Liðið gegn Shrewsbury

Það fór eins og margir héldu, að aðalliðið yrði hvílt í dag:

Adrian

Williams – Lovren – Matip – Larouci

Chirivella – Fabinho – Jones

Elliott – Origi – Minamino

Bekkur: Kelleher, Keita, Firmino, Salah, Oxlade-Chamberlain, Hoever, Trent

Lovren ber fyrirliðabandið í dag.

Semsagt, þetta er sterkt lið sem á alveg að klára þennan leik.

KOMA SVO!!!

30 Comments

 1. Þetta er ég mun sattari við en liðið var gegn EVERTON, þetta er blanda af aðalliðsmonnum og aukaleikurum sem eiga framtíðina fyrir sér en ekki bara C og D liðið. Núna hef ég alveg trú á að Klopp vilji vinna þennan leik en hafði enga trú á á því gegn Everton. Lika með góðan bekk í dag en hann var líka mjög slakur gegn Everton. Núna eiga okkar menn bara að stefna á að vinna þennan bikar þetta eru 5 leikir og þá stór bikar í húsi sem ekki hefur komið síðan 2006. Erum í mjög góðri stöðu td í deild og getum jafnvel hvilt eitthvað þar eftir nokkra leiki þegar þetta er klárt, ég vil frekar hvíla þar og þá kannski tapa 1 eða 2 leikjum og ná þá ekki því arsenal gerði að fara osigraðir i gegnum heilt tímabil ef það skilar einum stórum titli í staðinn.

  Annars spai ég 0-4 í dag. Origi með 2, minamino og elliott

  2
  • 7 af þeim sem byrja leikinn í dag byrjuðu á móti Everton í bikarnum. Hinir fjórir voru Gomez, Millner (fór útaf snemma og Larouci kom inn), Phillips og Lallana.

   Get ekki séð að það sé svo brjálaður styrksmunur á þessum liðum.

   6
 2. Sammála pistlahöfundi, allt eðlilegt við samsetningu liðsins. Gott að geta spilað svona sterku liði, þó allir núverandi aðalliðsmenn fái mikilvæga hvíld fyri West Ham og S’hamton leikina. 1-3.

  YNWA

  1
 3. Ahh.. sama og eg var buinn að finna. Ekkert Acestream :/

 4. Þetta er hálfgert hnoð, minnir mig á Tindastól-KS í gamla daga 🙂

  7
 5. Við höfum ekki alveg náð að stjórn á þessum leik. Heimamenn eru ekkert að flækja þetta og dæla innfyrir varnarlínuna okkar sem er mjög framarlega og hefur það nokkrum sinnum skilað góðum færum.
  Sóknarlega hefur vantað þetta flæði sem við náðum gegn Everton.
  Fabinho virkar mjög ryðgaður, Minamino ekki alveg að finna sig og miðverðirnir okkar í smá vandræðum.
  Það má samt ekkert taka af heimamönum sem selja sig mjög dýrt. Spái samt að þeir fara aðeins að þreyttast undir lokinn og við bætum við marki eða mörkum.

  Markmið dagsins er að komast áfram og engin að meiðast.

  4
 6. Maður finnur til með þessum sem skoraði sjálfsmarkið alveg skelfilegt
  Ja hérna hér

  1
 7. Menn eru svo hræddir við Jones að þeir fara á taugum með hann á bakinu.

  3
 8. ha ha flott hjá Shrewsbury, kemur vel í kassann, allir á Anfield 🙂

  3
 9. Frábær úrslit. Varaliðið fær aukaleik. Og Klopp fær sýnidæmi um hvað gerist þegar leikmenn vanmeta andstæðinginn og fara í hlutlausan gír.

  2
 10. Flott að fá aukaleik heima fyrir ungu strákana og hversu frábært er það að fá Keita, Fabinho, Matip og Lovren tilbaka núna?

  Tökum þetta á Anfield!

  2
 11. Menn mættu ekki einu sinni í seinni hálfleikin og einugis klaufaskap þeirra varnarmanns að staðan varð 0-2 við áttum ekkert skilið úr þessum leik Jones og Adrian bestu menn vallarins nenni ekki að ræða um hina sem voru slakir.
  Hefði Adrian ekki verið í markinu hefðu þeir sparkað okkur úr þessari keppni en mönnum virðist vera sama um FA bikarinn líka.

  3

Kvennaliðið mætir Blackburn í bikarnum

Shrewsbury 2 – 2 Liverpool