Gullkastið/Innkastið – Hvenær fáum við (Staðfest)?

Skelltum okkur á skrifstofur Fótbolti.net og vorum með í Innkastinu. Fókusinn auðvitað á Liverpool en tókum auk þess snúning á enska boltanum almennt og því helsta í Evrópu.

Stjórnandi: Magnús Már (Fótbolti.net)
Viðmælendur: Einar Matthías, SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 275

Hvetjum alla eindregið til að ganga til liðs við stuðningssveit fotbolti.net og hjálpa þannig að rekstur þess ómissandi miðils sé tryggður

16 Comments

 1. Hugsið um það, það eru ítalaskrattar að ætla sér að bjóða í VvD skítnar 150 mills punda. Við erum að tala um strák sem er verðugur öll heimsins veðmæti, svona einskonar ,,Mona Lisa,, ef við miðum við eithvað áþreifanlegt. Þeir fengu Emre Can, fuck them.

  2
  • 150 millur? Sénsinn.

   Ef Liverpool ákveða að selja VVD (og það er mjög stórt ef!), þá þyrfti líklega tvöfalda þá upphæð.

   1
   • Af hverju ætti VvD að vilja fara frá Liverpool? Ég held hann vilji bara vera hjá okkur. Liverpool er besta lið í heimu og ég hef fulla trú á að við eigum eftir að safna ógrynni titla á næstu ca 5 árum. Hver vill ekki taka þátt í því?

    P.S. Jinx er ekki til

    1
 2. Ég myndi ekki einu sinni skipta á VvD og Mbappé – svo mikið held ég upp á kauða.

  3
  • Já við gleymum því nú líka seint þegar Brendan reyndi að kaupa þrítugan Clint Dempsey frá Fulham fyrir Henderson + pening. Þá gapti maður, og eins gott að það gekk ekki eftir. Að selja framtíðarstjörnu fyrir skyndilausn þótti manni afar skrýtin pæling. Að öðru leyti reyndist Brendan okkur þó vel og manni er vel við hann og ber virðingu fyrir honum sem stjóra. En þetta með Dempsey var smá út úr korti af því að það gekk næstum eftir: Að láta Hendo OG borga pening fyrir nokkur möguleg mörk til að hoppa kannski með stóru K-i upp um eitt sæti í deildinni eitt síson. Í dag er Clint hættur að spila. Hendo á ennþá amk. 5 ár eftir til að leiða liðið okkar til enn nýrra afreka. Það sér ekki fyrir endann á því hreinlega, eins og hjartað í liðinu er, og hæfileikarnir umfram það sem fólk á að venjast af fótboltaliði.

   2
   • Þar fyrir utan voru mörg stórfurðuleg kaup hjá Brendan, það er bara ekki hans sterka hlið, þ.e. leikmannaviðskipti.

    3
   • Já hann er mistækur í því. Allavega í samanburði við núverandi stjórn, enda stenst nú enginn þann samanburð. Fékk samt Firmino og Coutinho, annar lykilmaður hjá okkur í dag og hinn fór í skiptum fyrir Alisson og Virgil. Brendan verður minnst fyrir það, þótt ekki sé annað!

    1
   • reyndar segir spakir menn að transfer nefndin hafi verið á bak við kaupin á Firmino. Brendan gekk jú illa að vinna með nefndinni. Honum til varnar þá er sagt að BR hafi ekki viljað Balotelli og nefndin eigi það flop skuldlaust.

    1
 3. Er leikurinn í alvörunni hvergi sýndur?

  Man bara ekki eftir slíku.

  Áfram Liverpool!

 4. Ég bara trúi þessu ekki! Stærsti fótboltaklúbbur heims að keppa í FA-bikarnum og leikurinn er ekki sýndur!

  Þetta segir bara stöðuna sem orðin er á þessum bikarkeppnum.

  • Þetta er örugglega einhver togstreita milli LFC og FA, svona eins konar tippakeppni. Meðan LFC ræður því fullkomlega hvaða liði er spilað, þá mögulega ræður FA hvaða leikir eru sýndir.

   YNWA

Liverpool (u23) mætir Shrewsbury í FA bikarnum

Byrjunarliðið gegn Shrewsbury