Kvennaliðið mætir Blackburn í bikarnum

Jú mikið rétt, það er tvöfaldur dagur aðra helgina í röð hjá okkar fólki. Karlaliðið mætir Shrewsbury síðar í dag, en núna kl. 13 heimsækja okkar konur Blackburn Rovers Ladies. Þetta er merkilegt nokk ekki fyrsti leikur liðanna í vetur því þau mættust líka í Continental Cup. Þá skoraði Missy Bo Kearns sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn með góðu skoti úr aukaspyrnu undir lok leiksins, en hún verður fjarri góðu gamni í dag því hún er farin að láni til… Blackburn Rovers Ladies. Sömu reglur gilda um lánsmenn þar eins og hjá körlunum, og því verður hún að horfa á leikinn af pöllunum (þess má geta að hún er búin að spila einn leik fyrir Blackburn, átti þar stoðsendingu og stóð sig mjög vel). Hins vegar munu stelpurnar okkar mæta einu andliti sem þær kannast vel við, en það er Ellie Fletcher sem er uppalin hjá Liverpool en fór frá félaginu núna fyrr í mánuðinum. Hún sást lítið með aðalliðinu en var á láni hjá Sheffield, glímdi töluvert við meiðsli, og var semsagt greinilega ekki inni í framtíðarplönum Vicky Jepson.

Hins vegar sjáum við eitt nýtt andlit á bekknum hjá okkar konum, en Rylee Foster kom til félagsins núna í vikunni. Hún er 21 árs kanadískur markvörður sem þykir mjög efnileg. Mögulega hefur klúbburinn verið að leita að þriðja markverðinum í einhvern tíma, enda ekki gott að vera ekki með neinn markvörð á bekknum ef önnur þeirra Preuss eða Kitching meiðist, en það var einmitt það sem gerðist á æfingu fyrir um viku síðan(Varúð: svolítið grafískt). Líkast til mun hún verða kölluð Francis “Potter” Kitching héðan í frá… En aftur að Foster, en hún er harður púlari eins og sést á tattúinu hennar:

En semsagt, hún byrjar á bekknum í dag, því svona verður stillt upp:

Preuss

Hodson – Fahey – Robe – Purfield

Furness – Bailey – Rodgers

Charles – Babajide – Lawley

Bekkur: Foster, Clarke, Linnett, Sweetman-Kirk

Fyrsti byrjunarliðsleikur Jemmu Purfield síðan hún kom til baka úr meiðslum. Annars ögn athyglisverð uppstilling í vörninni, því Ashley Hodson er sóknarmaður að upplagi. Hvorki Sophie Bradley-Auckland né Becky Jane eru í vörninni í dag, og þetta sýnir bara hvað liðið er þunnskipað þegar kemur að vörninni. Þá er Leighanne Robe bakvörður að upplagi, en spilar í dag sem miðvörður.

Það er ekki ljóst hvort leikurinn verður sýndur á “The FA Player”, a.m.k. eru engir linkar komnir upp, en það var þó talað um að leikir í bikarnum yrðu aðgengilegir þar inni, og við vonum að það gangi eftir.

Já og aðeins varðandi leikvöllinn. Liverpool átti heimaleikinn, og því hefði leikurinn átt að fara fram á Prenton Park, en svo var ákveðið að færa hann yfir á Sir Tom Finney Stadium sem er heimavöllur Blackburn Ladies vegna þess hve Prenton Park var víst orðinn tæpur. En svo kom á daginn að Tranmere Rovers komust áfram í bikarnum svo það verður leikið á Prenton Park eftir allt saman… verður áhugavert að sjá hvernig gengur að spila fótbolta af einhverri alvöru.

Við uppfærum færsluna með úrslitum síðar í dag.


Jæja, liðið er ekkert búið að gleyma því hvernig á að skora mörk, það þarf bara að gera meira af því í deildinni!

Leik lokið með 8-1 sigri. Rinsola Babajide með 4 mörk, og þær Niamh Fahey, Niamh Charles, Kirsty Linnett skoruðu allar eitt mark hver, ásamt því að eitt markanna var sjálfsmark. Eina mark Blackburn liðsins kom frá scousernum Ellie Fletcher úr víti.

Næsti leikur er á sunnudag eftir viku, þegar okkar konur mæta Birmingham í fallslagnum í efstu deild. Mikið væri nú gaman ef stelpurnar okkar verða enn á skotskónum þá.

Mörkin úr leiknum má sjá hér: https://twitter.com/LiverpoolFCW/status/1222248545786396672

2 Comments

    • Já, en sýnir líka vel getumuninn á liðunum í efstu og næstefstu deild.

      1

Bikarrómantík á Englandi! Upphitun fyrir Shrewsbury.

Liðið gegn Shrewsbury