Liðið gegn West Ham

Klopp hefur valið byrjunarliðið sem mætir West Ham á Anfield í kvöld.

Það er enginn Jordan Henderson næstu vikurnar en fyrirliðinn er meiddur, það er Naby Keita sem tekur sæti hans í liðinu en að öðru leiti er allt óbreytt frá síðasta leik.

Alisson

TAA – Gomez – VVD – Robertson

Wijnaldum – Fabinho – Keita

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Adrian, Matip, Lallana, Chamberlain, Origi, Minamino, Lovren

Mögulega sterkasta byrjunarliðið sem Liverpool býður upp á í dag á meðan Henderson er frá, Chamberlain gæti verið þarna í stað Keita hvað það varðar en hann byrjaði einhverja fjóra eða fimm deildarleiki í röð.

Sterkt lið, sterkur bekkur, titillinn í nánd og hópur sem mun vilja hrista af sér pirrandi leik og úrslit gegn Atletico Madrid. Vonandi fáum við stóran og góðan sigur í kvöld!

38 Comments

  1. West Ham munu pakka í vörn og gera okkur lífið erfitt og ef þeir ná að halda jöfnu í hálfleik þá verður þetta mjög krefjandi leikur.
    West ham var spáð í top 10 af flestum sérfræðingum fyrir tímabilið og þeir hafa alveg einstaklingsgæði en þetta hefur ekki verið að ganga hjá þeim og hefur því Moyes verið fengið til að þétta varnir og ná í stig.
    Ég þoli ekki leikstíl Moyes en hann er öfgafulla útgáfan af Móra og hann notar ekki Rútur því að það er hægt að færa þær hann er með múrveggi sem eru ekkert að fara að færa sig því að þeir eru fínir þar sem þeir eru .
    Ef við komust yfir í fyrirhálfleik þá spái ég öruggum 3-0 sigri en ef ekki þá verður þetta mikið ströggl en spáum að við klárum þetta samt 1-0

    YNWA

    2
    • Tekið af mbl.is
      Mark Noble og Virgil van Dijk eru fyrirliðar og þeir heilsast ásamt Jonathan Moss dómara. Síðan er klappað fyrir Ryan Jackson fyrrverandi leikmanni Liverpool sem lést á dögunum, 86 ára að aldri.

  2. Mikið svakalega er þreytandi hvað lélegu liðin komast endalaust upp með að spila dirty fótbolta og fá að djöflast og gera nánast hvað sem er án þess að fá einu sinni dæmt á sig.

  3. Við komust yfir og eina sem við þurftum að gera var að fá ekki mark á okkur strax á eftir því að þeir hefðu þurft að færa sig aðeins framar. Nei Trent klikkar að hreinsa í tvígang og þeir fá horn og svo annað sem þeir skora úr.
    Eftir það hefur þetta var 11 manna varnarpakki þar sem við höfum ekki verið að opna þá mikið en þeir eru að djöflast og djöflast á meðan að við reynum að komast í gegn.

    Við þurfum einhvern frá miðsvæðinu til að opna varnir og spurning um að fórna Winjaldum fyrir Ox eða jafnvel fara að segja þetta gott í dag með Keita sem hefur ekki verið að heilla.

    45 mín eftir og þetta verður áfram svona. Við höldum áfram að sækja og þeir reyna að keyra á okkur og svo nota föstleikatriði.
    Þetta er ekki duga eða drepast leikur en maður langar að sjá 3 stig gegn þessu lélega West Ham lið á heimavelli.

    1
  4. Ekki lítur þetta nú vel út og spurning að bekkja Salah í smá tíma því hann getur ekki rassgat þessa dagana og bara furðulegt hvað hann er að gera í þessu liði þegar hann er svona slappur. Væri til í að sjá frekar Minamino því hann getur ekki verið verri sumir þarna sem virka þreyttir eða eitthvað.

    2
  5. Sælir félagar

    Liverpool ekki að spila vel og vonandi fá þeir almennilega eldmessu í hálfleik. Ónákvæmar sendingar og framlínan ekki í neinu sinki. Virðist vanta nokkuð á einbeitingu. Vont að hafa ekki bakkup fyrir TAA því hann vantar anzi mikið uppá einbeitingu en erfitt að bekkja hann ef enginn er til að koma inn af bekknum sem er jafn góður og hann getur verið. Menn verða að girða sig í brók í seinni ef ekki á illa að fara.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  6. Menn breytast bara í aumingja þegar fyrirliðinn er ekki með! Andskotinn bara!

    2
  7. Hvaða í anskotanum er að gerast, lfc eins blind gæs. ekkert að gerast og fá á sig skíta mark og það tvö.
    Hrikalegt andleysi yfir þessu hjá þeim.

    1
  8. Jæja þar kom að því Liverpool kannski að fara að tapa sínum fyrsta leik geta ekki neitt og virka þreyttir og áhugalausir.

  9. Sundurspilaðir af West Ham sem endar svo með marki. Þessi frí eru ekki að fara vel í Liverpool.
    Kop.is strákarnir að mæta með ólukku á okkar menn eða:)

  10. Gott mál að lenda undir og sja hvernig menn bregðast við mótlæti á þessum tima

    7
    • Liverpool komnir í gang núna þannig að kannski var þetta bara fínt spark í rassinn fyrir okkar menn

  11. Lítur ekki vel út…..

    Hef sagt það áður og segi það enn…
    Altaf Hendó eða Milner….ALTAF….

  12. Spurning hvað þetta frí gerði fyrir liðið. Þeir hafa verðið þreyttir og áhugalausir eftir það. Veru þetta mistök hjá herra Klopp að leyfa það.

  13. Ossalega eru margir Livipúlmenn hjerna miklir skælupúkar. Kvernig nennissuði?

    Áfram Liverpool!
    Bestasta heimsins!
    Pottþétt sigrum samt!

    15
  14. Líklegast einn mest spennandi leikurinn á tímabilinu kom á móti West ham ótrúlegt.

    1
  15. Þetta stóð tæpt en skemmtilegt var það fyrir vikið!

    YNWA

  16. Frábært að klára þetta, já! Bestu kveðjur á KOP-verjana sem eru úti!

  17. Sælir félagar

    Það var ekkert skemmtilegt við þennan leik. Það er langt í frá gaman að horfa á liðið spila langt undir getu heilan leik. En hvað um það, sigurinn kom fyrir rest en tæpt var það. Að vísu átti Liverpool að fá tvö víti. Annað vegna hendi þar sem boltinn er varinn með olnboga og svo er Virgillin keyrður niður inn í teignum og alltaf víti. Það er eins og megi drepa Virgil inní teig andstæðinganna að ósekju. Moss á að vera á sláttuvélinni en ekki flautunni. Einn af allra lélegustu dómurum deildarinnar og er þá langt til jafnað.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5

Gullkastið – Upphitun frá Liverpool borg

Liverpool 3-2 West Ham