Liðið gegn Úlfunum

Þá er ljóst hvaða leikmenn hefja leik gegn Úlfunum eftir rétt tæpa klukkustund:

Bekkur: Adrian, Matip, Fabinho, Minamino, Origi, Jones, Williams

Semsagt, óbreytt lið frá síðasta (og þarsíðasta) leik. Eitthvað var slúðrað um að Virgil hefði krækt sér í flensu, en hann er a.m.k. metinn leikfær. Lallana er hins vegar frá vegna flensu. Milner, Lovren og Keita ennþá frá, þó svo að Lovren hafi verið mættur til æfinga í gær.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.

KOMA SVO!!!

25 Comments

 1. Kom við í Jóa Útherja í dag og ungi Poollarinn sem afgreiddi mig þar fullyrti að Hendó myndi skora.

  8
 2. Kom við í Jóa Útherja í dag og ungi Poollarinn sem afgreiddi mig þar fullyrti að Hendó myndi skora.

  4
 3. Líst verr á þetta eftir að Minomino kom inn á fyrir meiddan Mane. Það er einhver ógn bæði við Mane og Salah sem við megum illa við að missa úr liðinu okkar. Minomino finnst mér miklu líkari FIrmino en vængmanni en vonandi er hægt að stilla hann betur til eftir hálfleiksræðuna.

  Að vera marki yfir gegn Úlfunum er nokkuð gott og vonandi höldum við þetta út eða bætum við marki.

  1
 4. Nuna er bara að vona að þetta sé ekki meira en 2 til 3 vikur hjá mane þá missir hann bara af einum deildarleik. Þurfum hann áfram og hvað þá með meistaradeildina að byrja.

  Annars erum við alveg með þá, þeir ekki átt skot á markið en hættuleg staða engu að síður. Þurfum annað mark. Annars ótrúlegt að sjá van dijk, vinnur alla skallabolta og líka svakalega sterkur maður á móti manni. Salah mikið í boltanum og hann er alltaf að fara setja eitt í seinni hálfleik

 5. Úlfarnir eru að spila betri sóknarleik en Liverpool, því miður.

  1
 6. Ótrúlega pirrandi að horfa upp á þetta.

  Erum búnir að fá fullt af færum. Eða… Salah er búinn að fá fullt af færum. Staðan ætti að vera 3-1 jafnvel 4-1.

  Einstaklega pirrandi hversu lélegur Salah er í færanýtingu og ákvarðanatöku.

  Dýrka samt Salah eins og alla leikmenn liðsins, en hann er ekki yfir gagnrýni hafinn – og hann gæti bætt sig svo ógeðslega mikið þegar kemur að færanýtingu og ákvarðanatöku.

  Nú er bara að vona að okkar menn haldi haus og landa amk einu stigi.

  6
 7. Robertson ekki að eiga góðan leik. Salah alltof eigingjarn. Úlfarnir búnir að vera frábærir.

  2
 8. Salah þarf að gefa boltann menn eru að koma sér í færi þetta getur orðið dýrkeypt.

  2
 9. Salah gefðu helvítis boltann, aðeins of mikið hjá mínum manni nunna

  2
 10. Alveg hrikalega slappar ákvarðanir hjá salah á síðasta fjórðungi vallarins alltaf skal hann koma sjálfum sér í færi og skjóta í staðinn fyrir að spila boltanum öðru hvoru því þá er erfiðara að verjast gegn honum því varnarmenn henda sér bara fyrir boltann og þá gerist ekkert.

  3
 11. Erum búnir að vera hrikalega slakir í seinni hálfleik og þess vegna er rosalega ljúft að sjá þennan inni hjá Bobby!
  Si señor

  YNWA

  4
 12. Þetta lið okkar er ótrúlegt. Mér fanst ekkert annað en jafntefli í spilinum en þá kemur þetta mark hjá Firmino eins og þruma upp úr heiðskýru lofti. Fyrst við náðum að standast appelsýnugulu viðvörunina frá Wales þá getum við staðist nánast hvaða próf sem er.

  Mér fannst MinaMino ekki alveg tilbúinn í þennan leik. Hann þarf meiri tíma. Var í sjálfu sér ekkert slæmur en ekki sama ógnin og Mane.

 13. Jeiiii! Úlfarnir eru eina liðið sem hefur almennilega staðið í okkur þetta sísonið, í báðum leikjunum. Held með þeim í meistaradeildarbaráttu. En frábært að hafa unnið í kvöld.

Upphitun: Heimsækjum Úlfana

Wolves 1 – 2 Liverpool