í EPL kunna fótbolta.

  En þessi leikur sýnir hversu gríðarlega gott þetta Liverpool lið er. Þrátt fyrir að fá hlutina á móti sér 2-3svar varnarlega, þá var alveg til gír til að vinna þetta með því að skora 3 mörk. Og það var eiginlega aldrei vafi um það að Liverpool myndu skora amk. eitt mark. Það var einfaldlega breyttl leikskipulagi og Fabinho kemur hærra. Ox tekur áhættur með því að fara framhjá einum. Gini bakkar ekki á sama tíma. Allt í einu eru LFC farnir að spila með 8 manns í sókn og Virgil kom stundum með til að gera það að 9. Og skiptingar úr sókn í vörn voru að gerast hraðar, jafnvel þó það gæfi séns á gefa boltann á hættulegum stöðum. LFC sýndu, að ef þarf að taka áhættu til að vinna leikinn þá kunna þeir það..

  Að vinna 26 af 27 leikjum í deild getur aldrei snúist um heppni eða óheppni — það jafnast út. Það snýst um að snúa leiknum sér í vil með þrautseigju — meira að segja þegar heppnin er á bandi andstæðingsins.

  34
 5. Ég er enn að vona að Keïta springi út. En það gengur lítið. Hann virðist ósköp inní sig, blessaður. Timid, segja þeir í Bretlandi.

  2
 6. Greyið Keita kallinn.. Þetta er svakalegur fótboltamaður, það sést úr efstu röðum en þetta er svo næstum því allt hjá honum. Það er eins og hann þori ekki að klára það sem hann byrjar á.. mjúkar hreyfingar, veit hvert hann á að snúa og svo þegar hann dansar sig frá einum þá eiginlega er ekkert næsta move.. æj, veit ekki, ég hef svosem ágætis trú á kallinum og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann væri bara ennþá að fóta sig í nýju landi. Tungumálið? menningin? fjölskyldan? Margt sem gæti verið að,, maður hálf vorkennir honum bara þegar myndavélin er á honum þó hann sé að spila ágætlega, það er eitthvað við svipbrigðið hjá honum – Ég ætla gefa honum áfram séns.

  Frábær innkoma hjá Ox, klárlega innkoma sem á að gefa honum startið í næsta leik.

  Ekki sammála með að margir áttu fínan leik. Fannst 5-6 leikmenn alveg vera mjög off í dag. Fremstu þrír drullu slappir fyrir utan eitt-tvö “moment” (mörkin t.d.). Dijk og Gomez ekki líkir sjálfum sér og Keita komst aldrei inn í leikinn.

  Þetta skiptir kannski litlu máli eftir sigurleik en ég hef samt áhyggjur af síðustu þremur leikjum. Höfum ekki verið að spila agað og grimmt eins og við erum vanir að sjá, óþarfa mikið að færum á okkur, hægt tempó og bitlaus sóknarleikur. En við höfum svosem áður komið hálf dofnir til baka úr fríi ekki satt.

  1
 7. Í fyrradag minnkaði Mancher City muninn í aðeins 19 stig. Þá fór nú heldur betur um mann. Forskotið jókst aftur í 22 stig í kvöld. Við erum 35 stigum á undan liðinu í fjórða sæti, eftir 27 leiki. Bara að benda á. Þetta er tótal rugl og endalaus gæfa.

  9
 8. 27 umferðir búnar og…….

  Liverpool er með 79 stig og
  Man Utd og Arsenal samanlagt með 78 stig.

  Yndisleg tölfræði.

  Trent maður leiksins.

  9
 9. Það hlýtur að vera snúið að mótivera menn í leik eins og þennan. Það er augljóst að titillinn er í hús og í raun skipta úrslit sáralitlu máli í því samhengi, slíkir eru yfirburðirnir og slíkt er svigrúmið. Mér fannst menn ætla að taka þetta án þess að skíta sig of mikið út allt þar til þeir voru komnir undir. Þá hrökk vélin í gang og gerði það sem allir höfðu ætlast til og keyrðu yfir WH.

