Liverpool 4 – Southampton 0 (Skýrsla)

Liverpool tóku á móti Southampton klukkan þrjú í dag og komu sér í tuttugu-og-tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Southampton áttu einn af betri andstæðingum sem við höfum mætt lengi, fengu nóg af sénsum til að komast yfir og töpuðu samt 4-0. Það myndi vera vegna þess að þeir voru að keppa við Liverpool, besta lið í heimi (staðfest).

Fyrri hálfleikur.

Þessi hálfleikur var geggjuð skemmtun, en Southampton voru klárlega sterkari aðilinn þegar leið á hálfleikinn. Til að byrja með voru Liverpool meira með boltann og kunnuglegt mynstur var á leiknum. Liverpool hélt boltanum, prufuðu fyrirgjöf, virkaði ekki, unnu boltann, prufuðu aðra leið inn í teiginn, töpuðu boltanum og unnu aftur boltann. Aftur og aftur og aftur.

Southampton voru enga síður stórhættulegir. Við máttum prísa okkur sæla að Kevin Friend er ekki frábær dómari, þegar á tíundu mínútu gaf Andy klára baksendingu á Alisson sem greip boltann. Það var engin vafi þarna, en ég fagna svo sem röngum dómum þegar þeir falla með mínu liði.

Um miðjan hálfleik áttu Liverpool sína bestu sókn í hálfleiknum. Liverpool vann boltann eftir misheppnað horn og Van Dijk stakk sér í gegn og fékk sendingum. Hollendingurinn reyndu skot með hælnum sem McCarthy frábærlega. Boltinn skoppaði í teignum og McCarthy þurfti aftur að verja skot.

Skömmu seinna færðu Southampton menn sig upp á skaftið og Ings og Long komust í góða skyndisókn. Ings lagði boltann fyrir félaga sinn og Van Dijk þurfti að teygja sig svo svakalega að ég er ekki viss um að hann hefði náð að pota í boltann ef hann hefði verið með nýklipptar táneglur. Það sem eftir lifði hálfleiks voru okkar menn einfaldlega lélegir og eina ástæðan fyrir að þeir skoruðu ekki eitt stykki 191 sentímetra hár brassi, sem hélt í dag hreinu í níunda sinn í tíu leikjum.

Seinni hálfleikur.

Þegar þú ert búin að gefa allt til að halda í við Evrópumeistaranna 45 mínútur, þegar þú hefðir klárlega átt að koma einni tuðru í netið, þegar þú heimtar að fá víti snemma í seinni hálfleik og færð það ekki, hvað gerist næst? Jú þú færð mark í andlitið. Southampton komu sér í frábæra stöðu við teiglínuna snemma í hálfleiknum er Fabinho náði að pota tá í boltann og Liverpool brunuðu fram völlinn. Tveim sendingum seinna var Alex Oxlade-Chamberlain með nóg pláss fyrir framan teiginn. Hann lét vaða og boltinn söng í netinu. 1-0!

Eftir þetta var í raun aldrei spurning hvernig leiknum myndi ljúka. Southampton gáfust upp og spurningin var bara hvað Liverpool myndi skora mörg mörk. Á sama tíma duttu Liverpool í léttleikandi gírinn sem er svo fallegur og flæðandi og sköpuðu færi eftir færi.

Það var fyrirliðinn sem kórónaði en einn frábæra leikinn með marki númer tvö. Henderson setti pressu á markmann Southampton sem hreinsaði boltann beint á Trent á miðjum helming Southampton. Trent sendi boltann í gegn á Firmino sem sendi boltann á Hendo sem kláraði öruglega.

Í næsta marki sá Henderson um stoðsendinguna. Alisson sendi boltann hátt upp hægri vænginn, Henderson tók boltann í fyrsta þar sem Salah var mættur og kláraði færið. Á þessum tímapunkti voru tíu mínútur eftir og Southampton langaði heim. Þeir þurftu svo að sætta sig við að fá fjórða markið í andlitið frá Salah, eftir stoðsendingu frá Firmino. 4-0 staðreynd.

Maður leiksins.

Það er ákveðið lúxúsvandamál að skrifa skýrslu og geta fært rök fyrir að hálft liðið eigi að fá þessi verðlaun. Henderson var algjör skepna framarlega á miðjunni, Fabinho og Gomez átti erfitt í fyrri hálfleik en breyttust í vegg þegar leið á leikinn. Van Dijk var svo góður. Alisson hélt okkur inn í leiknum í fyrri hálfleik.

