Byrjunarliðið vs. Atletico Madrid á Wanda Metropolitano

 

Stemmningin magnast í Madrid-borg sem víðar um heiminn í hjörtum eldrauðra Púlara allra landa. Hinir kankvísu Kopverjar tóku hitastigið á Plaza Mayor fyrr í kvöld og það er skylduhlustun að hlýða á Sangríu-Steina, Magga bongó og Einsa kalda á kantinum:

Gullkastið – Kop.is í Madríd

Mucho meistarabragur á ritstjórunum í Madrid en við hinir dauðlegir verðum að sætta okkur við sjónvarpskjái Skersins.

Byrjunarliðin

Formsatriðum hefur verið fullnægt og öll fylgigögn stimpluð i bak og fyrir. Liðsskýrsla Liverpool er útfyllt og hefur verið skilað pósthólf pólska dómarans Szymon Marciniak. Liðsuppstilling Rauða hersins kemur lítið á óvart og okkar allra sterkasta liði hefur verið stillt upp eins og spáð var:

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Wijnaldum, Mane, Salah Firmino.

Bekkur: Adrian, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi, Matip.

Diego Simeone er nýbúinn að kvitta undir sína skýrslu í þríriti og hún er eftirfarandi:

Blaðamannafundur

Trent Alexander-Arnold og Jurgen Klopp mættu í míkrafóninn í gær og fóru yfir ýmis málefni þó að fréttamenn gerðu sitt besta í að toppa hvorn annan í misgáfulegum spurningum. En fínt að renna í gegn til að drepa tímann fram að leik:

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

22 Comments

  1. Jæja ætli maður geti þá ekki bara slökkt á sjónvarpinu… Eða er maður að fara að nenna Atletico-rútunni í 90 mínútur…

    Annars var þetta stórfenglega lélegur varnarleikur í þessu horni.

    2
    • Eftir 35 min var LFC med 240 heppnadar sendingar og ATM 70!!!!!? Verdum ad jafna thetta!

  2. Mér finnast þessir búningar ekki sæma okkur, skelfilega ljótir. I Like Nike!

    1
  3. Hvað er Salah að spá þegar hann sendir boltann þarna á Firmino sem er kolrangstæður… glötuðum dauðafæri þarna

    2
  4. Menn verða að fara að vakna og hætta þessum klaufaskap. Enga taugaveiklun takk!

    1
  5. Sýnist AM menn vera með góða leiklista hæfileika og dómarinn felllur fyrir öllum tilburðum

    3
  6. Auðvitað beita þessir Suður-Evrópubúar öllum brögðum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Okkar menn verða bara að girða sig í brók í seinni. Punktur.

    1
  7. Okkar menn góðir í fyrri hálfleik. Þetta kemur í seinni hálfleik

    1
  8. Næst á dagskrá hjá AM að ná Mane útaf og trúlega tekst þeim það. Annars er þetta s.s. allt í lagi en maður er bara orðin svo góðu vanur 🙂
    YNWA

    1
    • Þetta er líka eina rétta að skipta Mané út af, þeir hefðu lagt ofuráherslu á að ná Mané út af

      1
  9. 1.min bætt við þegar 6-7 leikmenn Atletico voru stutt frá því að vera meiddir út tímabilið… og leikurinn stoppaður aftur og aftur.

    1
  10. Djöfull er gaman að fylgjast með þessu liði, já við erum undir eftir hornspyrnu(sem kom uppúr innkasti sem þeir áttu ekki að fá) en þvílík klassa lið sem við eigum.
    A.Madrid virka eins og þeir séu hræddir við okkur og er í varnarpakka sem er mjög aftarlega og skrítið að segja þetta að maður hefur ekki stórar áhyggjur af þessu, við erum það góðir.
    Ég sé ekki A.Madrid þola þennan hraða út 90 mín eftir að hafa spilað í göngubolta deildinni í allan vetur.
    Ef þetta væri lokastaðan í leiknum þá myndi ég samt reikna með að við kæmust áfram á Anfield.

    YNWA – Hef trú á að við klárum þetta verkefni

    6
  11. Sæl og blessuð.

    Hvað er þetta með hann Salah? Hvers konar heimsklassaframherji tekur ekki betur á móti boltanum rétt fyrir utan markteig og enginn í löppunum á honum? Eða missir hann langt fram fyrir sig eftir markmannsklúðrið???

    Læt Trentarann líka pirra mig. Alltof hægur og ónákvæmur. Virgill – svo bregðast krosstré og hvað var þetta hjá Fabinho???

    Robbo á þokkalega spretti og Mané er að komast á bragðið (bara passa olnbogann). Hendó alltaf í stuði og Alisson bjargaði í dauðafæri Morata (er samt aldrei smeykur þegar hann er í hinu liðinu).

    Bestu fréttirnar eru samt þær að seinni hálfleikur er eftir. og auðvitað tveir hálfleikir á Anfield. Þeir finna fyrir pressunni og nú er bara að halda áfram að hamra járnið – já og vera í sínu besta formi!

    2
  12. Miðað við fyrstu 20 í seinni, þá lítur út fyrir að það hefði verið betra að setja engan inn á fyrir Mané í staðinn fyrir Origi.

    Úff hvað hann er slakur.

    Treður vonandi sokk á eftir.

    3
  13. Ótrúlegt 70% með boltann en samt er Atlético líklegri að bæta við öðru marki en lfc að jafna

    • Kannski sjá þeir ekki neitt, vegna bongó trommum og raibain sólgleraugna

Gullkastið – Kop.is í Madríd

Atletico Madrid 1-0 Liverpool