Byrjunarliðið mætt

Komið í ljós hvernig Klopp vinur okkar stillir liðinu upp til sigurs í kvöld.

Semsagt, Origi fer á kantinn fyrir Mané og nú er bara hans að sýna það að Shrewsbury var ekki mælikvarðinn á hans getu.

Kommentum á fullu yfir leik og endilega hendiði hashtaginu #kopis á röntin ykkar á twitter…

12 Comments

 1. Maður er orðinn pínu hræddur við allt þetta Liverpool er búið að vinna deildina tal. Veit Klopp heldur mönnum á tánum en samt. Maður sér smá þreytu í leikmönnum og mögulega slaka menn á og treysta á félagana. Ætla að spá 1-2 sigri Liverpool í erfiðum leik.

  Koma svo. Halda áfram.

  1
 2. Ég persónulega hefði ekki sett Origi í liði en maður hefur litið á hann sem super sup og ekki fundist komið mikið úr honum þegar hann byrjar leiki. Hefði látið Ox eða Minamino með Firmino/Salah
  Ég er aftur á móti að slá inn á lyklaborð á meðan að Klopp er að gíra okkar menn í leik gegn West Ham þar sem við erum með 16 stiga forskot í deildinni svo að ég held bara að hann hafi meira vit á þessu en ég .

  YNWA – Spáum 0-1 sigri Liverpool og þá hlýtur Origi að skora sigurmarkið og ég fæ sokkabragðið með bros á vör.

  2
 3. Geggjað víti hjá Salah, bombaði boltanum niðri í hornið á meðan að Fabianski skutlaði sér í hitt hornið!

  YNWA

  1
 4. Vel gert Ox! Þetta var fallegt, glæsileg snuddusending frá Salah.

  3

Fyrri umferðin kláruð – West Ham heimsóttir

West Ham 0 – Liverpool 2