En valið er á milli Firmino og Salah. Bobby heldur áfram að láta spilið okkar ganga upp en ég gef Salah titilinn maður leiksins, vegna þess að hann er búin að vera sturlað góður síðustu vikur og mér finnst hann ekki vera að fá nóg hrós fyrir það.

Slæmur dagur.

Andy minn átti mjög erfitt uppdráttar í byrjun leiks. Hann var alls ekki skelfilegur í leiknum, við vitum bara að hann á miklu meira inni.

Umræðupunktar eftir leik.

 • Liverpool er með 22 stiga forystu á toppi deildarinnar!
 • Keita og Minamino fengu verðmætar mínútur í leiknum. Mér lýst vel á nýjasta leikmann
 • Það er 22 stig milli fyrsta og annars sæti í ensku deildinni.
 • Liverpool en hann mun þurfa allavega hálft ár í aðlagast leikstíl liðsins.
 • Man City eru 22 stigum frá efsta sæti deildarinnar.
 • Firmino átti að fá víti í fyrri hálfleik, svo einfalt er það.
 • Bara ef það hefur farið fram hjá einhverjum: TUTTUGU-OG-TVÖ STIG
 • Eitt sem er svo geggjað við þetta lið er að þeir virðast geta skipt upp í hæsta gír að vild. Ef þeim dugar að spila illa til að vinna gera þeir það, í dag þurfti að spila virkilega vel og liðið gerði það. Að sama skapi virðast andstæðingar gefast upp fyrr og fyrr í leikjum. Allir vita að þeir þurfa að eiga fullkominn leik gegn Liverpool.
 • Einu sinni en: Liverpool gæti tapað sjö leikjum og samt verið efstir.

Næst á dagskrá eru Shrewsbury í bikarnum, þar sem við fáum tækifæri til að sjá U23 strákana spreyta sig. Aðaliðið er að fara í næstum tveggja vikna frí. Svo tekur við alvara lífsins: Að ganga frá þessari deild og glíma við Diego Simone.

36 Comments

 1. Jæja ég hélt í alvöru að við værum að fara að tapa stigi eða stigum í dag miðað við hvernig leikurinn var að þróast í fyrri. Hvað segja talnaglöggir, er meistaradeildarsæti ekki að verða í höfn ?? Hehe

  3
 2. Southampton mættu með standpínu sem reyndist svo bara hlandsperringur

  11
 3. Minn maður Bobby er ómennskur! Þrenna í stoðsendingum. Líkamstjáningin minnir á Grískan guð.

  Ég vil bera honum börn!!!!

  18
 4. Mér sérstakt stórlið sem við höldum með. Lið sem vinnur nánast alla leiki. Lið sem virðist alltaf hafa einhvern aukagír sem það getur gripið í ef þarf á að halda en þess á milli spilar það oft á mjög sambærilegu kaleberi og liðið sem það spilar gegn.

  Í þessum leik virtist Liverpool ekkert sérstakt í fyrri hálfleik. Ef eitthvað er þá var Southamton og virtust lítið sem ekkert hræddir við liðið okkar.. Þeir sköpuðu sér oft færi og hefði Danny Ings, okkar fyrrum leikmaður skorað og jafnvel fengið dæmt víti á sig áður en Champerlain skoraði. . Það var mjög virðingarvert að sjá hvernig þeir spiluðu og það hefur augljóslega margt breyst síðan þeir töpuðu 9-0 gegn Leicester í byrjun móts.

  Skýringin á því afhverju lið þora ekki að spila alvöru fótbolta kom mjög vel fram í þessum leik. Liðið okkar er eins og þýskur skriðdreki í barnasandkassa þegar það fer á skrið og bókstaflega valtar yfir hin liðin.

  Mér fanst margt ánægjulegt í þessum leik. T.d þótti mér gaman að sjá Minamino spila mjög vel þegar hann kom inn á og þess hefði verið óskandi að hann hefði skorað í færinu sem hann fékk.

  Þetta lið okkar eiturmagnað. Það viriðist ekki sakna neins leikmanns neitt svakalega mikið. Ef einn leikmaður meiðist tekur annar við keflinu. Væri samt alltaf til í að hafa Mane í liðinu.

  Mér finnst vörnin eiga virkilega mikið hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Það er ekki sjálfgefið að fá ekki á sig mark, leik eftir leik með sóknarliði sem spilar svona opin sóknarbolta.