  En staðan er einfaldlega orðin þannig í deildinni að það hlýtur að vera mikil áskorun að ná liðinu í rétt hugarástand fyrir leiki gegn WH, Watford, Bournemouth etc. Og ekki verður það auðveldara þegar titillinn verður loksins í höfn.

  4
 10. Fjöldi sigurleikja í röð í Premier League:
  18 – Liverpool
  2 – Arsenal, Burnley, Man City, Man Utd
  1 – Chelsea, Crystal Palace, Southampton, Wolves

  YNWA

  7
  • Þetta eru mjög svo áhugaverðar tölur. Liverpool er með helmingi fleiri sigurleiki í röð en öll hin 19 liðin til samans!!!

   3
  • Eigum við að halda áfram að leika okkur? Mætti bæta við þetta að ef LFC vinnur í næstu umferð og MU tapar þá verðum við með tvöfaldan stigafjölda á við þá þegar langt er liðið á mót. Þrjú neðstu liðin eiga langt í land – samanlagt – að ná stigafjölda Liverpool á þessum tímapunkti.

   Liverpool gæti raunar splittað sínum stigafjölda í tvennt og verið með tvö lið að gera það gott, annað í meistaradeildarsæti og hitt um miðja deild.

   En sem betur fer eru eggin öll heil í sömu körfu. Og við tökum því bara fagnandi að vera by a mile númer 1.

   Kannski á maður ekki að fara fram úr sér. En árangurinn er ískyggilegur. Og ef þetta heldur svona áfram efast ég um að þetta verði nokkru sinni leikið eftir.

   5
 11. Smátt er að opnast fyrir þann möguleika að maður þori að vona að þetta gæti hugsanlega kannski verið árið sem við hömpum þeim stóra en meðan það er möguleiki að missa þetta niður þá dettur mér ekki í hug að byrja nein fagnaðarlæti ennþá. Ég sagði fyrir leikinn í gær að mér þætti þetta líklegur leikur til að okkar ástkæra lið myndi misstíga sig eitthvað en sagði jafnframt að ég treysti herr Klopp til að finna lausnirnar sem hann og gerði. Að vísu féll ýmislegt með okkur í leiknum í gær en talað er um að þú ráðir þínum örlögum sjálfur og það sannaðist í gær. Flest vötn virðast vera að falla til Anfield og er það vel.

  3
 12. Liverpool góðir en heppnin hefur svo sannarlega verið með liðinu í vetur og það hefur gefið leikmönnum rými til að spila afslappað. 100% vinnusemi auðvitað og allt það en heppni er partur af þessu.

  Held þessi WH leikur hafi verið ágætur leikur fyrir seinni leikinn gegn AMadrid – þó við séum á heimavelli er ekkert gefið og sérstakalega ekki gegn liði eins og AMadrid undir stjórn Simeone.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!

  3
  • Hvað er samt heppni?

   Er heppni að hafa gæða til að snúa leikjum okkur í vil?
   Er heppni að gefast aldrei upp og spila af krafti í 90 mín?
   Er heppni að tapa ekki leik í vetur?
   Er heppni að skapa fleiri færi en andstæðurinn í öllum deildarleikjum í vetur?
   Er það heppni þegar andstæðingar okkar gera misstök eða eru misstök algengari hjá leikmönum sem eru ekki í sama gæðaflokki og okkar?

   Mér finnst nefnilega ekki heppni hafa verið að fylgja okkur heldur gæði í vetur. Gæði snúast ekki bara um tæknilega getu heldur skipulag og dugnað í 90 mín og ótrúlega trú á því að sigra leiki.

   Mér finnst eins og heppni sé eitthvað sem þú færð þegar þú átt það varla skilið en mér finnst að við höfum átt öll þessi stig okkar skilið í vetur.

