Söfnun fyrir Dagbjart

Það er okkur á Kop.is bæði ljúft og skylt að leggja góðum málefnum lið og þetta flokkast klárlega sem slíkt. Hér að neðan er færsla sem félagi okkar hann Guðjón R. Sveinsson deildi inn á Facebook síðunni Liverpool Aðdáendur. Við látum hana óbreytta inn hérna að neðan ásamt link á síðu þar sem hægt er að leggja þessum mikla Liverpool stuðningsmanni lið:

Kæru Poolarar

Þetta er hann Dagbjartur en hann er mikill Liverpool maður og fer ósjaldan á leikina úti. Hann hefur, frá því ég man eftir, verið starfandi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og nú í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og er einn af þessum aðilum sem hafa verið í alþjóðlegu björgunarsveitinni. Hann er semsagt einn af þeim sem, í sjálfboðastarfinu, hefur komið öðrum til bjargar í hartnær 30 ár og gefið af sér af lífi og sál. En nú er svo komið að hann þarf sjálfur á aðstoð að halda en hann fékk hjartaáfall þar sem hann var vinnuferð (já með hjálparsamtökum) í Grikklandi og nú tekur við mikið álag við heimkomu og fjárhagsáhyggjur fjölskyldunnar eru talsverðar.

Því fannst mér rétt að deila þessu hér enda er einkennisorð okkar augljós YNWA 😉 því margt smátt gerir eitt risastórt.

Þú kemst beint inn á síðuna með því að smella hérna.

Gullkastið – Síðasta Meistaradeildarsætið

Kvennaliðið mætir Arsenal