  En eitt þykir mér samt mjög gagnrínisvert við spilamennsku okkar manna en Liverpool var ítrekað að missa boltan á hættusvæði þegar þeir voru að spila úr vörninni. Það verður að finna fleirri möguleika en að senda stuttan bolta á næsta mann eins og t.d fyrir fram ákveðinn langbolta í viss svæði. Þrátt fyrir allt kom ekki mark þó við misstum boltan mjög oft. Liðið má ekki vera fyrirsjáanlegt. Geri ráð fyrir því að það sé einn sterkasti kostur Liverpool að læra af mistökunum og finna lausnir og eru væntanlega miklu meðvitaðari um þetta en ég og við hinir sem horfum á leikinn í sófanum.

  Annars besta Liverpool lið sem við höfum nokkurn tímann átt.

  13
 5. Sá ekki leikinn, en þegar svart verður að hvítu, í stað á hinn veginn hvern andsk. er hægt að kvarta. Fylgdist með leiknum á texta mbl., auðvitað er þetta lygini líkast, að því leiti að engum hefði órað fyrir svona árangri í byrjun, en lygin lýgur ekki:)

  YNWA

  2
 6. Liverpool liðið valtar yfir allt og alla og ég valta yfir stuðningsmenn annara liða.

  8
  • Ekki sammála þér Stefán, það á að taka þessum árangri með æðruleysi. Það eru aðeins leikmenn LFC sem hafa rétt til að valtra yfir þau lið sem keppt er við hverju sinni.

   YNWA

   23
 7. Stórskrítinn leikur en sama niðurstaða 3 stig og allir brosandi.

  Fyrirhálfleikur var lélegur hjá okkur. Við vorum í tómu tjóni varnarlega og Southampton fengu nokkur góð tækifæri til að skora.
  Síðarihálfleikur var frábær þar sem við náðum oft frábæru spili og unnum öruggan 4-0 sigur.

  Bestu menn hjá Liverpool.
  Henderson var en eina ferðina stórkostlegur, þvílíkur kraftur og var algjör drifkraftur í okkar liði þar sem hann var oft fremsti maður í hápressu eftir að hafa náð að pressa boltan alveg til markmans.
  Firmino er bara töframaður sem lætur sóknina fá gott flæði.
  Salah átti aftur góðan leik og eftir meiðsli Mane þá hefur hann einfaldlega stigið upp.
  Alisson var virkilega öruggur og átti nokkra flottar vörslur.

  Það voru þarna 2-3 sem hafa oft leikið betur en nenni ekki að pæla í því núna, við erum á toppnum með 22 stiga forskot( Man City leik inni) og því bera að fagna.

  YNWA

  3
 8. Fyrir ári síðan eða tveimur hefði Hendó ekki skorað þetta mark. Mikið rosalega hefur hann bætt sig, bæði í andlegum styrk og fótboltagetu.

  7
  • Allir leikmenn bæta sig undir Klopp. Það er bara staðreynd!

   6
 9. Salah og Mané. Er pláss fyrir þá báða í liðinu á sama tíma?

  Það væri gaman að fá djúpa greiningu á hlutverki þeirra þegar þeir eru báðir inná í einu og svo þegar þeir spila án hins.

  3
  • Sama og ég var að hugsa. Salah virðist mun hressari þegar Mané er ekki inná…

   2
  • Æji guð minn almáttugur….. Eru menn bara í alvöru að pæla í svona rugli??? Hvernig gekk liðinu td á móti man utd í fyrri leiknum þegar vantaði Salah…. Á móti hvaða liðum hefur liverpool spilað þegar það hefur vantað annan þeirra og hinn spilar vel….. Eru menn allt í einu á besta tímabili sem nokkuð lið hefur spilað að fara í svona pælingu….. Um ekki neitt