   YNWA

   22
   • Það er líka merkilegt að fyrir utan Leicester leikinn á Anfield er Liverpool aldrei að fá á sig mark eftir 60. mínútu.

    Það er gríðarlega þreytandi að spila gegn liði sem er oftast með 70% possession. Liverpool eru oftar en ekki að þvinga andstæðingana í að gera mistök, vegna þess að þeir eru í mun betra líkamlegu standi en hin liðin.

    Annars er merkilegt að bitrustu stuðningsmenn Man United virðast ennþá fastir í því að heppnin og VAR séu stærsta ástæða þessara yfirburða, svona í ljósi þess að United hafa hagnast allra liða mest á Var og fengið langflestar vítaspyrnur allra liða, eða 10.

    Var orverturns:

    Brighton & Hove Albion +7
    Manchester United +7
    Burnley +4
    Crystal Palace +4
    Leicester City +3
    Southampton +3
    Liverpool +1

    13
   • Hárrétt!
    Heppni er ekkert eitthvað sem Messías kemur með handa okkur heldur snýst þetta um vinnuframlag og gæði. Okkar lið hefur svo sannarlega unnið sér inn fyrir því enda besta lið heims.

 13. Var að horfa á Bayern München pakka Chelsea fyrir brottflutning. Þeir búa yfir gríðarlegu efni á vinstri kantinum, Alphonso Davis frá Kanada. Þvílíkur speedster og bara nítján!

  3
 14. Sigurður Einar, þér finnst kannski heppni eitthvað sem þú færð þegar þú átt það varla skilið, mín nálgun er meira í átt við “you make your own luck”.

  Ég sagði aldrei að þetta væri ekki verðskuldað. Bara að heppnin hafi líka verið með okkur í vetur. Markmannsmistök hjá Henderson og Fabia?ski komu á hárréttum tíma í þeim leikjum sem dæmi. Kannski flokkast meiðsli Laporte sem heppni, eitthvað sem er ekki í höndum Liverpool…

  Anyways, sammála síðasta ræðumanni. Þessi Davis í Bayern München. Hann er kominn á óskalistann.

  5
  • Við hófum verið með miklu stærri meðislalista í vetur en sittý.

   1
 15. Er búinn að halda því fram síðan í október að deildin sé komin í hús. Fer ekki ofan af því núna.

  1
 16. Sælir félagar

  Ég er komin með veruleg fráhvarfseinkenni vegna skorts á podcasti. Er ekki svo um fleiri.

  Það er nú þannig

  YNWA

  9
  • það eru þrír daga frá síðasta hlaðvarp og venjulega er eitt í viku, svo fráhvarfseinkennin eiga ekki við um mig. Einnig er endalaust framboð af svipuðum hlaðvörpum fyrir okkur sem skiljum ensku.

   1
 17. Sammála – nóg af podcöstum í boði.

  Blood red er mjög fínt sem og red men tv…..

  1
 18. Getur einhver sagt mér hvenær seinni leikurinn byrjar á móti Atletico Madrid 11. mars?

 19. Verið að tala um að VVD sé að fara fá risa samning frá Liverpool sem ætti að gera hann að launahæðsta varnarmanni heims

  “Liverpool now have the third highest wage bill in the Premier League, and with Van Dijk due to get a new contract in the summer – which could make him the highest paid defender in world football – costs will rise once more.

  Boss Jurgen Klopp has also signed a new extended contract which will be felt in next year’s financial results, and the club are also making big efforts to sign their brightest stars of the future on long contracts.” tekið af MIRROR

  Já meigi hann fá svona 7-8 ára samning takk fyrir ! gæti ekki verið ánægðri með klúbbinn og metnaðinn sem er í gangi ætla bara segja það FSG eru FRÁBÆRIR eigendur þessa besta og yndislegasta klúbb heims !

  Ég vill sjá okkar klúbb gera allt og meira til að halda okkar bestu mönnum hjá okkur þangað til þeir leggja skóna á hilluna þannig vill ég sjá þetta !

