Liðið gegn Norwich

Þrátt fyrir leiðindaveður á Bretlandseyjum – sem hefur haft í för með sér að talsvert af leikjum í neðri deildum hefur verið frestað – þá verður blásið (pun intended) til leiks á Carrow Road núna kl. 17:30 á eftir. Við vonum að sjálfsögðu að okkar menn mæti alveg fjúkandi í leikinn, og láti mótspyrnu andstæðinganna sem vind um eyru þjóta.

En liðinu verður stillt upp svona:

Bekkur: Adrian, Fabinho, Lovren, Milner, Mané, Lallana, Origi

Bæði Mané og Milner mættir aftur til leiks, en hvorugur fær þó að byrja. Eins er Fabinho á bekknum. Keita og Ox fá kallið í byrjunarliðinu.

Matip og Minamino verða að gera sér að góðu að vera utan hóps. Sýnir að breiddin er fín þegar allir eru heilir. Jones og Williams eru að sjálfsögðu utan hóps sömuleiðis, sem og Shaqiri sem virðist nú vera á útleið miðað við hve lítið hann hefur spilað síðustu mánuði.

Verkefnið er einfalt á pappír, að sækja 3 stig. Verður sjálfsagt ekki alveg eins einfalt í framkvæmd, en okkar menn eiga að klára þetta.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.

KOMA SVO!!!

20 Comments

 1. Salah hendir í þrennu í 5-0 sigri. Van dijk og mane eitt hvor ef mane er á bekknum ekki búin að skoða það

  • Það er bókstaflega tekið fram í færslunni og sést á myndinni.

   1
   • Eg veit það Daníel ég bara las bara yfir liðið til að byrja með en ekki bekkinn fyrr en eftir á en vissi auðvitað að það kæmi fram

    1
  • Mikið rétt, en svo er hann ekki að spila mikið heldur þegar hann er heill. Síðan er hann ótrúlega oft að glíma við eitthvað smáræði. Hann virkar a.m.k. líklegur til að vera á útleið.

 2. Skrýtið að sjá Fabinho á bekknum en alveg gaman að sjá Keita samt sem áður.

  • Sterkt lið að vanda….bekkurinn gerist varla sterkari….frábært að sjá Keita spila hann verður okkar X faktor restina af tímabilinu….

 3. Solid lið hjá stjóranum okkar, ef Mane er gott sem klár setja þá inn max síðustu 10 mín. annars alger óþarfi, sama með Milner svona max síðustu 20-30 mín. Stór leikur 18.02 AM, þyrfti að fá Kristinn R. í viðtal varðandi þann leik:) Koma svo!!!!!

  YNWA

  • Góð áskorun með Kristinn R…..flott viðtal við stórurriðann Össur…

 4. Veðrið að gera okkur erfitt fyrir. Hljótum að klúðra einu inn í seinni.

 5. Hver er markvarðsla ársins ef ekki þessi tveggja metra hanski Alissons?

  Svo kemur þetta í seinni hálfleik.

  2
  • Sennilega rangstæða á Pukki ef hann nær boltanum en stórkostleg markvarsla

 6. Ósköp er þetta allt hægt hjá liðinu okkar. Mætti halda að þeir væru enn í fríi.

  • Þessi gæi….var farinn að halda að Origi þyrfti að koma og galdra eitthvað fram

   1
 7. Vá! Þvílíkur vinnusigur. Úff… Mikið vona ég að Norwich haldi sér uppi, frábær spilamennska hjá þeim.

  4

Upphitun: Norwich City á Carrow Road

Norwich 0 – 1 Liverpool