 10. Slir félagar

  Hvað er hægt að segja. Liðið í seinni hálfleik bókstaflega át Soton á öllum svæðum vallarins. Danny Ings sprunginn um miðja seinni hálfleik og hafði þá sýnt anzi góða takta en dugði ekki til með Alisson í markinu. Vil ekki vera að taka einhverja út úr þessari liðsheild en . . . Henderson, Firmino,Salah, Virgil og Alisson. Þvílíkir sómadrengir allir sem einn ásamt með öllum hinum. Takk fyrir mig.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 11. Metin falla og falla og núna er maður farin að pæla óþarflega mikið í þeim þar sem þessi titill er svo gott sem komin í hús. Núna er bara að ná meira en 100 stigum og sanna að liðið okkar sé besta lið i sögu úrvalsdeildarinnar. Vill miklu frekar ná 100 stigum plús en að fara osigraðir í gegnum tímabilið þótt ég vilji helst bæði. Erum einnig nálægt því að bæta met yfir flesta sigra í röð og eigum í næstu leikjum fram að City 4 apríl andstæðinga sem við eigum að vinna ef allt er eðlilegt. Það sem gæti skemmt að fara osigraðir í gegnum tímabilið er meistaradeildin það er að segja ef við erum búnir að vinna deildina og á fullu þar þá gæti Klopp hvilt í deomdinni og kannski tapað eins og einum leik.

  Gersamlega galið þetta lið okkar og maður á bara ekki orð yfir þessa vitleysu sem er í gangi.

  Mikið rosalega er ég að njóta þess eftir að hafa alist upp við man utd raka inn titlunum og grenja í mörg ár að fá núna að brosa og gersamlega elska þetta, hélt þessi tími kæmi aldrei á meðan ég lifði við hitt ogeðið og nánast lagður í einelti alla daga ársins sem eini liverpool maðurinn í bekknum og leikarinn líka harður man utd rússa. Núna er gaman að vera til og megi þetta halda áfram næstu árin sem það mun gera.

  YOULL NEVER WALK ALONE DRENGIR !!!!

  7
 12. Vá bara vá orð laus þetta lið ef það það þarf að bæta sig gera þeir það bara. Gæti ekki verið sáttari settum svaka pressu á shitty njótum félagar þetta verður ekki betra ?

 13. Sæl og blessuð.

  Þessi leikur var í raun saga liðsins í hnotskurn síðustu árin. Fyrri hálfleikur lýsti vel ferli liðsins allt fram á þetta á þegar ekkert var að frétta – aldrei á vísan að róa og minnipokalið til alls líkleg gegn okkur. Svo er seinni hálfleikurinn eins og síðustu tvö tímabil – það er eins og klakastífla bresti og okkur halda engin bönd!

  Fjegur núll – segi og skrifa – eru fáheyrðir yfirburðir gegn liðið sem hefur verið á renniskriði, allt frá Leicester-lúskrinu.

  Þetta Skeiðarárhlaup sem við erum að verða vitni að, kemur samt ekki á óvart. Við fundum fyrir því 2015-18 hvernig Klopp nostraði við félagið, breytti í stöðum, fékk nýtt samstarfsfólk og það sem brýnast var – lærði sjálfur og þroskaðist. Hann hefur þann eiginleika að kunna að hlusta og það hefur riðið baggamuninn í þessu ströggli öllu.

  Nú er ekkert í kortunum sem bendir til þess að verðugnir andstæðingar séu í sjónmáli. Þeir líkjast ýmist vonlausum lukkuriddurum, sofandi risum eða hnignandi stórveldum. Allt stefnir í að rennireið okkar sé rétt að hefjast.

  5
 14. Ekki hægt að segja annað en takk fyrir þetta leikmenn Liverpool. Einhver hefur hálfleiksræðan verið því fyrri hálfleikur var með kæruleysilegra sem maður hefur séð frá okkar frábæra liði. Seinni hálfleikurinn svo aftur á móti algjörlega frábær. Hendo og Firmino í heimsklasa og núna er farin að spinnast umræða um að Hendo eigið skilið að vera valinn leikmaður ársins. Því ekki, hann er búinn að vera frábær og farinn að skora og leggja upp fyrir utan öll hlaupin og vinnuna út um allt.
  73 stig sem verða ekki af okkar liði tekin og áttum okkur á því að þessi stigastaða hefði dugað í 3. sæti á síðasta tímabili. Hefði svosem alveg viljað að tvo þessarra stiga hefðu lent á síðasta tímabili. Einhverjir 53 leikir í röð án taps á heimavelli í deildinni. Hvernig tíma erum við að upplifa, ég bara spyr.

  4
 15. Fyrirliðinn að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum, í hvaða stöðu sem er og menn að velja Salah eða Firmino sem menn leiksins. Henderson búin að vera langbestur desember og janúar. Vonandi bara að allir séu búnir að taka hann í sátt. LEIÐTOGI

  5
  • Svo satt. Hefur leitt liðið til þessa fágæta móments, sem er öðruvísi en annar sigur. Við vitum að við erum búin að vinna þótt við nefnum það ekki. Frábært lið, og frábær árangur.