  YNWA

  2
 20. Sælir félagar

  Jú auðvitað er fullt af podcöstum um alla veröld og ekki síst um Liverpool liðið. Hitt er bara það að ég er farinn að sakna þess að heyra í okkar mönnum á kop.is þeim Einari, Magga og Steina.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 21. Nú er frétt frá telegraph sem segir að mögulega verði keppni í ensku deildinni hætt vegna corona veirunnar og engin verði þá meistari og engin falli. Ef þetta gerist þá er ég endanlega hættur að fylgjast með held ég bara. Nógu erfitt er búið að reyna að vinna þennan titill svo hann verði ekki tekin af okkur líka á svona rugl hátt. Ætla nú alveg að anda ennþá samt en væri þetta ekki alveg til að toppa allt sem hægt er að toppa.

  1
  • Maður fékk eiginlega hnút í magann við að lesa þessa frétt. Eins virðist aðalmálið vera, það er ekkert um svona aðstæður, og hvernig væri brugðist við í reglum eða lögum ensku knattspyrnusambandana. Það kom spurning upp í hugann, hvenar getur LFC í fyrsta lagi unnið deildina, gefandi sér að LFC og manc vinni alla sína leiki? Er einhver með svar við því?

   YNWA

   • Yrði ekki bara það sama og á Ítalíu þar sem er verið að spila án áhorfenda?

    2
   • 4 sigrar í viðbót og við erum orðnir meistarar sama hvað Shittý gerir 🙂

    1
 22. Liverpool – Crystal Palace er leikurinn þar sem við erum að verða meistarar ef við vinnum næstu 4 leiki, fyrr ef Shittý tapar stigum, væri ekkert leiðinlegt að ná þessu á Goodison Park 🙂

  1
 23. Sá vinnur sem er efstur eftir síðasta leik í deildinni, hvenær sem hann er leikinn – ekki flókið 😉

  1
  • Ef þeir segja bara stop eftir 28 leiki og það væri enþá tölfræðilegt að annað lið gæti orðið meistari? Þá segja einhverjir að þá er deildinn bara ákveðin út frá því en það er ekki séns að lið vilja falla eftir að deildinn klárast ekki og það er ekki séns að lið í championship sem eru í fyrstu tveimur sætunum vilja bara byrja aftur.

   Þetta er nefnilega helvíti snúið

   • Eina leiðin til að leysa þessa flækju er að klára mótið annað býr til enn meira rugl…höldum ró okkar og sjáum hvernig mál þróast næstu 2-3 vikur…..mótið verður klárað þó menn þurfi að spila í sumar…

 24. Hvaða staða sem upp kann að koma. Allt alvöru fótboltaáhugafólk hlýtur að vilja að titill fari á réttan stað. Það er andi íþrótta. Og þegar yfirburðir eru miklir ber maður virðingu fyrir því, hvar í liði sem maður stendur og með hverjum sem maður heldur. Usain Bolt hljóp hraðast og ég held að fyrri heimsmeistararar hafi viljað sjá hann hlaupa sem hraðast. Bolt mun örugglega fagna ef einhver verður hraðari en hann, ef það gerist einhvern tíma. Faðir minn, sem átti Íslandsmet unglinga í þrístökki í 23 ár, beið sín fullorðinsár spenntur eftir að Jón Arnar myndi bæta það. Enginn alvöru stuðningsmaður eða íþróttamaður hlakkar yfir því að einstakur árangur verði þurrkaður út eins og talað er um tilvonandi Englandsmeistara. Þetta mót verður spilað þangað til það klárast, jafnvel þótt það komi pása og spila þurfi í sumar eða halda móti áfram næsta vetur. Best bæri bara að vinna í mars og hampa bikarnum sem fyrst. Þetta er sögulegt tímabil. Enginn mun taka það af okkur. Ekki einu sinni kórónaveiran.

Liðið gegn West Ham

Hornets heimsóttir