Gullkastið – Svartnættið eftir Shrewsbury

Síðast þegar Liverpool vann ekki fótboltaviðureign var þegar U9 ára liðið tapaði gegn Aston Villa á síðasta áratug. Það var því svekkjandi sjokk að missa Shrewsbury í aukaleik í bikarnum og það í miðju vetrarfríinu. Bölvaður óþarfi raunar og skiptar skoðanir um það hvernig Liverpool ætlar að tækla það. Wolves var hinsvegar klárað í deildinni í hörkuleik og framundan eru tveir leikir í deildinni.

Hafliði Breiðfjörð eigandi fotbolti.net var með okkur að þessu sinni og fór m.a. yfir baráttu sína gegn yfirvöldum fyrir hönd síðunnar enda verið að skekkja samkeppnisumhverfi síðunnar töluvert.

Stjórnandi: Maggi
Viðmælendur: SSteinn og Hafliði Breiðfjörð

MP3: Þáttur 274

Hvetjum alla eindregið til að ganga til liðs við stuðningssveit fotbolti.net og hjálpa þannig að rekstur þess ómissandi miðils sé tryggður

4 Comments

 1. Kannast fólk við miða á dyrum að verslun í glaðasólskyni á heitum sumardegi sem á stendur ,,lokað vegna veðurs,, fyrst er maður hálf fúll, bölvar aðeins, svo rökræðir maður við sjálfan sig og kemmst að þeirri niðurstöðu ,,flott hjá þeim, hvers vegna ekki að njóta veðurblíðunar,, Þannig sé ég ákvörðun Klopps, hvers vegna ekki, að hann og leikmenn Liverpool fái að njóta þess að vera í smá fríi. Sumir segja, en þeir eru á svo rosalegum launum, séu á besta aldri etc. Ég styð ákvörðun Klopps, þó svo ég ætlist jafnframt til þess að partur af aðalliðsmönnum sem spiluðu síðast komi að þessum leik og hysji upp um sig buxurnar enda búnir að vera frá keppni í þó nokkurn tíma. Flottur þáttur að vanda, og tek heils hugar undir áskorun til stuðnings Fótbolti.net.

  YNWA

  2
 2. Takk fyrir þessar fínu umræður. Skrýtin staða eftir þennan bikarleik. Ætla svosem ekki að hrauna yfir enska sambandið en greinilega þarf eitthvað að taka til þar miðað við óánægju þjálfara og leikmanna vítt og breitt. Auðvitað á að útkljá leiki með framlengingu og svo vító en ekki einhvern aukaleik. Eins í hinni bikarkeppninni, til hvers eru tveir undanúrslitaleikir? Þetta er bikarkeppni og heima og að heiman á bara ekki að eiga við í svoleiðis mótum. Svo er það hitt málið hvernig Liverpool tekur á þessum mótum. Greinlega er gefið skít í deildarbikarinn sem er miður að mínu viti. En verra þykir mér hvernig komið er fram við FA bikarinn. Eins og ég hef mikið álit á Klopp hefur hann sett örlítið niður eftir síðustu vendingar. Ef á að slauffa þessum keppnum á bara alls ekki að skrá sig til leiks. Menn vita nákvæmlega hvernig keppnirnar eru, geta verið aukaleikir og alls konar andstæðingar. Svo afsakanir eru engar. Ég get alveg skilið að menn þurfi frí en það þurfa hin liðin líka. Veit ekki betur en að td Wolves séu búnir að spila fleiri leiki en Liverpool á þessu tímabili. Ég vona því að Klopp (eða hinn) sjái sig um hönd og stilli bara aftur upp sama liði og í fyrri leiknum og fá því allir byrjunarliðsmenn úr síðustu deildarleikjum frí.

  4
 3. Ég styð Klopp heilshugar í því að senda burðarrása liðsins í fyrirhugað frí. En yfirlýsingin um að enginn leikmaður úr aðalliðs hópnum muni koma nálægt leiknum finnst mér í meira lagi undarleg.

