Gullkastið – VARúlfar, Van Wilder og VaraVaraliðið

Það er ekki hægt að koma því nægjanlega vel til skila hér á landi hversu mikill rígur er á milli Liverpool og Everton í Liverpool borg. Þessi tapleikur Everton í gærkvöldi er mögulega sá versti í nágrannaslag gegn Liverpool frá upphafi og það er svo sannarlega af nægu að taka. Van Wilder stjóri Sheffield United sló metið í flokki andstæðinga þegar kemur að því að hrósa Liverpool liðinu eftir fyrsta leik Liverpool á nýju ári á meðan Wolves voru bölvaður VARÚlfar (afsakið).
Tottenham og Jose um næstu helgi.

ATH: Þessi þáttur var tekin upp á meðan það var verið að kveðja jólin á Selfossi, í Breiðholti og Grafarvogi og það fer ekkert á milli mála á köflum í þættinum þó að langmest af látunum hafi nú verið sett á mutu í eftirvinnslu þáttarins.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 271

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

5 Comments

 1. Menn að opna öllara og flugeldar í bakgrunni, veisla á mánudagskvöldi. Vonandi enginn fjólublár reykur samt! 🙂

  3
 2. Fór inn á manu síðuna í gær, hlustaði á það sem þeir kalla djöflavarpið, eftir ca10 mín. hlustun hætti ég að hlusta var orðinn smeykur um að verða meðvirkur, í alvöru, þvílíkt vonleisi sem hrjáir þá, reyndar eðli málsins vegna. Trúi samt ekki að á Hicks-Gillett tímabilinu hafi snillingarnir okkar verið svona svartsýnir og vonlausir. Svo í morgun hlustar maður á Gullkastið, alveg frábært með morgunkaffinu og dagurinn brosir við manni, veislan heldur áfram. Nýjar stjörnur koma fram af lifrustiginu sem eru vel treystandi til þess að leysa af stórstjörnur í besta liði heims.

  YNWA

  8
  • Lífið er Wunderbar þessi misserin og ekki skemmir fyrir að chitty eru að spila sitt sterkasta lið á móti manhjúd í kvöld í deildarbikarnum. Kannski líta þeir á að þetta sé eina von þeirra á einhverjum titili þetta árið. Er annars engin breidd hjá þeim? Engir ungliðahreyfing í gangi?

   1
  • Maður hlustar stundum á Goldbridge United podcast á youtube. Hann er ekki helsti aðdáandi Jesse Lingard og hann er inná núna og United er að tapa.

   Þegar það rignir þá er hellirigning haha.

   1
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og pælingar. Annars bara góður

  Það er nú þannig

  YNWA

  4

Joe Hardy keyptur frá Brentford (Staðfest)

Klopp vs Guardiola