   1
 16. Ég sagði hér fyrir ekki svo löngu síðan að það væri ekkert minna mál að vera lang bestir eða vera um miðja deild. Ástæðan var sú að fólk var farið að vera með ýmsar yfirlýsingar, og eru enn að, en mesta vandamálið er kannski síendurteknar yfirlýsingar um síendurtekinn stórleikinn hjá þessum eða hinum í liðinu þegar um er að ræða 11 manna hóp sem þátt tekur í hverjum leik og allir róa sem einn að sama markmiði ásamt góðu teimi þjálfara og annara að vinna leikinn. Ég verð bara að segja, að Klopp treisti ég best til þess að halda leikmönnum á jörðini, sem hann vissulega gerir, ásamt því að hann talar aldrei niður mótherja, frekar upp ef eithvað er. Þetta viðhorf langar mig að sjá hjá okkur stuðningsmönnum, ekkert að því að monta sig aðeins, og margir þar á meðal ég þurft að þola smá háðsglósur en það þarf ekki endilega að þíða að við þurfum endalaust að stá salt í sár ,,andstæðinga,, okkar, ja það má mögulega við 2 lið en nefnum engin nöfn:)

  YNWA

  2
 17. Spurs að klára City rétt í þessu og staðan alltaf að verða betri og betri hja okkur og í raun bara spurning um hvernær við tryggjum okkur titilinn

  7
  • Og það er sem er líka jákvætt við þetta að Spurs eru komnir tvö stig upp fyrir Man.Utd 🙂 vill ekki sjá þá nálægt 4 sætinu. 🙂

   2
 18. Ha, ha, ha, þessi “titilbarátta” er búin að breytast í geggjaðan brandara! 🙂
  22 stig, eruð þið að grínast í mér??!! Algerlega frábært 🙂

  Núna fara veðmálin í gang, þ.e. hvenær Liverpool tryggir sér endanlega titilinn, þ.e. hvort það verði í lok febrúar eða snemma í mars.

  WGWTL

  4
 19. Vá! Erum við að tala um hópferð á heimaleikinn gegn Crystal Palace og titillinn í höfn 21. mars?

  1
 20. Citty eru sprungnir! Þetta er að gerast gott fólk! Við erum að fara að vinna deildina. Nei, við erum að fara rústa henni! 30 ára bið á enda.

  13
 21. Það færi gaman ef City menn þyrftu að standa heiðursröðina fyrsta leik eftir að Liverpool hefur tryggt sér titilinn. Væri gama sjá svipinn á Sterling sérstaklega sem fór til City til að vinna titla.

  5
  • Mjög sérkennilegt komment í ljósi þess að Sterling er nú þegar kominn með 2 deildartitla, og nokkra bikar titla. Svo er aldrei að vita hvað framtíðum ber í skauti sér . Þannig að það er ekki eina og Sterling hafi ekki unnið titla hjá City .

   4
   • Sæll Þröstur City fan, það hlakkar í mér vegna þess að Sterling sem yfirgaf Liverpool til að vinna titla í stað þess að aðstoða liverpool í að vinna þá, þarf núna að að bíta í súrt epli. Liðið sem hann yfirgaf er núna með 22 stiga forskot á liðið sem hann fór til og er Heimsmeistari félagsliða, Evrópumeistari og verðandi Englandsmeistari nema stórslys verði. Ég sagði aldrei að hann hefði ekki unnið titla hjá City. Það að hann hafði ekki trú á að geta unnið titla hjá Liiverpool það er það sem ég er að tala um og gagnrýna hann fyrir. Þess vegna vil ég sjá hann standa og klappa fyrir Liverpool þega þeir hafa tryggt sér titilinn.

    2
 22. Mómentið í þessum frábæra leik var fyrir mér þegar Danny Ings gekk inn á völlinn eftir að lokaflautið gall og fékk faðmlög, bros og klapp frá fyrrum félögum sínum. Greinilegt að Danny boy er saknað úr hópnum og það var ekki laust við að það þyrlaðis einhver rykkorn í augun á manni… þvílikt lið sem Lpool er!

  8
 23. Danny Boy er okkar maður, ótrúlega óheppinn á sínum tíma varðandi meiðsli, en er að springa út hjá flottum stjóra Ston og góðvini Klopp.

  YNWA

  4

Liðið klárt gegn Southampton – Umræðuþráður

Liverpool (u23) mætir Shrewsbury í FA bikarnum