Bikarleikur gegn Chelsea í kvöld hjá kvennaliðinu, U23 spilar gegn Wolves

Á meðan aðalliðið okkar flýgur til Spánar þá verður nóg um að vera hjá kvennaliðinu okkar og hjá U23 liðinu. Stelpurnar spila í bikarnum gegn Chelsea, leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en það var ákveðið að færa hann vegna lægðarinnar.

Þá leikur U23 liðið gegn Úlfunum á sama tíma og stelpurnar spila. Sá leikur verður sýndur á LFCTV GO og fer fram á heimavelli Wolves. Liðið sem byrjar þann leik lítur svona út:

Jaros

Williams – VDB – Hoever – Gallacher

Cain – Chirivella – Clarkson

Elliott – Hardy – Jones

Liðið sem Vicky Jepson stillir upp gegn Chelsea lítur svona út:

Preuss

Jane – Bradley-Auckland – Fahey – Purfield

Bailey – Furness

Charles – Linnett – Lawley
Hodgson

Bekkur: Foster, Robe, Murray, Rodgers, Clarke

Það vantar semsagt nokkrar í liðið: Babajide, Sweetman-Kirk, Rhihannon Roberts, og Fran Kitching er líklega enn af höfuðmeiðslunum sem hún fékk á æfingu um daginn. Hún á einmitt afmæli í dag og myndi örugglega þiggja sigur í afmælisgjöf.

Það er ekki að sjá að leikurinn sé sýndur á The FA Player, en ef það finnst linkur verður hann settur í athugasemdir.

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum úr báðum leikjunum síðar í kvöld.


Uppskera kvöldsins er einn sigur og eitt tap. Konurnar héldu uppteknum hætti að tapa með einu marki, eða 1-0 gegn Chelsea. U23 liðið sigraði Wolves 1-2, það var Hardy sem skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik, Úlfarnir jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu sem Sepp van den Berg fékk dæmda á sig eftir klaufalegt brot í teignum, en okkar menn náðu að knýja fram sigur með marki frá Jake Cain í uppbótartíma. Gaman að sjá að ungu strákarnir halda áfram að tileinka sér sama baráttuandann og aðalliðið spilar eftir!

2 Comments

  1. Úff! Ég slysaðist til að horfa smástund á Chelsea – Man. Utd. og Harry Maguire gerði sér lítið fyrir og takkaði Batshuayi viljandi í gimsteinana! Þvílíkt skítahugarfar, bara! Að hefna sín fyrir hrindingu. Vona að þessi lúði fái afturvirkt bann. Get ekki ímyndað mér að nokkur Liverpool leikmaður myndi gera þetta. Dæmi um gjörólíkt hugarfar innan liðsins, meðal leikmanna og þjálfara.

    • Hræðilegur og bullandi hlutdrægur þessi lýsandi. United að hagnast mest allra á Varinu.

      3

Gullkastið – Innslag frá Gatwick

Gullkastið – Kop.is í Madríd