  Vissulega er FA búið að klúðra málum með að setja leikinn inn í fyrirhugað frí, en á móti kemur eru ekki mörg laus pláss til að koma þessum leik fyrir á öðrum tíma. Þó reglan um endurtekna leiki sé umdeild þá verður henni ekki breytt í miðri keppni.

  Ef leikurinn fer fram 4. eða 5. feb. þá munu nú flestir fá talsvert frí þó það styttist um 3 daga.

  Ef þeir leikmenn sem spiluðu leikinn yrðu spurðir hvort þeir vildu frekar klára verkefnið eða fara í frí þá, hugsa ég að það sé einungis spurning hvort Origi eða Lovren myndu velja lengra frí, ég hugsa að langflestir vilji spila leikinn. Auk þess þurfa margir þurfa aukinn spilatíma.

  Hafa ber í huga að liðið er ekki að fara saman í frí eða æfingaferð og leikurinn mun því ekki riðla æfingaplani fyrir aðalliðið.

  Klopp er væntanlega líka pirraður yfir því að leikurinn raski hans eigin fríi og það er að einhverju leyti skiljanlegt. Þó FA hafi klúðrað málum er óþarfi að Klopp geri það líka. Bara ekki stíflast af þrjósku, leyfðu þeim fringe leikmönnum sem vilja taka þátt í seinni leiknum að spila og klára dæmið þó það verði undir stjórn Neil Critchley.

  3
 4. Í sambandi við næsta bikarleik og að setja bara ungustrákana á þann leik og Klopp mun ekki stjórna þeim leik er ég 100% samála.

  1. Leikmenn þurfa frí bæði líkamlega og andlega – Já sumir að koma tilbaka eftir meiðsli o.s.frv en að komast til baka er gríðarleg vinna og eiginlega meiri vinna heldur en að halda sér í formi sem maður er kominn í. Þessir leikmenn vanta leiki en þeim vantar ekkert síðri en öðrum hvíld.
  Andlegi þátturinn er líklega mjög vanmetinn en að fá smá tíma með fjölskylduni án þess að þurfa að hugsa mikið um næsta leik og geta kúplað sig aðeins út er eitthvað sem mun gefa okkur mönnum mikinn kraft á lokasprettnum.

  2. Margir tala um já en afhverju er Klopp ekki að stjórna, jú af því að kallinn þarf líka sitt andlega frí frá fótbolta. Hann virkar á mann sem mann sem hugsar og pælir í fótbolta 18 tíma sólahrings og hina 6 er hann að dreyma um fótbolta. Hann er í vinnunni 7 daga vikunar og treysti ég alveg þeim þjálfara sem þekkir þessa ungu leikmenn manna best til að stjórna liðinu í þessum leik.

  3. Þetta er eiginlega bara ekkert flókið og maður skilur ekki alveg lætinn í kringum þetta.
  A) Úrvaldsdeildin gaf 2 vikna frí þar sem hún bað lið um að ekki vera að plana leiki í kringum.
  B) Klopp lét sína leikmenn vita að þeir fengu smá frí á þessum tíma og setti allt æfingarplanið með það í huga.
  C) FA sagðist hafa látið lið vita að það gæti verið möguleiki á að bikarleikir gætu dottið þarna inn.
  D) Klopp sagði allt í lagi það er leikur þarna sem við erum ekki sáttir við en við ætlum að virða þetta 2 vikna frí og ég og mínir aðaleikmenn verða í frí.

  = FA getur nákvæmlega ekkert gert, Klopp er að hugsa um sína leikmenn fyrst og fremst og núna fá unglingarnir stórt tækifæri á Anfield og ég held bara að þeir geta alveg komist áfram.

  Já maður vill komast áfram en á þessu tímabili er það deildin númer 1,2 og 3 fyrst og fremst. Ef það þarf að fórna bikarkeppni til að hlaða rafhlöðurnar hjá aðalinu þá er maður til í það.

  8

Shrewsbury 2 – 2 Liverpool

Fyrri umferðin kláruð – West Ham heimsóttir