Byrjunarliðið gegn Man Utd

Þá styttist með hverri mínútunni að flautað verði til leiks á Anfield þegar Liverpool tekur á móti Man Utd. Byrjunarliðin hafa nú verið opinberuð og gerir Klopp ekki breytingu á byrjunarliði sínu úr sigurleiknum gegn Spurs í síðustu umferð.

Alisson

TAA – Gomez – VVD – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Chamberlain

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Adrian, Matip, Fabinho, Lallana, Origi, Minamino, Origi, Jones

Joel Matip og Fabinho eru mættir aftur í hópinn sem eru frábær tíðindi fyrir Liverpool.

Það er engin Rashford hjá Man Utd sem stilla upp í að því virðist 5-3-2 líkt og þeir gerðu fyrr í vetur.

18 Comments

 1. Gleðilegan fótboltadag.
  Nú er lag að vinna djöflana.
  Ekkert klafs.
  4-1.
  Ég meinaða.

  3
 2. Sælir félagar

  Ég spáði annar staðar að 3 – 1 fyrir okkar menn en 4 – 0 ef Rashford yrði ekki með. Ég stend við það. Einnig vil ég spá að ef(!?!) við vinnum MU í þessum leik þá verðum við meistarar. MC að tapa 2 stigum í gær og Leichester tapaði 3 stigum áðan. Burnley sigraði í spennandi leik og voru vel að því komnir. Þetta þýðir að við getum komist í 19 stiga forustu miðað við að við að við vinnum þennan og W.Ham leikinn. Það er ekki slæmt – eða hvað? 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 3. Voðalega hafa menn mikið álit á Rashford. Breytir engu hvort hann er inná eða ekki. 3 stig er það eina sem skiptir máli í dag. Og halda hreinu. Og skora meira en eitt mark. Og áhorfendurnir syngi þar til klippt verður á útsetningu.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!!

  9
 4. Heilt yfir hefur Liverpool verið miklu betra. Mættum samt vera meira yfir en einu marki. Man Und er að spila mjög vel og eru ekki að parka rútunni. Þeir eiga virðingu skilið fyrir það.

  2
 5. Salah kallinn minn þarna áttu að skora. Hann hefur aldrei skorað gegn United sem er skrítið miðað við öll mörkin sem að kappinn hefur skorað. Hvernig erum við ekki 3-0 yfir í þessum leik!

  YNWA

  3
 6. Þvílíkir yfirburðir, hvernig getur staðan verið bara 1-0. Ég verð ekki rólegur fyrr en við erum 2-0

  2
 7. Það er lögreglumál hvað liðið okkar er stórfenglega lélegt í að klára færi.

  Guð blessi okkar frábæra varnarleik.

  3
 8. Ég er bara orðin drullu stressaður að MU nái að jafna, Við verðum að klára færin okkar.
  MU klúðrar ekkert endalaust færum sínu

  3

Kvennaliðið heimsækir Bristol

Liverpool 2-0 Man Utd