Liðið klárt gegn Southampton – Umræðuþráður

Þá er komið í ljós hvaða ellefu kappar reyna að koma Liverpool í 22 (!!!) stiga forystu á toppi deildarinnar:

Gegn þeim þeim stilla suðurstrandarstrákarnir upp eftirfarandi liði:

Nokkuð ljóst að einn af þessum mönnum mun fá frábærar viðtökur á Anfield. Ég er ennþá pínu fúll að dæmið hafi ekki gengið upp hjá honum Danny Ings og yrði satt best að segja ekkert fúll ef hann skoraði á Anfield í dag, að því gefnu að Liverpool sé um það bil 4-0 yfir þegar það gerist.

Liverpool liðið á möguleika á að slá eitthvað met í hverjum einasta leik þessa daganna. Til dæmis: Ef Alisson heldur hreinu er hann komin í fyrsta sæti í baráttunni um gullhanskan. Leyfið mér að endurorða þetta: Ef markmaður Liverpool sem missti af fyrsta eina og hálfa mánuði tímabilsins heldur hreinu í dag er hann komin með flest hrein lök af öllum markmönnum í deildinni. 

Endilega kommentið skoðunum á leiknum hér fyrir neðan!

KOMA SVO!

20 Comments

 1. Það þarf ekki að breyta einhverju fyrir seinni hálfleik. Það þarf að breyta öllu og þá á ég ekki við leikmenn, hugurinn er ekki mættur.
  Soton góðir því við erum klaufar.
  Ekkert klafs, áfram gakk.

  1
 2. Heilt yfir jafn leikur. Er stórlega efins um að hlutlaus einstaklingur gæti séð að Liverpool er 29 stigum fyrir ofan þá í deildinni. Ef Liverpool tekur sér ekki tak í síðari hálfleik, þá gæti þetta endað illa vegna þess að Souhtamton hefur fengið þónokkuð af færum. Við getum ekki endalaust treyst á að þetta “reddist” bara.
  Það sem vekur áhyggjur mínar er að mér finnst sóknin vera bitlaus, það er missir af Mane og Origi fyllir betra upp í þann missi en Champerlain. Mér finnst eins og það þurfi að gerast breytingar í hálfleik en ef ég þekki Klopp rétt ætlar hann fyrst að leyfa liðinu að bæta örlítið fyirr slæman hálfleik og fara yfir þau atriði sem þarf að laga áður en hann gerir breytingar. Þannig vinnur hann og þessvegna erum við á góðri leið að vera meistarar.

 3. Þurfum að koma okkur úr öðrum gír í seinni hálfleik.

  Eitthvað segir mér að Danny Inga muni setja á okkur eitt mark og við verðum því að hafa hausinn í lagi og nýta færin þegar við fáum þau.

  Söknum Mané mikið.

  1
 4. Þurfum að gera betur í síðarihálfleik. Southampton að gera okkur lífið leitt og þeir eru ekkert að pakka í vörn 4-4-2 með hápressu. Varnarlínan okkar í rugli og við náum engum takt á miðsvæðinu.

  Jæja 45 mín eftir og sjáum hverju Klopp breyttir í hálfleik.

 5. Náði síðustu 10 mínútunum af fyrri hálfleik. Gætum auðveldlega hafa fengið á okkur tvö mörk. Liverpool leit ekki vel út, reyndar með frábæran markvörð.

  Koma svo.

  1
 6. Þvílíkt kæruleysi, bæði í varnar og sóknarleik. Hausinn ekki rétt stilltur. Sem betur fer enn 0-0 þannig að menn hafa 45 mín. að koma sér í gang.

 7. Megi þeir njóta þess að fara i frí og gera sig klára i restina af tímabilinu….

  3
 8. Sælgæti…..djö er gott fyrir sálina að vera Liverpool maður þessa dagana.

  3
 9. Henderson færður framar i þessum leik kominn með mark og stoðsendingu fyriliðinn okkar gjörsamlega að BRILLERA

  2
 10. SI SENOR Firmino með 3 stoðsendingar hvað er að frétta! Salah geggjaður líka.

  4

Southampton mætir á Anfield

Liverpool 4 – Southampton 0 (Skýrsla)